Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 65
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 65
Lífrænt ræktaðar vörur
Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082.
7. bekkur 72 Hólabrekkuskóla
Morgunblaðið/Ásdís
Samtökin Vinir Afríku halda að-
alfund sunnudaginn 8. febrúar kl.
14 á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a,
efri hæð. Á fundinum verður m.a.
fjallað um sjálfboðaliðastarf sam-
takanna til stuðnings verkefnum
Húmanistahreyfingarinnar í Kenýa
og Sambíu. Fundurinn er öllum op-
inn.
Þau verkefni sem verið er að styðja
eru herferðir með and-ofbeldi og
gegn malaríu sem settar hafa verið
af stað í báðum þessum löndum. Í
næstu viku munu samtökin svo
setja af stað fjáröflun hér á landi til
kaupa á moskítónetum, en þeim
mun verða dreift til helstu áhættu-
hópa, barna og vanfærra kvenna, til
að koma í veg fyrir smit af völdum
moskítóflugunnar, segir í frétta-
tilkynningu.
Á MORGUN
Námskeið um stjórnun og for-
ystu í heilbrigðisþjónustu Dag-
ana 12. og 13. febrúar nk. munu
Runo Axelsson hagfræðingur og
prófessor í stjórnun við Norræna
heilbrigðisháskólann í Gautaborg
og Susanna Bihari-Axelsson sál-
fræðingur, verkefnisstjóri og dós-
ent við Norræna heilbrigðisháskól-
ann í Gautaborg, vera með
námskeið hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands um stjórnun og for-
ystu í heilbrigðisþjónustu.
Á námskeiðinu, sem einkum er ætl-
að stjórnendum og millistjórn-
endum í heilbrigðisþjónustu, verður
fjallað um stjórnun í heilbrigð-
isþjónustu og hlutverk leiðtogans
innan heilbrigðisstofnana. Einnig er
fjallað um skipulag og fjármögnun
heilbrigðisþjónustunnar í heild
sinni, um leið og bent er á leiðir til
að samhæfa heilbrigðisþjónustuna
við aðrar stofnanir sem lúta að heil-
brigði einstaklings og samfélags
o.fl.
Skráning og frekari upplýsingar er
að finna á vef Endurmenntunar,
www.endurmenntun.is.
Á NÆSTUNNI
Evró sýnir fellihýsi, tjaldvagna
og fellibústaði um helgina. Evró
mun frumsýna 2004 árgerðina af
ferðavögnum frá Fleetwood í
Bandaríkjunum, fellihýsi frá Yuma,
Tucson, Carmel, Cheyenne, Bay-
side og Mesa. Þá verða sýndir
tjaldvagnar frá Montana. Einnig
mun Evró kynna og sýna hjólhýsi
og húsbíla frá evrópskum framleið-
endum; Hymer og Adria.
Evró mun verða með sýning-
artilboð á öllum vögnum og hýsum
um helgina. Boðið verður uppá
kaffi og börnin fá kex og ávaxta-
safa. Opið verður kl. 11–16 alla
helgina.
Nánari upplýsingar um sýninguna
á gylfi@evro.is
Í DAG
TANNVERNDARRÁÐ og
tannheilsudeild Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneyt-
isins hefur gefið út í sam-
starfi við Ásgeir Sigurðsson
tannlækni, Tannlæknafélag
Íslands og Rauða kross Ís-
lands, veggspjald með leið-
beiningum varðandi skyndi-
hjálp vegna áverka á
fullorðinstönnum, sem
dreift hefur verið m.a. til
grunnskóla, íþrótta-
miðstöðva, sundstaða, á
tannlæknastofur og heilsu-
gæslustöðvar.Veggspjaldið
er gefið út í tengslum við
hina árlegu tannvernd-
arviku sem Tannverndarráð
stendur nú fyrir 2.–8. febr-
úar.
Veggspjald
um tann-
áverka
EFTIRFARANDI yfirlýsing
hefur borist Morgunblaðinu frá
Hrafnistu:
„Stjórnendur Hrafnistu, sem
annast rekstur hjúkrunarheim-
ilisins Víðiness, harma þann al-
varlega atburð sem þar gerðist
aðfaranótt 29. janúar síðastlið-
inn.
Samkvæmt framburði
tveggja starfsmanna Víðiness
mun faglærður starfsmaður á
hjúkrunarheimilinu hafa ítrekað
slegið til heimilismanns, sem er
heilabilaður og á erfitt með að
tjá sig. Viðlíka atburður hefur
ekki gerst í tæplega 50 ára far-
sælli starfsemi Hrafnistu.
Að mati stjórnar Hrafnistu er
ekkert sem réttlætir slíka hegð-
un starfsmannsins og var þegar
í stað gripið til viðeigandi að-
gerða. Var starfsmanninum um-
svifalaust vikið úr starfi.
Strax sama dag var læknir
kallaður til og skoðaði hann
heimilismanninn og gaf út
áverkavottorð. Atburðurinn var
einnig þegar í stað tilkynntur til
Landlæknisembættisins og
verður skýrsla um málið send
embættinu. Þá hefur Víðines
kært atburðinn til lögreglu.
Heimilismaðurinn, aðstand-
endur hans og starfsmenn Víði-
ness hafa fengið áfallahjálp
vegna þessa atburðar.
Fagfélag viðkomandi starfs-
manns hefur fengið upplýsingar
um málið.
Stjórn Sjómannadagsráðs
harmar atburð þennan og lítur
hann mjög alvarlegum augum.“
Yfirlýsing
frá
Hrafnistu
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í sam-
kvæmisdönsum verður haldið
sunnudaginn 8. febrúar í Laug-
ardalshöllinni í Reykjavík.
Keppt verður í 5 standarddönsum
og 5 suður-amerískum dönsum með
frjálsri aðferð. Einnig fer fram
keppni í samkvæmisdönsum með
grunnaðferð og danssýningar hjá
flokkum þeirra sem eru að hefja
þjálfun í dansi. Samhliða keppni í
samkvæmisdansi mun fara fram
Bikarmót DSÍ í línudönsum. Þar er
keppt í flokkum barna og fullorðinna
og eru skráðir 12 hópar til keppni.
Fimm erlendir dómarar munu
dæma í keppninni en að öðru leyti
eru það félagar dansíþróttafélag-
anna sem vinna við mótahaldið.
Laugardalshöllin opnar kl. 9.30 og
hefst keppni í línudönsum kl. 11. Kl.
13 hefst mars allra þátttakenda og
síðan mun iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, Valgerður Sverrisdóttir,
ávarpa og setja mótið. Þá mun
keppni hefjast í samkvæmisdönsum.
Aðgangseyrir er kr. 1.200 en frítt
er fyrir börn fædd árið 1998 og síð-
ar, þá er einnig frítt fyrir 67 ára og
eldri.
Íslandsmeistaramót
í samkvæmisdönsum
EFTIRFARANDI ályktun hefur
borist frá Heimdalli, félagi ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík:
„Í ljósi umræðna síðustu daga
telur Heimdallur f.u.s. í Reykjavík
ástæðu til að ítreka þá skoðun sína
að embætti forseta Íslands beri að
leggja niður. Embættinu var í
upphafi ætlað að koma í stað emb-
ættis konungs. Við stofnun lýð-
veldis 1944 tók forseti yfir þær
embættisskyldur sem konungur
Danmerkur bar og voru þær ekki
margar. Forsetaembættið er engu
veigameiri hluti íslenskrar stjórn-
skipunar heldur en konungsemb-
ættið var áður. Hlutverk þess er
nær einvörðungu táknræns eðlis.
Íslensk stjórnsýsla hefur jafnan
verið einföld og laus við allt prjál.
Stingur því hið þarflausa forseta-
embætti nokkuð í stúf. Þá er emb-
ætti forseta Íslands afar kostn-
aðarsamt fyrir skattgreiðendur
landsins.
Enn fremur þykir það furðu
sæta að embættismaður sem hefur
færri skyldur en tali tekur, skuli
ekki sjá sér fært að vera viðstadd-
ur merkisatburði á borð við 100
ára afmæli heimastjórnar. Sé þeim
embættismanni sem embættinu
gegnir raunverulega ætlað að vera
sameiningartákn þjóðarinnar er
það lágmarkskrafa að hann fagni
með þjóðinni á þeim dögum sem
hafa sérstakan sess í sögu henn-
ar.“
Vilja leggja
niður emb-
ætti forseta
Íslands
MENNINGARKAFFIHÚSIÐ Jón
forseti sem er í Aðalstræti 10 var
formlega opnað í vikunni. Staðurinn
er kenndur við Jón Sigurðsson for-
seta. Aðalstræti 10 er eina húsið sem
enn stendur, fyrir utan Mennta-
skólann í Reykjavík, þar sem Jón
Sigurðsson bjó, en Jens bróðir Jóns
átti húsið um tíma. Jón og Ingibjörg
kona hans bjuggu fyrst í Aðalstræti
10 árið 1857 og höfðu þá til afnota
tvær stofur í sunnanverðu húsinu.
Árið 1865 kemur Jón Sigurðsson til
alþingis eftir sex ára fjarveru. Hann
er þá hylltur á tröppum Aðalstrætis
10 þar sem hann býr sem fyrr og bjó
þar meðan hann sinnti þingstörfum
hér á landi.
Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur hefur aðstoðað við sögusýn-
ingu sem spannar ævi Jóns Sigurðs-
sonar. Sýningin, sem er í máli og
myndum og unnin af Ólafi Eng-
ilbertssyni, mun prýða staðinn til
frambúðar.
Dagskrá kaffihússins verða á
menningarlegum nótum. Í miðri
viku verður m.a. boðið uppá kvik-
myndakvöld, bókmenntakvöld, leik-
húskvöld og tónlistarkvöld. Um
helgar verður léttari dagskrá og
húsið opið til kl. 3. Auk þess að vera
menningarkaffihús er Jón forseti
listgallerí og stendur nú yfir sýning
Erlu Þórarinsdóttur á nýjum verk-
um.
Morgunblaðið/Golli
Erla Þórisdóttir listamaður og Ragnar Halldórsson eigandi menningar-
kaffihússins Jón forseti. Í baksýn er verk eftir Erlu.
Menningarkaffihús
í Aðalstræti 10