Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 51 ✝ Gísli Helgason áHelgafelli fæddist 2. apríl 1940. Hann lést á Landspítalan- um 14. janúar síðast- liðinn. Gísli var sonur hjónanna og frumbýl- inganna á Helgafelli í Fellahreppi; Gróu Björnsdóttur, f. 30.8. 1906, d. 16.4. 1989, og Helga Gíslasonar, f. 22.8. 1910, d. 27.5. 2000. Gróa var dóttir Björns Hallssonar bónda á Rangá í Tungu og Hólmfríðar konu hans Eiríksdóttur frá Bót. Helgi var sonur Gísla Helgasonar bónda í Skógagerði í Fellahreppi og Dagnýjar konu hans Pálsdóttur. Systir Gísla er Hólmfríður, f. 1938, gift Braga Gunnlaugssyni, bónda á Flúðum og síðar Setbergi. Bróðir Gísla er Björn, f 1946, bygginga- Gísli var gagnfræðingur frá Eið- um 1956, en eftir það fór hann í bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist búfræðingur þaðan 1958. Fjórum árum síðar keypti hann Helgafell af foreldrum sínum og var bóndi þar næstu 20 árin. Eftir það gekk Gísli í margvísleg störf; tók að sér verslunarrekstur, fór á sjóinn, var verkstjóri hjá Vega- gerðinni, fór í byggingavinnu, var í síld og um tíma húsvörður hjá Landssímanum við Sölvhólsgötu. Eftir það settist hann aftur að á Helgafelli og tók að rækta þar garðávexti og tré, en greip í skóla- akstur, þjónustu við fatlaða, skóg- arhögg og sá um kirkjugarðana á Ási, svo eitthvað sé nefnt. Gísli var hreppstjóri í Fellahreppi í 15 ár, var í Hjálparsveit skáta á Fljóts- dalshéraði, söng með kirkjukór Fellamanna, starfaði innan Sjálf- stæðisflokksins á Fljótsdalshéraði, var í stjórn Búnaðarfélags Fella- manna og starfaði mikið að fé- lagsmálum SÁÁ. Útför Gísla fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í graf- reit Fellabæjar. fræðingur í Reykjavík, kvæntur Önnu Sigríði Árnadóttur, kennara. Gísli kvæntist Krist- björgu Rafnsdóttur frá Neskaupstað 1962 en þau skildu 1973. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 1962. Hann á eina dóttur, Tinnu Björk, f. 1987. Móðir hennar er Anna Guð- ríður Gunnarsdóttir. Sambýliskona Helga er Elísa Berglind Sig- urjónsdóttir. 2) Rafn Óttarr, f. 1967. Hann á eina dóttur, Sesselju Hlín, f. 1986. Móðir hennar er Júlíana Garðars- dóttir. Sambýliskona Rafns er Bergþóra Fanney Barðdal Harðar- dóttir. Síðar bjó Gísli með Hjördísi Hilmarsdóttur en þau slitu samvist- ir. Dóttir þeirra er Dagný Berglind, f. 1985. Nú fór í verra, nafni. Þú ert hætt- ur að búa, líkt og þegar afi okkar og nafni í Skógargerði brá búi fyrir ein- um fjörutíu árum. Þannig greindi Páll á Aðalbóli þá frá láti föður síns í sveitasímann og sagan fékk vængi. Nú hefur Páll líka brugðið búi og sömuleiðis Helgi bróðir hans og fað- ir þinn. Lykla-Pétur einn veit hvað þið eruð að bardúsa ásamt öðrum Skóggerðingum sem virðast vera eftirsóttir í efra. Ég ætla bara rétt að vona að amma Dagný hafi gaukað því að landráðendum þar að rétt væri að setja ykkur niður á jarðir með hæfilegu millibili. Ég tel það nefnilega næsta víst að Skógargerð- isþrjóskan komist á milli tilverustiga á þrjóskunni einni saman! Stundaglas afa var því sem næst runnið út þegar hann brá búi við gegningar um árið. Þá hafði krabb- inn þegar tekið eitt af þrettán börn- um hans og hefur æ síðan hoggið títt í raðir Skógerðinga og hittir fyrir fólk á besta aldri. Þú áttir mikið eft- ir, nafni. Lífið var rétt að byrja. Það tók þig að vísu nær hálfa öld að ná áttum. En það kallast nú ekki langur tími meðal Skógerðinga og sumir þeirra ná aldrei þessum áfanga. Ég get að vísu ekki merkt að það hái þeim tiltakanlega! Helgi „bróðir“ móður minnar byggði Helgafell úr Ekkjufellslandi með Gróu konu sinni Björnsdóttur frá Rangá. Þarna, við norðurenda Lagarfljótsbrúar, varð önnur umferðarmiðstöð Héraðsins, en við austurendann eru Egilsstaðir. Þarna eru norður og austur gagn- stæðar áttir! Ég hef grun um að Helgi Gíslason hafi ákveðið þetta á sínum tíma og því sem Helgi hafði ákveðið varð ekki breytt! Helgafell varð eins konar nafli Fellahrepps, þar komu Fellamenn við þegar þeir fóru í kaupstað; þar var oddviti, hreppstjóri, um tíma skóli, bensín- sala, vel hýst og gott hjartalag. Síð- ast en ekki síst; það var alltaf heitt á könnunni hjá Gróu, sem sinnti gest- um og gangandi af alúð og hæv- ersku. Þetta var vísir að Fellabæ. Elsta barn Helgafellshjónanna er Hólmfríður, mikil hetja, sem barist hefur við erfiðan sjúkdóm á undan- förnum árum. En það kom eins og af sjálfu sér, þegar Helgi og Gróa eign- uðust dreng, að hann fékk nafnið Gísli og þar með var kominn alnafni Gísla í Skógargerði. Síðar kom ann- ar drengur og hann fékk nafnið Björn. Ég held það hafi aldrei staðið ann- að til, en nafni tæki við búi foreldra sinna á Helgafelli, sem og varð. Hann hafði tekið við búinu þegar ég kom austur í vegagerð til Helga. Nafni tók mér fagnandi og var alltaf hress og kátur. Ég man í það minnsta ekki annað, þótt slíkt lundarfar hafi nú ekki þótt sérstakt einkenni Skógerðinga til þessa! Það er að vísu rótgróinn misskilningur, því í flestum tilvikum erum við létt- lundað og glettið fólk en förum að vísu misvel með þá eiginleika! Okkur nafna varð vel til vina á þessum ár- um. Ég óharðnaður táningurinn elti hann eins og hvolpur við bústörfin og þótti hálfskítt að þurfa að hverfa frá vorverkunum og leggjast út í vegagerð. Það bætti mitt geð að þegar annir voru við búskapinn sótt- ist nafni eftir mér til starfa og fékk mig oft lausan úr vegagerðinni. Ég var upp með mér af þessu; nafni hafði lag á að leyfa mér að standa í þeirri meiningu að störf mín væru einhvers virði. Mér fannst eins og ég væri að verða að manni, ég tala nú ekki um þegar hann treysti mér fyr- ir búinu á meðan hann brá sér í sum- arfrí. Að vísu tókst mér að koma mjólkinni niður í fjórða flokk en það var vegna þess að ég reyndi að drýgja innleggið með fullum brúsa af gallsúrri undanrennu sem raunar átti upphaflega að fara í kálfana! Þetta fór í vinnslu en Svavar mjólk- urbússtjóri taldi víst að ég hefði ekki þvegið brúsana og tók mig í all- hressilega kennslustund í brúsa- þvotti. Ég átti von á skömmum frá nafna en hann hló lengi og innilega, sagðist gjarnan hafa viljað vera fluga á vegg þegar ég fékk yfirhaln- inguna hjá Svavari. Ég var stoltur af nafna mínum. Hann var hamhleypa til verka og ósérhlífinn. Mér fannst hann alltaf vera að. Hann kunni betur við átaka- verk og vinnutarnir en einhverja pappírsvinnu eða hreppstjórastörf. Lét sig ekki muna um að moka möl í hrærivélina í 48 stundir samfleytt þegar súrheysturninn var steyptur í skriðmótum. Stundum var hann þó þreytulegur en jafnvel upprifinn og glettinn þegar hann kom ofan af túni undir miðnætti eftir annasaman dag. Það kom reyndar stundum í ljós í slíkum tilvikum að nafni hafði fundið orkudrykk; ég man ekki lengur hvort hann fékk hann beint úr Skipalæknum eða úr kútnum hjá Grétari! Það gildir einu en hitt er víst; hjá þeim heiðurshjónum á Skipalæk, Þórunni og Grétari, mætti nafni alla tíð gegnheilli vináttu sem hann mat mikils. Síðar varð vík milli vina, við nafn- arnir stigum ölduna hvor í sínum landshluta og stundum gaf á bátinn. Nafni brá búi og fór á flakk. Helga- fell varð stekkur, enda túnin að hverfa undir einbýlishús, verslanir eða trésmiðjur. En nafni varð eins og rótlaus eik og hélt þeim gamla vana að gera allt hratt; það var eins og tíminn væri að hlaupa frá honum. Hann drakk líka hratt og mikið en áttaði sig á því undir fimmtugt að hann var löngu búinn með kvótann. Þá hætti nafni að drekka; það var ekki flóknara en það. Síðan er nær hálfur annar áratugur. – Þetta hafði ég upp úr því að hætta að drekka nafni, sagði kappinn þegar ég heim- sótti hann á sjúkrahúsið og séð var hvert stefndi – og hló eins og heilsan leyfði. Nafni hóf aftur að yrkja jörðina á Helgafelli en fann fyrir bak- og bein- verkjum í sumar. Hann var sendur í nudd og hnykkingar en verkirnir ágerðust. Loks í byrjun nóvember var hann sendur með hraði á sjúkra- húsið á Akureyri sárkvalinn. – Þetta var ekki einleikið, nafni, ég gat ekki orðið lyft kartöfluskjatta með góðu móti, sagði nafni þegar hann kom norður. Hann var þó bjartsýnn á skjótan bata. – Ég má ekki vera að þessu, nafni, ég á mikið verk fyrir höndum heima á Helgafelli og svo er Dagný mín komin austur, er orðin lögráða og vill þá búa hjá karli föður sínum, sagði nafni með stolti. Átti þar við sólargeislann sinn, Dagnýju Berglindi, sem hann eignaðist hálf- fimmtugur. Hann sagði verst að hafa ekki strákana hjá sér líka, Helga og Rafn Óttarr, en þeir koma aftur austur, sagði nafni, – eins og ég, þar eru ræturnar – bætti hann við. En nafni minn, þetta reyndist ósigrandi óvinur, þótt þú lofaðir mér að nýta þrjóskuna til síðustu stund- ar þegar ég kvaddi þig. Aðfaranótt 14. janúar vaknaði ég sem að morgni, fannst einhver vera að ganga um gamla húsið mitt. Hélt komið fram undir dagmál en sólar- gangurinn var nær óttu þegar að var gáð. Helgi hringdi árla morguns og þá vissi ég hver hafði verið á ferðinni. Enda átti ég afmæli þennan dag og hafði boðið þér í veisluna. En þú kannski velur heppilegri tíma næst þegar þú lítur inn! Þá á ég kannski á könnunni. En þakka þér samt fyrir komuna, nafni, og góða ferð. Berðu fólkinu kveðju mína. Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Gísli Sigurgeirsson. Þakka þér vinur, þú gafst mér svo margt. Árið 1983 flutti ég ásamt móður minni og bróður á Helgafell til Gísla. Þar kynntist ég líka stjúpbræðrum mínum, þeim Helga og Rafni Óttari. Öll eignuðumst við síðan lítinn sól- argeisla, hana Dagnýju Berglindi, eða „elskan og ástin“ eins og Gísli nefndi hana jafnan. Gísli var mér ekki bara fósturfað- ir. Hann var líka vinur minn. Mikil hjálp var hann þegar við fjölskyldan keyptum okkur hús og endurbætt- um það. Síðar kom hann oft færandi hendi með grænmeti og ávexti úr gróðurhúsi sínu, fékk sér kaffi og pönnuköku og lék á als oddi. Þá var mikið rætt um pólitík og Gísli var mikill lærifaðir minn í þessum efn- um. Eina minningu eigum við tveir öðrum fremur og ætluðum engum að uppgötva þá glópsku. Það var þegar sjórinn var vitlausum megin! Verst að það voru vitni sem sögðu frá. Gísli var frá Austurlandi. Þessu til sönnunar má nefna mörg atvik frá árum hans í Reykjavík. Einkum þegar hann á ferðum sínum missti sjónar á Hallgrímskirkjuturni eða blokkunum í Efra Breiðholti sem óhjákvæmlega leiddi til þess að hann týndist. Nokkrum sinnum hringdi hann til að fá leiðsögn heim og einu sinni stöðvaði lögreglan hann vegna furðulegs aksturslags. Hann sagðist vera týndur og bað um leiðsögn til síns heima en var látinn blása í blöðru! Gísli stóðst prófið en lögregl- an fylgdi honum heim að hlaði. Ég hitti Gísla fyrir tveimur vik- um, tvo daga í röð. Við ræddum um uppganginn á Austurlandi og hann hafði gaman af. Hafði reyndar áhyggjur af því að Austfirðingum kynni að reynast erfitt að fóta sig í umróti næstu ára. Við ræddum líka pólitík. Helgi, Rafn og elsku litla systir! Ykkar er missirinn mestur, en öll missum við mikið sem Gísla þekkt- um. Ég vona að okkur auðnist öllum að heiðra minningu hans með því að gefa okkur tíma fyrir hvert annað. Gísli, við söknum þín öll, Hilmar, Stefanía og börn. Það var sumarið 1966 að ég hitti Gísla, mág minn í fyrsta sinn, þá nýtrúlofuð Birni litla bróður hans, sem Gísli kallaði „Lilla“ en á móti var Gísli kallaður „Dengsi“. Gísli bjó þá ásamt Kristbjörgu konu sinni og Helga syni þeirra í gamla húsinu á Helgafelli en tengdaforeldrar mínir höfðu byggt sér nýtt hús áfast því gamla. Að sjálfsögðu var ég kvíðin að hitta þetta nýja tengdafólk mitt en sá kvíði reyndist með öllu óþarf- ur, svo vel var mér tekið. Við Gísli náðum strax vel saman, hann var af- skaplega þægilegur í viðmóti og elskulegur maður, vel greindur og víðlesinn, mikill bókaormur eins og allt Helgafellsfólkið er. Hann var þó ekki haldinn söfnunaráráttu eins og faðir hans og bróðir en ég held að hann hafi lesið þess meira. Við Björn bjuggum á Helgafelli, hjá tengdaforeldrum mínum vetur- inn 1966-67 og tengdumst við því öll nánum böndum. Tvö börn bættust í fjölskylduna þennan vetur, Bylgja dóttir okkar og Helgi eignaðist lítinn bróður, Rafn Óttar. Þetta var góður tími og minnisstætt er þegar Helga- fellssystkinin þrjú héldu börnum sínum undir skírn í stofunni þar. Hólma með Hlyn, Gísli með Rafn Óttar og Björn með Bylgju. Góðar minningar ryðja sér braut. Árið 1973 fluttum við Björn heim frá Danmörku eftir 5 ára námsdvöl þar. Þá styrktust böndin aftur, dvalið var smátíma á hverju sumri á Helgafelli. Ég sé Gísla fyrir mér, þar sem hann hljóp á milli þess sem gera þurfti við búskapinn og svo kom hann hlaup- andi inn í kaffisopa, léttur í lund. Mér fannst Gísli nefnilega að eðl- isfari vera með létta lund og afskap- lega góða nærveru. Hann bjó oft hjá okkur fyrir sunnan ef hann þurfti með og er mér minnisstætt er við vorum nýflutt í Rjúpufellið, hálfklár- að, að hann lét sér vel líka að liggja á fleti innan um búslóðina í tvær vikur og furðaði hann sig á hvað ég væri nú að hafa áhyggjur af því. Ekki var hægt að hugsa sér notalegri mann á heimili og sama hver kom, hann átti auðvelt með að spjalla við alla um allt, að mér fannst. Síðar minnkuðu samskiptin við Gísla þann tíma er hann var í vin- fengi við Bakkus, sem honum tókst með góðri hjálp að losa sig undan og líklega hefur „Skógargerðisþrjósk- an“ hjálpað honum þar. Gísli var síð- an svo lánsamur að eignast dótt- urina Dagnýju Berglindi með seinni konu sinni, Hjördísi. Hún var sann- kallaður augasteinn föður síns. Þetta síðasta ár hefur verið Gísla mínum erfitt, krabbameinið tók sig upp aftur og nú miskunnarlaust og illskeytt. Ekki kvartaði hann en það gerðum við sem horfðum upp á hann sárþjáðan, full vanmáttarkenndar. Í dag þakka ég fyrir þær góðu stundir sem ég fékk ein með honum við sjúkrabeð hans og treystu böndin sterkar en áður. Það er erfitt að sætta sig við að hann skuli ekki hafa fengið lengri tíma hér á jörðu því hann átti svo mörgu ólokið. Að lokum votta ég börnum hans þremur og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að gefa þeim styrk og þrek. Mági mínum þakka ég allar góðar samverustundir og bið honum Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Anna Sigríður Árnadóttir. Kæri vinur. Þegar við kveðjum þig nú löngu áður en við vildum kemur margt upp í hugann. Leið okkar lá fyrst saman sumarið 1975 við gerð Oddskarðs- ganga og strax tókst með okkur mikil og djúp vinátta. Mörgum árum eftir að við urðum vinir kom í ljós að við vorum frændur og ekki varð það nú til að spilla fyrir. Við rifjuðum stundum upp þegar Dagný amma þín sá mig fyrst og sagði sem svo að það mætti mikið vera ef þessi strák- ur væri ekki frændi hennar. Árin liðu, við eignuðumst fjölskyldur, en aldrei skyggði á vinskapinn og traustið. Við hittumst flesta daga, fengum okkur kaffibolla, ræddum málin og tókum stöðuna. Þú hringdir í mig daginn sem þú fórst norður á sjúkrahúsið og vildir kveðja mig, það var erfið stund fyrir okkur báða. Það er erfitt að horfa á eftir þér góði vinur og frændi. Það var eins og lífið væri að breyta um svip hjá þér, Dagný dóttir þín komin austur í Helgafell til þín og allt lék í lyndi. Sjúkdómur sá sem við héldum öll að þú hefðir sigrast á gerði óþyrmilega vart við sig á ný og þrátt fyrir harða baráttu þína gegn hon- um hafði hann betur. Við vottum Helga, Rafni, Dagnýju og þeirra fjölskyldum, svo og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kæri vinur hvíl í friði. Óskar Vignir og fjölskylda. Elsku Gísli, mig langar að þakka þér allar notalegu stundirnar sem við áttum saman heima á Helgafelli. Þú varst mér einstaklega góður tengdafaðir og vinur. Helgi sagði svo oft við mig: Biddu pabba að hjálpa þér, þú veist að hann gerir allt fyrir þig. Það voru orð að sönnu, það var sama hvað ég bað þig um að gera, þú gerðir allt fyrir mig með mikilli gleði og ánægju.Og ekki þurfti ég að bíða lengi, það var drifið í hlutunum þeg- ar ég átti í hlut. Eftir að við Helgi slitum samvist- um fjarlægðumst við hvort annað því miður. Ég hef oft hugsað til þín og allra góðu stundanna sem við átt- um saman í eldhúsinu okkar yfir kaffibolla. Ef þú varst ekki kominn yfir á laugardagsmorgnum fyrir klukkan tíu eins og þú varst vanur, þá hringdi ég til þess að athuga hvað tefði þig eiginlega. Ég held að þér hafi þótt jafn vænt um þessar stund- ir og mér. Sumarið 1995 er mér mjög minn- isstætt því það sumar sátum við nán- ast á hverju kvöldi við eldhúsborðið með stækkunargler og greindum ís- lenskar jurtir. Ég hafði skráð mig í áfanga í Menntaskólanum þar sem safna átti 100 íslenskum jurtum, greina þær, finna á þeim latneska heitið og að lokum þurrka þær og ganga frá þeim á viðeigandi hátt. Þetta var áfangi sem við tókum sam- an, Gísli, ég hefði aldrei klárað hann nema með þinni hjálp. Þú fórst á hverjum degi og safnaðir plöntum fyrir tengdadóttur þína, síðan sátum við saman á kvöldin og þú greindir hverja plöntu af mikilli natni. Ég held ég geti fullyrt að við nutum þessara stunda bæði tvö. Ég verð að viðurkenna að stundum gat ég ekki annað en brosað að ykkur Helga því mér fannst nú ekki eðlilegt hvað þið gátuð haft mörg orð um eina litla plöntu. En þið gáfuð ykkur góðan tíma til þess að spjalla og ígrunda hlutina, þannig voruð þið feðgar ein- faldlega. Elsku Gísli, nú er komið að kveðjustund. Þú háðir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem sigraði þig að lokum langt fyrir ald- ur fram. Hvíldu í friði Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Helgi, Rabbi, Tinna og Dagný, við Steinunn vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þín fyrrverandi tengdadóttir Íris. GÍSLI HELGASON  Fleiri minningargreinar um Gísla Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.