Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Um hva› snúast stjórnmál? Kynntu flér máli› í Stjórnmálaskóla Sjálfstæ›isflokksins í Valhöll mánudags-, flri›judags- og fimmtudagskvöld frá 9. til 25. febrúar. Dagskráin er á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins, www.xd.is Skráning og nánari uppl‡singar í síma 515 1700/515 1777 og á netfangi disa@xd.is - borgarmálin - listina a› hafa áhrif - flokksstarfi› - menntun og menningarmál - heilbrig›isfljónustu - umhverfismál - listina a› vera lei›togi - efnahagsmál - utanríkismál - sjávarútvegsmál Fyrirlestrar og umræ›ur, m.a. um Sjálfstæ›isflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Þá getur nú glíman á milli Davíðs og Golíats hafist fyrir alvöru. Fluguveiðiskólinn á Langárbökkum Konur eru í meirihluta Þessa dagana er veriðað skrá nemendur íFluguveiðiskólann á Langárbökkum, en þetta er sjötta árið sem skólinn er rekinn og að sögn skóla- stjórans Ingva Hrafns Jónssonar, leigutaka Lang- ár, eru vinsældir skólans viðvarandi. Morgunblaðið ræddi aðeins við Ingva um skólann og ræktunarátak sem skaut ánni í efsta sæti íslenskra laxveiðiáa á síð- asta sumri. – Aðeins um Fluguveiði- skólann, Ingvi? „Já, þetta er sjötta árið sem við starfrækjum hann á Langárbökkum. Þetta eru tvö námskeið á sumri, hvort á eftir öðru í upphafi veiðitímans í júní. Nem- endur okkar eru því með góða veiðivon samhliða því að læra grundvallarhandtökin og það hafa veiðst laxar alla daga skólans hjá okkur. Þetta eru yfirleitt 16 manna námskeið, en við höfum tekið við allt að tuttugu nemendum í einu. Eitt árið var reyndar aðeins eitt námskeið, en ásamt með þeim sem við verðum með á komandi sumri, höfum við útskrifað um 150 flugu- veiðimenn frá því að skólinn byrj- aði. Margir af þeim hafa síðan reynst góðir viðskiptavinir okkar hér við Langá.“ – Hvaða fólk skráir sig? „Þetta er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Það er svolítið gaman að því að þrír af hvejum fjórum nemendum í skólanum eru konur, enda eru þær að færa sig verulega upp á skaftið í veiði- skapnum og er það vel. Ég býð þær allar velkomnar í hópinn. Það er engin munur á þeim eða körl- unum þegar þær eru komnar í hollninguna og gírinn, í vöðlurnar með græjurnar hangandi á sér. Það er sama einbeitnin og gleðin. En þetta hlutfall þarf þó alls ekki að koma á óvart í sjálfu sér þegar að er gáð að tveir af hverjum þremur háskólanemum í landinu eru konur.“ – Hvernig er kennslan? „Þetta er að flestu leyti bara eins og veiðitúr nema að nemend- ur eru með leiðsögumann. Þetta byrjar á því að við kennum köst í nokkra klukkutíma fyrsta eftir- miðdaginn og pössum að ofgera ekki handleggsvöðvum, enda eru þetta mikil átök fyrir óvana. Við förum síðan með allar þessar axlir í gufu og um kvöldið er kennsla í hnútum, tækjanotkun og flugu- hnýtingum. Næstu þrjár vaktirnar eru síðan fjórir nemendur með einn kennara að veiðum í ánni og erum við aðallega á þeim svæðum neðst í ánni þar sem laxa er von svo snemma veiðitíma. Ég er með frábæra kennara, en auk mín kenna synir mínir Hafsteinn Orri og Ingvi Örn, Halldór Snæland og Bjarni I. Árnason hefur komið þar að. Þá er að nefna lávarðadeildina frá Húsavík, Laxárkarlana Þórð og Pétur Péturssyni og Birgi Steingrímsson, sem eru þjóðsögur í lifanda lífi.“ – Langá sló í gegn í fyrra … „Já, heldur betur og ég er ekki að ýkja þeg- ar ég segi að áin hafi verið iðandi af laxi fram á síðasta veiðidag. Ef það hefðu verið skapleg skilyrði á besta tímanum, í stað þessara ótrúlegu þurrka, þá hefði áin farið vel yfir 3.000 laxa, en þess í stað veiddust 2.290 stykki sem var frá- bært miðað við aðstæður og það hæsta yfir landið.“ – Er það ekki rétt að sérstætt ræktunarplan hefur komið hér talsvert mikið við sögu? „Hér við Langá hefur staðið yfir áratugalöng þróun og vöndun í laxrækt, en það hefur ekki allt gengið upp frekar en annars stað- ar. Eftir heilan aldarfjórðung virðist þó vera að við séum komnir á sporið. Ég var búinn að segja vinum mínum og Sigurði Má fiski- fræðingi í Borgarnesi að ég væri hættur að standa í þessu, við vær- um búin að sturta ónýtum seiðum í ána og eyða í það tugum milljóna allan þennan tíma, en það væri ekkert að koma út úr því. Þá var það að vinur minn Alan Mann, Breti sem veitt hefur hjá mér í Langá í 20 ár, og rekur seiðaeldi í Ullapool í Skotlandi, hvatti mig til að gera eina tilraun enn og hún fólst í því að ala seiði við ákveðin hita- og birtuskilyrði sem Alan gaf okkur upp. Með því móti fengum við seiði sem voru 85 til 100 gramma í göngubúningi í stað 55 gramma og tilfellið er að síðan við byrjuðum á þessu höfum við feng- ið um eða yfir 3% heimtur sem er frábært. Síðasta sumar voru rúm- lega 500 af þessum tæplega 2.300 löxum úr sleppingunni árið áður. Fyrsta sumarið sem við fengum heimtur úr svona sleppingu voru 300 laxar af 1.400 laxa heildarafla. Ársgamlir laxar úr sjó úr þessum sleppingum eru auk þess stærri heldur en þessir náttúrulega klöktu laxar. En þetta er engin hafbeit, þetta eru seiði af Langárstofni, veidd í klak í ánni og alin í sveitinni. Ef þessar tölur tala ekki nógu sterkt, þá settum við 7.000 seiði af þessum toga upp á svokallað Fjall, efsta hluta árinnar, sem hefur verið veikasti hluti árinnar eins og gefur að skilja, enda um langa leið að fara og upp fossa og flúðir. M.a. er teljari á þessu svæði og mesta lax- gengd á Fjallið sem við þekktum fyrir síðasta sumar var 800 laxar. Í fyrra fóru þar hins vegar upp 1.600 laxar.“ Ingvi Hrafn Jónsson  Ingvi Hrafn Jónsson er fædd- ur í Reykjavík 27. júlí 1942. Stúd- ent frá MR 1965 og útskrifaður í stjórnmálafræði frá Wisconsin- háskóla 1970. Blaðamaður við Morgunblaðið 1966–78 og þing- fréttamaður, fréttastjóri, dag- skrárgerðarmaður og þátta- stjórnandi hjá Sjónvarpinu 1979–88. Fréttastjóri Stöðvar 2 1992–94 og útvarpsstjóri Út- varps Sögu FM994 frá ágúst 2003. Stundað fjölmiðlaráðgjöf um árabil og með Langá á Mýr- um á leigu hluta til eða öllu leyti frá 1979. Maki er Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir og eiga þau Hafstein Orra og Ingva Örn. að sturta ónýtum seið- um í ána NÝ STEFNA um upplýsingasam- félagið var samþykkt á ríkisstjórnar- fundi í gær. Leiðarljós hennar verða einstaklingurinn, tækifæri hans og velferð í samfélaginu og er yfirskrift stefnunnar „Auðlindir í allra þágu“. Í stefnunni segir m.a. að tryggja verði aðgang fólks og fyrirtækja að traustu háhraðaneti á samkeppnishæfu verði. Öryggi upplýsinga og friðhelgi einka- lífs skuli vera höfð að leiðarljósi í þró- un upplýsingasamfélagsins. Í stefnunni segir að upplýsinga- tækni veiti einstaklingum, atvinnulífi og opinberri þjónustu tækifæri til að nýta sér þær auðlindir sem felast í upplýsingum, þekkingu og nýsköpun. Þungamiðjan og sú framtíðarsýn, sem markmið og framkvæmd stefn- unnar um upplýsingasamfélagið munu byggjast á, er að einstaklingar búi við fjölbreytt tækifæri í lýðræð- issamfélagi sem er í fararbroddi í nýt- ingu upplýsinga og þekkingar. Svig- rúm verði fyrir alla til að þroskast, öðlast aukin lífsgæði og axla ábyrgð. Til að ná þessum markmiðum verði nýtt þau sóknarfæri sem felast í styrkleika og sérkennum lands og þjóðar. Örugg og öflug upplýsinga- tækni sé verkfæri til þess. Í framtíðarsýn stefnunnar er lagt út af því að aukin verði tækifæri ein- staklinga og fyrirtækja til að miðla og sækja þekkingu, eiga samskipti og stunda viðskipti hvar sem er og hve- nær sem er. Einnig að forystumenn á öllum sviðum samfélagsins axli ábyrgð og vinni saman að því að upp- lýsingatæknin sé nýtt í þágu borgar- anna og ólíkir einstaklingar geti fært sér hana í nyt. Loks að stuðlað verði að auknum lífsgæðum og auðugra mannlífi með því að nýta möguleika upplýsinga- tækninnar í menntun, menningu, heilbrigðismálum og á öðrum sviðum samfélagsins. Ríkisstjórnin samþykkir nýja stefnu um upplýsingasamfélagið Aðgangur allra að traustu háhraðaneti verði tryggður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.