Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LAUNAGREIÐSLUR til lækna og hjúkrunar- fræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi nema árlega rúmum níu milljörðum króna. Það er meira en 51% af heildarlaunagreiðslum spít- alans á ári. Heildarlaun á hvert stöðugildi lækna eru að meðaltali 735 þúsund á mánuði, skv. upplýsing- um frá skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga. Til samanburðar eru heildarlaun á hvert stöðugildi á spítalanum að meðaltali 325 þúsund á mánuði. Skv. upplýsingum frá fyrrgreindri skrifstofu liggur oft veruleg vaktabyrði að baki heildar- launum læknanna. Alls starfa 4.818 manns á spítalanum í 3.828 stöðugildum. Þar af eru 567 læknar í 463 stöðu- gildum. Laun og starfsmannatengdur kostnaður spítalans er tæplega 70% af útgjöldum spítalans. Spítalinn greiðir rétt rúmlega 18 milljarða í heildarlaun á ári, ef með eru tekin launatengd gjöld. Þar af eru heildarlaun lækna samtals rúm- ir 4,7 milljarðar eða 26,1% af heildinni. Til samanburðar starfa 1.242 hjúkrunarfræð- ingar á spítalanum í 928 stöðugildum. Eru hjúkr- unarfræðingar fjölmennasta stétt spítalans. Hlutur heildarlauna hjúkrunarfræðinga í launa- kostnaði spítalans er um 25%. Samtals er því hlutur heildarlauna lækna og hjúkrunarfræðinga rúmlega 50%. Laun hækkuðu um 43% Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, frá nóvember 2003, kemur m.a. fram að gert hafi verið ráð fyrir því, þegar kostnaðaráhrif samninga við lækna voru metin, að laun lækna á LSH myndu hækka um 30% frá árinu 1999 til 2002. Raunin hafi hins veg- ar orðið sú að laun fyrir hvert ársverk lækna hafi hækkað um 43% á tímabilinu. Þá var talið að kjarasamningar hjúkrunarfræðinga myndu skila 18% hækkun launa, frá 1999 til 2002, en í raun hafi kostnaður við hvert ársverk hækkað um 33%. Auk þessa má geta að kjarasamningar sjúkraliða voru taldir skila 50% hækkun á tíma- bilinu en í raun hækkuðu laun fyrir hvert stöðu- gildi um 56%. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að kjör lækna hafi batnað mikið í kjarasamningum lækna og ríkisins á árinu 1997. Hann segir að þá virðist hafa náðst almenn sam- staða um það í þjóðfélaginu að gera viðunandi samninga við lækna enda hafi kjör þeirra verið komin niður fyrir eðlileg mörk. Í samningana var tekið inn svokallað helgunarákvæði sem fól það í sér að þeir læknar sem helguðu LSH vinnu sína, þ.e. voru ekki í neinum stofurekstri, fengu umb- un í formi hærri launa. Nýir kjarasamningar voru gerðir milli lækna og ríkisins árið 2002 en þá féll helgunarákvæðið niður. Í stað þess var ákveðið að þeir læknar sem helguðu spítalanum vinnu sína fengu að vera í 100% starfi við LSH, en aðrir, þ.e. þeir sem voru í stofurekstri, máttu ekki vera í meira en 80% starfi. Helmingur launagreiðslna LSH til lækna og hjúkrunarfræðinga ÚRSLIT hafa verið kunngerð í samkeppni um hönnun álvers Alcoa í Reyðarfirði, Fjarðaáls. Samstarfs- hópur þriggja íslenskra arkitekta- stofa, sem starfar undir nafninu TBL, bar sigur úr býtum og hefur verið valinn til að hanna útlit, um- hverfi og innra rými fyrirhugaðs álvers. Hópurinn samanstendur af arkitektastofunum TARK- teiknistofunni, Batteríinu og Landslagi. Um tíu manns frá þess- um stofum komu að hönnuninni með einum eða öðrum hætti. Sérstök valnefnd mælti með til- lögu TBL á grundvelli listræns gildis hennar og vegna þess að hún þótti samrýmast vel markmiðum um sjálfbærni. Þrjár aðrar tillögur bárust eftir forval og segir í til- kynningu frá Alcoa og Bechtel/ HRV, verktaka álversins, að þær hafi þótt faglegar og vandaðar. Verða þær til sýnis almenningi á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði 31. janúar til 8. febrúar nk. og einn- ig í Reykjavík en staður og stund verða auglýst síðar./6 Besta hönnunin á álveri Alcoa ÞORRINN er byrjaður og menn gera sér margt til hátíðabrigða. Ekki er víst að þorrinn hafi verið börnunum á leikskólanum Stakka- borg ofarlega í huga þegar þau héldu nátt- fataball í gær, og líklegt að þorri landsmanna fagni honum með áti á súrmeti. Morgunblaðið/Kristinn Náttfataball á leikskólanum MIKILL munur er á verði á einstökum gjaldaliðum hjá starfandi tannlæknum á Ís- landi samkvæmt verðkönnun sem Sam- keppnisstofnun gerði í haust. Reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á ein- stökum gjald- skrárliðum vera frá 100% og upp í 650%. Þá kom í ljós að birtingu gjaldskrár á biðstofum og tannlækna- stofum er stór- lega ábótavant þrátt fyrir ákvæði sam- keppnislaga um að tannlæknum beri að hafa uppi gjaldskrá. Við gerð könnunarinnar sendi Sam- keppnisstofnun eyðublöð til 251 tannlæknis og bárust svör frá 86% þeirra. Könnunin náði til sex gjaldliða fyrir tannlækningar sem veittar eru sjúklingum sem tryggðir eru samkvæmt almannatryggingalögum. Markmiðið með könnuninni var m.a. að at- huga verð á þjónustu tannlækna og einnig að bera það saman við gjaldskrá Trygg- ingastofnunar ríkisins. 100% munur á hæsta og lægsta verði á fölskum tönnum Mikill verðmunur reyndist vera milli ein- stakra tannlækna á þeim gjaldskrárliðum sem könnunin náði til. Reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði á einstökum gjald- skrárliðum vera frá 100% og upp í 650%. Þannig var 100% verðmunur á lægsta og hæsta verði á fölskum tönnum (heilgóma- setti) en lægsta verð var 100.000 krónur en hæsta verð 200.000. Þá kostaði frá 2.000 krónum upp í 15.000 að setja plastfyllingu í tvo fleti í jaxl eða sem svarar 650% verð- mun á lægsta og hæsta verði. Þegar meðalverð á þjónustuliðum í þess- ari könnun var borið saman við gjaldskrá þá er Tryggingastofnun notar við endur- greiðslu sjúkratryggðra einstaklinga kom í ljós að meðalverð tannlækna er í flestum tilvikum mun hærra en verð samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar. Munurinn er frá 16% og upp í 45%. Samkvæmt könnuninni er birtingu gjald- skrár á biðstofum og tannlæknastofum stórlega ábótavant. Aðeins 19 tannlæknar kváðust hafa uppi gjaldskrá á biðstofu. Settar hafa verið sérreglur um birtingu gjaldskrár hjá tannlæknum í ýmsum ná- grannalöndum og vinnur Samkeppnisstofn- un að því að setja slíkar reglur í samráði við Tannlæknafélag Íslands. Allt að 650% munur á verði hjá tannlæknum Bretaprins heimsækir Coldwater KARL Bretaprins heimsótti í gær höfuðstöðvar Coldwater Seafood, sem er dótturfélag SH í Grimsby í Bretlandi. Prinsinn dvaldi í um þrjár klukkustundir í höfuðstöðvunum og ræddi m.a. fiskveiðistjórn við full- trúa Coldwater, dreifingaraðila sjáv- arafurða og umhverfissamtaka. Forsvarsmaður Coldwater segir prinsinn hafa verið mjög áhugasam- an um sjálfbæra nýtingu fiskistofna, og að hann hafi spurt mikið um Ís- land og íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið, auk þess sem hann rifjaði upp veiðiferðir til Íslands.  Konungleg/13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.