Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 65 Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. 7. bekkur 72 Hólabrekkuskóla Morgunblaðið/Ásdís Samtökin Vinir Afríku halda að- alfund sunnudaginn 8. febrúar kl. 14 á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, efri hæð. Á fundinum verður m.a. fjallað um sjálfboðaliðastarf sam- takanna til stuðnings verkefnum Húmanistahreyfingarinnar í Kenýa og Sambíu. Fundurinn er öllum op- inn. Þau verkefni sem verið er að styðja eru herferðir með and-ofbeldi og gegn malaríu sem settar hafa verið af stað í báðum þessum löndum. Í næstu viku munu samtökin svo setja af stað fjáröflun hér á landi til kaupa á moskítónetum, en þeim mun verða dreift til helstu áhættu- hópa, barna og vanfærra kvenna, til að koma í veg fyrir smit af völdum moskítóflugunnar, segir í frétta- tilkynningu. Á MORGUN Námskeið um stjórnun og for- ystu í heilbrigðisþjónustu Dag- ana 12. og 13. febrúar nk. munu Runo Axelsson hagfræðingur og prófessor í stjórnun við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg og Susanna Bihari-Axelsson sál- fræðingur, verkefnisstjóri og dós- ent við Norræna heilbrigðisháskól- ann í Gautaborg, vera með námskeið hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands um stjórnun og for- ystu í heilbrigðisþjónustu. Á námskeiðinu, sem einkum er ætl- að stjórnendum og millistjórn- endum í heilbrigðisþjónustu, verður fjallað um stjórnun í heilbrigð- isþjónustu og hlutverk leiðtogans innan heilbrigðisstofnana. Einnig er fjallað um skipulag og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni, um leið og bent er á leiðir til að samhæfa heilbrigðisþjónustuna við aðrar stofnanir sem lúta að heil- brigði einstaklings og samfélags o.fl. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar, www.endurmenntun.is. Á NÆSTUNNI Evró sýnir fellihýsi, tjaldvagna og fellibústaði um helgina. Evró mun frumsýna 2004 árgerðina af ferðavögnum frá Fleetwood í Bandaríkjunum, fellihýsi frá Yuma, Tucson, Carmel, Cheyenne, Bay- side og Mesa. Þá verða sýndir tjaldvagnar frá Montana. Einnig mun Evró kynna og sýna hjólhýsi og húsbíla frá evrópskum framleið- endum; Hymer og Adria. Evró mun verða með sýning- artilboð á öllum vögnum og hýsum um helgina. Boðið verður uppá kaffi og börnin fá kex og ávaxta- safa. Opið verður kl. 11–16 alla helgina. Nánari upplýsingar um sýninguna á gylfi@evro.is Í DAG TANNVERNDARRÁÐ og tannheilsudeild Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins hefur gefið út í sam- starfi við Ásgeir Sigurðsson tannlækni, Tannlæknafélag Íslands og Rauða kross Ís- lands, veggspjald með leið- beiningum varðandi skyndi- hjálp vegna áverka á fullorðinstönnum, sem dreift hefur verið m.a. til grunnskóla, íþrótta- miðstöðva, sundstaða, á tannlæknastofur og heilsu- gæslustöðvar.Veggspjaldið er gefið út í tengslum við hina árlegu tannvernd- arviku sem Tannverndarráð stendur nú fyrir 2.–8. febr- úar. Veggspjald um tann- áverka EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá Hrafnistu: „Stjórnendur Hrafnistu, sem annast rekstur hjúkrunarheim- ilisins Víðiness, harma þann al- varlega atburð sem þar gerðist aðfaranótt 29. janúar síðastlið- inn. Samkvæmt framburði tveggja starfsmanna Víðiness mun faglærður starfsmaður á hjúkrunarheimilinu hafa ítrekað slegið til heimilismanns, sem er heilabilaður og á erfitt með að tjá sig. Viðlíka atburður hefur ekki gerst í tæplega 50 ára far- sælli starfsemi Hrafnistu. Að mati stjórnar Hrafnistu er ekkert sem réttlætir slíka hegð- un starfsmannsins og var þegar í stað gripið til viðeigandi að- gerða. Var starfsmanninum um- svifalaust vikið úr starfi. Strax sama dag var læknir kallaður til og skoðaði hann heimilismanninn og gaf út áverkavottorð. Atburðurinn var einnig þegar í stað tilkynntur til Landlæknisembættisins og verður skýrsla um málið send embættinu. Þá hefur Víðines kært atburðinn til lögreglu. Heimilismaðurinn, aðstand- endur hans og starfsmenn Víði- ness hafa fengið áfallahjálp vegna þessa atburðar. Fagfélag viðkomandi starfs- manns hefur fengið upplýsingar um málið. Stjórn Sjómannadagsráðs harmar atburð þennan og lítur hann mjög alvarlegum augum.“ Yfirlýsing frá Hrafnistu ÍSLANDSMEISTARAMÓT í sam- kvæmisdönsum verður haldið sunnudaginn 8. febrúar í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík. Keppt verður í 5 standarddönsum og 5 suður-amerískum dönsum með frjálsri aðferð. Einnig fer fram keppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð og danssýningar hjá flokkum þeirra sem eru að hefja þjálfun í dansi. Samhliða keppni í samkvæmisdansi mun fara fram Bikarmót DSÍ í línudönsum. Þar er keppt í flokkum barna og fullorðinna og eru skráðir 12 hópar til keppni. Fimm erlendir dómarar munu dæma í keppninni en að öðru leyti eru það félagar dansíþróttafélag- anna sem vinna við mótahaldið. Laugardalshöllin opnar kl. 9.30 og hefst keppni í línudönsum kl. 11. Kl. 13 hefst mars allra þátttakenda og síðan mun iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Valgerður Sverrisdóttir, ávarpa og setja mótið. Þá mun keppni hefjast í samkvæmisdönsum. Aðgangseyrir er kr. 1.200 en frítt er fyrir börn fædd árið 1998 og síð- ar, þá er einnig frítt fyrir 67 ára og eldri. Íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík: „Í ljósi umræðna síðustu daga telur Heimdallur f.u.s. í Reykjavík ástæðu til að ítreka þá skoðun sína að embætti forseta Íslands beri að leggja niður. Embættinu var í upphafi ætlað að koma í stað emb- ættis konungs. Við stofnun lýð- veldis 1944 tók forseti yfir þær embættisskyldur sem konungur Danmerkur bar og voru þær ekki margar. Forsetaembættið er engu veigameiri hluti íslenskrar stjórn- skipunar heldur en konungsemb- ættið var áður. Hlutverk þess er nær einvörðungu táknræns eðlis. Íslensk stjórnsýsla hefur jafnan verið einföld og laus við allt prjál. Stingur því hið þarflausa forseta- embætti nokkuð í stúf. Þá er emb- ætti forseta Íslands afar kostn- aðarsamt fyrir skattgreiðendur landsins. Enn fremur þykir það furðu sæta að embættismaður sem hefur færri skyldur en tali tekur, skuli ekki sjá sér fært að vera viðstadd- ur merkisatburði á borð við 100 ára afmæli heimastjórnar. Sé þeim embættismanni sem embættinu gegnir raunverulega ætlað að vera sameiningartákn þjóðarinnar er það lágmarkskrafa að hann fagni með þjóðinni á þeim dögum sem hafa sérstakan sess í sögu henn- ar.“ Vilja leggja niður emb- ætti forseta Íslands MENNINGARKAFFIHÚSIÐ Jón forseti sem er í Aðalstræti 10 var formlega opnað í vikunni. Staðurinn er kenndur við Jón Sigurðsson for- seta. Aðalstræti 10 er eina húsið sem enn stendur, fyrir utan Mennta- skólann í Reykjavík, þar sem Jón Sigurðsson bjó, en Jens bróðir Jóns átti húsið um tíma. Jón og Ingibjörg kona hans bjuggu fyrst í Aðalstræti 10 árið 1857 og höfðu þá til afnota tvær stofur í sunnanverðu húsinu. Árið 1865 kemur Jón Sigurðsson til alþingis eftir sex ára fjarveru. Hann er þá hylltur á tröppum Aðalstrætis 10 þar sem hann býr sem fyrr og bjó þar meðan hann sinnti þingstörfum hér á landi. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur hefur aðstoðað við sögusýn- ingu sem spannar ævi Jóns Sigurðs- sonar. Sýningin, sem er í máli og myndum og unnin af Ólafi Eng- ilbertssyni, mun prýða staðinn til frambúðar. Dagskrá kaffihússins verða á menningarlegum nótum. Í miðri viku verður m.a. boðið uppá kvik- myndakvöld, bókmenntakvöld, leik- húskvöld og tónlistarkvöld. Um helgar verður léttari dagskrá og húsið opið til kl. 3. Auk þess að vera menningarkaffihús er Jón forseti listgallerí og stendur nú yfir sýning Erlu Þórarinsdóttur á nýjum verk- um. Morgunblaðið/Golli Erla Þórisdóttir listamaður og Ragnar Halldórsson eigandi menningar- kaffihússins Jón forseti. Í baksýn er verk eftir Erlu. Menningarkaffihús í Aðalstræti 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.