Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 27 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands heldur tónleika á morgun, sunnudaginn 8. febrúar, kl. 16. Tvö verk eru á efnisskránni, Söngvar farandsveins eftir Gustav Mahler og Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 73 eftir Jo- hannes Brahms. Einsöngvari er Sig- ríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Sigríður sagðist áður hafa flutt Söngva farandsveins, með píanói fyrir tveimur árum. „En það er allt annað að flytja verkið með hljómsveit. Það er frábært að fá tækifæri til þess,“ sagði hún. „Þetta er eitt þekktasta verk Mahlers, eitt af hans æskuverk- um, þetta er mjög gott tónverk, rétt eins og öll önnur tónlist hans.“ Sigríður lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1995 og árið 2000 lauk hún námi frá óp- erudeild Tónlistarháskólans í Vínar- borg, en einnig stundaði hún nám við ljóða- og óratóríudeild skólans frá 1997–2001. Hún þreytti frum- raun sína sem óperusöngvari við Þjóðaróperuna í Vínarborg vorið 1997 í hlutverki Mercedesar í Car- men, en á árunum 1999 til 2002 söng hún ýmis hlutverk við húsið auk þess að taka þátt í óperuuppfærslum á Íslandi, hjá Íslensku óperunni og Norðurópi. Einnig hefur hún haldið fjölda ljóðatónleika og tekið þátt í flutningi á messum og óratóríum hér heima og í útlöndum. Sigríður er um þessar mundir að æfa hlutverk Mar- celliu í Brúðkaupi Fígarós í upp- færslu Íslensku óperunnar. Hún hefur búið á Akureyri og kennt við Tónlistarskólann á Akureyri frá því í ágúst á liðnu sumri. „Ég hef alltaf verið á miklu flakki, fyrst milli Ís- lands og Vínarborgar þar sem ég bjó lengi en nú flakka ég milli Akureyr- ar og Reykjavíkur, það er aðeins styttra,“ sagði hún. „Það er gott að vera á Akureyri, þar er mikið og öfl- ugt tónlistarstarf og Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands heldur uppi mjög gróskumiklu tónlistarstarfi,“ sagði hún. Metnaðarfullir tónleikar Tónleikana á morgun sagði hún mjög metnaðarfulla. „Það er mikill kraftur í hljómsveitinni og hún hefur alltaf sett markið hátt. Tónleikarnir á morgun eru dæmi um það, en um 50 manna hljómsveit mun þá flytja þetta glæsilega verk sem Sinfónía nr. 2 eftir Brahms er. Það er mikið og fallegt verk.“ Það tók Brahms hátt á annan ára- tug að ljúka við samningu fyrstu sin- fóníu sinnar og var hann kominn vel yfir fertugt þegar hann lauk við hana. Hún var svo loks var frumflutt í nóvember 1876 og tæpu ári síðar greindi hann frá því að nýrrar sin- fóníu væri að vænta. Við hana lauk hann haustið 1877 og var hún frum- flutt af Fílharmoníuhljómsveit Vín- arborgar í lok desember sama ár. Tilfinningaferðalag Gustav Mahler samdi Söngva far- andsveins á árunum 1884 til ’85, en hann var þá hljómsveitarstjóri við Cassel-hirðleikhúsið í Vínarborg. Við leikhúsið starfaði ung og fögur sópransöngkona sem hann varð yfir sig ástfanginn af. Ekki virðist hún hafa endurgoldið ást hans og varð ekkert meira úr þeirra kynnum. Söngvarnir endurspegla þannig til- finningar skáldsins, en sögupersón- an í þessum ljóðaflokki er ungur maður, þjakaður af ástarsorg og leitar huggunar í faðmi náttúrunnar. „Þetta er með fyrstu ljóðunum sem Mahler skrifar og í fyrstu voru þau fyrir píanó, en það var ekki fyrr en töluvert löngu síðar sem hann skrif- ar þau fyrir hljómsveit,“ sagði Sig- ríður. „Ég sé þetta verk alltaf fyrir mér sem eins konar tilfinningaferða- lag. Ungi maðurinn sem segir sög- una hefur lent í sinni fyrstu ástar- sorg og þannig tengist sagan eigin reynslu tónskáldsins,“ sagði Sigríð- ur. „Hann vinnur svo úr reynslu sinni þetta glæsilega verk.“ Hún sagði að söngvarnir væru jöfnun höndum fluttir af konum og körlum, mezzósópransöngvurum eða barí- tónum. „Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni, það er ögrandi og einhvern veginn allt öðru vísi en þegar ég flutti það með píanói. Þetta er allt annar heimur.“ Hún sagðist vona að Akureyring- ar og nærsveitamenn kynnu að meta það mikla og öfluga starf sem fram færi innan Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Menn leggja alla sína krafta í þetta. Það er afskaplega mikilvægt fyrir bæinn að hjómsveit- in sé starfandi hér og bæjarbúum gefst kostur á að sækja mjög metn- aðarfulla tónleika hennar. Ég vona að þeir séu stoltir af því sem þeir eiga, að hafa innan sinna bæjar- marka hljómsveit í svo háum gæða- flokki,“ sagði Sigríður. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt einsöngvara heldur tónleika í Glerárkirkju á morgun Brahms-sinfónía og Söngvar farandsveins Sigríður Aðalsteinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.