Morgunblaðið - 24.01.2004, Side 23

Morgunblaðið - 24.01.2004, Side 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 23 * RX 300 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 a opna hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is VALDÍS Viðars hefur verið ráðin verkefnisstjóri menningarmiðstöðv- arinnar í Listagili en Akureyrarbær tók nýverið við ýmsum þeim verk- efnum og þjónustu sem Gilfélagið hefur byggt upp og þróað frá því að Listagilið var sett á stofn. Valdís starfaði síðast sem fram- kvæmdastjóri Gilfélagsins. Stærsta verkefnið er skipulagning Listasum- ars ár hvert en auk þess yfirumsjón með Ketilhúsi, Deiglu, galleríum og vinnustofum listamanna. Verkefnisstjórinn mun auk þessa vinna með menningarfulltrúa að öðr- um stærri viðburðum sem Akureyr- arbær hefur með höndum s.s. Ak- ureyrarvöku og þátttöku bæjarins í Listahátíð í Reykjavík. Dagleg um- sjón með starfsemi í Davíðshúsi og Sigurhæðum verða jafnframt á könnu verkefnisstjórans. Gilfélagið mun halda áfram starf- semi sinni sem áhugamannafélag um menningu og listir. Félagið tekst á hendur ný þróunarverkefni við upp- byggingu fjölbreytilegra menning- arviðburða yfir vetrartímann. Valdís verk- efnisstjóri UNNIÐ er að gagngerum endurbót- um á húsnæði sem áður hýsti Ísbúð- ina við Kaupvangsstræti. Eigendur veitingastaðanna Bautans og La Vita é Bella standa að framkvæmd- unum og sagði Hallgrímur Arason framkvæmdastjóri að allt yrði rifið út úr húsnæðinu og það endurgert frá grunni. Útbúinn verður fundar- salur með öllum tæknibúnaði og mun hann rúma 16 til 20 manns. Þá mun húsnæðið nýtast sem viðbót við La Vita é Bella, þannig að unnt verður að taka á móti 66 gestum á staðnum eftir breytingar. „Það tekur nokkurn tíma að vinna að þessu en við stefnum að því að opna um mánaða- mótin mars og apríl. Ætli væri ekki við hæfi að opna á 33 ára afmæli Bautans, 6. apríl,“ sagði Hallgrímur. Húsnæðið var reist upp úr seinna stríði og þar hefur verið margvísleg- ur rekstur. Fyrst var þar blómabúð, en eftir gjaldþrot stóð húsnæðið autt í nokkur ár eða þar til Gjafa- og úra- búð Franks Michaelsens var opnuð þar. Litla bílasalan var einnig þarna til húsa sem og snyrtistofa, rútubíla- afgreiðsla Óla Þ., sem sá um ferðir í Hlíðarfjall. Fyrsta skrifstofa bíla- leigunnar Hölds var svo þarna til húsa, en upp úr 1970 opnuðu Bauta- menn Ísbúðina og þar hefur síðan eða í rúma þrjá áratugi verið rekin ísbúð og hafa fjölmargir eigendur komið þar við sögu. Morgunblaðið/Kristján Ísbúðinni hefur verið lokað og fara nú fram gagngerar endurbætur á hús- næðinu, sem fær nú nýtt hlutverk, en söluturn hefur verið þar í áratugi. Ísbúðin verður veit- inga- og fundarsalur FIÐLARINN er nú að opna á ný eft- ir endurbætur á veitingasal og breytingar. „Við skiptum öllu út, þannig að yfirbragð staðarins verð- ur allt léttara en áður og í samræmi við það höfum við nú breytt um áherslur, einföldum og léttum mat- seðilinn og lækkum verðið,“ sagði Hilmar Þór Pálsson matreiðslu- meistari sem ásamt Héðni Beck á og rekur staðinn. Hann sagði að staðurinn hefði verið með svipuðu sniði í 15 ár, litl- ar breytingar verið gerðar frá árinu 1989, þannig að tími hafi ver- ið til kominn að breyta til. Þung, dökk gólfteppi voru tekin af gólfi og parketlagt í staðinn og þá var allt málað í ljósum litum. „Staður- inn er nú allur nýtískulegri og í meira samræmi við koníaksstof- una,“ sagði Hilmar. Áhersla verður nú lögð á að kynna koníaksstofuna, en hún er öllum opin, jafnt matar- gestum sem öðrum. „Það virðist hafa verið sá misskilningur í gangi að stofan væri einungis opin matar- gestum, en það er ekki svo, þangað geta allir komið og notið þess að fá sér drykk,“ sagði Hilmar. Fiðlarinn breytir um svip Morgunblaðið/Kristján Léttara yfirbragð: Hilmar Þór Pálsson, annar eigenda Fiðlarans. Fjórtán sóttu um | Frestur til að sækja um byggðakvóta sem Dalvík- urbyggð var úthlutað er nýlega runninn út. Fram kemur á vef Dal- víkurbyggðar að fjórtán útgerðir hafi skilað inn umsóknum um þau 37,2 tonn sem í boði voru.    Hraðskák | Árlegt janúarhraðskák- mót Skákfélags Akureyrar fer fram á morgun, sunnudaginn 25. janúar, og hefst kl. 14. Teflt verður að venju í Íþróttahöllinni og eru allir vel- komnir. Klerkar í klípu | Leikfélag Hörg- dæla æfir nú af fullum krafti gam- anleikinn „Klerkar í klípu“ eftir Philip King undir stjórn Sögu Jóns- dóttur. Stefnt er að frumsýningu um mánaðamótin febrúar/mars. Þetta er fyrsta sýning leikfélagsins á Mel- um í Hörgárdal, eftir að endurbótum á félagsheimilinu lauk og bíða marg- ir spenntir eftir því að sjá hvernig til tekst, segir í frétt á vef Hörgár- byggðar. Börn að leik í sköflum | Mikill snjór er nú á Grenivík og þar eins og annars staðar þyrpast börnin út að leika sér í himinháum sköflum. Þar grafa þau sér jafnvel göng og búa til snjóhús. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri skrifar á vef hreppsins og bendir á að erfitt sé að sjá til barnanna að leik inni í sköflunum. „Hreppstraktorinn með blásarann framan á er mikið á ferðinni um þessar mundir að hreinsa götur, plön og stæði, og eru foreldrar því hvattir til að fylgjast vel með börn- um sínum og brýna fyrir þeim að vera ekki í þeim sköflum sem blásnir verða burt, þ.e. á áðurnefndum stöð- um, heldur beina þeim í skaflana inni í görðum,“ segir sveitarstjórinn.    Hornsteinar byggðarlaga | Bæj- arráð Ólafsfjarðar fjallaði um mál- efni sparisjóðanna á fundi sínum í vikunni. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum kemur fram að að mati bæjarráðs Ólafsfjarðar hafa spari- sjóðirnir verið hornsteinar byggð- arlaga og stuðlað að margvíslegum framkvæmdum og framförum á landsbyggðinni. „Starfsemi þeirra er um margt frábrugðin starfsemi hins almenna bankakerfis og eru þeir að verða helsti valkostur ein- staklinga. Bæjarráð telur mikilvægt að sparisjóðirnir geti áfram stuðlað að markmiðum sínum um að efla al- mannahag, byggðir og atvinnulíf og skorar á Alþingi að það standa vörð um sparisjóðina í landinu.“   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.