Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn Breið-fjörð Gíslason fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 9. októ- ber 1919. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 10. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gísli Bergsveinsson sjó- maður og bóndi, f. í Bjarneyjum á Breiða- firði 13. júlí 1877, d. 15. maí 1939, og síð- ari kona hans Magða- lena Lára Kristjáns- dóttir, f. í Sviðnum á Breiðafirði 13. nóvember 1897, d. 23. apríl 2001. Gísli og Magðalena bjuggu allan sinn búskap í eyjunum, fyrst í Rauðseyjum, en síðar í Akureyjum, í Fagurey og síðast í Ólafsey á Hvammsfirði. Systkini Kristins samfeðra eru: Ingveldur, f. 1904, Lárus Ágúst, f. 1905, d. 1990, Jóna Sigríður, f. 1909, d 1999. Gísli og Magðalena Lára eignuð- ust fjögur börn auk Kristins, þau eru: Svava, f. 1915, d. 1920, Berg- sveinn Breiðfjörð, f. 1921, d. 2002, Svava, f. 1922, d. 1997, og Kristjana, f. 1925. Eftir að fjölskyldan flutti í Akureyjar 1927 fluttu foreldrar Magðalenu Láru til þeirra. Hjá þeim 3) Sesselja, f. 18. september 1957, maki Árni Valgeirsson, f. 24. októ- ber 1956. Börn þeirra eru Ásdís, f. 27. september 1982, unnusti Arnþór Gústafsson, f. 21. febrúar 1979, Olga, f. 10. apríl 1986, og Drífa, f. 27. mars 1988. Kristinn Breiðfjörð ólst upp í for- eldrahúsum við eyjabúskap í Breiðafirði, lauk almennri grunn- menntun í heimahéraði, auk þess sem hann stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti einn vetur. Hann bjó að mestu leyti í eyjunum allt þar til hann stofnaði heimili með konu sinni Sólveigu í Stykkishólmi árið 1946, og þar áttu þau heima alla tíð síðan, utan tveggja ára sem þau bjuggu á Saurum í Helgafellssveit. Kristinn hóf fljótlega vörubíla- akstur, auk þess sem hann stundaði nær alla tíð fjárbúskap í Helgafells- sveit. Hann átti alla tíð trillu, og sótti sjóinn allt fram á síðasta ár. Þá starfaði hann við Sláturhús Stykk- ishólms, og var sláturhússtjóri í u.þ.b. tíu ár, þar til slátrun var hætt í Stykkishólmi. Kristinn tók virkan þátt í fé- lagsstörfum, var lengi formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, og í nokkur ár formaður Vörubílstjóraf. Öxuls, sat í hreppsnefnd Stykkis- hólms mörg kjörtímabil, þar af odd- viti í fjögur ár. Í stjórn Kaupfélags Stykkishólms til fjölda ára, og í ýms- um nefndum og ráðum fyrir sitt heimahérað. Þá var hann lengi umboðsmaður Dagbl. Tímans og fréttaritari. Í seinni tíð var hann skoðunarmaður hjá Stykkishólmsbæ og í kjörstjórn. Útför Kristins Breiðfjörð fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ólst upp sonarsonur þeirra, Magnús Bene- dikt Guðmundsson, f. 1920. Maki Kristins frá 1946 er Sólveig Sigurð- ardóttir, f. 5. maí 1925. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi í Gvendareyjum á Hvammsfirði og kona hans Magnúsína Guð- rún Björnsdóttir. Kristinn og Sólveig eignuðust fimm börn, tvo syni sem létust í fæðingu í september 1952, og í júní 1966, og þrjár dætur, sem eru: 1) Magdalena, f. 30. októ- ber 1947, dóttir hennar og Guð- mundar Ómars Friðleifssonar er Sólveig Huld, f. 30. júní 1973, maki Þorvaldur Víðisson, f. 21. júní 1973, þeirra börn eru: Jón Víðir, f. 1996, og Ásdís Magdalena, f. 2002. Maki Jón Pétursson, f. 21. júlí 1947, dóttir þeirra er Heiður Hrund, f. 6. sept- ember 1980. 2) Sigrún, f. 6. júní 1954, maki var Páll Aðalsteinsson, f. 23. júlí 1954, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Kristinn Már, f. 13. apríl 1976, sonur hans og Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur er Haukur Páll, f. 1999, Birkir f. 4. maí 1979, og Anna Margrét, f. 24. ágúst 1988. Ég kveð föður minn í dag með lítilli vísu um breiðfirsku eyjuna, sem hann samdi sjálfur og ég las upp í sextugsafmæli hans ásamt fleiru. Þetta yrkisefni var honum hugleikn- ara en flest annað og lýsir vel því sem hann lifði fyrir. Eyjan græna finnst mér fríð flos í klæddan hökul þegar sól og sumartíð signir Skor og Jökul. Takk fyrir samfylgdina við Breiða- fjörðinn, pabbi minn. Hvíl í friði. Sesselja. Ég vil minnast tengdaföður míns Kristins Breiðfjörð með nokkrum orðum. Kristinn kom mér fyrir sjónir sem rólegur, staðfastur og rökfastur maður, það var ekki margt sem virt- ist koma honum á óvart. Ég var svo lánsamur að búa í tuttugu ár í ná- grenni við Sillu og Kristin í Stykk- ishólmi og njóta samvista við þau. Öll barnabörn þeirra ólust upp í Stykk- ishólmi og var heimili afa og ömmu á Skúlagötu þeirra annað athvarf. Kristinn var ekki mikil barnagæla, en hann fylgdist vel með hvað barna- börnin gerðu og hafði skoðanir á því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hann var afi sem bannaði ekkert og afa- börnin litu til hans með aðdáun og sem foringja. Kristinn var félagsmálamaður, samvinnumaður, framsóknarmaður og eitt helsta áhugamál hans voru framfarir í atvinnulífinu. Hann sagði að atvinna og afkoma væru undir- staða góðs mannlífs. Í stjórnmála- starfinu tók Kristinn virkan þátt, hann var mikill og góður ræðumaður, lét hvorki andstæðinga né samherja sleppa við að hlusta á skoðanir sínar, sem hann setti fram í afar góðu máli. Þótt Kristinn hafi þótt harður, rök- fastur og oft ósveigjanlegur var hann alltaf málefnalegur og aldrei heyrði ég hann leggja vont orð að neinum manni þó í hita báráttu væri. Hann hafði málefnabaráttuna hreina og hafna yfir persónu þess sem barist var við. Þessum lifandi áhuga á þjóð- málum er best lýst með því þegar hann, mjög veikur nú um áramótin, bað um að láta hnippa í sig svo hann gæti hlustað á forsætisráðherrann flytja áramótaávarpið og að því loknu sagði hann álit sitt á því. Ég varð ekki var við að Kristinn sæktist eftir fjár- hagslegum ávinningi fyrir þau störf sem hann vann í félagsmálum eða fyrir þau samtök sem hann lagði lið, hann leit á það sem þjónustu við sam- félagið og samferðamenn sína. Það fór ekki á milli mála að Krist- inn unni Breiðafirði, eyjum, sundum og röstum. Það var eitthvað sérstakt og ólýsanlegt sem ég fann og upplifði þegar siglt var með Kristni. Hann sjálfur virtist einhvern veginn breyt- ast og það sást þegar hann sigldi og horfði með einhverri blöndu af ró, at- hygli, forvitni, aðdáun og undrun á fuglinn, eyjarnar, sjóinn og fjöllin sem umluktu þessa paradís á jörð. Hann var náttúruunnandi og veiði- maður sem lifði í sátt við náttúruna án þess að skaða þann fjársjóð sem Breiðafjörður er. Við sem búum á mölinni eigum í erfiðleikum með að fara um götur án óhappa, þótt vegv- ísar og merki af stærstu gerð vísi okkur veginn, en Kristinn fór milli eyja, framhjá varasömum skerjum og um straumþungar rastir í Breiða- firði án óhappa. Hann gat lesið í strauminn og blæbrigði lita á yfir- borði sjávar, hvar mátti fara og hvar ekki, hann hafði einnig í heiðri gaml- ar sagnir og leiðarlýsingar. Kristinn orti talsvert um sína daga og oftast kom þá fram aðdáun og ást hans á Breiðafirði og í kveðju sem hann sendi vini sínum og var skrifuð eftir honum hinn 8. janúar síðastliðinn segir meðal annars: Um eyjar margar eigum ótal gengin spor. En ljúfust lands að veigum var að lifa breiðfirskt vor. Þá eru margar fagrar minningar um siglingar inn um eyjar með kind- ur eða í eggjaleit, að hafa fengið að njóta þess friðar og öryggis sem sam- fylgd með Kristni var, og að upplifa Breiðafjörð að vori með sönnum aðdáanda landsins. Kristinn átti bátinn Teistu SH-54 sem hann reri til fiskjar og með hon- um Viggó Þorvarðar, vinur hans til margra ára, þeir gengu undir nafn- inu „Stálkúlufélagið“ en báðir höfðu farið í aðgerð á mjöðm og hafði Krist- inn gaman af nafngiftinni. Síðastliðið sumar fórum við Krist- inn, Silla og Malla útfyrir Snæfells- nes og við brottför sagði sá gamli að hann vildi bara koma við þar sem væru hafnir og bátar, annað skipti ekki svo miklu máli. Við fórum á allar bryggjur á utanverðu nesinu og sagði ég honum hvaða bátar væru þar og nánari lýsingu um tegund og útlit. Hann lét ekki þar við sitja heldur gekk með okkur niður á Djúpalóns- sand og fannst mikið til um staðhætti og þá ógnarkrafta sjávarins sem sáust á járnbrotum úr gömlum tog- ara sem þar eru. Síðar þegar við sát- um á veröndinni í Fjörukaffi á Helln- um, sem nánast er í flæðarmálinu, og nutum þar veitinga, þá sagði hann að þetta væri nú sennilega toppurinn á tilverunni. Það voru forréttindi að vera sam- ferða Kristni Breiðfjörð og þakka ég honum samfylgdina og bið Guð al- máttugan að halda verndarhendi yfir Sillu og afkomendum þeirra. Jón Pétursson. Það er á tímum sem þessum sem ég átta mig á því hve heppin við frændsystkinin vorum að hafa alist upp í Stykkishólmi, öll saman, þar sem við gátum verið hjá ömmu og afa hvenær sem okkur lysti. Þær stundir sem við áttum í eldhúsinu hjá ömmu og kepptumst við að gera sem falleg- ustu myndirnar handa henni, spiluð- um á spil og brutum hnetur á gólfinu með klossunum hennar eru mér minnisstæðar ekki síður en þær stundir sem við áttum með afa, ýmist á sjónum eða í sveitinni. Í dag fyllist ég alltaf stolti þegar ég rifja upp þau fjölmörgu ævintýri sem ég lenti í með afa og öðrum úr fjölskyldunni. Það eru ekki allir sem geta státað af eggjaleit og dúntekju í eyjum Breiða- fjarðar, sauðburði á vorin og heyskap síðla sumars. Það er ekki hver sem er sem getur sagt sögur af því þegar þeir skoðuðu arnarhreiður og háfuðu lunda eða óðu út í ískalda á til að bjarga lambi úr háska. Það var afi sem var leiðtoginn í öllum þessum ævintýraferðum og oft fannst mér hann galdramanni líkastur. Ég gat rétt honum hvert svartsbakseggið eða gæsareggið á fætur öðru og spurt hann hvort það væri stropað og ávallt fengið svar sem ég vissi að ég gat treyst og fyrir mér voru aðferð- irnar töfrum líkastar. Afi hafði afnot af landi við rætur Drápuhlíðarfjalls og iðulega var talað um Drápuhlíð þegar rætt var um þá jörð. Fyrir mér var þetta ansi mikilfenglegt og trúði ég því í fjölmörg ár að afi minn ætti Drápuhlíðarfjall og var það ansi merkilegt því í Drápuhlíðarfjalli mátti ekki aðeins finna gull heldur auk þess huliðsstein á Jónsmessu- nótt. Og þessar gersemar allar voru í eigu afa míns. Þau voru ófá skiptin sem við fórum upp að Skildi að reka inn fé. Aldrei virtist mér takast að koma þessum rollum í skilning um hvert þær ættu að fara eða hvar þær gætu fundið lömbin sín, ég hljóp og hljóp til að reyna að ná stjórn á þess- um skepnum en þegar allt virtist stefna í óefni kom afi, lét smella í stafnum sínum og kindurnar eltu hann og vissu greinilega að honum væri betur treystandi. Ég gleymi því aldrei þegar ég fylgdi afa langt út á tún þar sem ær bar lífvana lambi. Afi hélt ró sinni sem þá var mér óskilj- anlegt og hnoðaði líf í lambið. Það var þá sem ég skildi betur hvers vegna dýrin fylgdu honum og treystu betur en nokkrum manni, en enn þann dag í dag get ég ekki áttað mig á því hvernig hann vissi hvar kindina var að finna og hvernig hann gat vitað að hún var hjálparþurfi. Það var því ef til vill ekki aðeins ég sem trúði því í barnslegri einlægni að afi gæti verið göldróttur, í dag er ég ennþá sann- færð um að hann hafi búið yfir brunni fullum af töfrum. Heiður Hrund. Elsku afi. Það var mjög sárt að horfa á þig fara, en okkur þykir gott að vita að þú ert nú kominn á betri stað þar sem verkirnir hrjá þig ekki meir. Við eig- um margar góðar minningar um þig frá Skildi, úr Stykkishólmi og sigl- ingunum um Breiðafjörðinn á Teist- unni. Síðustu árin hafðirðu mikinn áhuga á að fylgjast með framförum okkar í leik og starfi, það þykir okkur mjög vænt um. Nú er komið að kveðjustund. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Elsku afi, við vitum að þú munt alltaf vera hjá okkur og minningu þína munum við varðveita í hjörtum okkar. Elsku amma, megi Guð styrkja þig í sorginni. Ásdís, Olga og Drífa. Skúlagata 20 í Stykkishólmi, þar sem afi og amma bjuggu, var fastur punktur í minni tilveru í æsku, staður sem ég leit á sem mitt annað heimili þar sem alltaf var gott að vera. Oft var þar breiðfirskur matur á borðum, nýveiddur fiskur, lundi, egg, stund- um selur og auðvitað lambakjöt og nýbakaðar kleinur. Verkaskipting var skýr og sá amma um flest sem viðkom heimilinu og umönnun okkar barnabarnanna. En þegar ég fór um bæinn sem lítil stelpa kom það ósjaldan fyrir að ég var spurð að því hverra manna ég væri og fljótt komst ég að því að best væri að segja bara strax að hann Kristinn Breiðfjörð væri afi minn. Þá brást það ekki að ég fékk góðar viðtökur, oft eitthvert gotterí í munninn og var beðin fyrir kveðjur. Af þessu dró ég þá ályktun að hann afi hlyti að vera stórmerki- legur maður, það þekktu hann allir. Heimurinn í kringum afa var æv- intýraheimur. Á skrifstofunni hans úði og grúði af alls kyns pappírum, al- manökum langt aftur í tímann með tölustöfum sem sögðu til um veðurfar og hafstrauma. Skúffurnar voru full- ar af dóti en ekki máttum við opna þær því þá gæti gamalt borðið brotn- að ofan á tærnar á okkur. Þvílíkur leyndardómur sem þarna hlaut að vera. Hjá afa var líka hægt að pikka á stórar, gamlar reiknivélar sem gáfu frá sér skemmtileg hljóð og fá lánaða smásjá ef lítið dýr fannst í garðinum sem þurfti að rannsaka betur. Sveitin var önnur ævintýraveröld- in sem afa tilheyrði. Skjöldur við álfa- hólinn sem við kölluðum svo og Drápuhlíðin undir gullna fjallinu. Öðru hvoru hringdi afi og vantaði mannskap, þá oftast til að reka kind- ur. Þeir sem mögulega gátu drifu sig í sveitina, stóðu fyrir, stukku á milli þúfna eða hlupu upp á hól á eftir þessum óþekku kindum. Stundum fannst mér sem kindurnar væru bara með þessi læti við okkur sem komum sjaldan því þær þekktu afa greinilega og treystu honum. Afi sem lét eins og hann kynni lítið á okkur krakkakrílin vissi sínu viti þegar krílin voru fjór- fætt. Það er sterkt í minningunni að taka á móti lömbum með honum, halda á litlu lífi og gefa pela. Afi hafði ekki um þetta mörg orð, sagði mér hvað ég skyldi gera á einfaldan hátt eins og mér væri fyllilega treystandi fyrir svo mikilvægu verkefni. Eins og í sveitinni sameinuðust þrjár kynslóðir fjölskyldunnar í bátnum Sigurfara og síðar Teistu um skemmtilegu verkefnin sem fylgdu honum afa. Við gengum um eyjarnar með fötur og tíndum egg svartbaks- ins og gæsarinnar. Við fórum líka með kindurnar út í eyjar þar sem þær fengu að njóta sumardýrðarinn- ar, og sóttum þær svo aftur fyrir haustið. Stundum fór ég með ömmu og afa í heimsóknir til fólks sem hafði sumardvöl í einhverri eynni og oft var siglt með ættingja og vini að sunnan. Afi sigldi bátnum af öryggi og kunnáttu innan um varasöm sker og furðulega strauma, þetta var hans heimur. Í bát með afa var ekki viðeig- andi að vera með fíflalæti, ekki af því að afi myndi byrsta sig, þess þurfti ekki. Lítill bátur í stórri náttúru ger- ir mann einfaldlega meðvitaðan um eigin styrk og meiri og voldugri mátt. Það tel ég að afi hafi einnig fundið. Afi var málefnalegur hugsjóna- maður og trúr sínum köllunum hvort sem þær tengdust náttúrunni eða fé- lagsmálum. Hann hafði einnig vilja til að leggja sitt af mörkum til að draumar okkar barnanna mættu rætast. Áhugamálin breyttust ekki með árunum, hann setti saman góðar vísur, hafði gaman af því að spila á spil, fara á böll og dansa, tala um stjórnmál og fyrst og síðast að sigla um æskuslóðirnar. Blessuð sé minn- ing hans. Sólveig Huld Guðmundsdóttir. Látinn er sómamaðurinn Kristinn B. Gíslason. Kristinn hef ég þekkt frá því ég var barn. Fyrst sem vin for- eldra minna og pabba hennar Möllu vinkonu, og síðar sem samstarfs- manns á vettvangi Samvinnuhreyf- ingarinnar og Framsóknarflokksins. Kristinn var félagshyggjumaður fram í fingurgóma. Ég ætla ekki að rekja störf hans í þágu síns sveitarfé- lags, en þau voru mikil. Aðeins vil ég minnast á störf hans í þágu Kaup- félags Stykkishólms meðan það var og hét. Hann sat um árabil í stjórn Kaup- félagsins. Þar vann hann gott verk og var einn sá tillögubesti maður sem ég hef þekkt. Þegar allt var komið í strand í umræðum og enginn sá leið, brást það sjaldan að Kristinn kom með einhverja tillögu. Ég hugsa að Kristinn hefði orðið góður skákmað- ur, því að oft sá hann lengra fram í tímann en aðrir. Ekki var ég alltaf sammála honum, en virti ætíð mikils skoðanir hans. Hann var líka mikill framsóknarmaður, þó að hann væri ekki alltaf sáttur við flokkinn sinn. Hann var tíður gestur hjá pabba og mömmu meðan þau lifðu. Gjarnan kom hann á laugardagsmorgnum, og var þá setið við eldhúsborðið, drukk- ið kaffi, og spjallað. Það hvarf oft ein jólakaka eða svo á meðan. Það var talað um allt milli himins og jarðar og vildi ég að ég ætti það allt uppskrifað. Margar urðu til vísurnar hjá þeim mömmu og Kidda. Því þó að fáir vissu, var Kristinn gott skáld, og samdi bæði vísur og að ég held heilu kvæðin. Hann skrifaði líka niður alls konar fróðleik sem ég vona að sé vel varðveittur. Þetta fólk átti með sér góða vin- áttu sem ekki hvað síst byggðist á sameiginlegum uppruna, úr eyjum Breiðafjarðar. Mér finnst alltaf eitt- hvað sérstakt við þann uppruna og að þetta fólk sé íslenski aðallinn. Eyja- jarlar og hertogaynjur Breiðafjarð- ar. Nú fer þeim fækkandi, en við sem erum afkomendur þess getum lítið tilkall gert til slíkra nafnbóta. En okkur ber skylda til að sinna vel arf- inum sem okkur er látinn í té, sög- unni og náttúrunni sem er allt í kringum okkur. Ég og fjölskylda mín vottum Sól- veigu, Magdalenu, Sigrúnu og Sess- elju, ásamt þeirra fjölskyldum inni- lega samúð. Dagbjört Höskuldsdóttir, Stykkishólmi. KRISTINN BREIÐFJÖRÐ GÍSLASON  Fleiri minningargreinar um Kristin Breiðfjörð Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.