Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 37 lls Vest- ægin slóar- Ísraela við tak- –2003 þeim átta mm verið aelskir menn, ga ráðast á num og ófreistað org- g því hald- egatálmar skrifstofa est- yni að styrkja landtökubyggðirnar og fullkomna landtökuna. Ef næst að ljúka honum mun veggurinn teygja sig í það minnsta 1.000 kílómetra, og þá nær Sharon því tak- marki sínu, að koma í veg fyrir að Palestína geti orðið sjálfstætt ríki. Vesturbakkinn mun verða að mörgum gettóum og fangelsum, þar sem aðgangur, öryggi og bjargir allar verða á valdi Ísraels, og palestínska þjóðin læst inni, hulin sjónum umheimsins. Enn á ný hefur fjölmiðlaherkænska Sharons lamað viðbrögð umheimsins. Leiðtogar heims hafa lýst yfir ótta við að múrinn og hin nýju landamæri verði bráðum orðin að veruleika, sem ómögulegt er að hrófla við. Enn hefur ekki verið stungið upp á neinum aðgerðum burt- séð frá venjubundnu hjali, þar sem hvatt er til að frið- arumleitanir verði hafnar að nýju – sem óhætt er fyrir Sharon að láta sem vind um eyru þjóta. Alþjóðlegum aðgerðum hefur einnig verið beint af sporinu með Genf- arsáttmálanum, sem hvorugur deiluaðilinn hefur sam- þykkt en étur upp tíma og athygli. Á meðan knýr Shar- on á um sín eigin stefnumál ótruflaður. Þrátt fyrir allan þennan árangur hefur Sharon lent í þrátefli með áætlanir sínar, hvernig sem hann ýtir á framkvæmd þeirra. Í hvívetna hefur hann nálgast hlut- ina með sama jarðýtuhugarfarinu og hann notaði í fyrri stríðum sínum sem hermaður, en sú fortíð hans hefur blindað hann fyrir öðrum hliðum hins pólitíska veru- leika, sem hernaðarmátturinn einn fær seint leyst. Sér- staklega hefur hann skeytt lítið um hið vaxandi lýð- fræðilega vandamál hernumdu svæðanna. Íbúatala Palestínumanna er nú 4,8 milljónir – nokkurn veginn sú sama og Ísraels – en fæðingartalan er miklu hærri en hjá hernámsþjóðinni. Þetta fólk er ekki hægt að þurrka út af kortinu, sama hvað það freistar Sharons. Þess utan hefur Sharon alfarið mistekist að tryggja öryggið sem hann lofaði ísraelsku þjóðinni. Þar sem stefna hans á hernumdu svæðunum er sú að drepa fólk og kúga, og hann hefur snúið baki við öllu sem minnir á þreifingar um friðsamlega lausn, ætti það að vera sér- hverjum Ísraela deginum ljósara að forsætisráð- herrann hefur ekki tryggt öryggi þeirra. Með því að lít- illækka Palestínumenn niður á stig yfirþyrmandi örvæntingar, sem getur ekki annað en stuðlað að áframhaldi átakanna, stefnir Sharon ekki bara lífi Pal- estínumanna stöðugt í hættu heldur einnig lífi eigin borgara. Auk þess hefur Sharon ekki tekist að brjóta niður styrk palestínskrar andspyrnu, og samhliða því sem hann hefur reynt að ræna þá landi og lífsviðurværi elur hann upp hverja kynslóðina á fætur annarri af Pal- estínumönnum sem munu eiga sér þann tilgang helstan að berjast gegn hernámi Ísraela. Sagan hefur sýnt að einn veggur getur ekki haldið aftur af slíkri andspyrnu. Saga Sharons sem stríðs- glæpamanns er vel skráð, en þeir glæpir sem rík- isstjórn hans og hernámslið fremja núna eru einnig glæpir gegn hans eigin þjóð. Ísraelar, jafnt sem Palest- ínumenn, munu aldrei öðlast þann frið sem þeir þrá meðan þessi maður er við stjórnvölinn og fyrir heims- byggðina er ekkert verkefni mikilvægara á komandi mánuðum en að stöðva þennan mann. a Sharon! Reuters nar Palestínu, mótmælir ásamt fleiri Palestínumönnum við „örygg- ku. ’ Ef næst að ljúka honum munveggurinn teygja sig í það minnsta 1.000 kílómetra, og þá nær Sharon því takmarki sínu, að koma í veg fyrir að Palestína geti orðið sjálfstætt ríki. ‘ Dr. Mustafa Barghouti er aðalritari Palestinian National Initiative og forgöngumaður Union of Palestinian Medical Relief Committees. Þessi grein er upphaflega birt á heimasíð- unni www.palestinemonitor.org og hana má sjá á frummál- inu hér: http://www.palestinemonitor.org/mustafa/ Sharon_must_be_stopped.htm. ensk stjórnvöld jafnframt að eiga kipti við ráðamenn í Washington. f tvíhliða samstarfi Íslendinga við amenn í varnarmálum geymir dæmi um skjóta úrlausn ágrein- þar sem ríkt tillit er tekið til ís- hagsmuna. Hún ber ekki merki ogstreitu og jafnvel hrossakaupa, r svip sinn á ákvarðanir á vett- rópusambandsins. ngar hafa skipað sér í sveit þeirra kja á vettvangi NATO, sem rð um náin tengsl við Bandaríkin ríka áherslu á Atlantshafssam- öryggismálum. Engir íslenskir r mæla með, að horfið sé frá fnu eða nokkuð gert, sem dregur Atlantshafstengsla Evrópu og meríku. stjórnvöld eiga að sýna auknu mstarfi Evrópusambandsins bregðast vel við, ef í þágu þess er r samvinnu, til dæmis til að halda iti á Norður-Atlantshafi. afstaða af hálfu Íslendinga í garð rnarsamstarfs Evrópusambands- hefur ekki óvináttu í garð Banda- að leiðarljósi, samrýmist vel því , að samningurinn um evrópska væðið styrkist með stækkun Evr- andsins. ða þróun varnarsamstarfsins við n í ljósi sameiginlegra öryggis- a er ljóst, að efnahagsleg og við- tengsl Íslands við Norður-Am- a eftir að stóreflast á næstu árum, þegar litið er til umsvifa bandarískra og kanadískra fyrirtækja í stóriðju hér á landi. Öll rök hníga að því, að öryggi Íslands verði best tryggt áfram með varnarsamn- ingi við Bandaríkin og opnu og nánu sam- starfi við Evrópusambandsríkin, án þess að Íslendingar feli stjórnkerfi þess stefnumót- un fyrir sig í utanríkis- og öryggismálum. Innan þessa ramma verða Íslendingar sjálfir síðan að skilgreina eigið framlag til eigin öryggis. Kröfur í því efni verða að taka mið af áhættumati á hverjum tíma og þar þurfa að vera fyrir hendi viðbragð- sáætlanir vegna fjölda tilvika, þar sem reynir oft meira á borgaraleg stjórntæki en hernaðarleg. Gildi Norður-Atlantshafs Í almennum umræðum á fyrrgreindum fundi var látið í veðri vaka, að þróun heimsmála hefði leitt til þess, að Norður-Atlantshafið væri orðið að jaðarsvæði og þess vegna væri minni en ástæða en ella til að ætla, að varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna væri ein- hvers virði fyrir aðra en okkur Íslendinga – við værum að keppast við að vera með í leiknum. Þótt við séum blessunarlega laus undan hinni gífurlega miklu spennu, sem ríkti hér á okkar slóðum á tíma kalda stríðsins vegna sóknar Sovétmanna að lífæð NATO hér á hafinu, fer því víðs fjarri, að Norður- Atlantshafið sé orðið að eins konar útnára. Skipaferðir um Norður-Atlantshaf skipta að sjálfsögðu miklu og gildi leiðanna um- hverfis Ísland mun magnast, ef reglulegar siglingar um norð-austurleiðina hefjast, það er norður fyrir Rússland yfir til Kyrra- hafs. Á degi hverjum fara nær 80.000 manns með farþegaflugvélum um flugstjórnar- svæði okkar Íslendinga. Hryðjuverkaógnir kalla á aukna aðgæslu vegna þessara ferða í lofti og á legi og í því efni skiptir aðstaða á Íslandi miklu. Því fer víðs fjarri, að tengsl okkar Ís- lendinga við Norður-Ameríku hafi minnkað á undanförnum árum. Þvert á móti er unnt að segja, að þau hafi aldrei aukist jafnmikið á skömmum tíma. Þar vísa ég til bandarískra fjárfestinga í stóriðju, fyrst í Norðuráli og síðan í álverk- smiðjunni á Reyðarfirði, þar sem ALCOA, eitt stærsta fyrirtæki heims, er að búa sig undir stórframkvæmdir. Loks má ekki gleyma því, að álverið í Straumsvík er ekki lengur í eign Svisslendinga í Alusuisse heldur var það selt ALCAN, einu öflugasta fyrirtæki Kanada. Kemur þá enn í hugann sú skoðun for- manns framtíðarnefndar Samfylkingarinn- ar, að við þurfum að snúast gegn „valdbeit- ingarstefnu þeirra Bandaríkja sem stjórnast öðru fremur af hagsmunum stór- fyrirtækjanna og fjármagnsins“. Engin rök eru fyrir því, að stórfyrirtæk- ið ALCOA ráði því, að hér er bandarískt varnarlið – en tilvist liðsins hefur áreið- anlega ekki spillt fyrir ákvörðun fyrirtæk- isins um að festa hér stórfé. Ekkert segir meira um hinar miklu breytingar á afstöðunni til alþjóðavæðingar og erlendrar fjárfestingar í íslenskum stjórnmálum frá lyktum kalda stríðsins en einmitt sú staðreynd, að stjórnendur í „rauða bænum“ í Norðfirði skuli vera í hópi helstu talsmanna þess, að ALCOA festi hér rætur – þeir eru að minnsta kosti ekki gamlar eftirlegukindur úr kalda stríðinu. Síðan er það sérstakt umhugsunarefni fyrir þá, sem vilja fórna tvíhliða tengslum Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum vegna óljósra áforma Evrópusambandsins í öryggismálum, hvers vegna ekkert evr- ópskt fyrirtæki hefur séð sér hag af því að hefja stór-atvinnurekstur á Íslandi. i Bandaríkjunum Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. rðun um að rifta á þeim forsendum, pusambandsríkja í i það kollvarpa jafn- ntshafi… ‘ S á mæti hagfræðingur, Jón Steinsson, stakk upp á því fyrir nokkru í Morgunblaðinu að tekinn yrði upp skatt- ur á arðgreiðslur milli fyrirtækja til að draga úr ákveðinni tegund af hringamyndun. Var Jón þá að tala um hringamyndun í þeim skilningi að einn aðili á t.d. 51% í fyrirtæki sem á 51% í öðru fyr- irtæki og svo koll af kolli, þannig að hann hefur mikil völd, þótt hlutdeildin í heildarkeðjunni geti verið lítil þegar allt hefur verið tal- ið saman. Jón benti á að hringamyndun af þessu tagi gæti valdið sóun á verð- mætum. Því er ég sammála. Hags- munir minnihlutaeigenda í fyr- irtækjum og meirihlutaeigenda stangast stundum á. Stundum nota menn völd sín til að styrkja eigin hag og skeyta ekki um hag annarra eigenda. Þannig er fyr- irtækjum beitt á óhagkvæman hátt, vegna þess að það gagnast meirihlutaeigendum en ekki fyr- irtækjunum í heild. Meirihlutaeig- andi getur t.d. haft meiri hag af viðskiptum við fyrirtækið sem hann stýrir, en því að það skili góðum hagnaði og arði. Gallarnir eru margir Skattur á arðgreiðslur milli fyr- irtækja myndi gera svona hringa- myndun síður eftirsóknarverða. Afar kostnaðarsamt væri að skila arði í gegn um keðjuna, þar sem hann væri skattlagður aftur og aftur. Þetta benti Jón á og er rétt, en ég held engu að síður að slík skattlagning væri óheillaspor og skulu nefndar nokkrar ástæður:  Skatturinn kæmi líka niður á eftirsóknarverðum eign- artengslum. Ekki er allt eign- arhald fyrirtækja á öðrum fyr- irtækjum neikvætt. Það er t.d. mikilvægt að menn geti stofnað saman hlutafélög um sameig- inlegar fjárfestingar sínar. Æskilegt getur einnig verið fyr- ir eigendur fyrirtækja að geta fjárfest í samstarfi við önnur fyrirtæki, sem búa e.t.v. yfir þekkingu og viðskiptatengslum. Skatturinn virkar þess vegna eins og skurðaðgerð, sem ekki er bara beint gegn æxli sem þarf að losna við, heldur einnig líffærinu umhverfis það. Hann beinist bæði gegn hinu góða og hinu slæma.  Skatturinn gerir það hlutfalls- lega hagstæðara fyrir meiri- hlutaeigendur í fyrirtækjum að ná peningum út úr þeim með óeðlilegum hætti. Arðgreiðslur, hin eðlilega leið sem gagnast öllum hluthöfum jafnt, eru orðnar óhagkvæmari en áður. Þess vegna er hvati til óeðlilegr- ar hegðunar orðinn meiri ef eignartengslin eru til á annað borð.  Ef fyrirtæki vill eiga hlut í öðru fyrirtæki af annarlegum ástæðum, en ekki til þess að fá góðan hagnað af fjárfesting- unni með beinum hætti, þjónar skatturinn á arðinn lítt þeim markmiðum sem Jón ætlar honum, því arðgreiðslurnar voru ekki ástæðan fyrir fjár- festingunni.  Skatturinn dregur úr hvata til arðgreiðslna. Það getur orðið þess valdandi að fyrirtæki sjái sér frekar hag í að fara í óheppilegar fjárfestingar en að greiða arð til hluthafa sem geta notað peningana betur.  Gjarnan er erfitt að leita að fjármagni til nýsköpunar handa litlum fyrirtækjum. Oft er best að leita til stærri fyr- irtækja um slíkt fjármagn, t.d. fyrirtækja í tengdum rekstri. Slíkar fjárfestingar verða óhagkvæmari fyrir fyrirtæki ef skatturinn er tekinn upp og því minnka hvatar til stuðnings við nýsköpun.  Skatturinn bitnar trúlega á viðskiptum með hlutabréf á mörkuðum, þar sem hann ger- ir fjárfestingu fyrirtækja í öðr- um fyrirtækjum óhagkvæmari.  Þar sem skatturinn bitnar á viðskiptum með hlutabréf, verður fjármögnun fyrirtækja með lánsfjármagni enn hag- kvæmari í samanburði við fjár- mögnun með hlutafé. Fyr- irtæki mun frekar taka lán en afla hluta- fjár. Það gerir rekstur fyrirtækja áhættu- samari og eykur hættu á gjaldþrotum með til- heyrandi kostnaði.  Trúlega er erfitt að framkvæma þetta, nema skatturinn verði líka lagður á erlend fyrirtæki sem fjárfesta í landinu. Slíkur skattur á fjárfestingar milli landa myndi draga úr erlendri fjárfestingu að öllu jöfnu.  Skatturinn þýðir auknar tekjur fyrir ríkissjóð, sem fer trúlega verr með peningana en þeir sem skattlagðir eru. Einna mikilvægastur finnst mér punkturinn um að skatt- urinn geri ekki upp á milli góðra og vondra eignartengsla. Það er rétt sem Jón sagði, að skatturinn myndi hafa þau áhrif að myndun hrings myndi ekki borga sig nema möguleikar til að nota fyr- irtæki neðarlega í fyrirtækja- keðjunni til að auka hagnað fyr- irtækja ofar í keðjunni væru miklir. Þeir möguleikar geta bæði verið góðkynja og illkynja. Því spyr ég: Af hverju að koma eingöngu í veg fyrir að menn geti nýtt hina litlu möguleika, bæði góðkynja og illkynja, á því að skapa hagnað með svona eign- artengslum? Með sambærilegum rökum og Jón notar finnst mér að hægt væri að banna alfarið eign- artengsl af þessu tagi. Betri leið Fjárfestar eru venjulega ekki neyddir til að fjárfesta í fyr- irtækjum sem aðrir stjórna. Fjárfestar geta t.d. gert kröfu um að strangar reglur gildi um upplýsingagjöf og hags- munatengsl. Ef ekki er orðið við þeim kröfum geta þeir leitað ann- að. Ef í raun er um að ræða vandamál, sem bitnar á minni- hlutaeigendum, hljóta þeir að hafa vilja til að taka á því. Þannig verða fyrirtæki sem ekki verða við kröfum minnihlutaeigenda ekki jafn ákjósanlegir fjárfest- ingarkostir og dýrara verður að afla hlutafjár í slíkum félögum. Hlutabréfamarkaður á Íslandi er ungur. Það verður að veita mönnum tækifæri til að bregðast við og gæta hagsmuna sinna. Stundum tekur dálítinn tíma að læra. Það væru óheppileg við- brögð að taka upp nýja skatta með ýmiss konar aukaverkunum til að hafa vit fyrir fjárfestum. Gallar við skattlagningu arðgreiðslna milli fyrirtækja Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi. ’ Það væru óheppilegviðbrögð að taka upp nýja skatta með ýmiss konar aukaverkunum til að hafa vit fyrir fjár- festum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.