Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 31
FIMMTU tónleikarnir á Myrkum músikdögum
þetta árið voru í samstarfi við sinfoníuhljómsveit-
ina sem flutti fjögur íslensk verk eftir jafnmörg ís-
lensk tónskáld. Tvö verk voru frumflutt og eitt var
flutt í fyrsta sinni á Íslandi.
Verkið Flow and Fusion fyrir sinfóníuhljóm-
sveit og rafhljóð samdi Þuríður Jónsdóttir árið
2002 og var það frumflutt í Bologna í febrúar 2002.
Samkvæmt fréttatilkynningu segist Þuríður „hafa
verið að leita eftir ákveðnu litaflæði til að skapa
ákveðna hljóðmynd og einnig hafa haft í huga
ólíka tauma flæðandi glóðheitrar bergkviku sem
sameinuðuðust í einni iðandi hraunkvoðu, sem
storknaði svo, varð að kletti ...“. Það má segja að
þetta sé mjög sönn lýsing á verkinu þar sem hinir
ólíku tónalitir hljóðfæranna flæddu úr hljóðfær-
inu, runnu saman, sameinuðust og mynduðu eina
heild eins og líðandi straumur, stundum lygn og
stundum straummeiri, stundum smá kaos er þeir
runnu saman en sjaldan stór átök. Straumurinn
leið áfram, endaði í lygnu og dó út. Skemmtileg
notkun slagverkshljóðfæra átti sinn þátt í litaauð
verksins. Þuríður sat sjálf úti í sal og stjórnaði
þaðan rafhljóðunum sem voru á geisladiski. Sam-
spil hljómsveitarinnar og rafhljóðanna var mjög
vel úthugsað og féll algjörlega saman. Skilin á
milli þegar annað tók við af hinu voru svo mjúk og
eðlileg að þau fóru næstum fram hjá manni.
Frumflutnignur á tveggja þátta Hljómsveitar-
verki VI eftir Finn Torfa Stefánsson var næst á
dagskrá. Verkið virkaði á undirritaðan sem síð-
rómantískt sinfónískt verk með nútíma yfirbragði
og innihaldi. Finnur nýtir vel breidd hljómsveit-
arinnar, hann hefur gott eyra og auga fyrir sam-
hljómi og getu hljóðfæranna sem hann nýtir vel og
gerir kröfur til hljóðfæraleikaranna og nýtir alla
hljómsveitina vel bæði í breidd og styrk og var
flutningurinn mjög góður. Hljómsveitarverk VI
virkaði á undirritaðan sem vel samin og vel í eyru
fallandi tónlist.
Eftir hlé lék strengjadeildin Endurskin úr
norðri (Réminiscence du Nord) opus 40 eftir Jóns
Leifs. Jón samdi þetta strengjaverk á haustdögum
1952 sem var erfiður tími í einkalífi hans. Í verkinu
má heyra hinn stöðuga og kröftuga undirtón ís-
lenskrar náttúru, róleg áhrif tvísöngsins og takt-
vissan flutning rímlaga. Flutningur hljómsveitar-
innar var hreint magnaður og nákvæmur,
áherslurnar og taktskiptin samtaka og vel útfærð
svo og dýnamíkin.
Síðast á efnisskránni var frumflutningur á Sin-
fóníu eftir Þórð Magnússon. Í verkinu sem er
fyrsta tónverkið sem hann semur fyrir stóra
hljómsveit kennir ýmissa grasa og margar góðar
og smellnar hugmyndir koma fram bæði í litrófi
tónanna, dýnamík og samsetningu hljóðfæranna.
Ýmsir kaflar voru hreint grípandi en í heild verkar
verkið dálítið laust í reipunum eins og hugmynd-
irnar væru gripnar héðan og þaðan. Í lokin deyr
allt út líkt og skrúfað sé niður í útvarpi. Verkið
gerir greinilega kröfur til hljóðfæraleikaranna
sem þeir stóðust með miklum glæsibrag.
Niklas Willén er greinilega ákveðinn stjórnandi
sem hefur gott tangarhald á viðfangsefninu og
hljómsveitinni, gefur skýrar hreyfingar og hljóm-
sveitin lék eftir því, tandurhreint og samtaka og
dýnamíkin nákvæmlega útfærð eftir hverri smá
hreyfingu Willén.
Íslenskt
sinfóníukvöld
Morgunblaðið/Ásdís
Þórður Magnússon, Þuríður Jónsdóttir og Finn-
ur Torfi Stefánsson.
TÓNLIST
Háskólabíó
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Guðný
Guðmundsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Niklas Willén. Þur-
íður Jónsdóttir: Flow and Fusion, Finnur Torfi Stefánsson
Hljómsveitarverk VI (frumflutningur), Jón Leifs: End-
urskin úr norðri, op. 40, Þórður Magnússon: Sinfónía
(frumflutningur). Fimmtudagurinn 5. febrúar 2004 kl.
19.30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jón Ólafur Sigurðsson
Á DAGSKRÁ Myrkra músíkdaga
verða flaututónleikar kl. 15 í dag á
Nýja sviði Borgarleikhússins. Flutt
verða verk eftir þrjú tónskáld, Þor-
stein Hauksson, Huga Guðmunds-
son og George Crumb.
Verk Þorsteins heitir Cho (1992)
og er samið fyrir flautu og töluhljóð,
verk Huga Equilibrium. I, II og III
(2000-2002). Öll verkin eru fyrir upp-
mögnuð hljóðfæri og síðast á dag-
skrá eru verk eftir George Crumb,
Vox Balaenae (Voice of the Whale)
(1971), fyrir uppmagnaða flautu,
selló og píanó.
Þorsteinn Hauksson hefur lengi
verið í fararbroddi meðal raf- og
tölvutónskálda en hefur engu að síð-
ur samið töluvert fyrir hefðbundin
hljóðfæri. Cho, fyrir flautu og tölvu-
hljóð, var samið fyrir Kolbein
Bjarnason fyrir tilstilli Tónskálda-
sjóðs, Ríkisútvarpsins og Reykjavík-
urborgar. Verkið var frumflutt á Há-
skólatónleikum í Glasgow í
nóvember 1992 af Kolbeini Bjarna-
syni.
Eftir lokapróf frá tónfræðadeild-
inni vorið 2001 hélt Hugi til Kaup-
mannahafnar til áframhaldandi tón-
smíðanáms við Konunglegu
tónlistarakademíuna. Um verk sín
Equilibrium, segir Hugi m.a.: „Verk-
in eiga það öll sameiginlegt að vera
skrifuð fyrir gítar í mismunandi
samhengi, ýmist sem einleikshljóð-
færi eða í samspili með öðrum hljóð-
færum. Equilibrium I var pantað af
fyrrverandi gítarkennara mínum,
Pétri Jónassyni. Eq. II: Godpass var
skrifað fyrir Atónal hópinn. Eq. III:
In memoriam var pantað af Berg-
lindi Maríu Tómasdóttur og Kristni
H. Árnasyni og var frumflutt af þeim
í Sigurjónssafni sumarið 2002. Verk-
ið hefur verið leikið í Danmörku, Ís-
landi og Noregi. “
Vox Balaenae, fyrir þrjá grímu-
klædda hljóðfæraleikara, eftir
George Crumb, var frumflutt árið
1972 af The New York Camerata í
Washington D.C. Crumb samdi
verkið innblásinn af hvalahljóðum,
nánar tiltekið söng hnúfubaks. Auk
þess sem kveðið er á um að hljóð-
færaleikarar beri grímur við flutning
verksins er stungið upp að lýsing sé
djúpblá við flutninginn.
Uppmagn-
aðir flautu-
tónleikar
Strengjakvart-
ett í Hvera-
gerðiskirkju
FYRSTU áskriftartónleikar THÖ,
Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölf-
uss, verða kl. 17 í dag í Hveragerð-
iskirkju. Þar leikur strengjakvartett
skipaður Hlíf Sigurjónsdóttur og
Sigurlaugu Eðvaldsdóttur á fiðlur,
Örnólfi Kristjánssyni á selló og Þóri
Jóhannssyni á kontrabassa. Verk-
efnavalið spannar tímabil frá dögum
Rossinis og fram á miðbik síðustu
aldar. Á efnisskrá verða strengja-
sónötur no. 1 og 2 eftir Rossini sem
eru bernskuverk hans, dúó fyrir
selló og kontrabassa einnig eftir
Rossini samið fyrir sir. David Sal-
omons sem lék á selló og Domenico
Dragonetti mesta kontrabassasnill-
ing þess tíma, svíta fyrir fiðlu og
kontrabassa eftir Reinhold Gliere og
sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokof-
fiev.
Samstarf hópsins byrjaði á haust-
mánuðum 2001 og spilaði hann á
Sumartónleikum í Sigurjónssafni
sumarið 2002.
Sýningu lýkur
Gallerí Kling og Bang,
Laugavegi 23
Sýningu Ingo Frölich, Strich +
Linie /Lína + strik lýkur á morgun.
Opið fimmtudaga til sunnudaga
frá kl. 14–18. Aðgangur er ókeypis.
Í SÝNINGARSAL félagsins Íslensk
Grafík að Tryggvagötu 17, Hafn-
arhúsinu, verður í dag kl. 14 opnuð
sýningin Fljúgandi teppi (Flying
Carpet). Á sýningunni getur að líta
152 verk eftir 165 konur frá 24 lönd-
um, þar á meðal sjö íslenskar lista-
konur. Þær eru Björg Þorsteins-
dóttir, Friðrika Geirsdóttir,
Magdalena Margrét Kjartansdóttir,
Margrét Birgisdóttir, Margrét Guð-
mundsdóttir, Valgerður Hauks-
dóttir og Þorgerður Sigurðardóttir,
sem nú er látin.
„Hugmyndin að þessu verkefni er
komin frá listakonum sem Val-
gerðar þekkir í Sviss, sem voru að
leita eftir þátttöku starfssystra
sinna að þessu verkefni í öðrum
löndum. Valgerður bauð okkur í
grafíkfélaginu að taka þátt og
þekktumst við nokkrar það boð,“
segir Björg aðspurð um tilurð sýn-
ingarinnar. „Hver okkar var beðin
að senda 30 mynda upplag af verki í
stærðinni 30 x 30 cm til Sviss og
varð lokaútkoman 152 verk eftir 165
konur frá 24 löndum. Verkin eru
sett saman í 30 möppur og fær lista-
safn í hverju landi eina möppu til
eignar. Þarna eru mest graf-
íkmyndir, m.a. ætingar og litógrafí-
ur, tölvugrafík og ljósmyndir. Kon-
urnar sem eiga verk á sýningunn
eru ýmist myndlistarmenn, rithöf-
undar eða vísindamenn. Sum verk-
anna eru samvinnuverkefni mynd-
listarmanns og rithöfundar. Allar
þessar konur hafa með þessum verk-
um sínum ofið saman vef sem tengir
löndin saman. Eins getur þetta virk-
að eins og stórt „bútasaumsteppi“,
að vísu ekki í einu lagi þarna, því
verkin eru á nokkrum spjöldum.“
Sýningin hefur verið nú verið sett
upp í 30 löndum og segir Björg að ís-
lensku listamennirnir gefi verk sín
grafíksafni félagsins Íslensk grafík
og vilji með því efla þann vísi að
grafíksafni sem félagið á nú þegar.
Þetta safn er varðveitt í skúffugall-
eríi félagsins og er í sýningarsal
þess.
Í skúffugalleríinu eru auk graf-
íksafnsins til sölu grafíkverk fé-
lagsmanna í Íslenskri grafík. Í fram-
tíðinni verður hægt að skoða verk
og kynnast starfsemi sýningarsal-
arins á vef félagsins Íslensk grafík,
www.islenskgrafik.is. Einnig má sjá
öll verkin á sýningunni á slóðinni
www.flyingcarpet.ch.
Sýningin, sem stendur til 22. febr-
úar, verður jafnframt hluti af Vetr-
arhátíð.
Opin fimmtudaga til sunnudaga
kl. 14-18. Skúffugalleríið er einnig
opið á þessum tíma og eftir sam-
komulagi. Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Heiðar Þór
Grafíklistsakonurnar Friðrika Geirsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Margrét Birgisdóttir
og Valgerður Hauksdóttir.
Grafíkvefur tengir saman 24 lönd
ÞRÍR kammerkórar halda tónleika í
Hásölum, Hafnarfirði, kl. 17 í dag:
Kammerkór Mosfellsbæjar, Kamm-
erkór Hafnarfjarðar og Kammerkór
Reykjavíkur. Á efnisskránni er m.a.
íslensk tónlist, kirkjuleg, gospel og
madrigalar. Í lok tónleikanna
syngja kórarnir saman ,,!492, The
Conquest of Paradise“ eftir O. Van-
gelis.
Sigurlaug Arnardóttir og Ardís
Ólöf Víkingsdóttir syngja einsöng
og tvísöng. Hljóðfæraleikarar eru
Arnhildur Valgarðsdóttir, píanó,
Hugrún Sif Hall-
grímsdóttir, þver-
flauta, og slag-
verksleikararnir
Andri Freyr Þor-
geirsson, Egill
Þorkelsson og Páll
Guðjónsson.
Kórarnir eru
allir ungir að ár-
um. Kammerkór
Mosfellsbæjar var
stofnaður haustið 2002 af Símoni H.
Ívarssyni og er hann jafnframt
stjórnandi hans. Félagar í kórnum
eru um tuttugu talsins. Kammerkór
Reykjavíkur hefur einnig á að skipa
um tuttugu félögum, hann var stofn-
aður árið 2002. Söngstjóri er Sig-
urður Bragason. Kórinn hélt m.a. í
mars í fyrra styrktartónleika undir
heitinu Fíkn er fjötur í samvinnu við
UMFÍ.
Kammerkór Hafnarfjarðar er
skipaður ungu fólki. Hann var stofn-
aður í byrjun ársins 1997 og hefur
gefið út geisladiskinn Gaudete!
Stjórnandi hans er Helgi Bragason.
Þrír kammerkórar í Hásölum
Arndís Ólöf
Víkingsdóttir
Stofngjöf
Ragnars í
Smára til
Listasafns
ASÍ
Í TILEFNI aldarminningar Ragnars
Jónssonar verður opnuð í Listasafni
ASÍ kl. 14 í dag sýningin
Gjöf Ragnars í Smára. Þar getur að
líta hluta úr listaverkagjöf Ragnars
Jónssonar til Alþýðusambands Ís-
lands, sem jafnframt var stofngjöf
Listasafns ASÍ. Ragnar hefði orðið
100 ára í dag, 7. febrúar. Hinn 17. júní
1961 afhenti Ragnar Alþýðusambandi
Íslands til eignar listaverkagjöf og
var Listasafn ASÍ stofnað í þeim til-
gangi að varðveita og hafa gjöfina til
sýnis fyrir almenning. Í stofngjöfinni
voru 120 málverk eftir ýmsa fremstu
listamenn þjóðarinnar. Í gjafabréfi
Ragnars til Alþýðusambands Íslands
segir hann: „Ég hef í meira en þrjá
áratugi safnað listaverkum eftir ís-
lenzka málara ... Ég hef í aldarþriðj-
ung staðið í mjög nánu sambandi við
flesta hina eldri málara, og því oft átt
kost á að velja úr myndum þeirra.
Myndir þessar hefi ég ákveðið að gefa
samtökum íslenzkra erfiðismanna,
fyrir þeirra hönd Alþýðusambandi Ís-
lands, í minningu Erlends Guð-
mundssonar, Unuhúsi.“
Sýningin í Listasafni ASÍ hverfist
um þau myndverk sem Ragnar taldi
vera þungamiðju safns síns, m.a. verk
eftir Jóhannes Kjarval, „Fjallamjólk“
frá 1941, en einnig verk eftir Jón Stef-
ánsson og Gunnlaug Scheving. Í gjöf
Ragnars eru einnig nokkur lykilverk
abstraktlistar fimmta áratugarins
eftir Þorvald Skúlason og Svavar
Guðnason, m.a. „Einræðisherr-
ann“,frá 1949. Sýningin stendur til 14.
mars.
Í gjöf Ragnars eru um 20 manna-
myndir og sjálfsmyndir eftir ýmsa
listamenn. Hluti þessara mynda er á
sýningunni „Myndir af skáldum“ sem
opnuð verður í Húsinu, Byggðasafni
Árnesinga á Eyrarbakka, á morgun
kl. 15, en Eyrarbakki er fæðingarbær
Ragnars. Sýndar verða myndir eftir
listamennina Gunnlaug Blöndal, Jón
Engilberts, Kristján Davíðsson, Nínu
Tryggvadóttur og Þorvald Skúlason.
Sýningin er samstarfsverkefni
Listasafns ASÍ og Byggðasafns Ár-
nesinga. Sýningin stendur til 15. maí
og er opið helgina 14.–15. febrúar kl.
14–17 og eftir samkomulagi. ♦♦♦
♦♦♦