Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sumarbæklingur Heimsferða kemur út í dag. 10.000 kr. afsláttur fyrir þá sem bóka strax. Sumarbæklingur Heimsferða kemur út í dag. Opið í dag frá kl. 12 til 16. MJÖG góð veiði var á loðnumiðunum í gær, svo góð að nætur sprungu vegna of mikils afla. Segjast sjómenn sjaldan eða aldrei hafa séð jafn mikið af loðnu á miðunum. Þeir segja loðnukvóta vertíðarinnar ekki gefa rétta mynd af ástandi stofnsins og skora þeir á stjórnvöld að veita meira fé til loðnurannsókna hið fyrsta, enda sé loðnan mjög góð til manneldisvinnslu þessa dagana og nú fáist gott verð fyrir loðnu- afurðir. Mikið hefur verið fryst af loðnu á Rússlands- markað frá áramótum, enda fæst nú þar gott verð fyrir afurðina. Nýliðinn janúarmánuður var þannig sá besti hjá Síldarvinnslunni frá upphafi hvað loðnufrystingu varðar. Fryst voru 3.100 tonn af loðnu og hefur aldrei verið fryst jafn mikið af loðnu hjá fyrirtækinu í jan- úar. Hrognafylling loðnunnar sem veiðist þessa dagana er um 10% en þegar hún nær 12% má hefja frystingu á Japansmarkað. Ætla má að það gerist innan fárra daga. Vel horfir með sölu á frosinni loðnu til Japans um þessar mundir og má gera ráð fyrir góðu verði. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ida Jeremiassen pakkar loðnu til frystingar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í gær. Nætur sprungu undan loðnunni  Loðnan/16 PÉTUR Björnsson, formaður Sam- taka verslunarinnar, sagði á aðalfundi félagsins í gær að samtökin vildu að bannað yrði með lögum að selja vöru á undirverði. „Það kann að vera neyt- endum hagkvæmt á þeirri stundu sem þeir kaupa tiltekna vöru á verði langt undir innkaupsverði en til lengri tíma er þetta óhagkvæmt og óheilbrigt og leiðir til brenglunar á verðskyni enda gert í þeim tilgangi meðal annars. Slík drápsverðlagning er víða bönnuð í nágrannaríkjum okk- ar, t.d. Bretlandi,“ sagði Pétur Björnsson. Þá sagði hann á fundinum að um- bjóðendur samtakanna væru hræddir við að opinbera ástand, sem þeir segja að ríki í viðskiptalífinu, vegna ótta við hefndaraðgerðir. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands, sagði í erindi sínu að samþjöppun væri ríkjandi hér á landi í matvöru, byggingarvörum, trygg- ingum, flutningum, lyfjum, olíu og fjölmiðlum, en hafði þó fyrirvara á því síðastnefnda þar sem óvíst væri um lokaniðurstöðu í þeim málaflokki, eins og hann orðaði það. Tryggvi sagði einnig að mikilvægt væri að hlaupa ekki til og setja ný lög og reglugerðir nema að vel athuguðu máli og taldi að styrkja ætti samkeppnisyfirvöld og auka þekkingu þeirra, þannig að þau gætu fylgst vel með þróun markaða af kunnáttu, innsæi og skynsemi. Vilja banna sölu á undirverði  Hræddir/16 NIÐURSKURÐUR á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi mun hafa áhrif á launakjör 260 hjúkrunarfræðinga, en alls mun ársverkum hjúkrunarfræðinga fækkað um 23. Vaktakerf- um verður breytt, en enn er ekki orðið ljóst hvernig niðurskurðinum verður háttað. Dagbjört H. Kristinsdóttir, aðaltrúnaðar- maður hjúkrunarfræðinga á LSH, og Fríða Björg Leifsdóttir, trúnaðarmaður á slysa- og bráðadeild í Fossvogi, segja hjúkrunarfræð- inga hafa miklar áhyggjur af áhrifum sparnað- araðgerðanna á öryggi sjúklinga. „Það er ætlast til að við hlaupum hraðar og sinnum fleiri sjúklingum. Rannsóknir hafa sýnt að það er við öryggismörk að hjúkrunar- mann, hvort maður verður einn af þeim sem missa vinnuna eða verður fyrir einhverri skerðingu,“ segir Fríða. Dagbjört segist hafa rætt við hjúkrunarfræðinga sem ætli ekki að sætta sig við kjaraskerðingu, frekar muni þeir ganga út og hætta störfum. „Mér finnst ríkisstjórnin vera að gefa kjós- endum langt nef með þessu. Kjósendur eru sjúklingarnir okkar,“ segir Dagbjört. „Fólk hættir bara ekki að verða veikt, það er málið. Ég veit ekki alveg hvað yfirvöld hafa haldið, að við séum að rölta um gangana og gera ekki neitt,“ heldur hún áfram. fræðingur sinni fjórum sjúklingum sem eru mjög veikir, eins og nýlega komnir úr aðgerð. Um leið og hjúkrunarfræðingur er búinn að bæta við sig fimmta sjúklingnum aukast lík- urnar á mistökum og að sjúklingur deyi um 7%. Ef bætt er við einum í viðbót eru líkurnar 14% og þannig heldur þetta áfram. Hjúkrunarfræð- ingar hérna á spítalanum eru kannski eina næturvakt með 20–30 sjúklinga. Þetta skapar mikla hættu fyrir sjúklingana,“ segir Dagbjört. Segja þær starfsfólkið orðið mjög þreytt á óvissunni hvernig niðurskurðinum verði háttað í framtíðinni og óörygginu sem því fylgir. „Maður veit ekki hverjar breytingarnar verða og hvernig þær koma til með að hafa áhrif á Niðurskurðurinn á LSH mun hafa áhrif á kjör 260 hjúkrunarfræðinga Segja auknar líkur á mis- tökum með meira álagi  Ætlast til/12 Í BRÉFI sem Ragnar Jónsson í Smára sendi Matthíasi Jo- hannessen er sá síðarnefndi var að ljúka við ritun samtalsbókar sinnar við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið, kemur fram að Ragnar var langt frá því að vera sammála mörgu því sem Þór- bergur sagði í bók- inni. Þór- bergur held- ur því til dæmis fram að syndir verði ekki fyrirgefnar en því svarar Ragn- ar með þessum orðum: „Mann- fjandann vantar þriðju víddina í sálarlífið.“ Ragnar segir að Þórberg skorti lífsreynslu. Hann hafi að vísu „gengið á berum iljunum, soltið eins og fjallarefur“ en slíkt hafi allir menn reynt og það orðið þeim „dýrðlegt lyf og hjartastyrkjandi“. Í dag er aldarafmælis Ragn- ars í Smára minnst með dag- skrá í Þjóðleikhúsinu og opnun sýningar í Listasafni ASÍ. Enn- fremur verður dagskrá helguð Ragnari á Eyrarbakka á sunnudag en þar var hann fæddur. Ragnar í Smára í bréfi um Þórberg Þórberg skorti lífs- reynslu  Lesbók/7–10 Ragnar í Smára.DAMIEN Rice, ungur Íri, sem sló í gegn á síðasta ári með plötunni O, mun halda tónleika á NASA 19. mars næstkomandi. O er hans fyrsta plata og hefur hún hlotið mikið lof og var að margra mati ein af betri plötum síð- asta árs. Rice leik- ur angurværa og tilfinningaríka tónlist, oftast studdur kassagítar, og hefur ósjald- an verið líkt við sígild söngvaskáld á borð við Bob Dylan, Leonard Cohen og Van Morrison. Rice, sem kemur til landsins með hljómsveit sinni, á eitt af mest spiluðu lög- unum á Rás 2 um þessar mundir en það heitir „Volcano“. Damien Rice til Íslands  Heimsókn/65 ♦♦♦ ÞAÐ VAR boðið upp á finnskt rokk á Gauki á Stöng í gær- kvöldi við góðar undirtektir viðstaddra. Gaukurinn var stappfullur út úr dyrum er Rasmus hefur átt tvö lög í toppsætum vinsældalista víða um heim og hefur engin önnur finnsk popphljómsveit náð þeim árangri. strákarnir í The Rasmus stigu á svið en áhorfendur voru komnir í mikið stuð eftir upp- hitun hljómsveitarinnar Mauss. Morgunblaðið/Golli The Rasmus rokkaði á Gauknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.