Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 68
ÍÞRÓTTIR 68 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EINS og fram hefur komið er nokk- urt skarð höggvið í leikmannahóp Njarðvíkinga, sem mæta Keflavík í bikarúrslitum í dag. Falur Harðar- son, annar þjálfari Keflvíkinga seg- ir alla heila hjá sér, nema hann sjálfan og Fannar Ólafsson. Falur er meiddur á hné en Fannar er að jafna sig eftir brot á fingri og er væntanlegur í slaginn á ný eftir 2-3 vikur. Fannar var við nám í Banda- ríkjunum og lék þar með IUP há- skólanum en snéri til Íslands á ný þar sem að verkföll í skólanum settu skólastarfið úr skorðum. „Þetta verður hörkuleikur sem við förum í af fullri alvöru þó svo það séu miklar hremmingar hjá Njarð- víkingum nú um stundir. Málið er nefnilega að Njarðvíkingar leika aldrei betur en þegar þeir sjá Keflavíkurmerkið,“ sagði Falur. Hjá konunum eru allar heilar í Keflavíkurliðinu og sagðist Hjörtur Hjartason, þjálfari stúlknanna, bú- ast við miklum baráttuleik sem Keflvíkingar ætluðu sér að sjálf- sögðu að vinna. En þess má geta að Hjörtur leikur með karlaliðinu. Gréta M. Grétarsdóttir, þjálfari KR, sagði að einhver meiðsli væru hjá sér. „En það spila allar með í úr- slitaleiknum, sama hvort þær eru heilar eða hálfheilar. Ég vona að þetta verði skemmtilegur leikur og hef mikla trú á mínu liði. Ég hef tví- vegis leikið í Laugardalshöll og þeir leikir unnust báðir þannig að það stendur ekki til að breyta því,“ sagði Gréta. „Leika best þegar þeir sjá Keflavíkurmerkið“ TÖLFRÆÐI gegnir veigamiklu hlutverki í íþróttum og hefur körfuknattleikshreyfingin staðið vel að málum á því sviði undanfar- in ár. Skömmu eftir að leikjum lýkur í efstu deild karla og kvenna er oftar en ekki hægt að ganga að tölfræðiupplýsingum vísum á vef Körfuknattleikssambandsins, www.kki.is. Ber að hrósa þeim sem standa að þeirri vinnu. Þeir sem skrá tölfræðina gegna því gríðarlega mikilvægu hlut- verki. Fjölmiðlar sem og aðrir nýta sér þessar upplýsingar til hins ýtrasta, og ef tekið er mið af handknattleiksíþróttinni hefur körfuknattleikurinn gott forskot á þessu sviði. Að auki eru þessar heimildir mikilvægar og gagnlegar í sögu- legu samhengi. Þeir leikmenn sem hafa leikið í efstu deild geta gengið að „sínum“ tölum vísum á vef KKÍ. Þar geta ættingjar, vinir, sam- starfsfélagar, börn og barnabörn sannreynt „tröllasögur“ af ótrú- legum leikjum þar sem „sá gamli“ sagðist hafa skorað 30 stig, tekið 19 fráköst og gefið 12 stoðsend- ingar. Það er ekki hægt að „ýkja“ með þessum hætti í dag þar sem að upplýsingaöldin sér til þess að öll gögn um afrek leikmanna fyrr á árum eru til staðar í gagna- grunni KKÍ. Sá sem þetta skrifar rak augun í smáatriði í tölfræði úr leik Snæ- fells og Keflvíkinga sl. sunnudag. Það sem vakti athygli mína var að Snæfell gaf samtals 7 stoðsend- ingar í leiknum, og gestirnir úr Ís- landsmeistaraliði Keflavíkur alls 8 stoðsendingar. Samtals 15 stoð- sendingar í leik þar sem Snæfell hafði betur. Lokatölur 94:90. Þessi niðurstaða varð til þess að farið var í það að skoða þessar tölur nánar og „ítarleg“ rannsókn leiddi í ljós að í 94 leikjum vetr- arins í úrvalsdeild karla, Inter- sportdeild, eru að meðaltali 35,9 stoðsendingar gefnar í hverjum leik. Tæplega 18 stoðsendingar á hvort lið fyrir sig. Eftir að hafa farið í gegnum 7 heimaleiki Snæfells kemur í ljós að þar á bæ eru stoðsendingar ef- laust skilgreindar með öðrum hætti en hjá öðrum liðum. Því að stoðsendingar í leikjum sem fram fara í Stykkishólmi eru 51% færri að meðaltali en í öðrum leikjum deildarinnar. Aðeins 18,3 stoðsendingar að meðaltali í leik, rétt rúmlega 9 á hvort lið. Í leik Snæfells gegn Grindavík hinn 19. okt sl. gáfu heimamenn sem eru sem stendur í efsta sæti úrvalsdeildarinnar samtals 6 stoð- sendingar í leiknum, og gestirnir úr Grindavík gáfu alls 5 stoðsend- ingar í þeim leik sem endaði með sigri Grindvíkinga, 65:62. Það er ótrúlegur munur á skráningu þeirri sem fram fer í Stykkishólmi miðað við aðra staði á landinu. Ekki er gott að segja hvað veld- ur því, ekki er það vaninn í Stykk- ishólmi að leikmenn beggja liða búi ávallt til sín sóknarfæri á eigin spýtur. Það læðist að manni sá grunur að þeir sem sjái um skráningu töl- fræðinnar séu af yngri kynslóð- inni og gleymi sér í hita leiksins. Eða að of fáir starfi við þessa skráningu á hverjum leik og allir þættir leiksins komist þar með ekki rétt til skila. Þar með er komin skekkja í heildartölfræð- ina, sem verður því ekki mark- tæk. Vonandi gera „Hólmarar“ bragarbót á þessu enda liðið á allra vörum þessa dagana þar sem það er í efsta sæti deildarinnar. Sigurður Elvar Þórólfsson þær eru búnar að gleyma honum þá verður það örugglega rifjað upp fyr- ir leikinn í dag. Keflavík átti séns á að vinna tvöfalt þá og einnig í ár og ég held að þær sleppi ekki tækifær- inu á því. Það er útilokað að þær láti það koma fyrir tvö ár í röð. Bæði lið eru ágætlega mönnuð en Keflavík er einfaldlega með sterkari einstaklinga og reynslan hjá Keflvík- ingum mun einnig segja til sín, þær eru með miklu meiri reynslu og í svona leikjum skiptir hún máli – en þetta hélt maður nú reyndar í fyrra líka. Keflvíkingar eru með mjög vel mannað lið, bæði stórar og góðar í öllum stöðum og því erfitt að taka eitthvað eitt út sem KR gæti gert til að stöðva þær,“ sagði Reynir. KR og Keflavík hafa leikið fjóra leiki í vetur og hefur Keflavík 3:1 yf- ir. KR vann fyrsta leik liðanna 79:69 þegar þau mættust í DHL-höllinni 18. október. Rúmum mánuði síðar vann Keflavík 72:59 á heimavelli og 21. janúar urðu úrslitin 73:63 fyrir Keflavík á útivelli. Í úrslitum fyrir- tækjabikarkeppni KKÍ, Hópbílabik- arkeppninni, 20. desember hafði Keflavík betur 73:52. Njarðvík hefur lent í þvílíkumskakkaföllum upp á síðkastið og ég held að það sé alveg vonlaust fyrir liðið að veita Keflvíkingum ein- hverja keppni í þessum leik. Þeir eru komnir með nýjan erlendan leik- mann, en þetta verður fyrsti leikur- inn hans með liðinu og hlutirnir ger- ast bara ekki einn, tveir og þrír eins og maður segir. Það er afskaplega ólíklegt að það ráði úrslitum þó að þeir bæti við einum manni. Ég held að það myndi jafnvel gera meira fyr- ir þá að fá Teit til að taka fram skóna. Því miður held ég að ef Páll verður í banni líka og Jónas meiddur auk þeirra Brentons og Brandons eigi liðið lítinn séns. Það er alveg tómt mál að tala um að þeir eigi einhverja möguleika. Njarðvík tapaði fyrir Hamri á heimavelli um daginn og það veitir þeim ekki aukið sjálfs- traust. Ég get ekki séð að Brenton og Brandon leiki og ef þeir gera það þá verða þeir alls ekki á fullu. Það er erfitt að sjá að menn fari af hækjum og í körfuboltaleik á tveimur til þremur dögum – það yrði eitthvað undarlegt. Þetta hefði orðið frábær leikur með fullskipuðum liðum en eins og Keflavíkurliðið er skipað sýnist mér það eiga tiltölulega auðveldan dag framundan. Það er mestur sjarminn farinn af þessum leik vegna stöðunn- ar hjá Njarðvíkinugm – því miður. Það er virkilega leiðinlegt að þetta skyldi hittast svona á, akkúrat þegar bikarúrslitin eru,“ sagði Reynir um karlaleikinn. Keflavík og Njarðvík hafa leikið tvo leiki í deildinni í vetur, Njarðvík vann 93:86 á heimavelli 27. október en tapaði 90:83 í Keflavík 30. janúar. Liðin léku einnig til úrslita í Hópbíla- mótinu og þar vann Njarðvík með nákvæmlega sama skori, 90:83. Stað- an er því 2:1 fyrir Njarðvík í vetur. Jafnara hjá konunum „Leikur Keflavíkur og KR í kvennaflokki verður trúlega jafnari en karlaleikurinn, en samt. Keflavík- urstúlkur eru á mestu siglingunni þessa dagana og hafa verið mjög sannfærandi síðustu vikurnar og unnið alla leiki sína. Ég held að þær séu of sterkar fyrir KR. Stelpurnar eru örugglega ekki búnar að gleyma bikarúrslitaleikn- um í fyrra, þar sem þær voru með unninn leik en töpuðu fyrir ÍS. Ef Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, á ekki von á spennandi úrslitaleikjum „ÞVÍ miður á ég ekki von á spennandi leikjum. Þetta verður hátíð Keflvíkinga sem vinna, bæði í karla- og kvennaflokki,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka í körfuknattleik, um bikarúrslitaleikina í körfu sem fram fara í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki mætast Keflavík og KR klukkan 13 og klukkan 16.30 leiða saman hesta sína nágrannarnir úr Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík. Morgunblaðið/Sverrir Jón N. Hafsteinsson, einn af ungum leikmönnum Keflavíkur- liðsins, á ferð undir körfunni. Hann verður í sviðsljósinu í dag. Anna María Sveinsdóttir, hin reynda landsliðskona Kefla- víkurliðsins. Keflavíkurhátíð í Höllinni  HELGI Bragason og Georg And- ersen dæma úrslitaleik kvenna í dag og Bergur Steingrímsson verð- ur eftirlitsmaður.  LEIFUR Garðarsson og Rögn- valdur Hreðarsson dæma karlaleik- inn og þar verður Kristinn Alberts- son eftirlitsmaður.  LÝSING efnir til skotkeppni í leikhléi þar sem tveir heppnir þátt- takendur í netleik fyrirtækisins fá tækifæri til að taka eitt þriggja stiga skot hvor. Hitti þeir fá þeir 100.000 krónur frá fyrirtækinu.  ÞEIR áhorfendur sem mæta snemma til leiks í Laugardalshöll- ina fá gefins bol í lit síns félags frá Lýsingu og það má því búast við að stúkan í Höllinni verði litskrúðug.  KR og Keflavík standa nokkuð jöfn í bikarkeppni kvenna frá árinu 1975 þegar fyrst var keppt. KR hef- ur níu sinnum orðið bikarmeistari en Keflvíkingar hafa vinninginn, hafa tíu sinnum sigrað. Bæði hafa liðin leikið 14 sinnum til úrslita og hafa engin lið leikið eins oft. Þetta verður sem sagt í 15. sinn sem liðin komast í úrslit.  KEFLAVÍK og KR hafa mæst fimm sinnum í úrslitum og hefur Keflavík vinninginn, hefur sigraði þrívegis en KR tvisvar.  NJARÐVÍK hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari karla og er þar í öðru sæti á eftir KR sem hefur 9 sinnum sigrað. Keflvíkingar koma næstir á eftir Njarðvík með 4 bik- armeistaratitla.  FÉLÖGIN hafa bæði unnið einum úrslitaleik meira en þau hafa tapað. Njarðvík hefur sigrað 7 sinnum en tapað 6 úrslitaleikjum á meðan Keflavík hefur sigrað fjórum sinn- um en tapað þrívegis. PUNKTAR Stoðsending í Stykkishólm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.