Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 33
E istlendingar leggja mik- ið upp úr góðum kart- öflum og við segjum að kartöflur séu okkar annað brauð enda hvarf öll hungursneyð í Eistlandi eft- ir að farið var að rækta þar kartöflur um miðja 18. öld. Sem mikill kart- öfluaðdáandi hef ég hins vegar ekki verið alls kostar ánægð á Íslandi og finnst mér þónokkuð skorta á gæði og úrval,“ segir Piret Laas frá Eist- landi sem búið hefur hér á landi und- anfarin tólf ár. Hún fluttist til lands- ins eftir að hafa kynnst íslenskum eiginmanni sínum, Sigurði Emil Páls- syni, í skóla í Guildford í Surrey á Bretlandi. Börnin þeirra eru tvö, Páll Kaarel 11 ára og Liina Björg 6 ára. Piret segir að jarðvegurinn í Eist- landi sé góður fyrir kartöflurækt. Þar vaxi kartöflurnar ekki mjög hratt, líkt og í heitari löndum, en samt nái þær að þroskast mjög vel. „Á Íslandi eru kartöflur að jafnaði frekar litlar, en í fyrra fékk ég í fyrsta skipti íslenskar kartöflur sem voru nógu stórar og mjölríkar að hægt var að búa til verulega góða kartöflustöppu. Ég var mjög hissa á því að lesa um það í blöðunum að kartöflubændur væru að bera eitt- hvert efni á kartöfluakrana til þess að hindra vöxt kartaflna. Staðreyndin er sú að litlar kartöflur eru mjög góðar þegar þær eru nýjar, en þær passa ekki jafn vel í vetrargeymsluna.“ Grænir blettir varhugaverðir Piret segist viðurkenna að það sé ekki alltaf auðvelt að fá góðar kart- öflur á Íslandi. „Eistneskar kartöflur eru mun gulari, en líka mýkri og bragðbetri en þær, sem hér bjóðast. Þar er líka hægt að velja á milli meira en tíu kartöflutegunda á bænda- markaði og oft eru þær lífrænt rækt- aðar. Þrátt fyrir allt eiga íslenskar kartöflur sínar góðu hliðar. Þar sem hýðið á íslensku kartöfl- unum verður ekki þykkt er eins og maður sé alltaf að borða nýjar kart- öflur lungann úr vetrinum. Venjulega kaupi ég kartöflurnar í lausasölu svo ég geti valið þær sjálf, yfirleitt í Bón- us, þar sem mér finnst gæði og verð kartaflna betra en víðast annars stað- ar. Aftur á móti er mjög algengt að kartöflum hér sé pakkað í gullitaða plastpoka sem þýðir að neytendur geta ekki með nokkru móti séð hvort í kartöflurnar eru komnir grænir blettir, en ekki má borða grænar kartöflur þar sem í þeim er eiturefnið sólanín.“ Blöskrar allt kjötátið Þegar Piret er spurð út í eldunar- aðferðir Eistlendinga á kartöflum svarar hún því til að hægt sé að nýta kartöflur í fjölbreytilega rétti og í Eistlandi séu kartöflur og grænmeti uppistaða máltíðar í stað kjötmetis. Hér á landi snúist þetta við og blöskri henni allt kjötátið á Íslendingum. „Ég baka kartöflur oft í ofni, en til þess þurfa þær að vera í stærra lagi. Þær eru skornar í tvennt, skornu hliðinni er dýft í olíu og þær settar í eldfast mót með skornu hliðinni nið- ur. Bakað við 225°C í 40–45 mínútur. Kartöflur með beikoni Það er tilvalið að steikja hráar skrældar kartöflusneiðar (½–1 cm þykkar) í olíu á pönnu í um tíu mín- útur. Sneiðarnar eru síðan bakaðar áfram í eldföstu móti við 225–230°C í 25 mínútur. Snúa má sneiðunum á meðan þær bakast og bæta salti á þær. Í lokin má setja beikonsneiðar, pylsur eða afgang af soðnu eða steiktu kjöti á kartöflurnar. Sósa á kartöfluréttinn er gerð með því að hræra saman súrmjólk og 10% sýrð- an rjóma ásamt örlitlu salti. Þetta er síðan bragðbætt með einhverju af eftirfarandi: Pressuðum hvítlauk, piparrót, fínsöxuðum púrrulauk, steinselju, vorlauk eða dilli. Stundum nota ég eina litla kotasæludós, bæti við súrmjólk og krydda það síðan með söxuðum púrrulauk, vorlauk eða dilli. Bakaðar kartöflur Bakaðar kartöflur nota ég oft sem sjálfstæðan rétt eða hef þær með kjöti og maríneraðri síld. Fljótleg- asta leiðin er að vefja stóra bök- unarkartöflu í eldhúspappír og baka í örbylgjuofni í sex mínútur. Svona kartöflu með smjöri fá börnin mín oft þegar þau koma svöng heim úr skól- anum, en kartöflur eru ríkar af vít- amínum og steinefnum. Mest er af C- vítamíni í kartöflum, sem varðveitist best þegar kartöflur eru bakaðar með hýðinu. Kartöflur og hakk Það er líka gott að sjóða kart- öflusneiðar með hálfum söxuðum púrrulauk í rúmlega 1 dl af vatni ásamt smávegis af salti. Æskilegt er að fylgjast með hvort bæta þarf vatni út í meðan á suðunni stendur. Þá er nauta- eða svínahakk steikt á pönnu, kryddað eftir smekk og bætt við kartöflurnar rétt áður en þær eru til- búnar. Sósan, sem áður var minnst á og gerð er úr sýrðum rjóma, er ómissandi með svona rétti, segir Pi- ret Laas að lokum.  MATARKISTAN Morgunblaðið/Jim Smart Piret Laas frá Eistlandi býr til fjölbreytta kart- öflurétti en hún segir að ekki sé alltaf hlaupið að því að fá góðar kartöflur hér á landi. join@mbl.is Kartöfluréttur: Með kartöflunum er beikon eða annað kjöt og sósa sem búin er til úr súrmjólk, sýrðum rjóma og kryddi. Notar kartöflur í ýmsa rétti Piret Laas: Neytendur geta ekki séð hvort kartöflur í gulum pokum eru komnar með græna bletti en þá má ekki borða þær. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 33 DAGLEGT LÍF Nýjar vörur Nýju hvítlaukstöflurnar frá Heilsu eru með þeim sterkustu sem fáanlegar eru hérlendis. Hvítlaukstöflur úr ferskum hvítlauk er þeim mun virkari sem þær innihalda meira af virka efninu allicin. Bestur árangur í rannsóknum hefur náðst með töflum sem innihalda yfir 3,6 mg af allicin. Því ákváðum við að nýju hvítlaukstöflurnar frá Heilsu skyldu innihalda 4 mg af allicin í hverri töflu. Engu að síður er þessar nýju töflur lyktarlausar. Nánari upplýsingar má finna í Nýju íslensku lyfjabókinni (Lyfjabókaútgáfan), Bætiefnabókin (Mál og menning) og á www.heilsa.is/bætiefni ÖFLUGAR HVÍTLAUKSTÖFLUR Morgunblaðið 04.01 2004 K R A F T A V E R K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.