Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 24.01.2004, Síða 21
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Frumlegt dagatal Ungmennasambands Borgarfjarðar hefur vakið verðskuldaða at- hygli, en óhætt er að segja að það sé sann- arlega ólíkt öðrum dagatölum. Svanur Steinarsson hjá Framköllunarþjónustunni tók myndir vítt og breitt um Borgarfjörð- inn af ýmsum þekktum persónum í hinum furðulegustu gervum og prýða þær daga- talið.    Meðal fyrirsætna sem tóku þátt í sprell- inu eru þau Páll S. Brynjarsson, bæj- arstjóri í Borgarnesi og Helga Halldórs- dóttir, forseti bæjarstjórnar, Unnur Halldórsdóttir á Shell og Georg Her- mannsson á Hyrnunni, Sveinbjörn Eyjólfs- son oddviti og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit. Vinnan við gerð dagatalsins var unnin í sjálf- boðavinnnu, eins og flest verkefni á vegum ungmennafélagshreyfingarinnar og rennur allur ágóði beint í ungmenna- og íþrótta- starf á vegum UMSB í Borgarfjarðarhér- aði. Þeir sem ekki enn hafa orðið sér úti um dagatal geta fengið upplýsingar með því að senda fyrirspurn á netfangið um- sb@mmedia.is    Loksins kom að því í vikunni að fréttarit- ari keypti sér þrekkort í Íþróttamiðstöðinni og bættist þar með í hóp hinna fjölmörgu sem þar iðka líkamsrækt. Mörg fyrirtæki í Borgarnesi hafa boðið starfsfólki sínu þann kost að greiða niður kort sem gilda í þrek- sal og sundlaugar Íþróttamiðstöðvarinnar og fengu t.d. allir starfsmenn Vírnets- Garðastáls árskort í jólagjöf frá sínum vinnuveitanda. Íris Grönfeldt íþróttafræð- ingur er á staðnum og veitir tilsögn þannig að allir geta fengið æfingaáætlun við hæfi. Talsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar reikna með nýju aðsóknarmeti enn eitt árið.    Kennarar og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi geta nú bætt heilsuna með auk- inni vatnsdrykkju því sl. fimmtudag var sett upp sjálfvirk vatnsvél á kaffistofunni. Herma fregnir að um árabil hafi verið bók- að á stigsfundum í lok fundargerðar ,,enn- fremur leggjum við til að fengin verði vatnsvél á kaffistofu starfsfólks“. Vatns- vélin langþráða hefur þá kosti að bæði er hægt að fá heitt og kalt vatn úr henni auk kolsýrðs vatns. Væntanlega mun svo kaffi- drykkja eitthvað minnka í Grunnskólanum þegar nýjar drykkjarvenjur hafa fest í sessi. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA Austfirsk þorrablóteru nú í algleym-ingi og svífur súr- lykt og hárlakkseimur yf- ir vötnum er skyggja tekur. Í gærkvöld var þorrinn blótaður á Egilsstöðum og Reyðarfirði og í kvöld á Eskifirði, Seyðisfirði, Vopnafirði, Hornafirði og í Norðfjarðarsveit. Verð- ur svo þorrablótum fram haldið víða um sveitir um aðra helgi. Mikið er lagt undir í blótunum og skemmti- nefndir búnar að starfa vikum og mánuðum sam- an að gerð leikinna ann- ála úr hvunndagslífinu, með tilheyrandi bún- ingagerð, salarskreyt- ingum og annarri skipu- lagningu. Blótað eystra Ólafsvík | Snæfellsbæjardeild Rauða kross Íslands af- henti á dögunum, Slökkviliði Snæfellsbæjar nýja gerð talstöðva sem nýtast einkar vel við reykköfun auk ann- arra slökkvistarfa. Áður hefur deildin stutt dyggilega við slökkviliðið við kaup á klippum og skyldum búnaði til að bjarga fólki úr bílflökum. Á myndinni sjást þeir Ari Bjarnason, formaður RKÍ í Snæfellsbæ, og Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðsstjóri handsala gjöfina að viðstöddum slökkviliðsmönnum og stjórnarmönnum Rauða kross- deildarinnar. Morgunblaðið/Alfons Fengu talstöðvar að gjöf Tækninýjungar getaaf sér nýyrði semþarf að ríma við ef svo ber undir. Stefán Vil- hjálmsson á Akureyri læt- ur ekki á sér standa. Þeg- ar heimasíða Björns Bjarnasonar átti afmæli stóð í DV: „Björn hefur bloggað í níu ár“. Af því tilefni hannaði Stefán vísu „with a little help from my friend“: Níu ár Björn hefur bloggað, í bannsetta kommana goggað, að landvörnum gætt og um landsmálin rætt en minna en áður var moggað. Eins og nærri má geta merkir sögnin að mogga að skrifa í Moggann. Og Stefán fékk einmitt vísu frá Gunnari Frímanns- syni, mági sínum, þegar hann moggaði fyrir nokkru: Listaperlan ljómar skær loks er reiðstu’ á vaðið, enginn meiri upphefð fær en yrkja í Morgunblaðið. Tækni og nýyrði pebl@mbl.is Garðabær | Eldri borgarar í Garðabæ og Bessastaðahreppi eru afar ánægðir með fé- lagsstarf aldraðra í sveit- arfélögunum, ef marka má könnun sem lögð var fyrir þátt- takendur í félagsstarfinu í nóv- ember sl. Ómetanlegt, lifandi og gefandi eru meðal þeirra orða sem þátttakendur notuðu til að lýsa starfinu. Þátttak- endur virðast almennt vera ánægðir með starfið sem boðið er upp á og var meðaleinkunn- in sem þeir gáfu því 8,9. Flestir aðspurðir sögðust helst vilja sækja leikfimitíma á næstu önn. Myndlist var í öðru sæti og þar á eftir glervinna og útskurður. Margar aðrar hug- myndir að námskeiðum komu fram m.a. um nám í hljóðfæra- leik, dansi og matreiðslu. Meirihluti svarenda vill að námskeiðin séu 12 vikna löng. Helga Björk Haraldsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, er ánægð með niðurstöður könnunarinnar, til- gangurinn hafi verið að fá betri mynd á félagsstarfið og hug þátttakenda til þess. Meðal hópa sem hafa myndast á þennan hátt nefnir Helga hóp sem stundar kínverska leik- fimi, hljómsveit og pílukasts- hóp. Þess má að lokum geta að nk. föstudag hefst byrjend- anámskeið í spænsku á vegum félagsstarfsins. Kennt verður í Kirkjuhvoli á föstudögum kl. 14. Nýlega hófst námskeið í ull- arþæfingu sem enn er hægt að skrá sig á, það er einnig kennt í Kirkjuhvoli og hefst kl. 13.30 á föstudögum. Skráning fer fram í Garðabergi í síma 525 8590. Morgunblaðið/Svavar Knútur Hvað ungur nemur, gamall temur: Yngsta kynslóðin lærir spil hjá þeirri elstu. Mikil ánægja með félagsstarfið Aldraðir SAMSTAÐA er innan stjórnar Norður- bakka ehf. um að skynsamlegt sé að Hafnarfjarðarbær kaupi eignir á svo- nefndum Norðurbakka, að sögn Gunnars Svavarssonar, fulltrúa Hafnarfjarðarbæj- ar í stjórn Norðurbakka. Hafnarfjarð- arbær er einn þriggja hluthafa í Norð- urbakka en verði af kaupunum eignast bærinn jafnframt hlut hinna hluthafanna tveggja. Þeir eru nú í eigu J og K eign- arhaldsfélags og fasteignafélagsins Þyrp- ingar. Fullt forræði Upphaflegt markmið Norðurbakka var m.a. að þróa byggð á Norðurbakka. Gunnar segir að með kaupunum fái bær- inn fullt forræði með skipulagningu og uppbyggingu á svæðinu. Hann telur um- rædd kaup eðlileg í ljósi forsögu málsins en deilur hafa staðið yfir um túlkun á samstarfssamningi hluthafanna þriggja. Gunnar segir að Norðurbakki ehf. sé metinn á um 900 milljónir. Kaup bæjarins á hlutunum tveimur muni því kosta í kringum 500 milljónir. Hann telur víst að þeir fjármunir muni skila sér til baka m.a. með gatnagerðargjöldum og end- ursölu á byggingarréttinum. Gunnar kynnti þetta mál á fundi bæj- arráðs Hafnarfjarðar á fimmtudag en ákveðið var að vísa afgreiðslu þess til næsta bæjarráðsfundar. Hafnarfjarð- arbær kaupi eignir Norð- urbakka Fjarðabyggð | Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að styrkja málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað um fimm hundruð þúsund krónur. Öðrum eins fjármunum verður væntanlega var- ið til að kaupa fleiri verk í safnið. Í athugun er nú hvort unnt er að sam- eina Tryggvasafn, Safn Jósafats Hin- rikssonar og Náttúrugripasafn í einu húsnæði við Hafnargötu í Neskaupstað. Aukinheldur hefur menningarráð sveitarfélagsins samþykkt að efnt verði til málverkasamkeppni og á þema henn- ar að vera landslag, eða annað það sem hefur táknræna merkingu fyrir Fjarða- byggð. Skila á verkum fyrir júlílok nk. og verða þau sýnd í haust. Verðlauna- verkið mun prýða jólakort Fjarðabyggð- ar að ári. Styrkja Tryggvasafn ♦♦♦ Mývatnssveit | Nú er spáð tals- verðu frosti og þá harðnar á daln- um hjá smáfuglunum. Því er full ástæða til að minna fólk á að gefa þeim korn eða brauðmylsnu út á hjarnið. Það kunna þeir vel að meta og launa með líflegu hópflugi sínu. Þeir þjóta milli húsa þegar þeir leita sér góðra vina sem muna þá þegar vetur herðir tökin. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Munið eftir smáfuglunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.