Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPSKA geimfarið Mars Ex- press hefur fengið skýrustu vísbend- ingarnar til þessa um að ís sé að finna á Mars, að sögn Geim- ferðastofnunar Evrópu, ESA, í gær. Vísindamenn hafa lengi talið að frosið vatn sé á pólum Mars en nið- urstöður þeirra hafa hingað til byggst á óbeinum rannsóknum, svo sem á gögnum um hita eða um- merkjum um vetni. Vísindamenn ESA sögðu í gær að þeir hefðu rannsakað uppgufun vatnssameindanna sjálfra og notað til þess innrauða myndavél í Mars Express yfir suðurskauti plán- etunnar. Allen Moorehouse, einn vísinda- manna ESA, sagði að þetta væri „fyrsta beina vísbendingin“ um að ís væri að finna á Mars. Gervitungl NASA, Mars Odyssey, sem hefur verið á braut um plán- etuna í tvö ár, hafði áður sent gögn sem bentu til þess að ís væri á stórum svæðum á Mars, rétt undir yfirborðinu. David Southwood, sem stjórnar vísindarannsóknum ESA, sagði hins vegar að þær niðurstöður byggðust á óbeinum mælingum og gögn evrópsku stofnunarinnar væru „áþreifanlegri“. „Fyrri mælingarnar voru óbeinar og þetta er í fyrsta skipti sem við finnum beinar vísbendingar um vatnssameindir á Mars,“ sagði Southwood. „Auðvitað er allt sem tengist vatni á Mars nokkurs konar heilagur bolli vísindamanna. Þetta er örugglega betra en allt sem við höfum fundið til þessa.“ „Ekki ný frétt“ Talið er að hafi einhvern tíma ver- ið vatn á yfirborði Mars kunni líf að hafa þrifist þar. Moorehouse sagði þó að of snemmt væri að draga ályktanir um það nú. Orlando Figueroa, sem stjórnar Mars-rannsóknum NASA, neitaði staðhæfingu evrópsku vísindamann- anna um að þeir hefðu orðið fyrstir til að staðfesta að ís væri á Mars. „Oddyssey sem hefur verið á braut um Mars frá 2001 fann kynstrin öll af frosnu vatni við suður- og norð- urskautin. Og við vorum undrandi á því hversu mikið vatnið var og svo nálægt yfirborðinu. Þannig að þetta er ekki ný frétt en við erum ánægð með að gervitungl þeirra getur líka aflað gagna um hvar vatnið er.“ Spirit sendir aftur gögn til jarðar Geimrannsóknastofnun Banda- ríkjanna fékk í gær gögn frá Mars- vagninum Spirit í fyrsta skipti í tvo sólarhringa. Spirit sendi fyrst gögn í tíu mínútur og síðan aftur í tuttugu mínútur. DSN-fjarskiptastöð NASA á Spáni tók á móti gögnunum. Sérfræðingar stofnunarinnar rannsökuðu þau í gær til að grafast fyrir um orsakir þess að engin gögn bárust frá Mars- vagninum í tvo daga. Hann sendi þá aðeins slitrótt og merkingarlaus hljóð eða stutt hljóðmerki sem gáfu til kynna að hann hefði tekið á móti skipunum frá jörðu. Sérfræðingar NASA töldu að þetta stafaði af vandamálum í hug- búnaði eða vélbúnaði Spirit. Þeir gætu lagað hugbúnaðinn með því að senda geisla til Mars-vagnsins – sem er í meira en 160 milljón km fjar- lægð frá jörðu – eða frumstilla tölvu Spirit með því að setja stýrikerfið aftur í inniminni. Verði hins vegar bilun í vélbúnaðinum stendur NASA frammi fyrir miklu erfiðara og jafn- vel óleysanlegu vandamáli. Segjast hafa fundið ís á Mars AP Mynd af Mars sem evrópskt geimfar tók 15. janúar í 273 kílómetra fjarlægð frá rauðu plánetunni. Á myndinni sést meðal annars forn árfarvegur.                !  !  " #$$% & ''  (!  ! ) ' "        % &    &   '(( ) * #       +    )     -.          /&        &-)0 )   -1)    - 2""    *                      )    !  *     * +!    +  !,-  .)." +    /    "! *     '   *    )    !!! ! !0)    .). 1  !  2  !  0)  ( !  "   0)  3  "   ) 415 !     3       45(67(   )     &     )   8&#*   Dermstadt. AP, AFP. ’ Þetta er í fyrstaskipti sem við finn- um beinar vísbend- ingar um vatnssam- eindir á Mars. ‘ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, mun ekki neyðast til að segja af sér í næstu viku þegar birt verður skýrsla um rannsókn á tildrögum þess að vopnasér- fræðingurinn David Kelly svipti sig lífi. Þetta er mat Robins Cooks, fyrrv. ut- anríkisráðherra Bretlands. Cook segir í grein sem birtist í gær í breska dag- blaðinu The In- dependent að víst megi heita að áfram verði deilt um þá ákvörðun Blairs að fara ásamt Banda- ríkjamönnum með hernaði gegn stjórn Saddams Husseins í Írak. „Vilji Blair gera meira en að halda velli í næstu viku og treysta stöðu sína verður hann með öllum ráðum að freista þess að leysa deiluna um Íraks-málið,“ segir Cook m.a. í greininni. Í næstu viku mun Hutton lávarður, sem falið var að rannsaka lát Davids Kellys, skila skýrslu sinni. Talið er að hún geti reynst mikið áfall fyrir Tony Blair. Kelly svipti sig lífi í júlímánuði í fyrra eftir að upplýst hafði verið að hann væri helsti heimildarmaður fréttar breska ríkisútvarpsins, BBC, þar sem því var haldið fram að stjórn- völd hefðu markvisst ýkt ógnina sem sögð var stafa af Írökum og meintum gereyðingarvopnum þeirra. Sjálfs- morð Kellys er almennt talið erfiðasta málið sem Blair hefur þurft að glíma við á sex ára valdaferli sínum. Cook segir í greininni að sjálfsmorð Kellys sé mikill harmleikur. Hins veg- ar sé það „jafnvel enn stærra pólitískt hneyksli“ hvernig Bretar létu Banda- ríkjamenn ginna sig til þátttöku í inn- rásinni í Írak sem grundvölluð hafi verið á hættumati er reynst hafi til- búningur einn. Íhaldsmenn með 40% fylgi Kelly-málið og sú staðreynd að ger- eyðingarvopn hafa engin fundist í Írak þykja hafa veikt stöðu Tonys Blairs. Það mat þótti styrkjast enn í gær þegar dagblaðið The Daily Tele- graph birti könnun á fylgi flokkanna. Samkvæmt henni hefur fylgi Íhalds- flokksins aukist mjög á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því að Michael Howard tók við embætti flokksleiðtoga. Breskir íhaldsmenn hafa, ef marka má könnunina, ekki notið meira fylgis í rúm ellefu ár eða frá því að Margaret Thatcher fór fyrir flokknum. Samkvæmt könnuninni hefur Íhaldsflokkurinn nú fimm pró- sentustiga forskot á Verkamanna- flokk forsætisráðherrans. Fylgi Íhaldsflokksins mælist 40%, Verka- mannaflokksins 35% og Frjálslynda demókrataflokksins 19%. Í breskum stjórnmálum er 40%-markið talið sér- lega mikilvægt. Sú speki er viðtekin að flokkur þurfi að ná 40% fylgi til að eiga von um sigur í þingkosningum þar í landi. Dagblaðið The Daily Telegraph er hallt undir Íhaldsflokkinn breska. Segir Blair tæpast falla Breski Íhalds- flokkurinn í mikilli sókn samkvæmt skoðanakönnun Tony Blair Robin Cook Lundúnum. AFP. ALMENNINGUR í Danmörku tekur vel í þá tillögu ríkisstjórnar- innar að þeir sem vinna fram að sjö- tugu fái um 3.500 danskar krónur aukalega í eftirlaunagreiðslur á mánuði eftir að þeir setjast í helgan stein. Sú upphæð samsvarar um 40.000 íslenskum krónum á mánuði. Einn af hverjum þremur Dönum getur hugsað sér að slá dögum golf- ferða, rauðvínsdrykkju og bingó- spils á frest og vinna til sjötugs gegn ríflegri eftirlaunagreiðslum, að því er fram kom í könnun sem dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær. Claus Hjort Frederiksen, at- vinnumálaráðherra Danmerkur, segir eðlilegt að margir vilji vinna lengur en nú er krafist. Hann segir einnig að núgildandi reglur í Dan- mörku um skerðingu eftirlauna- réttinda ef fólk vinnur fram yfir eft- irlaunaaldur séu óskiljanlegar. Þá er Vinnuveitendasamband Danmerkur einnig ánægt með til- lögur ríkisstjórnarinnar. „Með þessu gefur ríkisstjórnin eldra fólki möguleika á að velja og einnig hvatningu til að vinna lengur, en Danmörk þarfnast þess. Það er sanngjarnt að umbuna fólki fyrir að ákveða að vera lengur á vinnu- markaðnum,“ segir Jørn Neer- gaard Larsen, einn forvígismanna vinnuveitendasambandsins Margir Danir vilja vinna lengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.