Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Keflavík | Leikfélag Keflavíkur frumsýnir barnaleikritið Með álfum og tröllum laugardaginn 31. janúar næstkomandi. Leikendur eru ungt fólk, frá fimmtán til tuttugu og fimm ára. Með álfum og tröllum er eftir sænska leikarann og leikritaskáldið Staffan Westerberg sem hefur sam- ið barnaefni fyrir leikhús og sjón- varp. Steinn Ármann Magnússon leikari leikstýrir. Jón Marinó Sigurðsson, formaður Leikfélags Keflavíkur, segir að Með álfum og tröllum sé sannkallað æv- intýraleikrit, á léttum nótum. Fjallar það um ungan dreng sem fær æv- intýrabók að gjöf og dregst inn í æv- intýrið. Atli Kristjánsson leikur aðal- hlutverkið. Hópurinn hóf æfingar fyrr í vetur og æfði þá í sal Myllubakkaskóla. Eftir jólahlé var allt sett á fulla ferð og segir Jón Marinó að undirbúning- urinn gangi vel. Um þrjátíu manna hópur vinnur að þessu verkefni og vinna leikararn- ir sjálfir að sviðsmynd og búningum. Með álfum og tröllum verður frumsýnt í Frumleikhúsinu laugar- daginn 31. janúar næstkomandi klukkan 15. Með álfum og tröllum Barnaleikrit sýnt í Frumleikhúsinu Reykjanesbær | Björgunarsveitin Suðurnes fékk í gær afhentan nýj- an björgunarbát. Báturinn er keyptur frá Bretlandi og gaf Eim- skip flutning hans til landsins. Báturinn er keyptur notaður frá sjóbjörgunarfélaginu RNLI í Bret- landi. Þar hefur hann reynst vel, að sögn Gunnars Stefánssonar, for- manns Björgunarsveitarinnar Suð- urnesja. Báturinn er harðbotna slöngubátur, 6,5 metrar að lengd. Hann er heldur stærri en mun öfl- ugri en sá bátur sem hann leysir af hólmi. Gunnar segir mestu skipta að hann sé búinn tveimur vélum og verði því mun öruggari við björg- unaraðgerðir en sá báturinn sem sveitin hefur nú yfir að ráða. Báturinn er keyptur án véla en þegar búið verður að standsetja hann verður kostnaðurinn kominn hátt á þriðju milljón, að sögn Gunn- ars. Það er fjármagnað með tekjum af flugeldasölu og styrkjum frá vel- unnurum björgunarsveitarinnar. Eimskip keypti á síðasta ári Skipaafgreiðslu Suðurnesja og hef- ur hug á því að efla starfsemi sína á Suðurnesjum, að sögn Jóns Norð- fjörð framkvæmdastjóra. Þá er Eimskip að taka við meirihluta varnarliðsflutninganna og mun skip félagsins þess vegna koma við í Helguvík. Jón segir að vegna þessa og tíu ára afmælis Björgunarsveit- arinnar Suðurnesja hafi Eimskip ákveðið að flytja bátinn frá Bret- landi án endurgjalds. Ljósmynd/Hilmar Bragi Björgunarbáturinn kominn: Gunnar Stefánsson, formaður sveitarinnar, segir hann kosta á þriðju milljón. Björgunarsveitin fær nýjan bát Reykjanesbær | Brimborg opnar í dag nýtt útibú undir eigin nafni í Reykjanesbæ. Útibúið er til húsa í Njarðarbraut 3 í Njarðvík. „Brimborg hefur ákveðið að fara að óskum bíleigenda á Suðurnesjum um nýja og betri þjónustu frá Brim- borg,“ segir í frétt á heimasíðu Brim- borgar. Þar segir enn fremur: „Brimborg fagnar nú mestu vinsæld- araukningunni meðal bílaumboða en Brimborg jók sölu sína mest meðal fimm stærstu bílaumboða á Íslandi eða um 93,4%, á síðasta ári. Með opn- un Brimborgar í Reykjanesbæ er verið að bæta þjónustu við íbúa á Suðurnesjum og vonast Brimborg til að eiga gott samstarf við Suður- nesjamenn í framtíðinni.“ Opið verður hjá Brimborg Reykja- nesbæ alla virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá 12 til 16. Brimborg opnar útibú undir eigin nafni Sandgerði | Fyrsta húsið er risið í nýju hverfi í Sand- gerði sem kennt er við Lækjarmót. Hverfið er rétt ofan við gamla íþróttavöllinn í bænum. Í hverfinu er gert ráð fyrir 63 íbúðum í einbýlis-, rað- og parhúsum. Þegar er búið að úthluta þrettán lóðum og um þessar mundir er verið að leggja lagnir og götur. Fyrsta húsið er risið. Það er parhús sem Marvík ehf. í Garði byggir. Er það timbureiningahús sem flutt er inn frá Eistlandi og reist er á stuttum tíma. Marvík hefur byggt nokkrar íbúðir af þessari gerð í Garðinum. Þær eru litlar og tiltölulega ódýrar og hefur ungt fólk, aðallega úr Garði, keypt íbúðirnar þar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fyrsta húsið: Parhús sem Marvík byggir er fyrsta húsið sem rís í nýju íbúðarhverfi í Sandgerði. Fyrsta húsið í Lækjarmótahverfi r upp Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S TO Y 23 39 4 01 /2 00 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.