Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 55

Morgunblaðið - 07.02.2004, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 55 hann var lagtækur til flestra verka. Hann var smiður góður og smíðaði m.a. sitt eigið íbúðarhús sem stendur hér við Bakkaveg. Þar bjuggu þau Aníta kona hans ásamt tveimur börnum sínum og síðar varð það einnig annað heimili elstu barna Finneyjar dóttur hans sem ung missti fyrri mann sinn í sjóslysi. Það var veturinn 1977-1978 sem samstarf okkar Boga hófst, en þá vorum við Guðmundur að byggja efri hæðina á húsið okkar í Hnífsdal. Um haustið höfðu verktakar gert húsið fokhelt, en til þess að verkið héldi áfram var Finnbogi Jósepsson feng- inn til að innrétta hæðina. Það verk vann hann af mikilli samviskusemi og hjálpuðumst við tvö að við að hanna herbergjaskipan og velja efni í innréttingar. Ég held að ég hafi til viðbótar verið ágætis handlangari hjá honum við smíðarnar því á þess- um tíma var ég heimavinnandi hús- móðir og ekki í fullu starfi utan heimilis. Okkur tókst að ljúka við hæðina fyrir vorið og eldri börnin gátu flutt upp. Annað samstarf áttum við Bogi þegar Kvenfélagið Hvöt, þar sem ég var þá formaður, ákvað að reisa leik- skóla í Hnífsdal í tilefni af Ári barns- ins 1979. Eftir að öllum formsatrið- um var lokið með lóð og leyfi, teikningar og undirbúning að fjár- mögnun, var hafist handa með bjart- sýni í farteskinu. Eftir var að fá yf- irsmið að stjórna verkinu. Þá var leitað til Finnboga Jósepssonar, sem brást vel við að vanda og tók að sér verkið með undirritaða sem formann byggingarnefndar. Margs væri hægt að minnast frá þessum tíma í sam- starfi okkar við byggingu leikskól- ans sem hlaut nafnið Bakkaskjól þegar hann var afhentur Ísafjarðar- kaupstað til rekstrar, en Hnífsdalur og Ísafjörður voru þá eitt sveitarfé- lag. Það væri þó of langt mál að fara að rifja upp byggingarsöguna alla að þessu sinni. Finnbogi varð ekkjumaður fyrir mörgum árum, en bjó svo lengi sem heilsan leyfði í húsi sínu á Bakkaveg- inum. Síðustu árin var hann á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði og leið þar vel, var alltaf glaður og ánægð- ur, þar til yfir lauk. Ég vil að lokum þakka Boga fyrir frábæra samvinnu og ósérhlífni við allt sem hann vann að og ég kom að með honum. Hann var vinur í raun og alltaf tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Verkin hans tala sínu máli. Ég votta börnum hans og barnabörnum innilega samúð ásamt öllu öðru venslafólki. Ég kveð þennan gamla vin minn með orðunum: Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Elsku Elladís mín, ég á svo erfitt með að með- taka það að þú sért far- in frá okkur – tekin burt frá ástvinum þínum svona allt of fljótt. Þetta minnir okkur á það að líf- ið er alls ekki sjálfgefið og nota þarf tímann vel. Ég kynntist Elludís fyrir tæpum níu árum í gegn um Pétur tengdaföður minn, þau tiltölulega nýbúin að kynnast og ég rétt að koma inn í fjölskylduna. Elladís var einkar glaðleg og opin kona sem sagði yf- irleitt beint út það sem henni lá á hjarta og reyndi að finna það já- kvæða í öllu og öllum. Hún gekk ekki áfallalaust í gegn um lífið en hún vann einkar vel úr þeim erfiðleikum sem urðu á vegi hennar og lét hún oft þau orð falla að hún væri nú bara sterkari fyrir vikið. Hversu þétt hún stóð við bakið á Pétri tengdaföður í veikind- um hans er aðdáunarvert og er fjöl- skyldan henni eilíflega þakklát fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem hún sýndi honum. Þótt sambandið við Elludís hafi ekki verið reglulegt síðustu ár þá var alltaf eins og við hefðum síðast heyrst í gær – svo auðvelt og gott alltaf að heyra í henni. Við munum aldrei gleyma því hversu góð hún var við börnin okkar – alltaf komu pakkar frá ömmu Elludís á stórhátíðum og hún lagði sig alla fram um að fylgjast með barnabörnum Péturs þar sem hún sagði að þau væru hennar jafnt og sín barnabörn væru hans. Þegar börnin okkar Hannesar, þau Fannar Logi og Birta Líf, fæddust þá var El- ladís mætt fyrst á fæðingardeildina til að óska okkur til hamingju – hún kom trítlandi eftir ganginum í hvítu vinnufötunum, stoppaði stutt eins og henni var lagið en sagðist hafa orðið að kíkja á nýjasta meðlim fjölskyld- unnar. Takk fyrir alla þá hlýju og ástúð sem þú hefur sýnt okkur og þakka þér fyrir þessa yndislegu fjölskyldu sem þú skilur eftir og við fáum að njóta áfram, takk fyrir sumarbú- staðaferðirnar, páskamatinn hjá Hugrúnu í sveitinni, matarboð og síð- ast en ekki síst takk fyrir að hafa tek- ið okkur sem hluta af þinni fjölskyldu. ELÍN ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elín ÞórdísBjörnsdóttir, Elladís, fæddist í Keflavík 20. septem- ber 1945. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 30. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 5. febrúar. Við munum sjá til þess að litlu börnin í fjöl- skyldunni fái að heyra um þessa yndislegu konu sem alltaf var svo umhugað um velferð þeirra. Ég bið góðan guð að styrkja Bjössa, Heið- rúnu og Hugrúnu sem og móður hennar og systkini í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Elludísar. Guðrún Bjarnadóttir. „Hæ, ég heiti Elladís. Hvað heitir þú?“ Þarna sá ég hana fyrst. Lágvaxna, ljóshærða, með dimmblá augu, geisl- andi bros og skjannahvítar tennur. Við vorum að hefja nám við Mennta- skólann í Reykjavík haustið 1961 og lentum fyrir tilviljun í sama bekk. Með þessu ávarpi var sáð fyrstu fræj- um vináttu, sem átti eftir að eflast og styrkjast eftir því sem kynnin urðu nánari. Vináttu, sem byggðist fyrst og fremst á tryggð, trúnaði, einlægni og heiðarleika, en þau orð koma mér fyrst í hug, þegar ég hugsa til Ellu- dísar. Menntaskólaárin liðu hratt. Við vorum orðnar fimm nánar vinkonur, sem héldum þétt hópinn. Við deildum gleði, sorgum, leyndarmálum og öðru sem í hugann kom. Við skemmtum okkur saman, lásum saman, töluðum saman, grétum saman, hlógum sam- an og þögðum saman. Elladís kom frá Keflavík, þar sem faðir hennar var starfandi læknir. Meðan hún var við nám í Reykjavík, bjó hún ásamt eldri systkinum sínum í íbúð, sem foreldrar hennar áttu á Seltjarnarnesi. 18 ára gömul varð hún fyrir þeirri þungbæru raun að missa föður sinn í blóma lífsins, skyndilega og óvænt. Hún tókst á við þá raun eins og henni einni var lagið og kenndi okkur vinkonum sínum, að það væri í lagi að tala um dauðann og þá sem látnir voru, án þess að það þyrfti að opna táradali. Að menntaskólanámi loknu skildi leiðir í námi og brautir voru mark- aðar að framtíðarstörfum. Elladís lærði til meinatæknis, sem varð hennar ævistarf. Á þessum tíma kynntist hún mannsefni sínu, gifti sig og eignaðist þrjú mannvænleg börn, stærstu gleðigjafa lífs síns, soninn Björn og tvíburadæturnar Hugrúnu og Heiðrúnu. Nám og störf gerðu það að verkum að á tímabilum bjuggum við fjarri hvor annarri, ýmist innan- lands eða utan og Elladís m.a. um árabil í annarri heimsálfu. Á þessum tíma voru ekki til almenningstölvur eins og nú, símhringingar milli landa voru munaður, en bréfaskriftir voru helsta samskiptaformið. Á þann hátt héldum við sambandinu og vinátt- unni. Smám saman skiluðum við okk- ur til heimahaganna á ný, og þegar við stóðum á fertugu stofnuðum við frönskuklúbbinn. Nú skyldum við læra frönsku þar sem frá var horfið eftir menntaskóla. Margt var skrafað skemmtilegt í frönskuklúbbnum, að- allega á íslensku, og vináttuböndin voru styrkt. Svo kom að því að við út- skrifuðum okkur í frönsku og héldum upp á það með ferðalagi til Frakk- lands, eftirminnilegri kvennaferð, eins og þær gerast bestar. Næst var tekið til við að læra ítölsku og á sama hátt útskrifuðum við okkur nokkrum árum síðar og fórum í ógleymanlega útskriftarferð til Rómar. Þótt árin liðu og tækju sýnilegan toll af okkur stöllum eins og gengur, mátti þó ætla, að Elladís hefði fundið æskubrunninn. Hún virtist alltaf sama stelpan og mér er sérstaklega minnisstætt atvik, sem gerðist vorið 1990, þegar við stöllur hittumst við Menntaskólann í Reykjavík til að fagna 25 ára stúdentsafmæli okkar. Þar sem við stóðum fyrir utan skóla- bygginguna og biðum eftir rútu, sem átti að flytja okkur út fyrir bæinn, gekk til okkar gamall skólabróðir, há- vaxinn, glæsilegur, eilítið farinn að grána í vöngum, heilsaði okkur með virktum, benti síðan á Elludísi og spurði: „Og hver ykkar á svo þessa?“ Og þarna stóð hún, nánast eins og daginn, sem ég sá hana fyrst, lágvax- in, ljóshærð, eilítið grennri en þá, með hlátur í dimmbláum augunum, og hefði svo sannarlega getað verið dóttir hverrar okkar sem var. En lífið var ekki bara dans á rós- um. Ýmsar breytingar höfðu orðið á högum Elludísar á þessum árum. Hjónabandi hennar lauk með skiln- aði, hún var orðin þjáð af liðagikt, og loks greindist hún með hægfara hvít- blæði. Elladís lét ekkert af þessu buga sig, heldur efldist hún og styrktist í réttu hlutfalli við áföllin. Hún kvartaði aldrei yfir bágri heilsu og er mér minnisstætt, hvernig ég áttaði mig fyrst á, að hún væri með liðagikt. Ég var stödd á heimili henn- ar og hún var að skera niður ost á brauð. „Nei, en sniðugur ostaskeri,“ sagði ég. „Frábær hönnun. Hvar færðu svona?“ Elladís hló og sagði ostaskerann hannaðan sem hjálpar- tæki fyrir fólk með skerta færni um leið og hún benti mér á hendurnar á sér, markaðar af liðagiktinni. Elladís var Pollýanna í eðli sínu. Hún var glaðlynd og jákvæð og leit- aði ævinlega að björtu hliðunum þeg- ar á bjátaði. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja, vinaföst og hreinskiptin. Hún var ævinlega fyrst til hjálpar, þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá öðr- um; hún gaf sig alla og óskipta. Börn- in hennar og barnabörnin voru sól- argeislarnir í lífi hennar. Þeirra hamingja skipti hana mestu. Við, sem eftir stöndum, kveðjum Elludísi með söknuði og biðjum henni Guðs bless- unar á nýjum slóðum. Sigríður Ólafsdóttir. Í örfáum orðum langar mig að minnast kærrar og góðrar vinkonu sem lést langt um aldur fram. Mig setti hljóða þegar Matti hringdi til mín á fimmtudaginn og sagði mér þau skelfilegu tíðindi að þú hefðir verið flutt helsjúk á sjúkrahús og brugðið gæti til beggja vona. Þetta var næsta ótrúlegt þar sem við sátum heima hjá mér og spjölluðum um lífið og tilveruna tíu dögum fyrr. Eins og svo oft áður hafðir þú rennt við hjá mér er þú varst að koma úr lauginni í Garðabænum. Þessi stund er mér mikils virði í dag. Ég kynntist þér, Elladís, fyrir um það bil 38 árum þegar Jóhann kynnti þig fyrir okkur Matta. Strax þá féll okkur einstaklega vel hvorri við aðra og hefur aldrei borið skugga á þau góðu kynni. Margs er að minnast á svo löngum tíma. Ekki verður það allt upp talið en nefna mætti heimsókn okkar fjölskyldunnar til ykkar þegar þið bjugguð í Cincinnati, Ohio. Það voru ógleymanlegir dagar. Börnin okkar eru á líkum aldri og höfum við því oft átt ánægjulegar stundir við ýmis tækifæri í gegnum tíðina. Sér- staklega minnisstætt er páskamorg- unkaffið hjá þér, þegar þið hjónin voruð með opið hús fyrir vini og vandamenn að lokinni kirkjuferð í mörg ár. Boð í sumarbústaðinn í Kjósina, öll matarboðin og allar heimsóknirnar af engu sérstöku til- efni, bara að spjalla fá te og heima- bakað brauð eða kökur, voru notaleg- ar stundir. Þá vil ég sérstaklega þakka þér fyrir þína einstöku tryggð og vináttu á erfiðum stundum í lífi okkar. Alltaf hafðir þú tíma til að hringja og koma í heimsókn, vera til staðar og rétta hjálparhönd og líta björtum augum til framtíðar. Ekki var nú samt lífið hjá þér alltaf dans á rósum, elsku El- ladís mín. Þú hugsaðir meira um aðra en sjálfa þig. Við vinir þínir munum sárt sakna þín, elskulega vinkona. Mestur er þó missir barna þinna, barnabarna, tengdabarna, systkina og aldraðrar móður þinnar. Megi al- góður Guð, sem þú trúðir svo á, veita ykkur fjölskyldunni styrk og huggun. Á sorgarstundu ylja minningar um einstaka manneskju og trausta vin- konu sem öllum vildi gott gera. Fjöl- skylda mín sendir ykkur, elsku Bjössi, Heiðrún og Hugrún, og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði. Þín vinkona, Erlen. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þó brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson.) Elsku afi. Hvern skyldi gruna að þú mundir fara svona fljótt, ekki mig allavega, en því meir sem ég hugsa um það þá finnst mér þú hafa lokið þessu eins og öllu öðru sem þú gerðir í lífinu; með reisn og krafti. Ég hugsa mikið um börnin mín sem FRIÐRIK BJÖRNSSON ✝ Friðrik Björns-son fæddist í Laufási í Miðnes- hreppi 2. mars 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja laugardag- inn 17. janúar síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði 24. janúar. fá ekki þann heiður að kynnast þér sem skyldi. Hann Daníel sem ég átti í mesta basli með síðastliðið sumar þegar hann strauk reglulega yfir til ykkar til að vökva blómin og fá nammi namm hjá afa. Hana Helene Rún, þeg- ar hún kom hress og kát eftir lítið spjall við afa í göngutúr með Lappa. Mínar eigin minning- ar eru svo ótrúlega margar. Hver man ekki eftir gamla appelsínugula rúgbrauðinu þínu sem allir krakkarnir fengu að raða sér aftan á er hálka var úti. Einnig þegar ég sendi þér tóbaks- vafningana í pósti og amma tók póst- inn upp og hélt að þú værir að fá senda smokka í umslagi. Þegar ég var spurð, bæði sem barn og enn þann dag í dag hverra manna ég er er ávallt svarað um hæl með stolti: Ég er dótt- urdóttir Frissa rafvirkja. Ég man þig svo vel núna síðasta ár þegar þú varst að byggja húsið. Þú komst hjólandi af Vallargötunni á Suðurgötuna snemma morguns og vannst hvern dag sem fastan vinnudag, þvílík orka. Elsku afi ég kveð þig með tár í aug- um og söknuð í hjarta. Ég veit, trúi og finn að sál þín lifir áfram og hver veit nema að við hittumst síðar. Elsku afi. Ég hafði ekki hugsað mér að kveðja þig strax og svona snöggt. Í mínum huga átti dauðinn í raun ekki að geta fundið höggstað á þér. Ég hef óskað þess djúpt í hjarta mínu að minningarnar væru og yrðu fleiri. Þegar ég skrifa þessi orð og hugsa til þín þá finn ég nánast lyktina þína; afa-lyktina sem ég fann alltaf inni í myndaherberginu á Vallargötunni þar sem beddinn þinn var. Ég hugsa um vasahnífinn sem þú geymdir í eldhússkúffunni og sýndir mér reglulega en fékkst mér hann þó ekki fyrr en ég var orðinn nógu gam- all. Þú mátt vita það að þú varst vin- sælasti afinn; afinn sem átti appels- ínugula rúgbrauðið sem stóð í skemmunni, afinn sem var alltaf á vespunni með verkfærakassann aftan á. Mörgum árum seinna hjálpaðirðu mér síðan að koma henni í gang til að æfa mig fyrir skellinöðruprófið. Ég man líka þegar þið voruð ný- flutt í nýja kotið og ég var að tog- streitast um hvaða nám ég ætti að fara í, þá sagðirðu að rafvirkjar kynnu allt, því þeir þyrftu alltaf að vera að segja hinum iðnaðarmönnun- um til. Ef ég hefði hug á iðnnámi þá væri rafvirkjanámið fýsilegast. Elsku afi, takk fyrir að þola glamrið í mér á orgelið hennar ömmu og gítarinn þegar ég kom í heimsókn. Takk fyrir að gera mig stoltan. Afi minn er Frissi rafvirki. Vertu sæll, elsku afi, í guðs friði. Erla Björg og Hallbjörn Valgeir Elsku besti afi, þá ert þú farinn. Það verður skrítið að koma í Sand- gerði og sjá þig ekki vera að smíða eða dytta að einhverju í kringum hús- ið. En núna ertu bara farinn að vinna á öðrum stað. Frá því að við munum eftir okkur varstu alltaf að smíða og einhvers staðar var Jónas og öðru hverju Sigursteinn að sniglast í kring- um þig og hjálpa þér. Elsku afi, það var yndislegt að þú og amma gátuð farið í heimsókn á Vopnafjörð í sum- ar, og rifjað þar upp gamlar minn- ingar. Við komum til með að sakna þín mikið. Elsku afi. Við munum gæta ömmu fyrir þig. Þórhildur, Bragi Páll og fjölskyldur. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.