Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 21
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Frumlegt dagatal Ungmennasambands Borgarfjarðar hefur vakið verðskuldaða at- hygli, en óhætt er að segja að það sé sann- arlega ólíkt öðrum dagatölum. Svanur Steinarsson hjá Framköllunarþjónustunni tók myndir vítt og breitt um Borgarfjörð- inn af ýmsum þekktum persónum í hinum furðulegustu gervum og prýða þær daga- talið.    Meðal fyrirsætna sem tóku þátt í sprell- inu eru þau Páll S. Brynjarsson, bæj- arstjóri í Borgarnesi og Helga Halldórs- dóttir, forseti bæjarstjórnar, Unnur Halldórsdóttir á Shell og Georg Her- mannsson á Hyrnunni, Sveinbjörn Eyjólfs- son oddviti og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit. Vinnan við gerð dagatalsins var unnin í sjálf- boðavinnnu, eins og flest verkefni á vegum ungmennafélagshreyfingarinnar og rennur allur ágóði beint í ungmenna- og íþrótta- starf á vegum UMSB í Borgarfjarðarhér- aði. Þeir sem ekki enn hafa orðið sér úti um dagatal geta fengið upplýsingar með því að senda fyrirspurn á netfangið um- sb@mmedia.is    Loksins kom að því í vikunni að fréttarit- ari keypti sér þrekkort í Íþróttamiðstöðinni og bættist þar með í hóp hinna fjölmörgu sem þar iðka líkamsrækt. Mörg fyrirtæki í Borgarnesi hafa boðið starfsfólki sínu þann kost að greiða niður kort sem gilda í þrek- sal og sundlaugar Íþróttamiðstöðvarinnar og fengu t.d. allir starfsmenn Vírnets- Garðastáls árskort í jólagjöf frá sínum vinnuveitanda. Íris Grönfeldt íþróttafræð- ingur er á staðnum og veitir tilsögn þannig að allir geta fengið æfingaáætlun við hæfi. Talsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar reikna með nýju aðsóknarmeti enn eitt árið.    Kennarar og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi geta nú bætt heilsuna með auk- inni vatnsdrykkju því sl. fimmtudag var sett upp sjálfvirk vatnsvél á kaffistofunni. Herma fregnir að um árabil hafi verið bók- að á stigsfundum í lok fundargerðar ,,enn- fremur leggjum við til að fengin verði vatnsvél á kaffistofu starfsfólks“. Vatns- vélin langþráða hefur þá kosti að bæði er hægt að fá heitt og kalt vatn úr henni auk kolsýrðs vatns. Væntanlega mun svo kaffi- drykkja eitthvað minnka í Grunnskólanum þegar nýjar drykkjarvenjur hafa fest í sessi. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA Austfirsk þorrablóteru nú í algleym-ingi og svífur súr- lykt og hárlakkseimur yf- ir vötnum er skyggja tekur. Í gærkvöld var þorrinn blótaður á Egilsstöðum og Reyðarfirði og í kvöld á Eskifirði, Seyðisfirði, Vopnafirði, Hornafirði og í Norðfjarðarsveit. Verð- ur svo þorrablótum fram haldið víða um sveitir um aðra helgi. Mikið er lagt undir í blótunum og skemmti- nefndir búnar að starfa vikum og mánuðum sam- an að gerð leikinna ann- ála úr hvunndagslífinu, með tilheyrandi bún- ingagerð, salarskreyt- ingum og annarri skipu- lagningu. Blótað eystra Ólafsvík | Snæfellsbæjardeild Rauða kross Íslands af- henti á dögunum, Slökkviliði Snæfellsbæjar nýja gerð talstöðva sem nýtast einkar vel við reykköfun auk ann- arra slökkvistarfa. Áður hefur deildin stutt dyggilega við slökkviliðið við kaup á klippum og skyldum búnaði til að bjarga fólki úr bílflökum. Á myndinni sjást þeir Ari Bjarnason, formaður RKÍ í Snæfellsbæ, og Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðsstjóri handsala gjöfina að viðstöddum slökkviliðsmönnum og stjórnarmönnum Rauða kross- deildarinnar. Morgunblaðið/Alfons Fengu talstöðvar að gjöf Tækninýjungar getaaf sér nýyrði semþarf að ríma við ef svo ber undir. Stefán Vil- hjálmsson á Akureyri læt- ur ekki á sér standa. Þeg- ar heimasíða Björns Bjarnasonar átti afmæli stóð í DV: „Björn hefur bloggað í níu ár“. Af því tilefni hannaði Stefán vísu „with a little help from my friend“: Níu ár Björn hefur bloggað, í bannsetta kommana goggað, að landvörnum gætt og um landsmálin rætt en minna en áður var moggað. Eins og nærri má geta merkir sögnin að mogga að skrifa í Moggann. Og Stefán fékk einmitt vísu frá Gunnari Frímanns- syni, mági sínum, þegar hann moggaði fyrir nokkru: Listaperlan ljómar skær loks er reiðstu’ á vaðið, enginn meiri upphefð fær en yrkja í Morgunblaðið. Tækni og nýyrði pebl@mbl.is Garðabær | Eldri borgarar í Garðabæ og Bessastaðahreppi eru afar ánægðir með fé- lagsstarf aldraðra í sveit- arfélögunum, ef marka má könnun sem lögð var fyrir þátt- takendur í félagsstarfinu í nóv- ember sl. Ómetanlegt, lifandi og gefandi eru meðal þeirra orða sem þátttakendur notuðu til að lýsa starfinu. Þátttak- endur virðast almennt vera ánægðir með starfið sem boðið er upp á og var meðaleinkunn- in sem þeir gáfu því 8,9. Flestir aðspurðir sögðust helst vilja sækja leikfimitíma á næstu önn. Myndlist var í öðru sæti og þar á eftir glervinna og útskurður. Margar aðrar hug- myndir að námskeiðum komu fram m.a. um nám í hljóðfæra- leik, dansi og matreiðslu. Meirihluti svarenda vill að námskeiðin séu 12 vikna löng. Helga Björk Haraldsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, er ánægð með niðurstöður könnunarinnar, til- gangurinn hafi verið að fá betri mynd á félagsstarfið og hug þátttakenda til þess. Meðal hópa sem hafa myndast á þennan hátt nefnir Helga hóp sem stundar kínverska leik- fimi, hljómsveit og pílukasts- hóp. Þess má að lokum geta að nk. föstudag hefst byrjend- anámskeið í spænsku á vegum félagsstarfsins. Kennt verður í Kirkjuhvoli á föstudögum kl. 14. Nýlega hófst námskeið í ull- arþæfingu sem enn er hægt að skrá sig á, það er einnig kennt í Kirkjuhvoli og hefst kl. 13.30 á föstudögum. Skráning fer fram í Garðabergi í síma 525 8590. Morgunblaðið/Svavar Knútur Hvað ungur nemur, gamall temur: Yngsta kynslóðin lærir spil hjá þeirri elstu. Mikil ánægja með félagsstarfið Aldraðir SAMSTAÐA er innan stjórnar Norður- bakka ehf. um að skynsamlegt sé að Hafnarfjarðarbær kaupi eignir á svo- nefndum Norðurbakka, að sögn Gunnars Svavarssonar, fulltrúa Hafnarfjarðarbæj- ar í stjórn Norðurbakka. Hafnarfjarð- arbær er einn þriggja hluthafa í Norð- urbakka en verði af kaupunum eignast bærinn jafnframt hlut hinna hluthafanna tveggja. Þeir eru nú í eigu J og K eign- arhaldsfélags og fasteignafélagsins Þyrp- ingar. Fullt forræði Upphaflegt markmið Norðurbakka var m.a. að þróa byggð á Norðurbakka. Gunnar segir að með kaupunum fái bær- inn fullt forræði með skipulagningu og uppbyggingu á svæðinu. Hann telur um- rædd kaup eðlileg í ljósi forsögu málsins en deilur hafa staðið yfir um túlkun á samstarfssamningi hluthafanna þriggja. Gunnar segir að Norðurbakki ehf. sé metinn á um 900 milljónir. Kaup bæjarins á hlutunum tveimur muni því kosta í kringum 500 milljónir. Hann telur víst að þeir fjármunir muni skila sér til baka m.a. með gatnagerðargjöldum og end- ursölu á byggingarréttinum. Gunnar kynnti þetta mál á fundi bæj- arráðs Hafnarfjarðar á fimmtudag en ákveðið var að vísa afgreiðslu þess til næsta bæjarráðsfundar. Hafnarfjarð- arbær kaupi eignir Norð- urbakka Fjarðabyggð | Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að styrkja málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað um fimm hundruð þúsund krónur. Öðrum eins fjármunum verður væntanlega var- ið til að kaupa fleiri verk í safnið. Í athugun er nú hvort unnt er að sam- eina Tryggvasafn, Safn Jósafats Hin- rikssonar og Náttúrugripasafn í einu húsnæði við Hafnargötu í Neskaupstað. Aukinheldur hefur menningarráð sveitarfélagsins samþykkt að efnt verði til málverkasamkeppni og á þema henn- ar að vera landslag, eða annað það sem hefur táknræna merkingu fyrir Fjarða- byggð. Skila á verkum fyrir júlílok nk. og verða þau sýnd í haust. Verðlauna- verkið mun prýða jólakort Fjarðabyggð- ar að ári. Styrkja Tryggvasafn ♦♦♦ Mývatnssveit | Nú er spáð tals- verðu frosti og þá harðnar á daln- um hjá smáfuglunum. Því er full ástæða til að minna fólk á að gefa þeim korn eða brauðmylsnu út á hjarnið. Það kunna þeir vel að meta og launa með líflegu hópflugi sínu. Þeir þjóta milli húsa þegar þeir leita sér góðra vina sem muna þá þegar vetur herðir tökin. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Munið eftir smáfuglunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.