Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 72

Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LAUNAGREIÐSLUR til lækna og hjúkrunar- fræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi nema árlega rúmum níu milljörðum króna. Það er meira en 51% af heildarlaunagreiðslum spít- alans á ári. Heildarlaun á hvert stöðugildi lækna eru að meðaltali 735 þúsund á mánuði, skv. upplýsing- um frá skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga. Til samanburðar eru heildarlaun á hvert stöðugildi á spítalanum að meðaltali 325 þúsund á mánuði. Skv. upplýsingum frá fyrrgreindri skrifstofu liggur oft veruleg vaktabyrði að baki heildar- launum læknanna. Alls starfa 4.818 manns á spítalanum í 3.828 stöðugildum. Þar af eru 567 læknar í 463 stöðu- gildum. Laun og starfsmannatengdur kostnaður spítalans er tæplega 70% af útgjöldum spítalans. Spítalinn greiðir rétt rúmlega 18 milljarða í heildarlaun á ári, ef með eru tekin launatengd gjöld. Þar af eru heildarlaun lækna samtals rúm- ir 4,7 milljarðar eða 26,1% af heildinni. Til samanburðar starfa 1.242 hjúkrunarfræð- ingar á spítalanum í 928 stöðugildum. Eru hjúkr- unarfræðingar fjölmennasta stétt spítalans. Hlutur heildarlauna hjúkrunarfræðinga í launa- kostnaði spítalans er um 25%. Samtals er því hlutur heildarlauna lækna og hjúkrunarfræðinga rúmlega 50%. Laun hækkuðu um 43% Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, frá nóvember 2003, kemur m.a. fram að gert hafi verið ráð fyrir því, þegar kostnaðaráhrif samninga við lækna voru metin, að laun lækna á LSH myndu hækka um 30% frá árinu 1999 til 2002. Raunin hafi hins veg- ar orðið sú að laun fyrir hvert ársverk lækna hafi hækkað um 43% á tímabilinu. Þá var talið að kjarasamningar hjúkrunarfræðinga myndu skila 18% hækkun launa, frá 1999 til 2002, en í raun hafi kostnaður við hvert ársverk hækkað um 33%. Auk þessa má geta að kjarasamningar sjúkraliða voru taldir skila 50% hækkun á tíma- bilinu en í raun hækkuðu laun fyrir hvert stöðu- gildi um 56%. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að kjör lækna hafi batnað mikið í kjarasamningum lækna og ríkisins á árinu 1997. Hann segir að þá virðist hafa náðst almenn sam- staða um það í þjóðfélaginu að gera viðunandi samninga við lækna enda hafi kjör þeirra verið komin niður fyrir eðlileg mörk. Í samningana var tekið inn svokallað helgunarákvæði sem fól það í sér að þeir læknar sem helguðu LSH vinnu sína, þ.e. voru ekki í neinum stofurekstri, fengu umb- un í formi hærri launa. Nýir kjarasamningar voru gerðir milli lækna og ríkisins árið 2002 en þá féll helgunarákvæðið niður. Í stað þess var ákveðið að þeir læknar sem helguðu spítalanum vinnu sína fengu að vera í 100% starfi við LSH, en aðrir, þ.e. þeir sem voru í stofurekstri, máttu ekki vera í meira en 80% starfi. Helmingur launagreiðslna LSH til lækna og hjúkrunarfræðinga ÚRSLIT hafa verið kunngerð í samkeppni um hönnun álvers Alcoa í Reyðarfirði, Fjarðaáls. Samstarfs- hópur þriggja íslenskra arkitekta- stofa, sem starfar undir nafninu TBL, bar sigur úr býtum og hefur verið valinn til að hanna útlit, um- hverfi og innra rými fyrirhugaðs álvers. Hópurinn samanstendur af arkitektastofunum TARK- teiknistofunni, Batteríinu og Landslagi. Um tíu manns frá þess- um stofum komu að hönnuninni með einum eða öðrum hætti. Sérstök valnefnd mælti með til- lögu TBL á grundvelli listræns gildis hennar og vegna þess að hún þótti samrýmast vel markmiðum um sjálfbærni. Þrjár aðrar tillögur bárust eftir forval og segir í til- kynningu frá Alcoa og Bechtel/ HRV, verktaka álversins, að þær hafi þótt faglegar og vandaðar. Verða þær til sýnis almenningi á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði 31. janúar til 8. febrúar nk. og einn- ig í Reykjavík en staður og stund verða auglýst síðar./6 Besta hönnunin á álveri Alcoa ÞORRINN er byrjaður og menn gera sér margt til hátíðabrigða. Ekki er víst að þorrinn hafi verið börnunum á leikskólanum Stakka- borg ofarlega í huga þegar þau héldu nátt- fataball í gær, og líklegt að þorri landsmanna fagni honum með áti á súrmeti. Morgunblaðið/Kristinn Náttfataball á leikskólanum MIKILL munur er á verði á einstökum gjaldaliðum hjá starfandi tannlæknum á Ís- landi samkvæmt verðkönnun sem Sam- keppnisstofnun gerði í haust. Reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á ein- stökum gjald- skrárliðum vera frá 100% og upp í 650%. Þá kom í ljós að birtingu gjaldskrár á biðstofum og tannlækna- stofum er stór- lega ábótavant þrátt fyrir ákvæði sam- keppnislaga um að tannlæknum beri að hafa uppi gjaldskrá. Við gerð könnunarinnar sendi Sam- keppnisstofnun eyðublöð til 251 tannlæknis og bárust svör frá 86% þeirra. Könnunin náði til sex gjaldliða fyrir tannlækningar sem veittar eru sjúklingum sem tryggðir eru samkvæmt almannatryggingalögum. Markmiðið með könnuninni var m.a. að at- huga verð á þjónustu tannlækna og einnig að bera það saman við gjaldskrá Trygg- ingastofnunar ríkisins. 100% munur á hæsta og lægsta verði á fölskum tönnum Mikill verðmunur reyndist vera milli ein- stakra tannlækna á þeim gjaldskrárliðum sem könnunin náði til. Reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði á einstökum gjald- skrárliðum vera frá 100% og upp í 650%. Þannig var 100% verðmunur á lægsta og hæsta verði á fölskum tönnum (heilgóma- setti) en lægsta verð var 100.000 krónur en hæsta verð 200.000. Þá kostaði frá 2.000 krónum upp í 15.000 að setja plastfyllingu í tvo fleti í jaxl eða sem svarar 650% verð- mun á lægsta og hæsta verði. Þegar meðalverð á þjónustuliðum í þess- ari könnun var borið saman við gjaldskrá þá er Tryggingastofnun notar við endur- greiðslu sjúkratryggðra einstaklinga kom í ljós að meðalverð tannlækna er í flestum tilvikum mun hærra en verð samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar. Munurinn er frá 16% og upp í 45%. Samkvæmt könnuninni er birtingu gjald- skrár á biðstofum og tannlæknastofum stórlega ábótavant. Aðeins 19 tannlæknar kváðust hafa uppi gjaldskrá á biðstofu. Settar hafa verið sérreglur um birtingu gjaldskrár hjá tannlæknum í ýmsum ná- grannalöndum og vinnur Samkeppnisstofn- un að því að setja slíkar reglur í samráði við Tannlæknafélag Íslands. Allt að 650% munur á verði hjá tannlæknum Bretaprins heimsækir Coldwater KARL Bretaprins heimsótti í gær höfuðstöðvar Coldwater Seafood, sem er dótturfélag SH í Grimsby í Bretlandi. Prinsinn dvaldi í um þrjár klukkustundir í höfuðstöðvunum og ræddi m.a. fiskveiðistjórn við full- trúa Coldwater, dreifingaraðila sjáv- arafurða og umhverfissamtaka. Forsvarsmaður Coldwater segir prinsinn hafa verið mjög áhugasam- an um sjálfbæra nýtingu fiskistofna, og að hann hafi spurt mikið um Ís- land og íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið, auk þess sem hann rifjaði upp veiðiferðir til Íslands.  Konungleg/13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.