Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 27
Fetinu lengra en aðrir Morgunblaðið/Hafþór Torfærutæki: Nýr bíll björgunarsveitarinnar er öflugur og vel útbúinn. Húsavík | Björgunarsveitin Garðar á Húsavík hefur tekið í notkun nýja og fullkomna björgunarbifreið. Þar er um að ræða Toyota Hilux Double Cab jeppa, fullbreyttan á 38" dekkj- um með öllum hugsanlegum auka- búnaði. Bílnum var að mestu breytt hjá Artic Trucks, enn er þó eftir að fullklára breytingarnar og verður það gert hjá Bílaleigu Húsavíkur. Þá voru tveir dekkjagangar undir bílinn keyptir hjá Bílaþjónustu Húsavíkur. „Það er búið að prófa bílinn við slæmar aðstæður og hefur hann reynst mjög vel. Þessi bíll sem kemur í stað Land Rover-jeppa sem við áttum er hugsaður sem undanfararbíll. Hann á að vera, og er fullbúið torfærutæki sem á að komast það sem flestir aðrir kom- ast ekki. Með þessu erum við að leitast við að komast fetinu lengra en allir aðrir,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, gjaldkeri björgunar- sveitarinnar. „Eftir að hafa ráðfært okkur við jeppakarlana í 4x4 klúbbnum hér á Húsavík, sem allir voru boðnir og búnir að leiðbeina okkur í þessum málum, varð þessi bíll fyrir valinu,“ segir Þórir Örn. Kaupin á bílnum eru fjármögnuð með sölu á eldri bíl auk annarrar fjáröflunar en björg- unarsveitin hefur verið að safna fyrir honum í nokkur undanfarin ár. „Þetta ásamt ómetanlegum stuðningi frá konunum okkar í kvennadeildinni gerði okkur kleift að ráðast í kaupin. Þær, eins og venjulega, standa eins og klettur að baki okkar og væri róðurinn erfiður án stuðnings þeirra,“ sagði Þórir Örn að lokum. Kraftmikill: Tryggvi Hjaltason, söngvari Post mortem, þótti kraft- mikill og líflegur á sviðinu. Hann hefur hingað til verið þekkt- ur fyrir afrek í frjálsum íþróttum. Vestmannaeyjar | Það var rokkað af miklum krafti í Höllinni í Vest- mannaeyjum á laugardagskvöldið fyrir viku á tónleikunum Allra veðra von þar sem komu fram níu hljómsveitir, sjö úr Vestmanna- eyjum og tvær úr Kópavogi. Tón- leikarnir voru bráðskemmtilegir og bera vitni mikillar grósku í tónlist- arlífi ungs fólks í Vestmannaeyjum. Um leið var þetta óformleg hljómsveitarkeppni þar sem stór- sveitin Post Mortem fór með sigur af hólmi. Fá þau þrjá klukkutíma í hljóðveri frá Rás 2 og svo einnig umfjöllun og spilun á Rás 2. Valin var hljómsveit til að koma fram á Þjóðhátíð og varð Amos fyrir val- inu. Er þetta þriðja árið í röð sem tón- leikarnir Allra veðra von eru haldn- ir og hefur fyrirtækið Gullrót haft yfirumsjón með tónleikunum í sam- vinnu við Tónsmíðafélagið, Fé- lagsmiðstöðina Féló og Húsið, menningarmiðstöð ungs fólks, að ógleymdri Rás 2 en hennar fulltrúi var Heiða í Heiðingjunum og var hún kynnir. Rúmlega 200 manns mættu á tón- leikana, flest ungt fólk en nokkrir foreldrar litu við til að fylgjast með framgöngu barna sinna í tónlistinni. Morgunblaðið/Sigurgeir Tónleikar: Gunnar, söngvari Amos, lifði sig inn í hlutverkið. Hljómsveit hans var valin til þess að koma fram á næstu þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Allra veðra von í Vestmannaeyjum Góð skemmtun: Heiða var kynnir á tónleikunum og skemmti sér vel. LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 27 Borgarnes | Skólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands, Hörður Helgason, heimsótti 10. bekkinga í Grunnskólanum í Borgarnesi nýlega. Hann hélt kynningarfund um fram- haldsnám að loknum grunnskóla og kynnti Fjölbrautaskólann á Akranesi. Hörður upplýsti nemendur um náms- framboð og svaraði spurningum. Um 50–60% nemenda úr Borgar- nesi fer að jafnaði í framhaldsnám á Akranes og næsta haust opnast möguleiki fyrir þá á að dvelja á heimavistinni. Ástæðan er sú að Eyr- arsveit, Snæfellsbær og Stykkis- hólmsbær hafa sagt samningnum upp því nýr framhaldsskóli á norðanverðu Snæfellsnesi hefur störf næsta haust og því losna pláss. Þau sveitarfélög sem áfram eiga aðild að Fjölbrautaskóla Vesturlands eru 14 talsins. Það eru Akraneskaup- staður, Borgarbyggð, Borgarfjarðar- sveit, Dalabyggð, Eyja- og Mikla- holtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Hvítár- síðuhreppur, Innri-Akraneshreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Leirár- og Melahreppur, Saurbæjarhreppur, Skilmannahreppur, Skorradals- hreppur. Morgunblaðið/Guðrún Vala Kynningarfundur: Nemendur í tíunda bekk í Borgarnesi fylgjast með kynningu á námsframboði í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Breytingar hjá Fjöl- braut á Akranesi lgina! Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is * IS 200 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.