Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 2
HESTAFERÐIR um íslenska nátt- úru eru með því fegursta sem land- ið hefur upp á að bjóða. Tuttugu og átta ástfangin bandarísk pör komu hingað til lands í gær, en heimsókn til Íslands var hluti af sérstakri Val- entínusarferð sem Icelandair Holi- days í Baltimore hafa skipulagt. Pörin ástföngnu fóru m.a. í hesta- ferð með Íshestum og lögðust svo í Bláa lónið. Í morgun var ferðinni heitið til Bretlands. Morgunblaðið/Eggert Lagt í rómantíska hestaferð FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KEYPTU 10% Í EIMSKIP Flugleiðir keyptu í gær 10% í Eimskipafélaginu. Hannes Smára- son, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri Byko, keyptu hlutinn á fjóra milljarða króna. Hóp- ur fjárfesta hefur áhuga á að koma að rekstri flutningafélagsins. Vilja rannsaka hvali Alþjóðlegur dýraverndunarsjóður vill senda skip á Íslandsmið til að rannsaka hvali án þess að veiða þá. Á að þróa til þess aðferð sem byggist á hljóðsjárrannsóknum. Bar fíkniefni innvortis Talið er að dánarorsök mannsins sem fannst látinn í höfninni í Nes- kaupstað hafi ekki verið útvortis áverkar heldur hafi fíkniefni sem hann bar innvortis valdið dauða hans. Tímamót í Kýpurdeilu Leiðtogar Grikkja og Tyrkja á Kýpur komust í gær að samkomu- lagi um að hefja viðræður um enda- lok skiptingar eyjarinnar fyrir 1. maí, er hún gengur í Evrópusam- bandið. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði milligöngu um samkomulagið. Hallar á Bush John Kerry, sem líklegastur er til sigurs í forkosningum bandaríska Demókrataflokksins, myndi sigra George W. Bush forseta ef gengið yrði til kosninga nú. Kemur þetta fram í nýrri skoðanakönnun. Fengi Kerry 52% en Bush 43. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 39 Viðskipti 16 Viðhorf 40 Úr verinu 16 Minningar 42/48 Erlent 17/19 Kirkjustarf 49/50 Heima 20 Dans 50 Höfuðborgin 22 Bréf 56 Akureyri 24/25 Myndasögur 56 Suðurnes 26 Dagbók 58/59 Landið 27 Staksteinar 58 Árborg 28 Sport 60/663 Listir 29/30 Leikhús 64 Ferðalög 31 Fólk 64/69 Daglegt líf 32/33 Bíó 66/69 Umræðan 34/41 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Kynningar - Tímarit um mat og vín fylgir Morgunblaðinu í dag. Einnig fylgir auglýsingablaðið „Sérferðir 2004“ frá Úrvali-Útsýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is edda.is Upp úr fertugu fara í hönd miklar breytingar í lífi fólks og ýmis tækifæri myndast í einkalífi og starfi. Einstök bók um spennandi æviskeið. Óvænt og glæsileg konudagsgjöf FÓLKIÐ sem var í grárri bifreið á bryggjunni í Neskaupstað aðfaranótt mánudags, þar sem lík óþekkts manns fannst í höfninni á miðvikudag, gaf sig fram í gær. Jónas Vilhelmsson yfirlögreglu- þjónn sagði fólkið ekki tengjast málinu á nokkurn hátt. Auglýst hafði verið eftir þeim sem þarna voru á ferð í gær. Þegar fólkið gaf sig fram kom í ljós að bíllinn var af gerðinni Mitsubishi Galant en ekki Lancer eins og áður var talið. Hins vegar hefur enginn enn gefið sig fram og sagst hafa verið á ferð um bryggjuna klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudags. Vitni sá bílljós en ekki hvaða tegund bíllinn var né lit hans. Mynd send öllum lögregluembættum Í gær var send mynd af líkinu til allra lögreglu- embætta á landinu. Jónas segir tilganginn að kanna hvort einhverjir lögreglumenn annars stað- ar á landinu hafi haft afskipti af manninum eða kannist við hann. Þau boð höfðu verið send út að fjölmiðlum yrði afhent myndin í gærkvöldi en Jónas segir að beðið verði með það. Eftir nánari athugun hafi verið tekin ákvörðun um að það þjónaði ekki rannsóknarhagsmunum málsins. Lögreglan og aðrir verði að stíga varlega til jarð- ar og hugsa út í hvert skref. Það verður því bið á því að almenningur fái að sjá mynd af manninum sem lést. Kennslanefnd aðstoðar Lögreglan á Eskifirði óskaði eftir aðstoð kennslanefndar ríkislögreglustjóra við að bera kennsl á líkið. Jónas sagði í gær að hann hefði ekki enn fengið neinar frumniðurstöður úr þeirri rann- sókn. Óvíst væri hve langan tíma kennslanefndin tæki sér. Vinna hennar væri mikið nákvæmnis- verk. Spurður um gang rannsóknarinnar í gær sagð- ist hann auðvitað vera vonsvikinn yfir að ekki væri enn búið að upplýsa málið. Þá voru níu lög- reglumenn að störfum í gærkvöldi fyrir austan fyrir utan þá sem sinna rannsókninni annars stað- ar á landinu. Jónas sagði að strax hefði verið farið fram á að lögreglan á Austfjörðum kannaði ferðir allra hugsanlegra manna og nú væri verið að fara betur í hvern krók og kima þeirra gagna sem hafi borist. Niðurstöður eru ekki enn jákvæðar fyrir rannsóknina – og eiginlega ekki neikvæðar held- ur, sagði Jónas. Stórt skip lét úr höfn í Neskaupstað á þriðju- dagskvöld. Spurður hvort sandur eða drasl af botni hafnarinnar hafi þyrlast yfir líkið sagði Jón- as engar vísbendingar um það. Höfnin væri líka það stór að kraftur frá skrúfum skipsins myndi ekki endilega ná þangað sem líkið lá. Lögreglan á Eskifirði vinnur áfram af kappi við að leysa málið. Jónas segir embættið reyna að upplýsa almenning um gang mála eftir því sem hægt er. Mynd af líkinu sem fannst í Norðfjarðarhöfn send öllum lögregluembættum Fólkið á Mitsubishi-bif- reið gaf sig fram í gær KENNSLANEFND ríkislögreglu- stjóra vinnur nú að því að bera kennsl á lík mannsins sem fannst í höfninni í Neskaupstað. Í nefndinni er einn lögreglumaður úr almennri deild, annar úr tæknideild, einn tannlæknir og einn réttarlæknir. Kennslanefnd hefur það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík eða jafnvel líkamsleifar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur nefndin aldrei áður rannsakað heilt lík þar sem ekki er vitað hver við- komandi var. Öllum upplýsingum sem hægt er að afla er safnað saman til að kom- ast að því af hverjum líkið er. Nefndin vinnur á breiðum fagleg- um grunni í upplýsingaöflun sinni eins og samsetning hennar gefur til kynna. Sé talið að um útlending sé að ræða hefur alþjóðaskrifstofa ríkis- lögreglustjóra það verkefni að afla upplýsinga t.d. hjá Interpol. Athug- að er hvort viðkomandi einstakl- ingur hafi farið í gegnum flugstöð- ina með því að notast við tölvu- búnað lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli sem ber kennsl á andlit fólks. Samstarfið felst líka í að sam- keyra gögnin, sem fyrir liggja um einstaklinginn, við upplýsingakerfi landamæralögreglu annarra ríkja. Reynt að bera kennsl á heilt lík Fyrsta mál sinn- ar tegundar LANDSBANKI Íslands hefur tekið á leigu 4.000 fm húsnæði við Hafn- arstræti 5 í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Búnaðarbanki Íslands var áður til húsa, og munu rúmlega 220 starfs- menn Landsbankans, sem til þessa hafa unnið á Laugavegi 77, flytja sig um set í apríl næstkomandi. Þá munu nærri 450 starfsmenn bankans sækja vinnu í miðborgina. Innangengt verð- ur milli höfuðstöðva Landsbankans í Austurstræti og nýju húsakynnanna. Útibúið á Laugavegi 77 verður starf- rækt áfram. Landsbanki í húsnæði Bún- aðarbanka ♦♦♦ Í TILLÖGUM sem lagðar hafa verið fyrir dómsmálaráðuneytið er gert ráð fyrir að stærstu eigendur Tetra Ísland, Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun, leggi fyrirtækinu til 50 milljónir hvort um sig, til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. „Ef nauðasamningar ganga eftir duga þessar milljónir til þess að fyrirtæk- ið haldi áfram,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. Hann seg- ir að stór hluti kröfuhafanna sé bú- inn að samþykkja nauðasamninga. Leggja 100 millj. í Tetra Ísland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.