Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EIN af verðlaunamyndum World Press Photo- samtakanna fyrir síðasta ár er mynd sem Ástr- alinn Tim Clayton hjá dagblaðinu Sydney Morn- ing Herald tók. Hún er af ruðningsboltamann- inum Yannick Bru í nokkrum vanda (andlitið sést neðst á milli vígalegra fótleggja hinna leik- mannanna) á heimsmeistarakeppninni í ruðningi í Sydney í nóvember sl. Tugmilljónir manna í mörgum löndum fylgjast með ruðningsbolta af síst minni ákefð en fótbolta sem heldur þó auð- veldlega stöðu sinni sem vinsælasta fjöldaíþrótt í heiminum. Reuters Hvar er hann? ÞRÍTUGUR Kínverji mun gangast undir umfangsmiklar lýtaaðgerðir til að breyta útliti sínu en hann vann keppni þar sem markmiðið var að velja ljótasta manninn. Hann fékk lýtalækningarnar í verðlaun og segja læknar, sem rætt er við í kínverskum fjölmiðlum, að maðurinn verði að aðgerðunum loknum, líkur söngvaranum og leikaranum Lu Yi, sem nýtur mikilla vinsælda í Kína. Morgunpósturinn í Sjanghæ hefur eftir Yu Xinrui, skurð- lækni á lýtaaðgerðasjúkrahúsi í borginni Wuhan, að andlits- drættir mannsins og svipur minni talsvert á Lu Yi og því muni aðgerðirnar miða að því að draga þá drætti betur fram. Haft er eftir sjúklingnum að hann hafi misst starf sitt vegna þess hve hann er ófríður. „Ég skammast mín. Ég hef aldrei átt í ástarsambandi þótt ég sé orðinn þrítugur,“ hefur blaðið eftir manninum. Dulbúnar auglýsingar lýtalækna? Á síðustu mánuðum hafa ver- ið haldnar ljótleikakeppnir fyr- ir konur í borgunum Sjanghæ, Peking og Guangzhou og hafa þær verið gagnrýndar harðlega og sagðar vera dulbúnar aug- lýsingar lýtalækna sem vilji koma sér á framfæri. Lækna- félög eða læknastofur standa oft að þessum keppnum og sig- urvegarinn fær ókeypis lýtaað- gerðir. Lýtaaðgerðir njóta sívaxandi vinsælda í Kína eftir því sem hagur landsmanna batnar og þeir verða meðvitaðri um útlit sitt. Sjanghæ Lýtaað- gerð í verðlaun Sjanghæ. AFP. HERMAÐUR í bandaríska þjóð- varðliðinu hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa reynt að hafa samband við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og koma á framfæri við þau leynilegum upplýsingum. Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins sögðu í fyrra- kvöld, að Ryan G. Anderson hefði farið inn á spjallsíður öfgamanna á Netinu og þar reynt að ná sambandi við fulltrúa al-Qaeda í því skyni að bjóða þeim upplýsingar um banda- rískan vopnabúnað, til dæmis um styrk og veikleika skriðdreka og Humvee-jeppa. Ekki kemur fram hvernig yfirvöld komust á snoðir um þetta en And- erson gerðist múslími fyrir nokkrum árum. Lauk námi í hernaðarsögu Mið-Austurlanda Anderson er í skriðdrekasveit í 81. brynvarða stórfylki Þjóðvarðliðsins en það, 4.200 manns, er á leið til Íraks. Charleen Taylor, talsmaður Washington-háskóla, sagði, að And- erson hefði útskrifast þaðan 2002 með gráðu í sagnfræði og hefði hann einkum lagt fyrir sig hernaðarsögu með áherslu á Mið-Austurlönd. Ekki er talið líklegt að hann hafi haft vitn- eskju um mikilvæg hernaðarleynd- armál. Hermaður handtekinn Sakaður um aðstoð við al- Qaeda Fort Lewis. AP, AFP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, á undir högg að sækja gagnvart John Kerry, sem virðist vera að tryggja sér útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í haust. Kemur þetta fram í skoðanakönnun Washington Post-ABC News en nú telja 52%, að forsetinn sé „trúverðugur“ og hefur sú tala lækkað um sjö prósentustig frá því í október. Á sama tíma og 70% telja Bush hafa trúað því, að Írakar hafi ráðið yfir gereyðingar- vopnum, telja 54%, að hann hafi ýkt eða logið til um þær upplýsingar, sem leyniþjónust- an bjó yfir fyrir innrásina. 50% eru sátt við frammistöðu Bush í embætti eða átta pró- sentustigum færri en í janúar. Könnunin sýnir, að yrði kosið nú, myndi Kerry sigra Bush með 52% gegn 43% og er þá miðað við skráða kjósendur. Aðeins 44% voru sátt við stefnu Bush í efnahagsmálunum en nærri helmingur aðspurðra kvaðst hafa það verra nú en þegar Bush tók við sem forseti fyrir þremur árum. Voru sex af tíu óánægð með stefnu Bush-stjórnarinnar í atvinnumálum. Kerry svarar ásökunum um framhjáhald Veffréttamiðillinn Drudge Report heldur því fram, að Kerry hafi átt í ástarsambandi við unga konu í tvö ár frá því um vorið 2001 og fullyrt er, að konan hafi komið sér til Afríku að undirlagi Kerrys til að komast hjá að svara spurningum um sambandið. Kerry kom í gær fram í sjónvarps- þættinum „Imus in the morning“ þar sem hann vísaði ásökununum á bug. Nokkrir fréttamenn segja, að Wesley Clark, sem hefur hætt for- kosningabaráttunni og ætlar nú að styðja Kerry, hafi sagt í þeirra hóp fyrr í vikunni, að barátta Kerrys myndi „springa vegna einkamála“. Clark vill hins vegar ekki kannast við það. Hallar á Bush gagnvart Kerry Ný könnun gefur til kynna að forsetinn hafi 43% stuðning en Kerry 52% Washington. AFP. George W. Bush EKKI verður annað um Teresu Heinz Kerry sagt en að hún lífgi upp á umhverfið hvar sem hún fer. Fönguleg kona, vel fjáð og alls ófeimin við að láta í sér heyra, hvort sem er um réttindi kvenna, umhverfismál eða annað. Hefur hún verið manni sínum, hinum jarð- bundna og stundum ekki allt of líf- lega John Kerry, betri en enginn í forkosningabaráttu demókrata. Heinz Kerry er erfingi Heinz- auðsins, rúmlega 34 milljarða ísl. kr., og hún hefur ekki alltaf verið hrifin af tilhugsuninni um að verða forsetafrú. „Mér fyndist það skelfi- legra en að ganga í Karmelíta- klaustur,“ sagði hún eitt sinn í við- tali við Times-tímaritið og í annað sinn sagði hún, að fyrr myndi hún detta niður dauð en setjast að í Hvíta húsinu. Það er nefnilega ekki aðeins, að menn hafi í nokkurn tíma velt fyrir sér möguleikum John Kerrys á að verða forsetaframbjóð- andi, heldur voru líka vangaveltur um það með fyrri eiginmann henn- ar, repúblikanann og öldungadeild- arþingmanninn John Heinz. Fórst hann í flugslysið árið 1991. Nú er Heinz Kerry á þönum ásamt eiginmanni sínum og kemur raunar oft fram án hans. Virðist hún vera búin að sætta sig við þá tilhugsun, sem hún hryllti sig yfir áður, að verða húsfreyja í Hvíta húsinu. Talar fimm tungumál reiprennandi Heinz Kerry er 65 ára en virðist miklu yngri. Vera kann, að „botox- ið“ hafi hjálpað til við það en í við- manni og stefnu hans í efnahags- málum. Hún er bæði óréttlát og óamerísk,“ segir hún. Heinz Kerry var samt sem áður skráður repúblikani fram á síðasta ár þegar hún skipti um flokk til að geta stutt mann sinn í forkosninga- baráttunni. Þegar hún var spurð um skattalækkun Bush-stjórnar- innar, sem demókratar segja að hafi komið þeim ríkustu best, svar- aði hún þessu til: „Já, ég græddi á henni en ég þurfti hvorki á henni að halda né átti hana skilið.“ Heinz Kerry er mjög opinská og fer ekkert í felur með, að John Heinz hafi verið stóra ástin í lífi hennar. Áttu þau þrjá syni og starf- ar sá yngsti, Chris, 30 ára, nú að framboði John Kerrys. Kynntust á Ríó-ráðstefnunni um sjálfbæra þróun Þau John Kerry og Heinz Kerry kynntust fyrst á Ríó-ráðstefnunni í Brasilíu 1992 um umhverfismál og sjálfbæra þróun en þar var hún sem fulltrúi ríkisstjórnar George Bush eldra. Kerry, sem er fimm árum yngri en Heinz, skildi við konu sína 1988 en þau eiga tvær dætur. Í viðtali við Elle-tímaritið sagði Kerry, að sér fyndist Heinz „ákaf- lega kynþokkafull, eitthvað svo jarðnesk og evrópsk. Hún kann að tala með augunum“. Sumir segja, að John Kerry njóti nú Heinz-auðsins en hann segir, að fjármál þeirra hjóna séu alveg að- skilin og bendir á, að hann hafi veð- sett hús sitt í Boston til að fjár- magna forkosningabaráttuna. Heinz Kerry tafsar ekkert á orð- unum þegar hún lýsir skoðunum sínum á George W. Bush núverandi forseta. „Ég er öskureið þessum tali við tímaritið Elle í fyrra viður- kenndi hún fúslega, að hún hefði látið sprauta þessu efni í andlitið til að losna við hrukkurnar. Teresa Heinz Kerry er portú- gölsk að uppruna, fædd í Mósambík en uppalin í Suður-Afríku. Talar hún fimm tungumál reiprennandi og starfaði um hríð sem túlkur hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir lát eig- inmanns síns, John Heinz, stýrði hún hjálparsjóðum Heinz- fjölskyldunnar og studdi þá einna mest ýmiss konar umhverfismál og réttindabaráttu kvenna, þar á með- al rétt þeirra til fóstureyðingar. Falleg, fjáð og afar opinská Teresa Heinz Kerry er búin að sætta við að verða kannski forsetafrú Washington. AFP. AP John Kerry með konu sinni, Teresu Heinz Kerry, á sigurhátíð í Virginíu. ’ Teresa HeinzKerry er mjög opin- ská og fer ekkert í felur með, að John Heinz hafi verið stóra ástin í lífi hennar. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.