Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Finnbogi RúturJósepsson fædd- ist á Atlastöðum í Fljótavík 13. apríl 1913. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 2. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jósep Hermannsson, f. 27. mars 1877, d. 25. október 1955, og Margrét Katrín Guðnadóttir, f. 14. apríl 1885, d. 12. apr- íl 1923. Systkini Finnboga eru Vern- harður, látinn, Gunnar, látinn, Ásta, látin, Ingibjörg, látin, Karl Lúðvík og Guðmundur dóu ungir, Brynhildur samfeðra, látin, og Sölvey, f. 5. júlí 1918, búsett á Ísa- firði. Finnbogi kvæntist Anítu Frið- riksdóttur, f. 22. ágúst 1915, d. 17. október 1984, frá Látrum í Að- alvík, dóttir Friðriks Finnboga- sonar og Þórunnar Þorbergsdótt- ur. Börn Finnboga og Anítu eru: Guðjón Finndal, f. 4. mars 1938, búsettur í Hnífsdal, og Finney Aníta, f. 19. apríl 1944, maki 1 Einar Jóhannes Lárusson, f. 9. júlí 1942, d. 22. des 1966. Hann fórst með mb. Svani. Þeirra börn eru Daníela Jóna, f. 11. nóvember 1961, Finnbogi Rútur, f. 22. nóv- ember 1962, sambýliskona Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, f. 4. mars 1963. Synir þeirra eru Einar Jóhannes, Þórir Freyr og Finn- bogi Rútur. Jó- hanna, f. 30. mars 1967, gift Pálma Kristni Jónssyni, f. 6. janúar 1960. Þeirra börn eru Arnar, Jón Guðni og Hulda. Maki 2 Ólaf- ur Theodórsson, f. 1. september 1946. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Börn þeirra eru Kristín Karól- ína, f. 28. mars 1970, gift Víði Magnúsi Guðmundssyni, f. 15. september 1970. Börn þeirra eru Guðmundur og Aníta. Aníta, f. 15. mars 1972, gift Einari Péturssyni, f. 6. október 1969. Barn þeirra er Ólafur Atli. Marín, f. 21. júlí 1977, gift Arnari Ró- bertssyni, f. 8. janúar 1976. Barn þeirra er Gunnar Gabríel. Thelma, f. 26. mars 1979, barn hennar er Finney Aníta Jónsdótt- ir. Finnbogi bjó á Atlastöðum til 1946. Þá fluttist fjölskyldan til Hnífsdals. Hann var til sjós í nokkur ár en lengst af starfaði hann við smíðar, síðustu árin við fiskverkun hjá Óskari Friðbjarn- arsyni. Útför Finnboga fer fram frá Hnífsdalskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elskulegur faðir minn er fallinn frá. Svo margs er að minnast eftir hans löngu ævi. Hann vann hörðum höndum alla sína tíð, allt fram að 84. aldursári, enda heilsuhraustur mað- ur með eindæmum. Þrjóskur var hann en skapgóður. Söngur var hans líf og yndi og má segja hann hafi sungið fram á sinn síðasta dag. Í hans huga var Fljótavíkin paradís á jörðu, paradís þar sem hún mamma biði komu hans. Pabbi reyndist mér og fjölskyldu minni einstakur, enda var maðurinn með jafn gott hjarta og hann var stór. Heimakær var hann pabbi og munu eflaust margir minnast hans, þar sem hann situr í stólnum sínum heima í stofu. Eftir dauða móður minnar fyrir 19 árum, urðu mikil kaflaskipti í lífi pabba, enda saknaði hann hennar sárt, allt fram á síðasta dag. Í dag eru þau sameinuð á ný og veitir það okkur huggun sem söknum hans svo sárt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá pabba þegar hann kvaddi þennan heim og mun ég geyma allar minningarnar um hann í hjarta mínu. Með miklum söknuði kveð ég pabba minn. Að lokum vil ég þakka henni Jó- hönnu fyrir alla hennar umhyggju í garð afa síns. Hún hefur veitt honum ómetanlega ást og hlýju undanfarin ár. Ég hef haft mikinn stuðning af því að vita af henni fyrir vestan. Þá vil ég þakka öllu starfsfólkinu á sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir sérstak- lega góða umönnun og hlýju í hans garð. Minningin um pabba mun lifa. Vertu Guði falinn, elsku pabbi minn. Þín dóttir Finney. Öðlingurinn og hraustmennið Finnbogi Rútur Jósepsson er fallinn frá. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessum heiðursmanni fyrir rúmum tuttugu árum, þegar við „nafni“ hans rugluðum saman reytum. Allar götur síðan hefur hann reynst mér sérstaklega vel. Með sinni ljúfu og traustu nærveru þótti mér fljótt afar vænt um hann. Hann var hraustmenni fram í and- látið, enda oft kallaður Bogi sterki hér áður fyrr. Það nafn bar hann sannarlega með rentu. Þvílíkar hendur á nokkrum manni hef ég aldrei augum litið. Hendur sem hafa unnið og stritað í gegnum lífið. Banalegan var heldur engin und- antekning á hetjudáðum hans, en hún var því miður ansi löng og ströng. Um hádegi sl. föstudag feng- um við þær fregnir að hann ætti nokkrar klukkustundir ólifaðar. Það var orðin spurning hvort við næðum í tæka tíð. En hann beið eftir okkur þessi elska og lifði vel á þriðja sólar- hring eftir það. Manninn minn ól hann upp frá unga aldri sem hann væri hans eigin sonur. Hann gekk honum í föðurstað eftir að hann missti föður sinn aðeins fjögurra ára gamall. Bar aldrei skugga á þeirra einstaka samband. Fyrir það þakka ég honum af alhug. Drengjunum okkar þremur hefur hann alla tíð verið afar góður. Mest hélt hann þó upp á „afmælisgjöfina“ eða litla nafna minn, eins og afi kall- aði hann oftast. En yngsti sonur okk- ar fæddist einmitt á 81 árs afmæl- isdegi afa. Það var augljóst að hann skyldi líka bera nafn hans. Ég kveð kæran vin og vil að leið- arlokum þakka honum sérstaklega fyrir ástúðina sem hann alla tíð sýndi mér og mínum. Það er ómet- anlegt að eiga slíkan vin og sárt að sjá á bak honum, þótt hvíldin hafi verið löngu tímabær. Guð geymi þig, elsku Bogi minn, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Þín Sigrún H. Sigmundsdóttir (Sirra). Fyrir um tuttugu árum sagði afi mér að nú væri hann tilbúinn til þess að kveðja þennan heim. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hvað tæki við enda trúaður maður. Fyrir okkur er mikil eftirsjá eftir afa loksins þegar kallið kemur en um leið samgleðst maður í hjarta sínu yfir því að hann skuli hafa náð áfangastað. Alla sína ævi var afi ákaflega hraustur, vinnusamur og drenglynd- ur. Hafði hann afar góða nærveru með rólegheitum og yfirvegun. Stundum gat hann verið þjóstugur þegar honum fannst verk ganga seint eða ef honum fannst menn hlífa sjálfum sér of mikið. Þá kom hann snar í snúningi og sagði „hana“ um leið og hann greip inn í verkið. Þar með var það búið. Ég fór stundum með afa í vinnu- ferðir inn í Djúp. Þá var vinnudag- urinn frá 5 að morgni til 10 á kvöldin, alla daga. Fékk ég að dunda mér með hamar og skaröxi án afskipta. Þó fann ég hvernig hann fylgdist með. Þegar þreytan sótti að var bara að leggjast í grasið og hvíla sig. Þegar við fórum siglandi norður í Fljót til þess að veiða á haustin stóð- um við afi við stýrishúsið á bátnum í þrjá tíma eða lengur af því að mér leið illa niðri í lúkar. Afi spjallaði þá við Kristbjörn og leiddist það ekki. Alltaf var einhver óróleiki í afa á leiðinni norður. Trúlega tilhlökkun eða kvíði yfir lendingunni, nema hvort tveggja hafi verið. Þegar í land kom gekk afi rösklega áleiðis fram í Fljót og þurfti ég að hafa mig allan við til þess að halda í við hann. Þegar ég var orðinn þreyttur rétti hann mér stóru höndina sína og má segja að eftir það hafi ég verið láréttur á eftir honum. Fram í Fljóti var áð og borðuðum við þá nesti sem var gjarnan hangikjöt og súrmjólk. Eftir eina svona ferð sem við fór- um með Kristbirni og Steinu svaf ég í sólarhring á eftir. Fyrir um 30 árum fór afi með Frigga Hermanns og fleirum í gönguferð um Hornstrandir. Ég hef stundum hugsað um þessa ferð þeg- ar ég hef horft á ferðalangana sem ferðast gangandi um þessar slóðir í dag og brosað. Afi gekk í klofstíg- vélum og hafði um sig græna gæru- úlpu. Ágætis flíkur en varla þægileg- ar við erfiðar aðstæður. Það var gott að alast upp hjá ömmu og afa. Þar var skýr verka- skipting og báru þau virðingu fyrir verkum hvort annars. Fiskur í há- deginu, kjötsúpa á miðvikudögum og steik á sunnudögum, allt í föstum skorðum. Þegar við fórum í bíltúr á moss- anum hallaði afi venjulega fram í sætinu, því það hafði látið undan við öflugar spyrnur og veitti því lítinn stuðning. Þegar hann var sestur í sætið talaði hann við bílinn líkt og við hest. Svo var pumpað á bensíngjöf- ina og rokið af stað. Þá var fjör, amma bauð súkkulaði frá Lindu á milli þess sem við tókum lagið. Síðustu árin bjó afi á Sjúkrahús- inu á Ísafirði. Honum var nærvera og umhyggja Jóu systur og Pálma ómetanlegur styrkur. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu var einstaklega elsku- legt og leið honum afar vel þar. Fyrir það færi ég þeim öllum bestu þakkir. Hvíl þú í friði, kæri afi. Finnbogi Rútur. Nú er biðin á enda hjá elskulega afa okkar og hans hlutverki í þessum heimi lokið. Hann er kominn á góðan og fallegan stað, til Fljótavíkur, þar sem hann og amma sameinast á ný eftir langa fjarveru hvort frá öðru. Við minnumst gömlu góðu áranna í Hnífsdal, á Bakkaveginum, þar sem þau bjuggu, og við rétt hjá. Í minn- ingu okkar er eins og við höfum búið í einu og sama húsinu, því samgang- urinn á milli var svo mikill, að við vissum oft á tíðum, ekki hvort við værum að koma eða fara. Þeir voru ófáir sunnudagsrúntarnir sem við fórum með þeim í gula bílnum, svo ekki sé minnst á sunnudagsmáltíð- irnar á Bakkaveginum. Það voru for- réttindi að hafa átt þau að. Við andlát ömmu varð lífið ósköp einmanalegt hjá honum afa. Eftir að hún fór varð eftir sár í hjarta okkar en nú þegar við vitum að hann fær loksins að hitta hana Anítu sína aftur vitum við að hann hefur fundið frið og hamingju á ný. Þrátt fyrir mörg einmanaleg ár á Bakkaveginum má ekki gleyma henni Jóu systur sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans og hugsað um hann í mörg ár. Hann afi var hetja í okkar augum og munum við ávallt minnast hans þannig. Í dag kveðjum við hetjuna okkar, sáttar en sorgmæddar, þar sem við vitum að hann og amma munu vaka yfir okkur og vernda. Afa verður sárt saknað og minningin um hann mun lifa um ókomna tíð. Kristín Karólína, Aníta, Marín og Thelma. Mig langar að setja nokkur minn- ingabrot um Finnboga á blað, oft kalla ég hann Finna minn og það ætla ég að gera í þessum línum. Hann var mér afar kær frá því að ég var barn. Hann var giftur móð- ursystur minni, Anítu. Aníta var á heimili foreldra minna um það leyti sem ég var fyrst að muna eftir mér og um svipað leyti urðu kynni þeirra Finnboga. Ég var hændur að Anítu sem barn og mér þótti alla tíð vænt um hana. Fyrst kom ég á heimili þeirra á vordögum 1940 og dvaldi hjá þeim meira og minna næstu fjögur sumur. Mér líkaði vistin vel. Ég minnist nokkurra atvika frá dvöl minni hjá þeim að Atlastöðum. Ég man að Finni smíðaði handa mér bát sem ég gat siglt á tjörn sem myndaðist á milli húsanna á Atlastöðum. (Húsin voru tvö.) Einu sinni gerði ég tilraun til að strjúka. Þannig var að Finni fór á hesti til Látra í Aðalvík. Þegar hann var farinn sinnaðist mér eitthvað við frænku mína, fór yfir Atlastaðaós og til Tungu. Þar var tafið fyrir ferð minni af frænkum mínum. Það var vel liðið á dag þegar ég var kominn upp í Rangalabrekkuna, norðan megin í Kjölnum. Þarna hitti ég Finna. Hann var að koma heim frá Látrum. Ég var feginn að hitta hann þarna, því kjarkurinn var ekki alltof mikill. Hann sagði: „Hvað ert þú að gera hér, vinur.“ Ég sagði honum allt um það hálfkjökrandi. Þá segir minn maður: „Komdu hérna á bak fyrir aftan mig, við skulum koma heim.“ Heim til Atlastaða var haldið. Á leiðinni tókst mér að segja Finna mínum að ég væri hræddur um að fá skammir fyrir strokið. Þú verður ekki skammaður, ég sé um það. Ég fékk aldrei tiltal frá neinum fyrir þetta atvik. Eftir þessi kynni okkar varð Finni í mínum huga besti vinur minn. Ég var fermdur 1945. Skömmu eftir þann atburð hitti ég Finna um borð í djúpbátnum. Hann dró upp buddu sína og gaf mér 2/3 af þeirri upphæð sem ég fékk í fermingar- gjöf. Finni var mikið hraustmenni og hamhleypa til allrar vinnu. Vel á sig kominn og með sterkari mönnum sem ég hef kynnst. Hann var hand- laginn, smiður ágætur og múrari. Á meðan hann bjó á Atlastöðum fór hann á haustin til vinnu í sláturhúsi Ísfirðinga. Þar var hann meðal allra dugleg- ustu manna við fláningu í áratugi. Þegar Finni kom úr þessum ferðum, gleymdi hann mér ekki. Hann gaf mér nýja flík. Margar ferðir fórum við á æsku- slóðir okkar. Gengum Strandir 1968 og veiddum marga silunga í Fljóta- vík og við höfðum gaman af ferðum okkar. Eina ferð fór ég með þau hjón, ásamt syni þeirra. Þetta var í byrjun september. Gistum nótt á Atlastöðum, en næsta dag héldum við til Látra. Fengum vont veður á Látrum. Það var gott að hafa Finna með í þessari ferð. Hann hjálpaði mér mikið og vel við að koma í veg fyrir að bátinn ræki á land. Ég minnist margra góðra stunda á heimili Anítu og Finnboga, eftir að þau komu til Hnífsdals. Oft gisti ég hjá þeim á leiðum mínum til Aðalvík- ur, en þangað fór ég æði oft eftir að ég yfirgaf Vestfirði. Far þú í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu ykkar hjóna. Aðstandend- um öllum votta ég samúð. Friðrik. Látinn er nú síðasti bóndinn frá Atlastöðum í Fljótavík. Það er hann Finnbogi Rútur Jósepsson, föður- bróðir okkar. Kona hans var Aníta Friðriksdóttir móðursystir okkar. Vegna þessara nánu tengsla ríkti mikill vinátta milli fjölskyldnanna og var daglegur samgangur milli heim- ilanna, enda stóðu þau um margra ára skeið, hlið við hlið í Hnífsdal. Margra góðra stunda er að minnast, bæði frá æskuárunum og einnig hin síðari ár. Margar ferðirnar voru farnar í Fljótavíkina. Þar sem Finn- bogi sagði okkur frá gamalli tíð og fræddi okkur um búskaparhætti og sjósókn fyrri ára. Í þessari harðbýlu og hafnlausu Vík ólst hann upp og tók út sinn andlega og líkamlega þroska. Lífsbaráttan sem Víkin hans bauð upp á, gerði úr honum sterkan og æðrulausan mann. Oft var tekist á við reginöflin bæði á sjó og landi. Í þeim átökum reyndi oft á samheldni íbúanna sem aldregi brást. Árið 1946, hinn 16. júní, fluttu allar fjöl- skyldurnar fimm úr Fljótavík til Hnífsdals og Ísafjarðar. Menn fóru frá nýlegum húsum sínum og urðu að byrja algerlega upp á nýtt, í nýj- um heimkynnum. Þá var enga styrki eða aðra opinbera hjálp að fá. Menn urðu að bjarga sér sjálfir. Allt voru þetta dugnaðarforkar sem komu sér alstaðar vel. Finnbogi vann lengst af við smíðar og eru mörg húsin hér um slóðir, sem hann hefur byggt eða komið að, á einhvern hátt.Finnbogi var mjög söngelskur eins og allt hans fólk og söng hann í mörg ár í Samkór Hnífsdælinga. Að lokum viljum við staldra við síðustu ferðina sem „sá gamli“, fór með okkur í Fljótavíkina fyrir nokkrum árum. Þá var hann orðinn heldur lasburða og varð að leggja hart að honum í byrj- un. Þegar norður var komið, var eins og hann yrði ungur í annað sinn. Gekk hann með okkur út að sjó, fram á Langanes og alla leið fram að Svíná. Síðan kom rúsínan í pylsuend- anum þegar Jósef bróðir okkar kom á gúmmíbát og fór með okkur fram að henni Reyðá og í Síkin, Þá sagði sá gamli: „Nú get ég dáið glaður.“ Að lokum þökkum við þér sam- fylgdina, elsku frændi. Kæri Dalli og Finney, vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Frænkur þínar, Sigrún og Herborg Vernharðsdætur. Mágur okkar Finnbogi Jósepsson lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar sl. mánudag og langar okkur undirrituð yngstu systkinin á Ystabæ að minn- ast hans með nokkrum orðum. Þegar við kynntumst honum vor- um við á ungaaldri, þegar kynni höfðu tekist með honum og systur okkar Anítu sem leiddi til hjúskapar þeirra. Þá var okkur ljóst hvílíkur afreks- maður hann var og minnti það stundum á fornar sögur, sem sagðar höfðu verið á landnámstíð af af- skekktum og harðbýlum stöðum á landi voru. Finni var okkur mjög góður og var alltaf í góðu skapi. Hann þurfti oft að fara á milli Látra í Aðalvík og Atla- staða í Fljótavík og sagt var að hann hefði farið það á miklu skemmri tíma en flestir aðrir. Oft með þungar byrðar enda var hann vel að manni. Þegar þau fluttu frá Fljótavík og til Hnífsdals var heimilið alltaf opið fyr- ir ættingja, sem komu í heimsókn að sunnan. Eftir að Aníta lést snögglega 1984 urðu mikil umskipti hjá honum, en hann bjó áfram í húsi sínu meðan heilsan leyfði. Eftir að fólk fluttist úr Sléttu- hreppi var oft farið norður til átthag- anna eins og enn er gert. Einu sinni var Finni leiðsögumaður okkar og fleiri milli Látra og Atlastaða og fæstir voru vanir fjallgöngu enda tók fólk fimm klst. að fara þá leið. Þá gekk fram af afreksmanninum, enda hafði hann stundum tölt þessa leið á einni og hálfri klst. ef honum lá á. Góður drengur er genginn sem skilur eftir góðar minningar hjá ætt- ingjum og vinum. Innilegar samúðarkveðjur til barna og afkomenda þeirra. Blessuð sé minning hans. Bjarni, Dóra, Þorbergur og Guðmunda. Þeim fer nú óðum fækkandi gömlu mönnunum sem settu svip á þorpið sitt Hnífsdal á þeim árum sem ég bjó þar. Það er gangur lífsins og því verð- um við öll að hlíta. Mig langar til að rifja upp í örfáum orðum kynni mín af Boga eins og hann var jafnan kall- aður af Hnífsdælingum. Finnbogi var myndarlegur maður, hár vexti og snar í snúningum. Hann var glað- lyndur og félagslyndur, hafði gaman af vera með fólki, og á þorrablótum Hnífsdælinga skemmti hann sér afar vel. Hann var mikill dansmaður, a.m.k. á yngri árum, og hélt því með- an heilsan leyfði að dansa, þar sem boðið var upp á það. Hann vann flest þau störf sem í boði voru í Hnífsdal á þeim árum. Það kom fljótt í ljós að FINNBOGI RÚTUR JÓSEPSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.