Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 23 * RX 300 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 a opna hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is VALDÍS Viðars hefur verið ráðin verkefnisstjóri menningarmiðstöðv- arinnar í Listagili en Akureyrarbær tók nýverið við ýmsum þeim verk- efnum og þjónustu sem Gilfélagið hefur byggt upp og þróað frá því að Listagilið var sett á stofn. Valdís starfaði síðast sem fram- kvæmdastjóri Gilfélagsins. Stærsta verkefnið er skipulagning Listasum- ars ár hvert en auk þess yfirumsjón með Ketilhúsi, Deiglu, galleríum og vinnustofum listamanna. Verkefnisstjórinn mun auk þessa vinna með menningarfulltrúa að öðr- um stærri viðburðum sem Akureyr- arbær hefur með höndum s.s. Ak- ureyrarvöku og þátttöku bæjarins í Listahátíð í Reykjavík. Dagleg um- sjón með starfsemi í Davíðshúsi og Sigurhæðum verða jafnframt á könnu verkefnisstjórans. Gilfélagið mun halda áfram starf- semi sinni sem áhugamannafélag um menningu og listir. Félagið tekst á hendur ný þróunarverkefni við upp- byggingu fjölbreytilegra menning- arviðburða yfir vetrartímann. Valdís verk- efnisstjóri UNNIÐ er að gagngerum endurbót- um á húsnæði sem áður hýsti Ísbúð- ina við Kaupvangsstræti. Eigendur veitingastaðanna Bautans og La Vita é Bella standa að framkvæmd- unum og sagði Hallgrímur Arason framkvæmdastjóri að allt yrði rifið út úr húsnæðinu og það endurgert frá grunni. Útbúinn verður fundar- salur með öllum tæknibúnaði og mun hann rúma 16 til 20 manns. Þá mun húsnæðið nýtast sem viðbót við La Vita é Bella, þannig að unnt verður að taka á móti 66 gestum á staðnum eftir breytingar. „Það tekur nokkurn tíma að vinna að þessu en við stefnum að því að opna um mánaða- mótin mars og apríl. Ætli væri ekki við hæfi að opna á 33 ára afmæli Bautans, 6. apríl,“ sagði Hallgrímur. Húsnæðið var reist upp úr seinna stríði og þar hefur verið margvísleg- ur rekstur. Fyrst var þar blómabúð, en eftir gjaldþrot stóð húsnæðið autt í nokkur ár eða þar til Gjafa- og úra- búð Franks Michaelsens var opnuð þar. Litla bílasalan var einnig þarna til húsa sem og snyrtistofa, rútubíla- afgreiðsla Óla Þ., sem sá um ferðir í Hlíðarfjall. Fyrsta skrifstofa bíla- leigunnar Hölds var svo þarna til húsa, en upp úr 1970 opnuðu Bauta- menn Ísbúðina og þar hefur síðan eða í rúma þrjá áratugi verið rekin ísbúð og hafa fjölmargir eigendur komið þar við sögu. Morgunblaðið/Kristján Ísbúðinni hefur verið lokað og fara nú fram gagngerar endurbætur á hús- næðinu, sem fær nú nýtt hlutverk, en söluturn hefur verið þar í áratugi. Ísbúðin verður veit- inga- og fundarsalur FIÐLARINN er nú að opna á ný eft- ir endurbætur á veitingasal og breytingar. „Við skiptum öllu út, þannig að yfirbragð staðarins verð- ur allt léttara en áður og í samræmi við það höfum við nú breytt um áherslur, einföldum og léttum mat- seðilinn og lækkum verðið,“ sagði Hilmar Þór Pálsson matreiðslu- meistari sem ásamt Héðni Beck á og rekur staðinn. Hann sagði að staðurinn hefði verið með svipuðu sniði í 15 ár, litl- ar breytingar verið gerðar frá árinu 1989, þannig að tími hafi ver- ið til kominn að breyta til. Þung, dökk gólfteppi voru tekin af gólfi og parketlagt í staðinn og þá var allt málað í ljósum litum. „Staður- inn er nú allur nýtískulegri og í meira samræmi við koníaksstof- una,“ sagði Hilmar. Áhersla verður nú lögð á að kynna koníaksstofuna, en hún er öllum opin, jafnt matar- gestum sem öðrum. „Það virðist hafa verið sá misskilningur í gangi að stofan væri einungis opin matar- gestum, en það er ekki svo, þangað geta allir komið og notið þess að fá sér drykk,“ sagði Hilmar. Fiðlarinn breytir um svip Morgunblaðið/Kristján Léttara yfirbragð: Hilmar Þór Pálsson, annar eigenda Fiðlarans. Fjórtán sóttu um | Frestur til að sækja um byggðakvóta sem Dalvík- urbyggð var úthlutað er nýlega runninn út. Fram kemur á vef Dal- víkurbyggðar að fjórtán útgerðir hafi skilað inn umsóknum um þau 37,2 tonn sem í boði voru.    Hraðskák | Árlegt janúarhraðskák- mót Skákfélags Akureyrar fer fram á morgun, sunnudaginn 25. janúar, og hefst kl. 14. Teflt verður að venju í Íþróttahöllinni og eru allir vel- komnir. Klerkar í klípu | Leikfélag Hörg- dæla æfir nú af fullum krafti gam- anleikinn „Klerkar í klípu“ eftir Philip King undir stjórn Sögu Jóns- dóttur. Stefnt er að frumsýningu um mánaðamótin febrúar/mars. Þetta er fyrsta sýning leikfélagsins á Mel- um í Hörgárdal, eftir að endurbótum á félagsheimilinu lauk og bíða marg- ir spenntir eftir því að sjá hvernig til tekst, segir í frétt á vef Hörgár- byggðar. Börn að leik í sköflum | Mikill snjór er nú á Grenivík og þar eins og annars staðar þyrpast börnin út að leika sér í himinháum sköflum. Þar grafa þau sér jafnvel göng og búa til snjóhús. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri skrifar á vef hreppsins og bendir á að erfitt sé að sjá til barnanna að leik inni í sköflunum. „Hreppstraktorinn með blásarann framan á er mikið á ferðinni um þessar mundir að hreinsa götur, plön og stæði, og eru foreldrar því hvattir til að fylgjast vel með börn- um sínum og brýna fyrir þeim að vera ekki í þeim sköflum sem blásnir verða burt, þ.e. á áðurnefndum stöð- um, heldur beina þeim í skaflana inni í görðum,“ segir sveitarstjórinn.    Hornsteinar byggðarlaga | Bæj- arráð Ólafsfjarðar fjallaði um mál- efni sparisjóðanna á fundi sínum í vikunni. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum kemur fram að að mati bæjarráðs Ólafsfjarðar hafa spari- sjóðirnir verið hornsteinar byggð- arlaga og stuðlað að margvíslegum framkvæmdum og framförum á landsbyggðinni. „Starfsemi þeirra er um margt frábrugðin starfsemi hins almenna bankakerfis og eru þeir að verða helsti valkostur ein- staklinga. Bæjarráð telur mikilvægt að sparisjóðirnir geti áfram stuðlað að markmiðum sínum um að efla al- mannahag, byggðir og atvinnulíf og skorar á Alþingi að það standa vörð um sparisjóðina í landinu.“   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.