Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalheiður Eyj-ólfsdóttir fæddist að Þóroddstöðum í Grímsnesi 27. júlí 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 13. janúar síðast- liðinn. Aðalheiður var dóttir hjónanna Eyj- ólfs Eyjólfssonar og Guðrúnar Magnús- dóttur og var næst yngst fimm systkina. Systkini hennar voru: Ragnar, Magnús, Ágúst, og Botnía, en fjölskyldan flutti til Kanada þegar Aðalheiður var tæp- lega eins árs. Aðalheiður varð eftir á Íslandi og ólst upp hjá móður- systur sinni, Vigdísi Magnúsdóttur og manni hennar Þorvarði Jóns- syni, en þau bjuggu að Meðalholt- um í Gaulverjabæ. Árið 1931 giftist Aðalheiður Sturlaugi Guðnasyni, f. 18. 8. 1904, d. 23. 6. 1985, frá Sandgerði á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Guðni Gíslason og Vilborg Stur- laugsdóttir. Aðalheiður og Stur- laugur eignuðust fimm börn og ólu upp einn dreng, Jakob Guðnason. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ásdís, f. 26.2. 1932, d. 6.4. 1998, maki Þor- steinn Alfreðsson, f. 31.7. 1931, d. 11.3. 1998, og áttu þau tvo syni, Sturlaug og Valdi- mar Óla. 2) Guðni Vilberg, f. 30.5. 1933, d. 6.2. 1987, maki Sesselja Ósk Gísla- dóttir, f. 17.3. 1935, börn þeirra: Vigdís Heiða, Gísli og Stur- laugur. Fyrir átti Guðni soninn Jakob sem Aðalheiður og Sturlaugur ólu upp. 3) Margrét, f. 7.5. 1936, maki Páll Hörður Pálsson, f. 17.1.1931, d. 7.5. 1990, börn þeirra: Páll Sigurður, Aðalheiður Guðný, Guðbjörg Brynja, Sturla Geir og Vigdís Unnur. Sambýlismaður Margrétar er Hjalti Þórðarson. 4) Viktor Ingi, f. 14. 11. 1940, maki Sigríður Th. Mathiesen, f. 6.3. 1946, börn þeirra eru Viktor Rafn og Júlíana Sigríður. 5) Einar, f. 1.3. 1944, maki Svala Valgeirsdóttir, f. 1.7. 1939, en börn þeirra eru Val- ur, Ingibjörg og Arndís Heiða. Að- alheiður eignaðist 63 afkomendur. Síðustu ár bjó Aðalheiður á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar góðrar umönnunar til síðasta dags. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Hjá vöggu minni mamma söng í myrkum nætur skugga, þau kvæðin voru ljúf og löng og lögnust mig að hugga. Á hvítum svæfli svaf ég rótt og sveif í draumalöndin, þá signdi mig svo milt og rótt þín mjúka kærleikshöndin. Ó, elsku góða mamma mín þín mynd í hug mér ljómar er ljúfa vöggu vísan þín svo viðkvæmt til mín hljómar. (Margrét Jónsdóttir.) Vertu Guði falin. Þín Margrét. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega, minning þín er skærast skín skarta mun í sálu mín orðstír þinn er aldrei dvín eyðir burtu sorg og trega. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega. Aldrei gleymir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni með kærleik þínum bættir bú bezt þér virtist aðferð sú. Lýðir, sem þig lifa nú lofa munu öll þín kynni. Aldrei gleymdir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni. (Höf. ókunnur.) Ekkert gæti lýst henni mömmu betur en þessar ljóðlínur. Mamma sem í raun var föðuramma mín en hún og afi Sturlaugur tóku mig í fóst- ur aðeins mánaðargamlan og reynd- ust mér alla tíð hinir bestu foreldrar. Á mínum fyrstu uppvaxtarárum var faðir minn á heimilinu svo það kom af sjálfu sér að ég kallaði ömmu mömmu en pabba og afa réttnefnum. Þetta gat oft valdið misskilningi hjá þeim sem ekki þekktu vel til, kom það einkennilega fyrir sjónir að mamma og afi væru hjón. En þannig var þetta bara og fyrir mér var hún mamma. Fyrstu þrjú ár ævi minnar bjugg- um við á Stokkseyri en fluttumst til Reykjavíkur 1953 svo að mínar minn- ingar tengjast frekar við þau upp- vaxtarár þar. Ástæðan fyrir flutning- unum var að á Stokkseyri var mjög stopul atvinna og ekki annað að gera en að flytja. Fyrstu árin var mamma heima og alltaf var gott fyrir ungan dreng að koma heim í hlýjuna sem hún umvafði fjölskylduna með. Síðar meir fór hún mamma að vinna utan heimilis og þá aðallega við verslunar- störf bæði í vefnaðarvöruverslunum og svo mjólkurbúðum. Eflaust hafa oft verið erfiðir tímar við að láta enda ná saman en þó man ég ekki eftir að það hafi haft nein áhrif á mína æsku og sjálfsagt aldrei fullþakkað að hafa fengið að alast upp í faðmi stórrar fjölskyldu en ég ólst upp með föð- ursystkinum mínum, þeim Gunnu, Möggu, Inga og Einari, en ég hef alltaf litið á þau sem mín systkini og á stundum gantast með að ég gæti sagt pabbi bróðir því hann var jú einn af systkinunum. Öll mín uppvaxtarár var mamma eins og traustur klettur sem var alltaf tilbúin að hlusta og vera til staðar þeg- ar eitthvað bjátaði á. Hún var líka manna kátust þegar allt gekk vel hjá okkur í fjölskyldunni. Hjá henni gekk fjölskyldan fyrir og hún vildi öllum greiða gera, bara að nefna það og þá var hún boðin og búin til allra verka. Það má segja að hún hafi verið ætt- arhöfðinginn því hún var skilin eftir þegar foreldrar hennar og systkini fluttu til Kanada enda hafði hún oft á orði hve lánsöm hún hefði verið og ætti stóra fjölskyldu en henni fannst oft á tíðum sem barni hún vera ein og eiga enga fjölskyldu. Eftir að ég stofnaði mitt heimili og eignaðist fjölskyldu var það mér mik- ið gleðiefni að geta endurgoldið smá- brot af því sem mamma og afi gerðu fyrir mig en það var að þau ættu sitt heimili hjá okkur Oddnýju í tvö ár eða þar til afi dó 1985. Þetta var góð- ur tími og lærdómsríkur fyrir dætur mínar en þær dáðu afa og ömmu og nutu leiðsagnar hjá þeim. Eftir lát afa flutti mamma í Kópavoginn til Guðrúnar dóttur sinnar en flutti svo á Norðurbrún 1 og þaðan á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við heimsóttum hana eins oft og við gátum og var aðdáun- arvert að sjá hve mikil reisn var yfir henni og hve vel hún fylgdist með öll- um fjölskyldumeðlimum þrátt fyrir háan aldur. Afkomendur hennar eru orðnir 63 talsins og má segja að henni hafi hlotnast sú stóra fjölskylda sem hún óskaði sér sem barn. Elsku mamma, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu og kveð þig með söknuði og trega og geymi allar ljúfu minningarnar innra með mér. Far þú í friði, elsku mamma. Þinn Jakob. Elsku besta amma mín. Það er skrítin tilhugsun að eiga ekki eftir að skjótast upp á Hrafnistu í heimsókn til þín. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er jú leiðin okkar allra en þú ert búin að vera hluti af mínu sautján ára lífi og hefur fylgst svo vel með öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur, sérstaklega í sundinu þar sem þú studdir mig af alhug. Þar sem ég verð stödd í Luxem- borg á sundmóti þegar útförin þín verður gerð þá get ég ekki fylgt þér síðasta spölinn. Þess vegna langar mig til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og ég veit að ég á eftir að sakna þín mik- ið. Ég á svo margar góðar minningar sem eiga eftir að hlýja mér um hjart- að og fyrir þig ætla ég að standa mig eins vel og ég get í mínum framtíð- aráformum. En afi Sturlaugur sem ég kynntist aldrei því hann lést áður en ég fæddist mun taka vel á móti þér og líka Gunna amma, Steini afi og Guðni afi og allir aðrir ástvinir sem farnir eru á undan þér. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Þín Anja Ríkey. Margs er að minnast, þegar við kveðjum þig elsku amma og langamma. Loksins ertu komin á áfangastað sem þú þráðir svo heitt og það hefur örugglega verið tekið vel á móti þér. Þú sem alltaf hafðir svo stóran og hlýjan faðm þar sem pláss var fyrir alla. Brosið þitt, góðleikinn þinn og þú vildir allt fyrir alla gera. Hlátur- inn þinn, alltaf svo kát og hress. Allt- af með eitthvað í höndunum eða að föndra, á meðan sjónin leyfði. Grundarstígurinn, Suðurbrautin eða Nýlendugatan, það var oft farið í heimsóknir til ömmu og afa , þar var stórt hjartarúm og margar góðar stundir áttum við þar og jafnvel næt- urgistingar. Alltaf var nóg pláss. Þú upplifðir margt, bæði gott og slæmt. Þið afi misstuð aleiguna í eldsvoða á Stokkseyri, þú misstir síð- an manninn þinn, tvö börnin þín og tvo tengdasyni. En alltaf reistir þú þig upp eftir þessi áföll og hélst keik áfram. Ótrúlega sterk kona. Afkom- endurnir eru margir og stolt varstu af þeim. Þó fjarlægðin milli okkar væri mikil, allt Atlantshafið, var hún samt ekki svo mikil. Við nöfnurnar spjöll- uðum oft saman í síma, og áttum oft góðar samræður, það var mikið hleg- ið og oft erfitt að hætta. Börnin mín þrjú, Thomas, Daníel og Gréta Lind sjá á eftir yndislegri og barngóðri langömmu sinni, ég og Olav ömmu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku mamma, Einar, Ingi og Jak- ob, Guð styrki ykkur í sorginni. Aðalheiður Pálsdóttir. Við viljum minnast elskulegrar ömmu okkar með nokkrum orðum. Hún amma var afskaplega góð kona og hugsaði hún alltaf meira um aðra en sjálfa sig. Hún var mjög lít- illát og vildi ekki að aðrir hefðu mikið fyrir sér. Hún var skemmtileg og alltaf glöð þegar við komum að heim- sækja hana. Okkur er minnistætt systkinunum þegar amma og afi voru hjá okkur um tíma fyrir ca. 25 árum, þegar foreldrar okkar fóru til Lond- on. Amma og afi voru alltaf búin að borða í hádeginu þegar við komum heim úr skólanum. Þegar við fórum að spyrjast fyrir um þetta þá fengu þau sér alltaf hafragraut og slátur og datt ekki til hugar að bjóða okkur þennan mat „ef mat skyldi kalla“. Þegar við sögðum ömmu að þessi matur væri í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum systkinunum varð amma alveg miður sín. En þessu höfum við nú mikið hlegið að síðan. Oft var tek- ið í spil þegar við komum til þeirra. Amma kenndi okkur bridge þegar við vorum krakkar og býr maður að þeirri reynslu enn í dag. Amma var alltaf voðalega fín til fara og fannst gaman að punta sig. Þær voru nú skemmtilegar stundirn- ar þegar verið var að lakka á henni neglurnar og lita á henni augabrún- irnar. Þá sagði hún manni ýmsar sög- ur af sér og sínum. Það skemmtilega við ömmu var að hún gat gert grín að sjálfri sér. Amma bjó á Hrafnistu í Hafnar- firði síðustu árin og var vel hugsað um hana þar. Krökkunum okkar fannst alltaf gaman að koma til lang- ömmu. Þau fundu hlýjuna frá henni og oft læddi hún einhverju góðgæti að þeim. Ekki má nú gleyma öllu því sem hún prjónaði á þau. Mjög lagin var amma í höndunum. Hún prjónaði þó sjónin væri orðin lítil. Og alltaf voru sokkarnir jafn fallegir. Amma hélt alltaf góðu sambandi við Val. Þeirra samband var mjög sérstakt. Þó ekki kæmust þau sjálf á milli staða, þá hringdu þau alltaf í hvort annað til að fá fréttir. Við erum mörg sem sjáum á eftir yndislegri konu og minningarnar um ömmu eru ljúfar og margar. Við vit- um að englar Guðs fylgja nú ömmu til afa. Og verða þar miklir fagnaðar- fundir ásamt Guðna, Gunnu, Steina og Herði. Elsku amma, takk fyrir að fá að njóta þín öll þessi ár og munum við geyma minninguna um þig um aldur og ævi. Við biðjum góðan Guð að styrkja börnin þín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, því þín er sárt saknað. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma. Inga, Heiða og Valur. Elsku amma, það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Það fyrsta sem ég man var þegar við Sturla fór- um með mömmu og pabba í heim- sókn til ykkar afa á Nýlendugötuna, þá fékk ég að skoða og leika mér með apann sem þið áttuð, þú varst búin að sauma á hann föt og hann var alltaf með banana í hendinni sem gaman var að setja upp í hann. Eftir að þú varðst ein, komstu oft í heimsókn til okkar á Snæfell, það var alltaf mjög gaman að hafa þig. Þá var mikið spilað, þá sérstaklega orrusta og kani, og þar var ekkert gefið eftir. Þú varst líka mikil spilakona og hafð- ir mjög gaman af spilamennskunni. Á milli þess sem spilað var sastu oft og hlustaðir á fréttir eða eitthvað í út- varpinu og ég man ekki öðruvísi eftir þér þá en með eitthvað á prjónunum, þú sast yfirleitt ekki aðgerðarlaus. Enda prjónaðirðu og heklaðir ansi margt sem kom að góðum notum hjá öllum, bæði litlu og stóru ömmubörn- unum þínum. Mig langar sérstaklega að nefna barnateppi sem þú prjónaðir núna nokkrum mánuðum áður en þú féllst frá og þá sjónin algjörlega farin hjá þér, en það fékk hún yngri dóttir mín, Iðunn Freyja, sem ég eignaðist 1. ágúst sl. Þetta þykir mér alveg ein- staklega vænt um. Þegar þú varst hér á Snæfelli þá fannst mér ég alltaf þurfa að pakka þér inní teppi þegar þú lagðir þig þannig að þú hefðir það nú örugglega gott og að þér yrði ekki kalt. Alltaf var stutt í hláturinn hjá þér þó svo að ekki liði þér alltaf vel. Þú sagðir mér líka mjög oft sögur frá því í gamla daga. Þú mundir þetta allt svo ótrúlega vel, enda hafðirðu alltaf mjög gott minni, mundir alla afmæl- isdaga og þess háttar. Þegar þú varst á Norðurbrún, kom ég oft í heimsókn með mömmu að- allega og eins á Hrafnistu í Hafnar- firði þar sem þú dvaldist í góðu yf- irlæti síðustu árin þín. Þar fannst þér alltaf ómögulegt að geta ekki boðið upp á kaffi en oft léstu nú redda einni könnu og svo áttirðu alltaf súkku- laðirúsínur handa gestunum. Þú varst alltaf svo fín, í fínum föt- um og með fallega skartgripi. Vildir alltaf vera vel til höfð og snyrtileg. Þér þótti einstaklega vænt um að fá langömmubörnin í heimsókn, og laumaðir oft einhverju að þeim eins og einu sokkapari, trefli eða ein- hverju öðru sem þú hafðir búið til. Þegar ég var að útskýra fyrir Ásdísi Maríu að þú værir farin þá sagði hún að nú værir þú orðinn engill á himn- um. Við trúum því sannarlega að nú sértu orðinn fallegur engill sem fylg- ist með okkur, þér líði vel núna og sért búin að hitta allt fólkið þitt sem þú hefur misst í gegnum tíðina. Mig langar að ljúka þessu með fallegu ljóði sem mér finnst passa einstak- lega vel við þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Vigdís Unnur. Glæsileg og greind eru þau orð sem eiga best við til að lýsa Aðalheiði Eyjólfsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur í hárri elli. Amma varð hvíld- inni fegin; hafði átt við veikindi að stríða síðasta spölinn. Ég naut alla tíð stundanna með ömmu og minning- arnar um þær ylja nú að henni lát- inni. Hún bjó yfir ágætum, en látlaus- um frásagnargáfum sem í sambland við nákvæmni og áreiðanlegt minni veittu innsýn í horfna tíð og þær stór- kostlegu breytingar sem hennar kyn- slóð varð vitni að. Amma var uppalin í Meðalholti í Gnúpverjahreppi, rót- föst í Flóanum. Æviskeið hennar hófst með dramatískum hætti, þá er foreldrar hennar neyddust til að skilja hana ársgamla eftir hjá móð- ursystur hennar, Vigdísi Magnús- dóttur, þegar þau fluttu til Ameríku með eldri bræður ömmu, þá Gústa, Magnús og Ragnar. Á leiðinni yfir hafið mikla, með farþegaskipinu Bot- níu, fæddist þeim yngsta barnið, sem skírt var eftir farkostinum. Vigdís, sem lést tæplega 103 ára gömul, gekk ömmu fullkomlega í móðurstað og reyndist henni stoð og stytta með- an hennar naut við. Eyjólfur faðir ömmu lést fljótlega eftir að fjölskyld- an kom til Kanada og Guðrún langamma mín stóð uppi ein með fjögur börn. Að vera einstæð móðir í upphafi síðustu aldar var örugglega fjarri því að vera auðvelt. Þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika tókst Guðrúnu að beina krökkunum í farsælan far- veg, áður en hún lést af slysförum ung að aldri. Börnum hennar gekk öllum vel á lífsleiðinni í leik og starfi. Systkini ömmu eru öll látin, en arf- leiddu nýja landið að fjölda traustra Flóamanna. Saga Guðrúnar finnst mér ljóst dæmi um lítilláta hetjulund, um styrk og ótrúlega seiglu. Amma erfði þessa eiginleika móður sinnar; var seig hvernig sem á var litið. Hún giftist afa mínum, Sturlaugi Guðna- syni og hófu þau búskap að Útgörð- um á Stokkseyri. Þau eignuðust fimm börn, en ólu einnig upp sonar- son sinn. Efnisleg gæði voru af skornum skammti, atvinnuleysi land- lægt og oft langvarandi. Amma rifj- aði stundum upp þann tíma þegar afi þurfti að sækja vinnu langan veg frá heimilinu. Oft hafa verið ærsl, líf og fjör þar og örugglega í nógu að snú- ast hjá ömmu. Hún lét ekki bugast þrátt fyrir að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Það hefur vafalaust AÐALHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR Í staðinn fyrir að rifja upp allar góðu stundirnar sem við höfum hlegið, grátið og skrafað saman um heima, geima og góða, gamla tíma langar okkur einfaldlega að láta í ljós þakklæti fyrir að fá að kynnast þér og hafa þig svona lengi hjá okkur, elsku amma. Megi almættið vaka yfir þér í faðmi þeirra sem nú hafa tekið á móti þér. Minn- ingarnar um tign þína, sjálf- stæði og ótrúlega kímnigáfu lifa ávallt í hjarta okkar. Ásta og Hanna. Elsku amma, takk fyrir allar samverustundirnar á jörðinni, hittumst örugglega síðar. Felldur em eg við foldu frosinn og má ei losast, andi Guðs á mig andi, ugglaust mun eg þá huggast. (Jónas Hallgrímsson.) Kveðja Páll S. Pálsson og börn. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.