Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 24
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Skref í sameiningarátt? | Sveitar-
félögin þrjú á Árborgarsvæðinu kynntu ný-
lega framtíðarverkefnið Sunnan3 sem þau
fengu viðurkenningu fyrir og stuðning til að
framkvæma frá Byggðastofnun. Sú spurn-
ing vaknaði hvort þarna væri komið fyrsta
skrefið að sameiningu þessara þriggja
sveitarfélaga í eitt öflugt. Spurningunni var
varpað fram á hátíðarstundu við undirskrift
og kom hún bæjarstjórunum í opna skjöldu
en þó kannski ekki alveg. Þeir svöruðu
spurningunni ekki beint en sögðu þetta gott
samstarfsverkefni sem samþætti ýmislegt í
starfseminni. Það lá í loftinu að verkefnið
leggur grunn að sameiningu á þessu svæði.
Bæjarstjórarnir þrír og fleiri embætt-
ismenn munu vinna meira saman og for-
ystumenn tala meira saman. Þar með er
kominn grunnur að því að ræða samein-
ingu.
Líf í tuskunum | Það var mikið líf og fjör
á Selfossblótinu sem kennt er við Kjartan
Björnsson rakara en hann er forgöngumað-
ur fyrir blótinu sem var haldið í íþróttahús-
inu á Selfossi. Kjartan er mikill heima-
stjórnarmaður og vill ekkert vita af heitinu
Árborg, er Selfossmaður af lífi og sál. Hann
fékk Kalla Bjarna Idol-stjörnu til að syngja
á blótinu og má segja að þar hafi Kalli sleg-
ið í gegn hér fyrir austan því hann mun
troða upp aftur föstudaginn 13. febrúar í
Hvíta húsinu þar sem að auki verður valinn
blautbossi kvöldsins. Ekki eru tök á að út-
skýra það heiti nánar.
Spenna vegan kosningaloforðs | Und-
anfarnar vikur og mánuði hefur hlaðist upp
spenna á Selfossi og Suðurlandi öllu varð-
andi hvað verður um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við stækkun Sjúkrahúss Suður-
lands. Alþingismenn lofuðu framkvæmdum
strax síðastliðið vor en ekkert hefur gerst
enn. Þeir lofuðu upp í ermina á sér því þeg-
ar loforðið var sett fram í kosningabarátt-
unni af stjórnarþingmönnum var ekkert
fjármagn fyrir hendi. Það fæddust þó 100
milljónir við afgreiðslu fjárlaga um jól og
nú er sagt að 150 milljónir séu í bygging-
arpottinum. Húsið er talið kosta um 1.000
milljónir. Málið er orðið hið vandræðaleg-
asta því allir muna eftir loforðinu og hús-
næðið Ljósheimar, sem hýsir hjúkrunar-
deildina sem flytjast á í nýbygginguna, er
gamalt og úrelt. Það stendur við aðalgöt-
una, Austurveginn, og minnir stöðugt á sig
og líka á loforð stjórnarþingmanna um úr-
bætur. Beðið er eftir því hvort ráðherrar
heilbrigðis og fjármála höggva á hnútinn.
SELFOSS
EFTIR SIGURÐ JÓNSSON
FRÉTTARITARA
Úr
bæjarlífinu
Stefnt er að endur-byggingu Félags-heimilis Bolung-
arvíkur á næstu tveimur
árum. Tillaga Elíasar
Jónatanssonar, forseta
bæjarstjórnar, um að veita
fé til hönnunar og fyrsta
áfanga framkvæmda er til
umfjöllunar við gerð fjár-
hagsáætlunar. Félags-
heimili Bolungarvíkur hef-
ur verið miðstöð
menningar í Bolungarvík í
ríflega hálfa öld. Nú er svo
komið að húsið þarfnast
verulegra endurbóta svo
það geti sinnt hlutverki
sínu sem skyldi, að því er
fram kemur í tillögu Elías-
ar sem telur eðlilegt að
bæjaryfirvöld hafi forystu
um að auka veg hússins á
ný og koma því í það horf
sem sæmir byggðarlaginu.
Heimili félaga
Eskifjörður | Félagar í Karlakórnum Glað á Eskifirði
ákváðu að styrkja ungan og efnilegan söngvara, Þor-
stein Helga Árbjörnsson, í söngnámi. Styrkurinn er 100
þúsund krónur.
Þorsteinn Helgi lauk 8. stigi í söng frá tónlistarskól-
anum á Egilssstöðum síðastliðið vor og er nú í fram-
haldsnámi í Oklahoma. Honum hefur verið boðið á
eftirsótt námskeið hjá söngkonunni Marlees Horn.
Á myndinni eru Halldór Friðriksson afi Þorsteins
Helga, Árbjörn Magnússon faðir hans og Georg Hall-
dórsson og Aðalsteinn Valdimarsson félagar í Karla-
kórnum Glað.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Styrkja ungan söngvara
Það barst vísa frákarli af Laugaveg-inum, sem grípur
til þess sem hagyrðingar
gera stundum að láta
geta í rímorðið:
Handhafarnir hafa um sinn
hendur frjálsar á tíðum.
Í fáum orðum forsetinn
er fjarverandi - á stundum.
Stundum hafa menn gert
sér það að leik að endur-
bæta alkunnar lausavís-
ur, jafnvel gert þær að
hringhendum, en dæmi
um slíkt er nefnt í bók-
inni Nú er hlátur nývak-
inn:
Yfir þveran eyðisand
einn ég fer að sveima.
Nú er frerið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.
Það barst vísa úr Blöndu-
hlíðinni, þar sem lagt er
út af frægri braghendu
um Sölva Helgason:
Heiðursmaður heiman fór
í höfðingsklæðum.
„Með gleraugu hann gekk á skíðum,
gæfuleysið féll að síðum.“
Frerið Norðurland
pebl@mbl.is
Djúpivogur | Þrátt fyrir níst-
ingskulda er oft glatt á fiski-
hjöllunum sem standa rétt utan
við Djúpavog. Þeir félagar,
Magnús Kristjánsson, Sigurjón
Stefánsson og Jón Ægir Ingi-
mundarson voru á dögunum að
taka niður þurrkaða fiskhausa,
sem sendir verða til Nígeríu
innan skamms og létu kuldann
ekkert á sig fá. Þetta munu vera
fyrstu hjallarnir sem reistir eru
hér á landi, þar sem allar spírur
eru úr íslensku timbri en það
kom úr Hallormsstaðarskógi.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Þurrkaðir hausar til Nígeríu
Glatt á hjalla
Vestmannaeyjar | Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og Tryggingastofnun
ríkisins hafa samið við Flugfélag Vest-
mannaeyja
um sjúkraflug
til Vest-
mannaeyja og
gildir samn-
ingurinn til
ársloka 2005.
Trygginga-
stofnun ríkis-
ins hefur eftir-
lit með
framkvæmd samningsins, en hann byggist
á útboði sem var í september á liðnu ári.
Ákveðið var að bjóða út rekstur sjúkra-
flugs frá Vestmannaeyjasvæði á liðnu ári
og miða við að flugvél væri staðsett í Vest-
mannaeyjum.
Samkvæmt samningnum er flugfélaginu
gert að skipuleggja sjúkraflugsvaktir allan
sólarhringinn og tryggja með því læknis-
þjónustu við Vestmannaeyinga. Sjúkra-
flugið hefur forgang á hugsanlegt áætlun-
ar- og leiguflug flugrekanda. Flugrekanda
er samkvæmt samningnum gert að tryggja
að viðbragðstími vegna sjúkraflugs sé að
hámarki 45 mínútur.
Grunnkostnaður við samninginn er 22
milljónir króna á ári, en auk þess eru
greiddar 95 þúsund krónur fyrir hvert
sjúkraflug sem stendur í a.m.k. tvær
klukkustundir. Miðað við 42 sjúkraflug á
ári yrði árlegur kostnaður við sjúkraflug til
Vestmannaeyja um 26 milljónir króna á ári
sem er umtalsvert meira en nemur kostn-
aði við sjúkraflug þangað til þessa.
Samið um sjúkra-
flug til Eyja
Kárahnjúkavirkjun | Rúmlega fimmtíu
manns sækja nú ítölskunámskeið í Kára-
hnjúkaskóla, þar sem kennd eru undir-
stöðuatriði í ítölsku máli og málfræði. Að
sögn Ómars Valdimarssonar, talsmanns
Impregilo, er markmið kennslunnar að
nemendur geti bjargað sér á ítölsku.
Um þrjátíu af nemendunum fimmtíu eru
íslenskir, en einnig hefur fólk frá Portúgal,
Kína, Pakistan, Indlandi, Nepal, Frakk-
landi og Kanada sest á skólabekk og er
kennslan því að kostnaðarlausu.
Upphaflega stóð til að kennslan færi að-
eins fram á tvisvar í viku en vegna mikils
áhuga hefur nemendum verið skipt niður í
tvo hópa og er því kennt fjórum sinnum í
viku. Námskeiðið stendur fram í júlí og er
kennt í eina og hálfa klukkustund í senn.
Francesca Francesconi er leiðbeinandi á
námskeiðinu. Næsta haust mun Impregilo
bjóða aftur upp á nám í ítölsku fyrir byrj-
endur, en einnig fyrir lengra komna.
Fimmtíu manns á
námskeiði í ítölsku
♦♦♦
Búðardalur | Í þessari viku hafa
verið þemadagar hjá nemendum
Grunnskólans í Búðardal. Ákveðið
var að gefa út veglegt skólablað, en
nokkur ár eru síðan slíkt var gefið
út síðast við skólann.
Hafa allir nemendur skólans tek-
ið þátt í þessari fjölbreyttu vinnu,
ýmist við að skrifa sögur og ljóð,
taka viðtöl við þekkta Íslendinga og
fólk á förnum vegi. Nemendur sjá
einnig um myndatökur fyrir blaðið.
Nemendum til aðstoðar við blaða-
útgáfuna var Gunnar Bender blaða-
maður.
Almenn ánægja var meðal nem-
enda með það hve vel gekk að selja
auglýsingar í blaðið.
Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir
Ungir blaðamenn