Morgunblaðið - 07.02.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 41
F
járhagsstaða Háskóla
Íslands og samkeppn-
isstaða skólastofnana á
háskólastigi hefur ver-
ið til umræðu að und-
anförnu og sýnist sitt hverjum eins
og gengur. Eðlilegt er að stjórnvöld
velti því fyrir sér í hvað aukin fjár-
framlög til háskólanna fara og eðli-
legt er að stúdentar láti sér annt
um gæði þess náms sem þeir
stunda. Slík umræða er alls ekki
séríslensk og nægir að minnast
harðvítugrar umræðu í Bretlandi
síðustu vikur og mánuði í því sam-
bandi, þar sem nýlega var sam-
þykkt með naumindum að heimila
enskum háskólum að innheimta allt
að þrjú þúsund pund á ári í skóla-
gjöld.
Lögin um skólagjöld í breskum
háskólum koma í kjölfar harðvít-
ugra átaka þar í landi og stöðu rík-
isháskólanna í samkeppninni við
einkaskólana og blandast hug-
myndafræðilegum átökum um jafn-
rétti til náms. Þau fela í sér að há-
skólar fá heimild til að innheimta að
tveimur árum liðnum allt að 3.000
pund á ári í skólagjöld frá hverjum
nemenda. Eru gjöldin breytileg eft-
ir skólum og námskeiðum. Endur-
greiðsla lánanna hefst þremur árum
eftir að námi lýkur og fyrnist lánið
á 25 árum hafi það ekki verið greitt
upp. Kerfið felur í sér öfluga tekju-
tengingu og er endurgreiðslan háð
tekjum, þannig að ekkert er greitt
af láninu séu tekjur að námi loknu
lægri en 15.000 pund á ári. Þá eru í
kerfinu veittir ýmsir styrkir til
nemenda meðan á námi stendur eft-
ir tekjum foreldra, og geta nem-
endur frá mjög tekjulágum heim-
ilum fengið slíka styrki sem nema
allt að fjárhæð skólagjaldanna. Á
sama hátt falla niður núverandi
gjöld sem nemendur þurfa að
greiða áður en háskólanám hefst.
Er talið að meðalnámsmaður muni
sitja uppi með skuldir að námi
loknu sem nema um 20.000 pund-
um.
Upptaka skólagjaldanna er fyrst
og fremst til komin vegna þess að
opinberir háskólar landsins eru í
mikilli fjárþröng og telja sig ekki
geta haldið áfram að bjóða upp á
nám í hæsta gæðaflokki nema til
komi auknar tekjur. Í þessu sam-
bandi skal tekið fram að talið er að
fjárþörf enskra háskóla sé um 10
milljarðar punda, en tekjurnar sem
hljótast af upptöku skólagjaldanna
nema einungis um 1 milljarði
punda.
Hver er staðan hér á landi?
Í umræðum utan dagskrár á Al-
þingi sl. fimmtudag sakaði stjórn-
arandstaðan ríkisstjórnarmeirihlut-
ann um að halda Háskóla Íslands í
fjársvelti. Þetta er gömul umræða
og ákaflega þreytt sem vitanlega á
sér enga stoð í raunveruleikanum.
Framlög til kennslu og rannsókna í
Háskóla Íslands hafa aukist um
34% á síðustu fjórum árum, eða úr
ríflega 3,1 milljarði króna í tæplega
4,2 milljarð. Á sama tíma hafa út-
gjöld til allra skóla á háskólastigi
sömuleiðis vaxið hröðum skrefum,
eða úr 5 milljörðum árið 2000 í 7,6
milljarða í ár, eða því sem næst um
50%. Nemendum á háskólastigi
fjölgar, menntunarstig þjóðarinnar
er að aukast.
Menntamálaráðherra benti á í
umræðunni að umræða um þessi
mál þyrfti að vera opinská og for-
dómalaus. Ekki ætti að útiloka
neina leið fyrirfram, en heldur ekki
að gefa sér að ein leið væri betra
en önnur. Dagný Jónsdóttir, vara-
formaður menntamálanefndar,
undirstrikaði mikilvægi jafnréttis
til náms og hversu mjög okkur
hefði þokað áfram á síðustu árum.
Áréttaði hún sérstaklega stefnu
Framsóknarflokksins og rík-
isstjórnarinnar þegar kæmi að
skólagjöldum.
Stefnumörkun í slíkum grund-
vallarmálum verður að fara fram
á vettvangi stjórnmálanna og fjöl-
margir þurfa að koma að slíkri
vinnu. Ráðist stjórnvöld í um-
deildar breytingar á samfélags-
þjónustunni án vandlegrar um-
ræðu og lýðræðislegra
stjórnarhátta er hættan sú að
eitthvað bresti. Sú varð raunin í
Bretlandi þar sem vandi rík-
isstjórnar Tonys Blairs fólst fyrst
og fremst í því að fyrir síðustu
þingkosningar árið 2001 var slag-
orð Verkamannaflokksins mennt-
un, menntun, menntun eða
„education, education, education“
og skýrt var tekið fram í
stefnuskrá flokksins að
ekki yrðu tekin upp skóla-
gjöld á kjörtímabilinu.
Breytta stefnu flokksins
skýrir Blair með því að
skólagjöldin verði ekki tek-
in upp fyrr en að loknu
kjörtímabili ríkisstjórn-
arinnar árið 2006 og þá
hafi gjörbreytt samkeppn-
isstaða enskra háskóla
gagnvart erlendum háskólum
knúið á um breytingar nú.
Skýr stefnumörkun
Ríkisstjórn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks, sem nú er
við völd á Íslandi, gerði með sér
stjórnarsáttmála eftir alþing-
iskosningarnar sl. vor og þar seg-
ir m.a. um menntamál að mark-
mið hennar séu „að tryggja öllum
jöfn tækifæri til náms án tillits til
búsetu og efnahags.“ Í stefnuskrá
Framsóknarflokksins fyrir kosn-
ingarnar sagði jafnframt að
menntun eigi að vera fyrir alla,
óháð efnahag, búsetu og stöðu.
Þar er jafnframt sérstaklega tek-
ið fram að engin skólagjöld verði í
grunnskólum, framhaldsskólum
eða ríkisreknum háskólum.
Afstaða Framsóknarflokksins í
þessum málum liggur því fyrir í
öllum grundvallaratriðum. Hins
vegar er engin afstaða eilíf, held-
ur þarfnast hún sífelldrar endur-
skoðunar. Einmitt af þeim sökum
samþykkti miðstjórn Framsókn-
arflokksins skömmu fyrir áramót
tillögu formanns flokksins um að
skipa nefnd sem hafi það mark-
mið að endurskoða stefnu Fram-
sóknarflokksins í menntamálum,
allt frá fyrsta skólastigi til þess
síðasta, og skila tillögum sínum og
lokaskýrslu til nánari umræðu í
miðstjórn flokksins. Umrædd
nefnd er að störfum þessa dagana
og hefur kallað til sín sérfræðinga
á hinum ýmsu sviðum skóla-
samfélagsins og óskað eftir gögn-
um og upplýsingum um stöðu
mála og þá stefnumótun sem unn-
in hefur verið í þessum mikilvæga
málaflokki.
Hér á landi hefur ríkisstjórnin
stórhækkað framlög til há-
skólastigsins á undanförnum ár-
um. Engu að síður er auðvelt að
færa rök fyrir því að frekari fjár-
muna sé þörf. Við erum þjóð sem
þarf á mannauði að halda í sam-
keppni við aðrar þjóðir; menntun
okkar er undirstaða þess að við
náum að standa stærri þjóðum á
sporði. Áframhaldandi umræða
um skólastigið er forsenda þess
að þau skref sem við tökum í
framhaldinu séu skynsamleg,
undirbyggð og markviss. Við
verðum að vita hvert við ætlum að
fara.
Umræðan um
skólagjöld
Eftir Björn Inga Hrafnsson
Höfundur er varaþingmaður og að-
stoðarmaður utanríkisráðherra.
’ Hér á landi hefur rík-isstjórnin stórhækkað
framlög til háskólastigsins
á undanförnum árum. Engu
að síður er auðvelt að færa
rök fyrir því að frekari fjár-
muna sé þörf. ‘
ð skipu-
m skilaði
g svo fast
kisstofnun
mu skoð-
ars vegna
efur
um út-
m kröfum.
rfsum-
g best
ð sett voru
dlykla
ð ég hvarf
mikil
um þá þró-
fyrir lög-
rdaginn
í krafti
gði ég
að sjálf-
sögðu ekki á við stjórnmálastefnu, sem vill veg markaðs-
hagkerfisins mikinn, að setja leikreglur um framgöngu á
markaðnum. Hvarvetna hefur ríkisvaldið slíkar reglur
sér til trausts og halds í viðleitni sinni við að vernda hinn
almenna borgara og tryggja hóflegt jafnvægi til stuðn-
ings góðum viðskiptaháttum.
Ríkisstjórnin hefur nú sett af stað athugun á við-
brögðum við þróuninni á þeim sviðum, þar sem mest
reynir á innlenda samkeppni, það er á fjölmiðlamark-
aðnum á vegum menntamálaráðherra og varðandi meiri
samþjöppun og minni samkeppni en áður í einstökum at-
vinnugreinum á vegum viðskiptaráðherra. Í báðum til-
vikum er markmiðið að stuðla að þróun reglna sem
tryggja að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts.
Þetta er nauðsynlegt við núverandi aðstæður og í fullu
samræmi við önnur viðbrögð stjórnvalda við breytingum
í viðskiptalífinu í áranna rás. Ætti að vera sérstaklega
traustvekjandi að til þessara starfa skuli gengið í rík-
isstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það tryggir
að ekki er gengið til þessa verks með hugsjónir vinstri-
sinna að leiðarljósi heldur með virðingu fyrir gildi sam-
keppni.
Hér skal engu spáð um niðurstöður þessara nefnd-
arstarfa. Fyrsta boðorðið er að hindra að frelsið sé mis-
notað. Annað að móta reglur um viðbrögð sé það engu að
síður gert. Hið þriðja að stuðla að endurreisn markaðs-
aflanna ef tjón hefur verið unnið.“
Í tilefni af spurningum Birgis Hermannssonar vil ég
árétta þessi orð mín. Ég tel einfaldlega að nú sé þörf
þeirrar athugunar sem fer fram en hennar hafi ekki ver-
ið þörf þegar ég var menntamálaráðherra. Það ræðst
síðan af niðurstöðu þessarar athugunar hvort skyn-
samlegt er talið að leita stuðnings með lögum við þá við-
leitni að tryggja samkeppni og sporna gegn óhóflegri
miðstýringu.
Einkennilegt er hjá Birgi að setja mál sitt fram á þann
veg að hann eigi í erfiðleikum með skoðun sína á þessu
máli vegna þess hvaða fyrirtæki eigi í hlut. Hann vill
ekki stuðla að almennri lagasetningu um þessi mál
vegna þess að ákveðnir einstaklingar eru öflugir á ís-
lenskum fjölmiðlamarkaði um þessar mundir. Ég á
ekki von á því að nefndin, sem fjallar nú um þetta mál á
vegum menntamálaráðherra, fari í manngreinarálit –
hún hlýtur að vinna að athugun sinni á óhlutdrægan
hátt.
Nefndin starfar hins vegar í þjóðfélagi þar sem sam-
þjöppun hefur á skömmum tíma leitt til hringamynd-
unar og fákeppni á dagvöru- og byggingavörumarkaði,
en þar hafa nú tvær keðjur stórmarkaða nálægt 80%
hlutdeild, hvor á sínum markaði. Stærsti aðilinn er
með yfir 60% hlutdeild í matvöruverslun og hefur jafn-
framt eignast 2⁄3 af dagblöðum landsins og 50% af sjón-
varps- og útvarpsfréttastofunum. Hvorki Birgir Her-
mannsson né aðrir geta gengið fram hjá þessu þegar
lagt er mat á stöðuna.
Við þessari stöðu er verið að bregðast. Hún var ekki
fyrir hendi þegar ég var menntamálaráðherra og ég
hafði ekki frekar en nokkur annar hugmyndaflug til að
ímynda mér að þessi þróun yrði á þennan veg á ís-
lenskum fjölmiðlamarkaði. Hún er hins vegar stað-
reynd um þessar mundir og við henni er verið að
bregðast.
Alþingi hefur einmitt í vikunni brugðist við óvæntri
stöðu sem skapaðist á fjármálamarkaði. Hafði þingið
þó aðeins fyrir fáeinum mánuðum sett lög um spari-
sjóðina. Nú er verið að bregðast við atburði en auðvitað
má setja hann, viðskiptaráðherra og þingheim allan, í
það ljós sem Birgir bregður í pólitísku blekkingarskyni
á mig sem menntamálaráðherra.
Mikilvægt er að fram fari málefnalegar umræður
um þessi mikilvægu mál. Í þeim anda ræddum við
reykvískir sjálfstæðismenn þau fyrir viku. Tónninn hjá
Birgi Hermannssyni er annar. Er hann að leita að til-
efni til að gera pólitískan andstæðing tortryggilegan?
Slíkar tilraunir eru dæmdar til að misheppnast ef þær
eru gerðar af málefnalegum vanefnum.
nilegri þróun
Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
ið að
r hendi
áð-
ar en
g til að
yrði á
öl-
2 millj-
álfum
Framlög
hafa frá
ma og
9%.
in verið
ns 2003
4.500,
ans. Síð-
ann þar
mendur í
ndur-
að greitt
fleiri
háskólar
fa innan
arkaður
Sú krafa er gerð til háskóla hvert sem litið er. Á
Norðurlöndunum er meginreglan sú að einkunn úr
framhaldsskóla ræður því hvort nemandi er tekinn
inn í háskóla. Skólarnir fá síðan greitt samkvæmt
svipuðu kerfi og hér á landi en verða að miða inn-
töku við þak sem ákveðið er í fjárlögum. Hver skóli
veit því fyrirfram hversu marga hann getur tekið
inn og lögð er rík áhersla á að eftir þeim reglum sé
farið.
Ríkið getur ekki gefið grænt ljós á að Háskólinn
taki inn fleiri nemendur en gert er ráð fyrir í fjár-
lögum og eigi þar með heimtingu á því að fá sjálf-
krafa aukin framlög úr ríkissjóði. Jafnvel má velta
fyrir sér hvort sú mikla fjölgun er orðið hefur á
nemendum í skólanum síðastliðin ár skili sér ekki
að einhverju leyti í aukinni stærðarhagkvæmni.
Einhver mesti auður íslensks samfélags er mann-
auðurinn er felst í vel menntuðu fólki. Með tölum
sem haldið hefur verið á lofti í umræðunni að und-
anförnu hefur verið reynt að gefa í skyn að á Ís-
landi sé verið að mennta færri háskólanema en í
löndunum í kringum okkur. Það er fjarri sanni.
Þegar hagtölur eru skoðaðar má ekki gleyma að
íslenskir nemendur eru lengur í framhaldsskóla en í
nágrannaríkjunum og hefja því að jafnaði há-
skólanám síðar og ljúka því sömuleiðis síðar en í
flestum öðrum ríkjum.
Margir Íslendingar stunda sömuleiðis nám er-
lendis og teljast því ekki með í hagtölum yfir ein-
staklinga í háskólanámi á Íslandi.
Árið 2002 voru til dæmis hátt í tvö þúsund Ís-
lendingar við nám í erlendum háskólum eða um 15%
af heildarfjölda íslenskra stúdenta.
Sé litið á hlutfall Íslendinga á aldrinum 30–34 ára
með háskólapróf árið 2000 kemur í ljós að þeir eru
32,6% af heildinni. Það er hærra hlutfall en í Sví-
þjóð og Noregi, svipað hlutfall og í Danmörku og
lægra en í Noregi þar sem það er 37,7%. Hlutfallið
hér er mun hærra en meðaltal Evrópusambandsins
þar sem 24,6% íbúa eru með háskólapróf.
Þetta var hins vegar fyrir fimm árum. Ég hef
þegar rakið þá þróun sem átt hefur sér stað síðan
og er sannfærð um að við séum nú eitt þeirra ríkja
ef ekki það ríki sem skilar hvað flestum ungmenn-
um út í samfélagið með háskólapróf.
Ég lýsti því yfir á Alþingi í vikunni að ég væri
reiðubúin að eiga frumkvæði að því láta fara fram
stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt er tæki til allra
deilda og allrar starfsemi Háskóla Íslands.
Með slíkri úttekt gætum við öðlast heildarmynd
af stöðu Háskóla Íslands og á grundvelli hennar
tekið þau skref sem nauðsynleg eru til að þessi mik-
ilvæga stofnun dafni og vaxi að verðleikum og verði
hér eftir sem hingað til í stakk búin til að keppa við
háskóla í öðrum ríkjum á jafnréttisgrundvelli.
öngu hafin
Höfundur er menntamálaráðherra.
rði
‘
45678
95:;8
<5=<8
959;8
!
" " !
#
$%
&
'
#
$%
&
'
865;
<5;
95;
45;
:5;
=5;
>5;
;
Morgunblaðið/Kristinn
Háskóli Íslands verði eftir sem áður samkeppnisfær við háskóla í