Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 07.02.2004, Qupperneq 70
ÍÞRÓTTIR 70 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT JÓN Jóhannsson 21 árs gamall línumaður sem leikur með danska 2. deildarliðinu Söndeborg hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildaliðið Skjern og gengur hann í raðir liðsins fyrir næstu leik- tíð. Jón er hávaxinn af línumanni að vera, um 2 metrar á hæð og þykir ekki ósvipaður í vexti og Sigfús Sig- urðsson línumaður þýska liðsins Magdeburg og ís- lenska landsliðsins. Jón hefur verið búsettur í Danmörku í þrjú ár en hann lék með Fjölni og Fram og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Aron aðstoðar Anders Dahl Hjá Skjern hittir Jón fyrir Aron Kristjánsson, fyrr- verandi leikmann Hauka og landsliðsins, en Aron hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Skjern og mun starfa við hlið Anders Dahl Nielsens. Nielsen hefur þjálfað Skjern undanfarin sex ár og lék Aron undir hans stjórn fyrir nokkrum árum en Aron er nú í herbúðum Tvis/ Holstebro. Skjern samdi við íslenskan línumann NJARÐVÍK og bikarmeistaralið Keflavíkur eigast við í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í karlaflokki í dag í Laugardalshöll og eru allar líkur á því að Brenton Birmingham og Brandon Woudstra verði með Njarð- víkurliðinu í leiknum. En þeir hafa verið frá vegna meiðsla undanfarna daga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins æfðu Brandon og Brenton báðir með liðinu í gær og eru bjartsýnir á að geta látið að sér kveða í úrslitaleiknum, en forsvarsmenn félagsins hafa ekki viljað ljóstra því upp hvort þeir verði í liðinu gegn grönnum sínum úr Keflavík. Brenton meiddist í undanúrslitarimmu liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi þann 17. janúar sl. og hefur hann ekki leikið með Njarðvík í síðustu tveimur deild- arleikjum liðsins sem töpuðust báðir. Brenton hefur skorað 21,8 stig að meðaltali í fjórum leikjum í bik- arkeppninni til þessa. Woudstra sneri sig á ökkla í grannaslagnum gegn Keflavík sl. föstudag í Intersport- deildinni en hann hefur einnig skorað 21,8 stig að með- altali í bikarkeppninni í fjórum leikjum. Brenton og Brand- on klárir í slaginn? Ársþing KSÍ 58. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram á Hótel Selfossi í dag. Þorrablót Víkings Víkingar verða með hið árlega Þorrablót sitt Víkinni í kvöld kl. 19.30. HANDKNATTLEIKUR Stjarnan – KA 26:34 Ásgarður í Garðabæ, úrvalsdeild karla í handknattleik, RE/MAX-deild, föstudagur 6. febrúar 2004. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 5:5, 6:9, 7:12, 9:14. 11:14, 13:19, 14:19, 16:20, 17:23, 19:24, 19:28, 21:30, 24:31, 26:34. Mörk Stjörnunnar: David Kekelia 6, Vil- hjálmur Halldórsson 5/4, Arnar Jón Agn- arsson 4, Arnar Theódórsson 3, Gunnar Ingi Jóhannsson 3, Sigurður Bjarnason 2, Björn Friðriksson 2, Gústaf Bjarnason 1. Varin skot: Jacek Kowal 17/1 (þar af 10/1 aftur til mótherja), Guðmundur K. Geirs- son 1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk KA: Arnór Atlason 10/6, Einar Logi Friðjónsson 9, Andrius Stelmokas 7/1, Árni Björn Þórarinsson 3, Jónatan Magnússon 2, Bjartur Máni Sigurðsson 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 12/1 (þar af 3/1 aftur til mótherja), Hans Hreinsson 3. Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Dálítið ryðgaðir eftir fríið. Áhorfendur: Um 160. Fram – ÍR 27:32 Framheimilið: Gangur leiksins: 0:4, 4:8, 6:8, 7:12, 10:14, 11:16, 13:17, 14:21, 19:21, 22:23, 23:27, 25:30, 27:32. Mörk Fram: Héðinn Gilsson 10, Valdimar Þórsson 3, Arnar Þór Sæþórsson 3/1, Jón Björgvin Pétursson 3/2, Guðlaugur Arnars- son 2, Guðjón Finnur Drengsson 2, Haf- steinn Ingason 2, Hjálmar Vilhjálmsson 1, Stefán B. Stefánsson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 24/2 (þar af fóru 10/1 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 10, Fannar Þorbjörnsson 7, Bjarni Fritzson 7, Ingi- mundur Ingimundarson 4, Hannes Jón Jónsson 4. Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22/3 (þar af fóru 8/1 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Arnar Kristinsson og Þorlákur Kjartansson. Áhorfendur: 128. Valur – Grótta/KR 29:20 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 5:2, 7:6, 9:6, 9:8, 12:8, 18:8, 19:9, 20:11, 23:13, 25:15, 27:18, 29:20. Mörk Vals: Markús Máni Maute 6/1, Hjalti Gylfason 4, Heimir Árnason 4/1, Bjarki Sigurðsson 3, Hjalti Pálmason 3, Atli Rún- ar Steinþórsson 2, Freyr Brynjarsson 2, Sigurður Eggertsson 2, Brendan Þorvalds- son 1/1, Kristján Karlsson 1, Fannar Frið- geirsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (Þar af fór eitt skot aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 5, Krist- inn Björgúlfsson 4, Konráð Olavsson 3, Þorleifur Björnsson 3, Kristján Þorsteins- son 2, Daði Hafþórsson 1, Hörður Gylfason 1, Sverrir Pálmason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 12/1 (Þar af fór eitt skot aftur til mótherja), Gísli Guð- mundsson 4/1 Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson. Áhorfendur: 112. Haukar – HK 30:23 Ásvellir: Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 6:4, 9:6, 13:6, 14:9, 15:12, 17:13, 19:15, 23:17, 27:19, 28:21, 30:23. Mörk Hauka: Jón Karl Björnsson 14/9, Andri Stefan 5, Robertas Pauzuolis 4, Ás- geir Örn Hallgrímsson 3, Halldór Ingólfs- son 2, Þorkell Magnússon 2. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/2 (þar af 8 til mótherja). Utan vallar: 16 mínútur. Mörk HK: Andrius Rackauskas 8/2, Elías Már Halldórsson 5, Samúel Árnason 3, Al- exander Arnarsson 2, Augustas Stradaz 2, Atli Þór Samúelsson 2, Ólafur Víðir Ólafs- son 1. Varin skot: Björgvin Gústafsson 8 (þar af 1 til mótherja), Hörður Flóki Ólafsson 1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 16 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Stóðu sig virkilega vel. Áhorfendur: 400. Staðan: Valur 1 1 0 0 29:20 10 KA 1 1 0 0 34:26 10 Haukar 1 1 0 0 30:23 9 ÍR 1 1 0 0 32:27 7 Fram 1 0 0 1 27:32 6 HK 1 0 0 1 23:30 6 Stjarnan 1 0 0 1 26:34 5 Grótta/KR 1 0 0 1 20:29 3 Þýskaland Magdeburg – Hamborg ........................32:27 Kronau-Östringen – Minden................22:28 Staðan: Flensburg 19 16 2 1 617:500 34 Magdeburg 19 15 1 3 580:491 31 Lemgo 19 14 2 3 632:534 30 Kiel 19 13 2 4 592:504 28 Hamburg 20 14 0 6 565:515 28 Essen 19 11 2 6 524:473 24 Gummersb. 19 11 1 7 527:493 23 Wallau 19 9 3 7 592:577 21 Nordhorn 18 8 2 8 536:520 18 Wetzlar 19 8 2 9 478:521 18 Großwallst. 19 6 4 9 450:503 16 Minden 20 7 0 13 523:582 14 Stralsunder 19 6 0 13 423:522 12 Wilhelmshav. 19 4 2 13 498:534 10 Göppingen 19 5 0 14 486:533 10 Pfullingen 19 4 1 14 500:566 9 Kr-Östringen 20 4 1 15 522:591 9 Eisenach 19 4 1 14 494:580 9 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ármann/Þróttur – Fjölnir ..................83:106 Staðan: Skallagrímur 14 13 1 1314:1131 26 Fjölnir 15 13 2 1399:1106 26 Valur 13 11 2 1137:1038 22 Ármann/Þróttur 14 7 7 1180:1127 14 Stjarnan 14 6 8 1124:1107 12 ÍS 14 6 8 1114:1200 12 Þór A. 15 6 9 1268:1335 12 ÍG 13 3 10 1023:1175 6 Höttur 14 3 11 1042:1221 6 Selfoss 14 2 12 1121:1282 4 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Philadelphia – LA Lakers ....................96:73 San Antonio – Seattle ...........................96:90 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, A-riðill: Valur – KR.................................................1:1 Matthías Guðmundsson – Kjartan Henry Finnbogason. Þróttur – ÍR...............................................4:1 Lokastaðan: KR 4 3 1 0 22:3 10 Valur 4 3 1 0 9:5 10 Þróttur R. 4 1 1 2 8:12 4 ÍR 4 1 0 3 4:19 3 Leiknir R. 4 0 1 3 5:9 1  KR mætir Víkingi og Valur mætir Fylki í undanúrslitum 12. febrúar. Holland Roosendaal – Waalwijk ............................1:3 Frakkland Bordeaux – Nantes ...................................2:0 Valsmenn byrjuðu úrvalsdeildinasérdeilis vel þegar þeir lögðu Gróttu/KR á Hlíðarenda í gærkvöldi. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd á vellinum í byrjun þess seinni og spiluðu gestina upp úr skónum, stað- an í hálfleik var 12:8 en þegar upp var staðið unnu Valsmenn með níu marka mun, 29:20. Leikurinn byrjaði fjörlega og var greinilegt að liðin höfðu nýtt vetr- arfríið til hins ýtrasta. Hraðar sóknir Gróttu/KR skópu þeim auðveld mörk en þeir áttu það til að detta nið- ur í hægar sóknir þar sem vantaði einhvern til að taka af skarið – Gint- aras Savukynas er frá vegna meiðsla og munaði þar um minna. Heima- menn spiluðu agaðan leik og sýndu styrk sinn þegar þeir gerðu út um leikinn á fyrstu átta mínútunum í síð- ari hálfleik, komu stöðunni úr 12:8 í 18:8. Eftir það varð róðurinn þungur fyrir gestina sem létu lítið að sér kveða, náðu aldrei að grynnka á muninum og heimamenn fóru með auðveldan sigur af hólmi, 29:20. „Þetta var ágætis byrjun og ég er mjög sáttur með leikinn á köflum – við áttum meira inni,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals- manna. „Það er alltaf erfitt að mæta Gróttu/KR, þeir voru að missa sinn sterkasta leikmann og ég bjóst við að þeir kæmu þéttir til baka. Þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik, fengu mörg dauðafæri og fundu glufur á vörninni. En í byrjun seinni hálfleiks gekk allt á afturfótunum hjá þeim og við brutum þá snemma niður og eft- irleikurinn var auðveldur. Við erum að smella vel saman og hlökkum til næsta leiks við Hauka, þó skemmti- legra væri að mæta þeim með Viggó,“ bætti Óskar við að lokum. Ágúst Jóhannson, þjálfari Gróttu/ KR, var ekki sæll á svip eftir leikinn. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum klaufar að vera fjórum mörk- um undir í hálfleik. Við yfirspiluðum þá hvað eftir annað sóknarlega en klúðrum mörgum dauðafærum og vítaköstum og það má alls ekki á móti liði eins og Val. Svo ætluðum við að bæta þetta í seinni hálfleik en vor- um eins og vitleysingar fyrstu fimm mínúturnar. Leyfðum þeim að skora sex mörk á móti engu og þar með var sigurinn horfinn. Við reyndum eitt- hvað að klóra í bakkann en svo fór sem fór. Það þýðir ekkert annað en spýta í lófana og rífa sig upp, við er- um án lykilmanna og verðum þá að þjappa okkur saman – komum svo brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ágúst. „Ágætis byrjun“ Andri Karl skrifar Páll Ólafsson brosti breitt þegarMorgunblaðið náði tali af hon- um eftir leikinn en Páll ákvað að verða við óskum Haukanna og hlaupa í skarð Viggós. „Þetta er óska- byrjun og ég get ekki verið annað en mjög ánægður með frammistöðu liðsins. Strákarnir voru virkilega vel einbeittir og þrátt fyrir það sem á undan er gengið þá voru menn tilbúnir að þjappa sér saman og sýna það í hverju þeir eru bestir. Það er að spila handbolta,“ sagði Páll við Morgunblaðið eftir leikinn. Það mátti fljótt merkja að leik- menn Hauka ætluðu sér ekkert ann- að en sigur og allt frá fyrstu mínútu léku þeir eins og þeir sem valdið hafa. Birkir Ívar Guðmundsson gaf tóninn með mjög góðri markvörslu, ásamt öflugum varnarleik Haukanna þar sem þeir Vignir Svavarsson og Robertas Pauzuolis fóru fremstir í flokki. Á þeim kafla náðu Íslands- meistararnir fljótlega afgerandi tök- um á leiknum. Haukar komust í 13:6 eftir 20 mínútna leik og þó svo að HK-ingar næðu aðeins að klóra í bakkann undir lok fyrri hálfleiks þá hafði maður alltaf á tilfinningunni að Haukar gætu bætt í að vild. Haukar héldu HK-mönnum í hæfi- legri fjarlægð frá sér í síðari hálfleik. Sóknarleikur Kópavogsliðsins var afar mistækur og Birkir Ívar hélt áfram að gera leikmönnum HK lífið leitt. Haukarnir juku forskotið jafnt og þétt, mest fyrir stórleik Jóns Karls Björnsson sem fór á kostum í vinstra horninu og af vítapunktinum en alls skoraði Jón Karl 14 mörk úr 15 skotum og var besti leikmaður Haukaliðsins ásamt Birki Ívari sem varði 25 skot í leiknum. Páll Ólafsson, nýráðinn þjálfari Hauka, reiknaði með jafnari leik enda hafa leikir þessara liða nánast undantekningarlaust verið spennu- leikir. „Þetta hafa alltaf verið hörku- leikir en við náðum okkur vel á strik í kvöld. Vörnin var afar sterk og Birk- ir átti stórleik í markinu. Þessir hlut- ir skópu forskotið sem við náðum í byrjun og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég vissi ekki alveg hvernig menn kæmu til leiks eftir öll vand- ræðin í vikunni en strákarnir sýndu hvað í þá er spunnið og ég verð sér- staklega að hrósa Jóni Karli og Birki Ívari. Það er þungu fargi af mér létt og þessi sigur gefur okkur gott vega- nesti í baráttuna framundan,“ sagði Páll. Baráttan og leikgleðin sem oft hefur einkennt HK-liðið var ekki til staðar og hvar sem gripið er niður í leik liðsins var það langt undir vænt- ingum. Landsliðsmarkvörðurinn ungri Björgvin Gústafsson náði sér ekki á strik, vörnin var frekar slök og sóknarleikurinn afar einhæfur og aðeins Andrius Rackauskas sem var með sæmilegu lífsmarki sem og Elí- as Már Halldórsson en átti mjög góða innkomu í síðari hálfleik. „Við vorum bara skrefinu á eftir Haukum allan leikinn. Menn virtust ekki klárir í slaginn þegar á hólminn var komið og mínir menn voru ekki með rétt hugarfar. Það gengur aldr- ei og sérstaklega ekki þegar leikið er á móti Haukum. Við vissum vel að Haukarnir myndu mæta grimmir til leiks eftir það sem gengið hefur á hjá þeim en við vorum ekki menn til að taka á móti þeim og því fór sem fór. Við fórum illa að ráði okkar í fær- unum og misnotuðum þrjú vítaköst og það var ansi dýrt,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK-manna, eftir leikinn. Spurður hvort hann hefði ekki brugðist of seint við með því að leika framliggjandi vörn á Haukana sagði Árni; „Jú, það má vel vera að ég hafi verið of seinn til því það kom mikið hik á Haukanna þegar við sótt- um fram gegn þeim. Við megum ekk- ert hengja haus yfir þessum úrslit- um og við verðum bara að þjappa okkur saman fyrir næsta leik.“ Óskabyrjun hjá Páli með Haukana ÍSLANDSMEISTARAR Hauka sýndu bæði styrk og liðsanda af bestu gerð þegar þeir lögðu bikarmeistara HK á sannfærandi hátt, 30:23, á Ásvöllum. Leikmenn Hauka létu orrahríðina sem staðið hefur yfir í herbúðum liðsins frá því Viggó Sigurðsson yfirgaf þjálfarastarfið ekkert á sig fá og Páll Ólafsson, arftaki Viggós, gat varla óskað sér betri byrjunar. Haukar höfðu tögl og hagldir allan leiktímann og með hornamanninn Jón Karl Björnsson og markvörðinn Birki Ívar Guðmundsson í fararbroddi sýndu Haukar að þeir ætla ekki að láta Íslandsmeistaratitilinn af hendi svo glatt. Guðmundur Hilmarsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, úrslitaleik- ir í Laugardalshöll. KONUR: Keflavík – KR.............................13 KARLAR: Keflavík – UMFN...............16.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur – ÍG ...............................16 Ásgarður: Stjarnan – Selfoss ...............19.15 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, RE/MAX-deild: Framheimili: Fram – Valur..................15.30 Ásgarður: Stjarnan – FH ..........................16 Víkingur – KA/Þór .....................................16 1. deild karla, RE/MAX-deild: Vestmannaeyjar: ÍBV – Þór A. .................15 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deild: KA-heimilið: KA – Fram ...........................17 Digranes: HK – Stjarnan .....................19.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR – ÍR............19.15 Hlíðarendi: Valur – Haukar .................19.15 1. deild kvenna, RE/MAX-deild: Ásvellir: Haukar – Grótta/KR ..................17 1. deild karla, RE/MAX-deild: Varmá: Afturelding – Víkingur.................20 Kaplakriki: FH – Selfoss ...........................17 KNATTSPYRNA Laugardagur: Reykjavíkurmót kvenna, efri deild: Egilshöll: Valur – Breiðablik.....................15 Egilshöll: ÍBV – KR ...................................17 Norðurlandsmót, Powerade-mótið: Boginn: KA – Völsungur.......................12.15 Boginn: Leiftur/Dalvík – Tindastóll ....15.15 Sunnudagur: Reykjavíkurmót karla Leikur um 5. sæti: Egilshöll: Fram – Þróttur R. ....................19 Leikur um 7. sæti: Egilshöll: Fjölnir – ÍR ...............................21 Reykjavíkurmót kvenna, efri deild: Egilshöll: KR – ÍBV ...................................14 Norðurlandsmót, Powerade-mótið: Boginn: Þór – Hvöt................................13.15 BLAK 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur R. - Stjarnan..............14 UM HELGINA FÉLAGSLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.