Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 11

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 11 BÚAST má við því að hugmyndir um sumarhúsabyggð á jörðinni Skála- brekku í Þingvallasveit og lega Gjá- bakkavegar verði meðal þess sem rætt verði um á opnum fundi á Þing- völlum í dag, laugardag, sem sveit- arstjórn Bláskógabyggðar hefur boð- að til í tengslum við gerð aðalskipulags Þingvallasveitar. Þing- vallasveit er eini hluti Bláskóga- byggðar sem enn er utan staðfests aðalskipulags. Vonir standa til að skipulagið verði staðfest í haust en engin tillaga að skipulaginu liggur enn fyrir. Aðalskipulagshönnuðir munu kynna vinnu sína á fundinum, for- sendur skipulagsins og álitamál verða rædd. „Við viljum fá umræður um þetta,“ segir Arinbjörn Vil- hjálmsson, skipulagsfulltrúi upp- sveita Árnessýslu. „Megintilgangur fundarins er að fá umræður um stefnumörkun, samræmingu ólíkra sjónarmiða. Einnig verður fjallað um landnotkun í Þingvallasveit og fleira.“ Ekki gert ráð fyrir frekari sumarhúsabyggð Ekki er gert ráð fyrir frekari sum- arbústaðabyggð í Þingvallasveit samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, en hugmyndir eru uppi um að á jörð- inni Skálabrekku verði bætt við um 20 sumarbústaðalóðum sunnan þjóð- vegar en norðan hans komi átján holu golfvöllur ásamt ýmiskonar annarri þjónustu og afþreyingu. Rík- inu stóð til boða að kaupa jörðina á sínum tíma en niðurstaðan varð sú að einkaaðilar keyptu jörðina. Sveit- arstjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun ennþá um hvort sum- arbústaðabyggðin verði heimiluð en að sögn Guðmundar Hólmsteins- sonar, eins af fjórum eigendum helm- ings jarðar Skálabrekku verður gætt ýtrustu varúðar hvað varðar frá- rennsli og önnur umhverfismál, verði hugmyndirnar að veruleika. „Við munum stíga varlega til jarðar því við vitum hvaða þýðingu þessi staður hefur í huga fólks,“ segir Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um allar framkvæmdir á jörðinni ef af þeim verður að sögn Guðmundar. Lóðirnar verða stórar eða um 0,7-1,1 hektari á stærð ásamt stórri sameign við Þingvallavatn, en ekki verður byggt nær vatninu en 100 metra. „Við erum með hugmyndir að frek- ari þjónustu við ferðamenn en um 30 þúsund bílar keyra þarna um ár- lega,“ segir Guðmundur en þær hug- myndir eru enn skammt á veg komn- ar. Á fundinum í dag verða hugmynd- irnar kynntar fyrir almenningi í fyrsta sinn. Hvar mun Gjábakkavegur liggja? Þrjár útfærslur hafa verið kynntar af Gjábakkavegi, sem liggur yfir Lyngdalsheiði. Vegurinn mun stytta leiðina milli Reykjavíkur og Laug- arvatns, og þar af leiðandi til Gullfoss og Geysis um u.þ.b. 20 kílómetra. Þá yrði um heilsársveg að ræða en hing- að til hefur vegurinn yfir Lyngdals- heiði verið ófær yfir vetrartímann. Þingvallanefnd þarf að gefa sam- þykki sitt fyrir því að vegurinn verði lagður í gegnum jörðina Gjábakka og verður fundað um það í nefndinni á næstu dögum. Gjábakkajörðin er í eigu og umsjá þjóðgarðsins og sam- kvæmt lögum um þjóðgarðinn frá 1928 þarf samþykki Þingvallanefnd- ar um framkvæmdir á jörðinni, þrátt fyrir að hún sé ekki innan friðlands- ins. „Það er alfarið háð samþykki Þingvallanefndar að farið sé [með veginn] í gegnum Gjábakkalandið. Því samkvæmt lögunum má ekki leggja vegi á því svæði,“ segir Sig- urður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar og þjóðgarðsvörð- ur, „en það verður gert út um það á næstu dögum“. Verði ekki gefin heimild til að fara með veginn í gegnum Gjábakka- landið lengist leiðin til Laugarvatns um fjóra kílómetra. Opinn fundur á Þingvöllum í dag um aðalskipulagshugmyndir Hugmyndir eru um stærri sumarhúsabyggð í Skálabrekku                             Þingvallanefnd fjallar um nýtt vegarstæði Gjábakkavegar á næstu dögum VACLAV Klaus, forseti Tékklands, og Gary Becker, verðlaunahafi í hagfræði, munu báðir flytja erindi á ráðstefnu Mont Pelerin-samtakanna á Íslandi 21.–24. ágúst á næsta ári. Þeir munu taka þátt í um- ræðum um frelsi í smáum ríkjum ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra, en þar mun Becker meðal annars kynna þá nið- urstöðu sína að litlar þjóðir séu jafnan auð- ugri en stórar þjóðir, meðal annars vegna þess að hagkerfi þeirra séu oftast opin og þær treysti á frjáls alþjóðaviðskipti. Ruth Richardson, fyrrverandi fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, mun skýra umræðurnar fyrir gestum. Ráðstefnan verður haldin undir yfir- skriftinni „Frelsi og eignarréttur á 21. öld“ og munu umfjöllunarefni fyrirlesara verða eignaréttur meðal annars á sviði fiskveiða, fjölmiðla og stofnanahagfræði. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar er Hannes H. Gissurarson. Fjallað um frelsi á Mont Pelerin-ráð- stefnu TILRAUNUM til sjálfsvígs fækkaði um 25% á tveggja ára tímabili í Nürnberg í Þýskalandi þar sem forvarnarstarf gegn þunglyndi og sjálfsvígum var þróað, sem að stofni til er not- að hér á landi í verkefninu „Þjóð gegn þung- lyndi“ sem hleypt var af stokkunum síðasta vor. Dr. Ulrich Hegerl, prófessor við læknadeild Ludwig Maximilian háskólans í Munchen, sem þróaði þetta forvarnarstarf, er meðal þeirra sem heldur erindi á ráðstefnu á vegum verk- efnisins og Landlæknisembættisins í dag. Átakið hófst árið 2000 í Nürnberg þar sem um 500.000 manns búa. Safnað var upplýs- ingum um sjálfsvíg og tíðni sjálfsvígstilrauna í borginni og síðan unnið markvisst að því að finna einstaklinga sem þjáðust af þunglyndi og koma þeim til hjálpar. Unnið á fjórum sviðum Dr. Hegerl segir forvarnarstarfið miðast við aðgerðir á fjórum stigum. „Fyrsta skrefið var að fræða heimilislækna um þunglyndi, því flestir þunglyndissjúklingar eru meðhöndlaðir af heimilislæknum. Við bjuggum til fræðslu- efni, t.d. myndband sem heimilislæknar gátu afhent fólki sem þjáðist af þunglyndi, þar sem mátti finna upplýsingar um sjúkdóminn og meðhöndlun hans,“ segir hann. Dr. Hegerl bætir við að leitað sé með skipu- lögðum hætti að mörgum hættulegum sjúk- dómum, en ekki að þung- lyndi, sem þó sé mjög alvarlegur sjúkdómur. „Í Þýskalandi eru 11 þúsund sjálfsmorð framin á ári hverju og um 100.000 sjálfs- vígstilraunir gerðar. Yfir- leitt má rekja ástæðuna til geðrænna kvilla, aðallega þunglyndis. Þetta er þó að- eins toppurinn á ísjakanum því flestir sem eru þunglyndir reyna ekki sjálfsvíg. Ég tel að milli 2–5% þjóðarinnar þjá- ist af þunglyndi,“ segir dr. Hegerl. Athygli vakin á vandamálinu Einnig var blásið til upplýsingaherferðar með veggspjöldum, kvikmyndum og ýmsum atburðum eins og „skokki gegn þunglyndi“, ljósmyndasamkeppni og öðru í þeim dúr til að vekja athygli á vandamálinu og að þunglynd- um stæði ýmis hjálp til boða. Þá voru kennarar, prestar og aðrir sem skipta höfuðmáli í að finna einstaklinga sem gætu þjáðst af þunglyndi og aðstoða þá til að leita sér hjálpar, fræddir um þunglyndi. Sömuleiðis var haft samband við fjölmiðla. „Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð vegna þess að umfjöllun um sjálfsvíg getur haft þau áhrif að aðrir einstaklingar ákveða að fremja sjálfs- morð. Við gáfum fjölmiðlum í Nürnberg tíu punkta þar sem við mæltum með því að fjallað væri um sjálfsvíg út frá læknisfræðilegu tilliti, en að einstaklingar sem hafa framið sjálfsvíg væru ekki baðaðir hetjuljóma,“ segir hann. Í fjórða lagi var fólki sem hafði áður gert tilraun til sjálfsvígs afhent neyðarkort með símanúmeri sem einstaklingar sem líður illa geta hringt í allan sólarhringinn. Eins var stutt við bakið á sjálfshjálparstofnunum og að- ilum sem berjast gegn sjálfsvígum í Nürn- berg. Þetta var gert í tvö ár og að þeim tíma liðn- um voru tölur um sjálfsvígstilraunir bornar saman við tímabilið áður en átakið hófst og eins var Nürnberg borinn saman við bæ þar sem ekkert hafði verið aðhafst gegn sjálfs- vígum. „Sjálfsvígstilraunum hafði fækkað um 25% á þessum tveimur árum. Á samanburð- arsvæðinu hafði ekki orðið nein breyting í þessa átt, þar hafði sjálfsvígstilraunum reynd- ar frekar fjölgað.“ Nú er unnið eftir fyrirmynd dr. Hegerls á 40 svæðum í Þýskalandi og eins hefur átaki verið hrundið af stað á Íslandi og á ákveðnu svæði í Sviss. Í síðasta mánuði ákvað fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins að styðja verkefni sem verður hrundið af stað í 16 Evr- ópulöndum, þar sem þunglyndi og sjálfsvígum verður sagt stríð á hendur. Ráðstefnan, sem verður í Hringsal Barnaspítala Hringsins og stendur frá 10 til 12.30 í dag, er öllum opin. Ráðstefna Landlæknisembættisins og „Þjóðar gegn þunglyndi“ Sjálfsvígstilraunum fækkaði Dr. Ulrich Hegerl LÁRUS Berg hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni afhenti Leifi Sveinssyni á dögunum kassa af dökkum Guinness-bjór en 46 ár- um áður hafði Leifur beðið for- stjóra Guinness um kassa af bjórnum svo hann gæti fullvissað sig um að Guinness bæri af Carls- berg-bjór. Lárus sagði skemmti- legt að geta uppfyllt þessa ósk Leifs þó að nokkuð væri liðið frá því hún hefði verið sett fram. Leifur ritaði grein um þessa sérkennilegu sögu í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins: „Nú er það sumarið 1958, að snúningastrákur, sem hjá okkur var, finnur flöskuskeyti á Álfta- nesfjörum og inni í flöskunni var bæklingur frá ölgerðinni Guinn- ess. Í bæklingi þeirra var hið fræga slagorð: „Guinness is good for you.“ Ég sendi ölgerðinni nafn og heimilisfang finnandans á meðfylgjandi eyðublaði og fékk hann silfurskeið senda til baka, svo sem lofað var í skeytinu. Höf- uðstöðvar Guinness minnir mig, að þá hafi verið í Liverpool. Þangað vélrita ég bréf í A-4 stærð og segist ekki geta tekið undir slagorð þeirra „Guinness is good for you“, því fram til þessa hafi mér alltaf þótt Carlsberg betri.“ Forstjóri Guinness sendi Leifi bréf um hæl og benti honum á að hann hefði misskilið eðli öls, Gu- inness væri „stout“, en Carlsberg framleiddi aðeins „lager“. Stout væri dökkur bjór en lager ljós. „Ég bauð þeim að senda mér einn kassa (24 flöskur) af Guin- ness,“ skrifaði Leifur þá til for- stjórans, „til að fullvissa mig um, að þrátt fyrir allt bæri Guinness af Carlsberg. En í svari forstjór- ans kom í ljós sú furðulega stað- reynd, að Ísland var þá eina land í heiminum, þar sem lög leyfðu ekki innflutning á bjór. Forstjór- inn harmaði mjög þetta bann, en sendi mér í staðinn metabók Gu- inness.“ Fékk loksins bjórkassann frá Guinness eftir 46 ára bið Morgunblaðið/Árni Sæberg Leifur Sveinsson með kassann góða, Lárus Berg hjá Ölgerðinni og Hilmar Einarsson en honum gaf Leifur bjórinn. ♦♦♦ NEFND hefur verið skipuð til að fara sér- staklega yfir málefni Arnarholts og endur- hæfingardeilar Landspítalans í Kópavogi. Ákveðið var að loka endurhæfingardeildinni vegna sparnaðaraðgerða á spítalanum. Í nefndinni eiga m.a. fulltrúar frá félags- mála- og heilbrigðisráðuneyti auk Landspít- alans. Fyrsti fundur nefndarinnar var í fyrradag og segir Anna Stefánsdóttir, hjúkr- unarforstjóri LSH, sem á sæti í nefndinni að áfram verði fundað næstu daga. Nefndin mun reyna að finna lausn á því hvernig ákvörðun framkvæmdastjórnarinn- ar, um að loka þessum stofnunum, verði framkvæmd, en með tilliti til tilmæla stjórn- arnefndar sjúkrahússins til stjórnar spítal- ans að leitast verði við að tryggja áfram rekstur endurhæfingardeildar fjölfatlaðra í Kópavogi. Lokun deildarinnar var eitt af niður- skurðaráformum stjórnenda LSH og var fyrirhugaðri lokun harðlega mótmælt. Um er að ræða þjónustu við fjölfatlaða einstaklinga í Kópavogi, alls 56 einstaklinga sem eru mik- ið fatlaðir og munu þurfa slíka þjónustu ævi- langt. Nefnd til að fjalla um endur- hæfingardeild í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.