Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 1
Annan óttast ofuráherslu á hryðjuverkastríðið KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), varaði Bandaríkjamenn og aðrar auðugar þjóðir við því í gær, að of eindregin áhersla á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum gæti aukið spennu í heiminum og ógn- að mannréttindum. Kom þetta m.a. fram í ávarpi Annans á heimsviðskiptaráðstefnunni sem nú stendur í Davos í Sviss. Gagnrýni Annans var óvenju beinskeytt og greinilega beint að Bandaríkjastjórn. Sagði Ann- an að hryðjuverkastríðið hefði dregið athygli heimsbyggðarinnar um of frá öðrum mikilvægum þáttum, eins og til dæmis fátækt, hungri og sjúk- dómum. Hryðjuverkastarfsemi í heiminum væri ógn við frið og stöðugleika „og kann að auka deil- ur menningarheima, trúarhópa og kynþátta,“ sagði Annan. En hætta væri á að stríðið gegn hryðjuverkastarfseminni myndi einnig magna þessar deilur, „auk þess að valda áhyggjum af verndun mann- og borgararéttinda“. Annan sagði að kominn væri „tími til að end- urmeta hlutföllin í áherslunum á hinum alþjóð- lega vettvangi“. Best stæðu aðildarríki SÞ væru nú „skiljanlega með allan hugann við hryðjuverk. [En] SÞ ber einnig að vernda milljónir með- bræðra okkar fyrir öllu gamalkunnari ógnum, fá- tækt, hungri og banvænum sjúkdómum“. Þá sagði Annan ennfremur, að hafin væri endur- skoðun á starfsemi SÞ í því augnamiði að koma í veg fyrir að öryggiskerfi heimsins myndi „smám saman taka á sig mynd skefjalausrar samkeppni er lýtur lögmálum frumskógarins“. Nokkru eftir að Annan hélt ávarp sitt sagði John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, að þörf væri á „samstilltu átaki heims- byggðarinnar“ til að útrýma hryðjuverkastarf- semi og innleiða frelsi í Írak. Viðurkenndi Ashcroft að Bandaríkjamenn ættu þar við ramm- an reip að draga. Davos. AP. TVEIMUR bátsverjum Sigur- vins GK var á síðustu stundu bjargað úr innsiglingu Grinda- víkurhafnr skömmu fyrir hádegi í gær, um hálftíma eftir að Neyðarlínunni var tilkynnt um að Sigurvini hefði hvolft skyndi- lega í innsiglingunni. Félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík náðu mönnunum upp úr sjónum, köldum og hröktum, og voru þeir fluttir til aðhlynn- ingar á Landspítalann í Reykja- vík. Bátsverjarnir voru í björg- unarvestum og er það talið hafa skipt miklu um að ekki fór verr. Sigurvin rak stjórnlaust á nokkrum mínútum upp að eystri brimgarðinum í höfninni og segja björgunarmennirnir að brimið hafi verið gríðarlegt. „Þeir voru alveg við eystri brimgarðinn, á versta stað,“ segir einn þeirra við Morgun- blaðið en eins og myndin ber með sér var foráttubrim í Grindavík í gær og aðrir bátar fóru varlega í innsiglingunni./4 Morgunblaðið/RAX Foráttubrim við Grindavík Tveimur bátsverjum bjargað á síðustu stundu úr innsiglingunni STOFNAÐ 1913 23. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is VERSLANIR OPNAR 11-19 VIRKA DAGA, 11-18 LAUGARDAGA OG 13-18 SUNNUDAGA / WWW.SMARALIND.IS / SÍMI 528 8000 Himnesk skelfisksúpa Uppáhaldsréttur matreiðslumeistara Sjávarkjallarans | Daglegt líf 34 Íþróttir| Allt um handknattleikinn í Celje í Slóveníu Lesbók | Þórbergur eftir þúsund ár  Hinn full- komni söngleikur Börn | Hörkukrakkar í íshokkíi Íþróttir, Lesbók og Börn BANDARÍSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Morgan Spurlock nærðist ekki á neinu nema hamborgarafæði í heilan mánuð. Að honum loknum var hann lík- amlega í rusli og hafði þyngst um 13 kíló. Læknar vöruðu Spurlock alvarlega við þessu uppátæki en það var innlegg í heimildarmyndina „Ofurstærðin ég“ („Super Size Me“), sem fjallar um skyndi- bitaiðnaðinn í Bandaríkjunum og afleið- ingar hans fyrir heilsufarið. Spurlock borðaði aðeins það sem var á matseðlinum hjá McDonald’s hamborg- arakeðjunni. Kom þetta fram í Aften- posten í gær en fréttin birtist fyrst í The Salt Lake Tribune. Eftir mánuð hafði Spurlock þyngst um 13 kíló og kólester- ólmagnið var rokið upp úr öllu valdi. Lifrin líktist mest fitulifur drykkjumanna en það er undanfari skorpulifrar. Þá þjáðist hann af höfuðverk og þunglyndi og kynhvötin hafði snarminnkað. Hann var tvo mánuði að komast í samt lag. Læknar sögðu að það hefði komið verulega á óvart hvað ruslfæðið hafði miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann á skömmum tíma. Morgunblaðið/Kristinn Listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen framdi í fyrra þann gjörning að neyta aðeins hamborgara í heila viku. 13 kílóum þyngri og lík- amlega í rusli Lifði á hamborgara- fæði í einn mánuð Hlutafé UVS aukið ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé líf- tæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuld- ar, UVS, um 5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 350 milljóna íslenskra króna. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í gær. Þá var jafnframt gengið frá ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Dana B. Hoss- eini, sem er Kanadamaður. Róbert Wess- man, forstjóri Pharmaco, er nýr stjórnar- formaður félagsins. Róbert segir að stjórn UVS bindi miklar vonir við ráðningu Hosseini í starf for- stjóra. Hann hafi miklar reynslu af því að hjálpa litlum líftæknifyrirtækjum til að ná fótfestu og árangri og vonir standi til að það muni honum einnig takast með UVS. Hosseini segir að hjá UVS sé allt sem þurfi til að ná góðum árangri á líftæknisvið- inu. Markmið fyrirtækisins séu skýr og rannsóknir sem starfsmenn þess hafi unnið að séu mikilvægar. Tengsl hans við fyrir- tæki í þessum geira eigi að geta nýst UVS til frekari sóknar á alþjóðamarkaði./12 Kanadamaður ráðinn forstjóri ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.