Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 10

Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ef sérstaklega mikið hriktirí er stóra trompinu spilaðút – skipuð er nefnd,“sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, í um- ræðum á Alþingi í vikunni. Var þingmaðurinn að tala um samruna í bankakerfinu, sem ekki er þó ætlunin að gera að umtalsefni hér, heldur þá athugasemd hans hve nefndum er oft ætlað að leysa – eða leysa ekki – ýmis mál. Steingrímur var með fyrrnefndum orðum sínum að vísa til ríkisstjórn- arinnar en óhætt er að fullyrða að hún er ekki ein um að hafa mætur á nefndum. Það hafa almennir þing- menn líka; úr öllum flokkum. Að minnsta kosti ef litið er til þess hve margar nefndir þeir leggja til að verði skipaðar á ári hverju um hin margvíslegustu málefni. Þegar þetta er skrifað hafa verið lagðar fram, á þessu löggjafarþingi, samtals 109 tillögur til þingsályktun- ar. Í langflestum þeirra er lagt til að Alþingi samþykki að fela ráðherra að skipa nefnd um hitt og þetta mál- efnið. Og já, vel á minnst, nefndunum er greinilega ekkert óviðkomandi. Þeim er til dæmis ætlað að sinna málefnum á borð við stofnbrautakerfi fyrir hjól- reiðar, eflingu sjálfboðastarfs á Ís- landi, stöðu sýslna í íslenskri löggjöf, raforkukostnað fyrirtækja, jarðgöng, kornrækt og öryggi Íslands, svo dæmi séu nefnd. Hið kaldhæðnislega í málinu er þó að þegar þingmenn hafa mælt fyrir tillögum sínum – sem flestar ganga út á skipan nefnda – er tillögunum vísað í fastanefndir þingsins, og það- an eiga þær sjaldnast afturkvæmt. Tillögurnar um nefndirnar eru þann- ig „vel geymdar“ í nefndum þingsins.    En að öðru. Össur Skarphéð-insson, formaður Samfylk-ingarinnar, hratt af stað um- ræðu í þjóðfélaginu um verkaskiptingu ráðuneyta, þegar hann sagði í umræðum á Alþingi í vikunni að allt eins mætti leggja nið- ur landbúnaðarráðuneytið. „Það mætti, ef menn vildu gera stjórn- sýsluna skilvirkari og ódýrari, allt eins leggja niður landbúnaðarráðu- neytið og koma öllum verkefnum þess fyrir í öðrum ráðuneytum án þess að þau bæru nokkurn skaða af því. Sum þeirra, eins og fiskeldi, full- yrði ég að mundu eflast að þrótti,“ sagði hann. Sjálfur landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, var ekki í þingsal þegar þessi ummæli féllu, enda var verið að ræða allt annað og í raun óskylt mál, þ.e. frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða. Steingrímur J. Sigfússon sá þó ástæðu til að taka upp hanskann fyrir Guðna. Sagði hann að Össur hefði átt að gera ráðherranum viðvart áður en hann flutti slíka „tímamótaræðu“, eins og Steingrímur komst að orði. Síðan sagði hann: „En ég verð að segja sem gamall húsbóndi á öðru óðali, þ.e. í landbúnaðarráðuneytinu, að ég vil halda hér uppi vörnum fyrir það ráðuneyti og er ósammála hátt- virtum þingmanni.“ Össur kom aftur í pontu og benti á að hann væri löngu hættur að reyna „að aka ráðherrum hæstvirtrar rík- isstjórnar í þingsalinn til þess að tala um það sem máli skiptir“. Hann bætti því við að hann hefði lært af reynsl- unni. „Hún hefur einfaldlega sýnt mér að það er ekki hægt að koma þessum mönnum hingað til þess að tala um það sem máli skiptir.“    Talandi um viðveru ráðherra.Hún er nefnilega reglulegagerð að umtalsefni á þing- fundum. Það eru þá yfirleitt þing- menn stjórnarandstöðunnar sem gera það. Til dæmis kvarta þeir yfir því að ráðherra sé ekki í þingsal til að hlýða á umræður um mál sem tengist hans ráðuneyti. „Herra forseti, ég ætla að gera hlé á máli mínu þar til ráðherra kemur í salinn,“ er til dæm- is setning sem undirrituð hefur ótal sinnum heyrt í umræðum á Alþingi. Ef viðkomandi ráðherra er í þinghús- inu segist forseti hafa gert ráðstaf- anir til að ná í hann. Stuttu síðar kemur ráðherrann og umræður halda áfram, eins og ekkert hafi í skorist.      Ofurtrú á nefndum? EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is BJÖRN Bjarnason dómsmála- ráðherra sagði í fyrirspurnar- tíma á Alþingi á fimmtudag að það þyrfti að gera gangskör í því að setja nánari reglur um spila- kassa eins og kveðið er á um í lögum um söfnunarkassa frá árinu 1994. Hann upplýsti að sú vinna væri þegar hafin í ráðu- neytinu. „Ég tel að það eigi að setja þessar reglur og það er fagnaðarefni að það eru komin fram samtök sem unnt er að eiga samstarf við um efni reglnanna þegar til þess starfs er gengið,“ sagði hann og vísaði til nýstofn- aðra samtaka áhugamanna gegn spilafíkn. Í fjórðu grein laga um söfn- unarkassa segir að dómsmála- ráðherra eigi að setja í reglugerð „nánari ákvæði um staðsetn- ingu, auðkenningu, fjölda og teg- undir söfnunarkassa, eftirlit með þeim, notkun mynta og seðla við greiðslu framlaga, fjárhæð vinninga og aldur þeirra sem nota mega kass- ana […].“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vakti máls á þessu í fyrirspurnartíma og sagði það ámæl- isvert að enn hefði ekki verið gengið frá slíkri reglugerð, þrátt fyrir að tíu ár væru liðin frá því lögin voru sam- þykkt. „Það er engan veginn saklaust að ekki hafa verið sett- ar mjög skýrar reglur um spila- kassana í ljósi þess hve miklum skaða þeir valda. Hugsanlega væri hægt að draga úr þeim skaða með skýrum þrengjandi reglum.“ Ögmundur vísaði jafn- framt til ályktunar frá samtök- unum gegn spilafíkn, þar sem óskað er eftir reglugerð af þessu tagi. Fagnar nýjum samtökum Dómsmálaráðherra tók undir orð þingmannsins og sagði nauð- synlegt að hafa slíkar reglur, m.a. til þess að ráðuneytið gæti framfylgt því eftirliti sem því væri skylt að halda uppi gagn- vart kössunum. „Það vill svo vel til að nýlega hafa verið stofnuð samtök áhugafólks um spilafíkn og hefur ráðuneytið ákveðið að aðstoða þau samtök við að koma sínu starfi af stað.“ Ráðherra sagðist hafa rætt við formann samtakanna og ítrekaði að mikilvægt væri að eiga samstarf við þau um efni reglnanna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi Setja þarf nánari regl- ur um spilakassana SAMKVÆMT nýrri könnun Sam- taka verslunarinnar er lyfjaverð á Íslandi 15% hærra en á öðrum Norðurlöndum. Er mismunurinn í takt við mun á almennu verðlagi á Íslandi annars vegar og í löndum Evrópu hins vegar, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtakanna, í samtali við Morg- unblaðið. Á árinu 2002 hafi heildsöluverð skráðra lyfja lækkað um 6% að meðaltali frá árinu áður. Í sömu könnun komi jafnframt fram að verð lyfja hækkaði minna í smá- sölu en verð neysluvöru og gengi á árunum 1999 til 2002. Nýlega birti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið saman- burð á lyfjakostnaði á hvern íbúa á Norðurlöndunum árið 2001. Könnun Samtaka verslunarinnar nær yfir sama ár. Í samanburði ráðuneytisins kom fram að lyfja- verð hér á landi með virðisauka- skatti væri 53% hærra en í sam- anburðarlöndunum. Andrés Magnússon segir þenn- an samanburð villandi og rangan. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ættismönnum hafi verið miðað við söluverðmæti lyfja á hámarks- verði í lyfjaverðskrá og deilt í með mannfjöldatölum ársins. Mikil einföldun í samanburðinum Guðrún Ýr Gunnarsdóttir, for- maður lyfjanefndar Samtaka verslunarinnar, segir að í þessum tölum sé ekki tekið tillit til afslátt- ar á lyfjaverði til sjúkrahúsanna. Hlutdeild þeirra í innkaupum á lyfjum sé um 21% og þau lyf séu seld á heildsöluverði. Þau fái um 10% afslátt sem ekki sé veittur til annarra sjúkrahúsa á Norður- löndunum. Það hafi þar af leiðandi mikil áhrif á heildarlyfjakostnað innan ársins hér á landi en sé ekki tekið með í útreikningum ráðu- neytisins. Jafnframt segir hún að villandi sé að taka virðisaukaskatt inn í þessar tölur; mismunandi sé hvort hann sé yfirleitt lagður á lyfseð- ilskyld lyf og skatturinn sé mis- munandi eftir löndum. Enginn virðisaukaskattur sé t.d. lagður á lyfseðilskyld lyf Svíþjóð, hann sé 8% í Finnlandi upp í að vera 25% á hinum Norðurlöndunum. Jafn- framt segir Guðrún að horft sé framhjá afslætti sem apótekin veiti viðskiptavinum sínum. Mikil einföldun felist því í þessum sam- anburði, sérstaklega hvað varðar Ísland þar sem hámarksverð sé aðeins viðmiðunarverð sem mikið sé vikið frá. Eðlilegur munur Andrés segir að með könnun Samtaka verslunarinnar sé reynt að finna út lyfjakostnað á Íslandi sem sé hvað næst raunveruleik- anum. Munur á lyfjakostnaði hér á landi og annars staðar, þessi 15%, sé í samræmi við flutnings- kostnað, öryggiskröfur, þjónustu og smæð markaðarins á Íslandi. Þegar lyfjaverð sé svo sett í sam- hengi við almennt verðlag komi í ljós að meðaltalsverðlag hér á landi sé 13% hærra en í öðrum Evrópulöndum. Munurinn sé sáralítill þótt mun meiri kröfur séu gerðar til þeirra sem flytji inn og selji lyf. Sé einungis miðað við matvöruverð sé það 50–60% hærra hér á landi. Ekki aðeins rakið til hagstæðara gengis Andrés bendir á að 6% lækkun á heildsöluverði skráðra lyfja árið 2002 sé ekki eingöngu hægt að rekja til hagstæðara gengis. Gagnvart dollar hafi krónan styrkst um 3,9% og 1,3% gagnvart evru. Lyfjavísitalan virðist því ekki vera algjörlega tengd genginu þótt stór hluti lyfja, sem seld séu í landinu, sé keyptur erlendis. Samtök verslunarinnar segja samanburð á lyfjaverði villandi Verð 15% hærra en á Norðurlönd- um en ekki 53%          *# % 0 & .4 & 01 5             !"     „BRÝNT er að fram fari almenn út- tekt á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu á Íslandi,“ segir í greinargerð þingsályktunartillögu, sem Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, hefur lagt fram á Alþingi. Tillagan gengur út á að Al- þingi samþykki að fela umhverfis- ráðherra að láta fara fram rann- sókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu og hernaðarums- vifa á Íslandi. Einnig er lagt til að úttekt verði gerð á lagalegum álita- efnum þessu tengdu. Sama tillaga var lögð fram á Alþingi á síðasta kjörtímabili en náði ekki fram að ganga. Í greinargerð segir að allt frá árinu 1985 hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að mikil grunn- vatnsmengun hafi orðið á Miðnes- heiði. Hún hafi náð til bæði Kefla- víkur og Njarðvíkur. „Á þessum slóðum er berggrunnurinn úr grá- grýti sem gleypir auðveldlega í sig vatn og aðra vökva. Mengunin staf- ar aðallega af þrenns konar efnum: klórkolvetnissamböndum, olíum og nítrötum. Rannsóknir leiddu á sín- um tíma í ljós víðtæka mengun á þessu svæði, m.a. í vatni af völdum TCE (tríklóretýlen) og PCE (tet- raklóretýlen). Vitneskja um þessa mengun varð til þess að ráðist var í gerð nýs vatnsbóls fyrir Keflavík, Njarðvík og flugvallarsvæðið svo fljótt sem auðið varð.“ Ekki borið árangur Í greinargerðinni segir að af og til hafi orðið olíuslys á Nikkelsvæð- inu svokallaða, sem er beint fyrir ofan byggðina í Reykjanesbæ, og að hreinsunaraðgerðir hafi ekki borið tilætlaðan árangur. „Skipu- lagsmál svæðisins eru enn þá í nokkurri óvissu vegna mengunar og reyndar einnig nálægðar við Keflavíkurflugvöll og hávaða sem þaðan stafar. Þessu til viðbótar má nefna að um ríflega 20 ára skeið var efnasambandið urea notað til afís- ingar á Keflavíkurflugvelli. Alls munu um 10–15 þúsund tonn af því hafa sigið niður í grunnvatnið og valdið þar nítratmengun, m.a. í tveimur vatnsbólum á vallarsvæð- inu.“ Jafnframt segir að fyrir liggi að hreinsunaraðgerðir á þeim svæðum sem hafi orðið fyrir mengun hér á landi yrðu gríðarlega kostnaðar- samar. „Af þeim sökum er brýnt að fá úr því skorið hvaða aðili beri ábyrgð á slíku hreinsunarstarfi og kostnaðinum við það. Sama máli gegnir um ábyrgð og skaðabóta- skyldu vegna hugsanlegra mengun- arslysa í tengslum við hernaðar- umsvif í framtíðinni.“ Umhverfisáhrif erlendrar hersetu verði könnuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.