Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 24
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Skref í sameiningarátt? | Sveitar- félögin þrjú á Árborgarsvæðinu kynntu ný- lega framtíðarverkefnið Sunnan3 sem þau fengu viðurkenningu fyrir og stuðning til að framkvæma frá Byggðastofnun. Sú spurn- ing vaknaði hvort þarna væri komið fyrsta skrefið að sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga í eitt öflugt. Spurningunni var varpað fram á hátíðarstundu við undirskrift og kom hún bæjarstjórunum í opna skjöldu en þó kannski ekki alveg. Þeir svöruðu spurningunni ekki beint en sögðu þetta gott samstarfsverkefni sem samþætti ýmislegt í starfseminni. Það lá í loftinu að verkefnið leggur grunn að sameiningu á þessu svæði. Bæjarstjórarnir þrír og fleiri embætt- ismenn munu vinna meira saman og for- ystumenn tala meira saman. Þar með er kominn grunnur að því að ræða samein- ingu.    Líf í tuskunum | Það var mikið líf og fjör á Selfossblótinu sem kennt er við Kjartan Björnsson rakara en hann er forgöngumað- ur fyrir blótinu sem var haldið í íþróttahús- inu á Selfossi. Kjartan er mikill heima- stjórnarmaður og vill ekkert vita af heitinu Árborg, er Selfossmaður af lífi og sál. Hann fékk Kalla Bjarna Idol-stjörnu til að syngja á blótinu og má segja að þar hafi Kalli sleg- ið í gegn hér fyrir austan því hann mun troða upp aftur föstudaginn 13. febrúar í Hvíta húsinu þar sem að auki verður valinn blautbossi kvöldsins. Ekki eru tök á að út- skýra það heiti nánar.    Spenna vegan kosningaloforðs | Und- anfarnar vikur og mánuði hefur hlaðist upp spenna á Selfossi og Suðurlandi öllu varð- andi hvað verður um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við stækkun Sjúkrahúss Suður- lands. Alþingismenn lofuðu framkvæmdum strax síðastliðið vor en ekkert hefur gerst enn. Þeir lofuðu upp í ermina á sér því þeg- ar loforðið var sett fram í kosningabarátt- unni af stjórnarþingmönnum var ekkert fjármagn fyrir hendi. Það fæddust þó 100 milljónir við afgreiðslu fjárlaga um jól og nú er sagt að 150 milljónir séu í bygging- arpottinum. Húsið er talið kosta um 1.000 milljónir. Málið er orðið hið vandræðaleg- asta því allir muna eftir loforðinu og hús- næðið Ljósheimar, sem hýsir hjúkrunar- deildina sem flytjast á í nýbygginguna, er gamalt og úrelt. Það stendur við aðalgöt- una, Austurveginn, og minnir stöðugt á sig og líka á loforð stjórnarþingmanna um úr- bætur. Beðið er eftir því hvort ráðherrar heilbrigðis og fjármála höggva á hnútinn. SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Úr bæjarlífinu Stefnt er að endur-byggingu Félags-heimilis Bolung- arvíkur á næstu tveimur árum. Tillaga Elíasar Jónatanssonar, forseta bæjarstjórnar, um að veita fé til hönnunar og fyrsta áfanga framkvæmda er til umfjöllunar við gerð fjár- hagsáætlunar. Félags- heimili Bolungarvíkur hef- ur verið miðstöð menningar í Bolungarvík í ríflega hálfa öld. Nú er svo komið að húsið þarfnast verulegra endurbóta svo það geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi, að því er fram kemur í tillögu Elías- ar sem telur eðlilegt að bæjaryfirvöld hafi forystu um að auka veg hússins á ný og koma því í það horf sem sæmir byggðarlaginu. Heimili félaga Eskifjörður | Félagar í Karlakórnum Glað á Eskifirði ákváðu að styrkja ungan og efnilegan söngvara, Þor- stein Helga Árbjörnsson, í söngnámi. Styrkurinn er 100 þúsund krónur. Þorsteinn Helgi lauk 8. stigi í söng frá tónlistarskól- anum á Egilssstöðum síðastliðið vor og er nú í fram- haldsnámi í Oklahoma. Honum hefur verið boðið á eftirsótt námskeið hjá söngkonunni Marlees Horn. Á myndinni eru Halldór Friðriksson afi Þorsteins Helga, Árbjörn Magnússon faðir hans og Georg Hall- dórsson og Aðalsteinn Valdimarsson félagar í Karla- kórnum Glað. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Styrkja ungan söngvara Það barst vísa frákarli af Laugaveg-inum, sem grípur til þess sem hagyrðingar gera stundum að láta geta í rímorðið: Handhafarnir hafa um sinn hendur frjálsar á tíðum. Í fáum orðum forsetinn er fjarverandi - á stundum. Stundum hafa menn gert sér það að leik að endur- bæta alkunnar lausavís- ur, jafnvel gert þær að hringhendum, en dæmi um slíkt er nefnt í bók- inni Nú er hlátur nývak- inn: Yfir þveran eyðisand einn ég fer að sveima. Nú er frerið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Það barst vísa úr Blöndu- hlíðinni, þar sem lagt er út af frægri braghendu um Sölva Helgason: Heiðursmaður heiman fór í höfðingsklæðum. „Með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum.“ Frerið Norðurland pebl@mbl.is Djúpivogur | Þrátt fyrir níst- ingskulda er oft glatt á fiski- hjöllunum sem standa rétt utan við Djúpavog. Þeir félagar, Magnús Kristjánsson, Sigurjón Stefánsson og Jón Ægir Ingi- mundarson voru á dögunum að taka niður þurrkaða fiskhausa, sem sendir verða til Nígeríu innan skamms og létu kuldann ekkert á sig fá. Þetta munu vera fyrstu hjallarnir sem reistir eru hér á landi, þar sem allar spírur eru úr íslensku timbri en það kom úr Hallormsstaðarskógi. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Þurrkaðir hausar til Nígeríu Glatt á hjalla Vestmannaeyjar | Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins hafa samið við Flugfélag Vest- mannaeyja um sjúkraflug til Vest- mannaeyja og gildir samn- ingurinn til ársloka 2005. Trygginga- stofnun ríkis- ins hefur eftir- lit með framkvæmd samningsins, en hann byggist á útboði sem var í september á liðnu ári. Ákveðið var að bjóða út rekstur sjúkra- flugs frá Vestmannaeyjasvæði á liðnu ári og miða við að flugvél væri staðsett í Vest- mannaeyjum. Samkvæmt samningnum er flugfélaginu gert að skipuleggja sjúkraflugsvaktir allan sólarhringinn og tryggja með því læknis- þjónustu við Vestmannaeyinga. Sjúkra- flugið hefur forgang á hugsanlegt áætlun- ar- og leiguflug flugrekanda. Flugrekanda er samkvæmt samningnum gert að tryggja að viðbragðstími vegna sjúkraflugs sé að hámarki 45 mínútur. Grunnkostnaður við samninginn er 22 milljónir króna á ári, en auk þess eru greiddar 95 þúsund krónur fyrir hvert sjúkraflug sem stendur í a.m.k. tvær klukkustundir. Miðað við 42 sjúkraflug á ári yrði árlegur kostnaður við sjúkraflug til Vestmannaeyja um 26 milljónir króna á ári sem er umtalsvert meira en nemur kostn- aði við sjúkraflug þangað til þessa. Samið um sjúkra- flug til Eyja Kárahnjúkavirkjun | Rúmlega fimmtíu manns sækja nú ítölskunámskeið í Kára- hnjúkaskóla, þar sem kennd eru undir- stöðuatriði í ítölsku máli og málfræði. Að sögn Ómars Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, er markmið kennslunnar að nemendur geti bjargað sér á ítölsku. Um þrjátíu af nemendunum fimmtíu eru íslenskir, en einnig hefur fólk frá Portúgal, Kína, Pakistan, Indlandi, Nepal, Frakk- landi og Kanada sest á skólabekk og er kennslan því að kostnaðarlausu. Upphaflega stóð til að kennslan færi að- eins fram á tvisvar í viku en vegna mikils áhuga hefur nemendum verið skipt niður í tvo hópa og er því kennt fjórum sinnum í viku. Námskeiðið stendur fram í júlí og er kennt í eina og hálfa klukkustund í senn. Francesca Francesconi er leiðbeinandi á námskeiðinu. Næsta haust mun Impregilo bjóða aftur upp á nám í ítölsku fyrir byrj- endur, en einnig fyrir lengra komna. Fimmtíu manns á námskeiði í ítölsku ♦♦♦ Búðardalur | Í þessari viku hafa verið þemadagar hjá nemendum Grunnskólans í Búðardal. Ákveðið var að gefa út veglegt skólablað, en nokkur ár eru síðan slíkt var gefið út síðast við skólann. Hafa allir nemendur skólans tek- ið þátt í þessari fjölbreyttu vinnu, ýmist við að skrifa sögur og ljóð, taka viðtöl við þekkta Íslendinga og fólk á förnum vegi. Nemendur sjá einnig um myndatökur fyrir blaðið. Nemendum til aðstoðar við blaða- útgáfuna var Gunnar Bender blaða- maður. Almenn ánægja var meðal nem- enda með það hve vel gekk að selja auglýsingar í blaðið. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Ungir blaðamenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.