Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 47 og ný tækifæri voru að koma fram. Jafnframt var ljóst að CANTAT-3 strengurinn yrði fullnýttur innan fárra ára. Augljóst var að nýr strengur væri nauðsynlegur. Eftir undirbúningsferil lagði ég til í rík- isstjórn í júlímánuði árið 2002 að stofnað yrði félag um lagningu sæ- strengs með aðild ríkisins og ís- lensku símafyrirtækjanna í sam- starfi við Færeyinga. Var með þeirri samþykkt mikilvægu verk- efni hrundið af stað. Samstarfið góð fyrirmynd FarIce var samstarfsverkefni ís- lenskra og færeyskra aðila og vísar nafnið til þess. Íslensku hluthaf- arnir í strengnum eru íslenska rík- ið, Og Vodafone og Síminn. Farice hf. mun sjá um rekstur á sæ- strengnum og selja íslenskum símafyrirtækjum flutning um strenginn á heildsöluverði. Síma- fyrirtækin munu svo ákveða loka- verð til neytenda. Reynslan af þessu samstarfi hefur verið sér- staklega farsæl og góð fyrirmynd að öðrum sambærilegum verk- efnum þar sem hið opinbera getur tekið höndum saman með einkafyr- irtækjum og öðrum hagsmuna- aðilum til að vinna að góðum mál- um, öllum til heilla. ’FarIce er algjör bylt-ing í samskiptum Ís- lands við umheiminn. ‘ Höfundur er samgönguráðherra. JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 10. jan. sl. und- ir yfirskriftinni „Samþjöppun í við- skiptalífinu“. Um margt get ég verið sammála Jóhannesi Geir en um ann- að ekki. Jóhannes Geir lýsir smæð hins íslenska viðskiptaumhverfis og þeim drifkrafti sem einkennir það. Hann óttast að smæð mark- aðarins og lög um hringamyndun setji ís- lenskum athafnamönn- um stólinn fyrir dyrnar varðandi þátttöku í al- þjóðlegu viðskiptaum- hverfi. Fyrir mitt leyti sé ég ekki smæð ís- lenska markaðarins fyrir mér sem eitthvert vandamál. Vandamálið felst í skilgreiningu heimamarkaðar. Ís- lensk fyrirtæki stunda útrásarstefnu s.s. Baugur, KB banki, Össur, Eim- skip, Flugleiðir, Pharmaco, Marel, Bakkavör, Íslensk erfðagreining og mörg fleiri. Ef fyrirtæki verða hins- vegar of stór og fyrirferðarmikil á heimamarkaði kallar það á stórkost- legar hættur: – Markaðshagkerfið með sam- keppni að leiðarljósi verður í upp- námi. Sjálfur tilgreinir hann rétti- lega að samkvæmt samkeppnisfræðum þurfi 4–5 fyr- irtæki af svipaðri stærð til þess að virk samkeppni sé fyrir hendi. Markaðshagkerfið er öflugasta vopn sem enn hefur verið fundið upp til hagsbóta fyrir almenning. – Frelsi einstaklingsins til að velja verður takmarkað. Flestir Íslend- ingar vilja fleiri en einn eða tvo val- kosti. Við síðustu kosningar til Al- þingis voru valkostir a.m.k. fimm á landsvísu og voru ekki nógu margir fyrir suma. Sum þjóðríki bjóða ein- ungis upp á einn valkost og kallast það einræði. Ef aðeins býðst einn valkostur í viðskiptum kallast það einokun. Tveir til þrír valkostir heit- ir fákeppni. Íslendingar vilja hafa valkostina fleiri enda verður fórn- arkostnaðurinn sáralít- ill. Samkeppnin sér til þess, sé hún virk. – Einokun og fá- keppni leiða af sér verri og minni þjón- ustu. Smáum og dreif- býlum byggðum verður síður sinnt og engin trygging er fyrir hag- stæðum kjörum þegar samkeppni hverfur eða verður drepin. Megininntakið í grein Jóhannesar Geirs virðist mér vera áhersl- an á hagkvæmni stærðar. Vissulega er slík hagkvæmni oft fyrir hendi. Hagkvæmni smæðar er jafnframt fyrir hendi. Það er t.d. engin þörf á átján hjóla trukki til að flytja eitt frí- merki á milli staða. Íslenskt við- skiptaumhverfi er agnarsmátt í hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi og við það eiga fyrirtæki sem hafa Ísland sem sinn heimamarkað að miða við. Allt tal um fjölþjóðlega markaði þeg- ar fjallað er um viðskipti hér á landi er út í hött. Markaðshagkerfið á að virka hér á hinum agnarsmáa ís- lenska markaði á nákvæmlega sama hátt og úti í hinum stóra heimi. Lög- málin eru hin sömu þó að í smækk- aðri mynd séu. Markaðshlutdeild eins aðila á einum eða fleiri skyldum mörkuðum umfram 35% er stór- hættuleg. Auðhringamyndun með enn stærri og víðfeðmari hlutdeild er þeim mun hættulegri. Fyrir flest fyrirtæki með lögsögu hér á landi er Ísland þeirra heimamarkaður. Þau njóta verndar í samræmi við íslensk lög og borga skatta og skyldur í samræmi við lög þar um. Ef Ísland verður of lítið fyrir einhver þeirra geta þau reynt útrás út fyrir landið og jafnvel flutt sína lögsögu annað. Bændum á árum áður lærðist að þeirra eigin bithagar gátu takmark- að stofnstærð búfjárins og það urðu þeir að sætta sig við. Hið sama gildir um fiskinn í sjónum. Auðlindin er takmörkuð. Um viðskipti og við- skiptaumhverfi (auðlindina) gilda svo Samkeppnislög. Að lokum: Jóhannes Geir fullyrðir „að til séu úrræði og aðferðafræði til þess að koma á samkeppnisígildi þar sem af náttúrulegum ástæðum er takmörkuð samkeppni til staðar.“ Þarna er greinilega í uppsiglingu glæný hagfræðikenning sem virðist taka markaðsfræðunum og Adam Smith fram. Þessari kenningu hef ég ekki kynnst og væri fróðlegt að heyra meira um hana. T.d.: Hverjar eru hinar náttúrulegu ástæður? Hvernig virkar kenningin? Hvað er samkeppnisígildi? Hvernig á að sneiða hjá Samkeppnislögum? Samþjöppun í viðskiptalífinu Sigurður Lárusson skrifar um viðskiptalífið og samþjöppun innan þess ’Ef fyrirtæki verðahinsvegar of stór og fyr- irferðarmikil á heima- markaði kallar það á stórkostlegar hættur.‘ Sigurður Lárusson Höfundur er kaupmaður. Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.