Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. 4ra herbergja mjög aðlaðandi íbúð á efstu hæð (3ju), ásamt góðu rými í risi, við Brávallagötu. Parket og náttúrusteinn á gólfum. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð og lítur mjög vel út. Nýtt sameiginlegt þvottahús. Afar góð íbúð á frábærum stað í göngufæri við Háskólann og miðbæinn. Getur losnað fljótlega. VERÐ 15,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14:00-17:00 BRÁVALLAGATA 14 Kæri auglýsandi Sérblaðið bílar sem kemur út 18. febrúar verður helgað umfjöllun um jeppa, jeppaferðir og vélsleða. Sérblaðið bílar sem fylgir Morgunblaðinu, kemur út á miðvikudögum í 54.000 eintökum. Í blaðinu 18. febrúar verður ítarleg umfjöllun um jeppa, jeppaferðir og vélsleðaferðir. Blaðið er góður kostur fyrir þá sem vilja vekja athygli á vörum sínum og þjónustu og verðið er sérlega hagstætt. Pantanafrestur auglýsinga er fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. febrúar. Fulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð. Auglýsingadeild, sími 569 1111 - Netfang augl@mbl.is Blómvallagata 13 - 101 Reykjavík Einstaklega vel staðsett 51 fm íbúð á fyrstu hæð á rólegum stað í gamla góða vesturbænum. Eldhús með nýlegri eldhúsinn- réttingu. Björt og rúmgóð stofa. Baðherbergi með sturtuaðstöðu og flísum á gólfi. Góð eign á frábærum stað í vesturbænum. Böðvar, sölumaður Foldar, sími 892 8934, verður á staðnum milli 15:00 og 16:00 í dag. 6378 Flétturimi 23 - 113 Reykjavík Falleg 4ra herbergja 107 fm íbúð á 3. hæð ásamt bílskýli. Dúkur og teppi á gólfum. Eldhús með góðum borðkrók. Stórar suður- svalir. Þvottaherbergi. Þrjú mjög góð svefnherbergi. Góð eign á þessum barnvæna stað í Rimahverfinu. Helgi, sölumaður Foldar, sími 897 2451, verður á staðnum milli 15:00 og 16:00 í dag. 6345 Einbýlis, rað- eða parhús í Grafarvogi og Grafarholti Erum að leita fyrir fjársterkan aðila að sérbýli í Grafarvogi og Grafarholti. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu. Opið hús Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694-1401 Reykjavík|Sett verða upp gang- brautarljós á Kringlumýrarbraut norðan gatnamótanna við Hamrahlíð og er ráðgert að þau verði komin upp fyrri hluta sumars. Jafnframt verður miðeyja Kringlumýrarbrautar milli Listabrautar og Miklubrautar girt af. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa er um bráðabirgða- ráðstöfun að ræða til að taka á þeim vanda sem skapast þegar fólk freist- ast til að stytta sér leið yfir götuna milli Hlíðahverfis og Kringlu. Skemmst er að minnast alvarlegs umferðarslyss sem varð þegar ekið var á konu sem var á leið yfir götuna. Að sögn Árna Þórs er ráðgert að reisa göngubrú yfir Miklubraut á sömu slóðum en nákvæm tímasetn- ing er háð frekari útfærslu á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar og Listabrautar. Búið er að bjóða út gerð umhverfismats fyrir fyrrnefnd gatnamót og segir Árni að ekki sé útlit fyrir að göngubrú rísi á þessu ári. Hringlandaháttur og stefnuleysi Á fundi samgöngunefndar í síð- asta mánuði létu fulltrúar D-lista bóka að stefnuleysi og hringlanda- háttur hefði einkennt afstöðu meiri- hlutans í málinu og hörmuðu þá seinkun sem orðið hefði á fram- kvæmdum varðandi mótun svæðis- ins. Umferðaröryggi væri verulega ábótavant, jafnt fyrir akandi, gang- andi og hjólandi umferð. Að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra hefur Vega- gerðin greitt kostnað við uppsetn- ingu göngubrúa við stofnbrautir en borgin séð um rekstur og viðhald þeirra. Eitt slíkt mannvirki með að- lægum stígum kostar nálægt 100 milljónum króna. Þrjár göngubrýr eru yfir Miklu- braut, við Skeifuna, Kringlu og Rauðagerði, og er það álit forsvars- manna Gatnamálastofu að þær hafi aukið verulega öryggi gangandi veg- farenda á þessum slóðum. Þá er m.a. eina slíka göngubrú að finna til móts við Samtún á Kringlumýrarbraut. Að sögn Sigurðar stendur til á þessu ári að betrumbæta svokallaðar þrepagangbrautir á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar líkt og gert hefur verið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar þar sem búin var til aðstaða með grindum til að vegfarendur gætu beðið í vari á miðeyju þar til komið væri yfir götuna. Kringlumýrarbraut til móts við Hamrahlíð varhugaverð Gangbrautarljós sett upp fyrri hluta sumars Morgunblaðið/Þorkell Nokkuð algengt er að fólk freistist til að ganga yfir Kringlumýrarbraut til móts við Hamrahlíð og hefur oft legið við stórslysum af þeim sökum. Sett verða upp gönguljós í sumar og göngubrú mun rísa þar síðar. Hafnarfjörður|Jólaþorpið hlaut hvatningarverðlaun ferðaþjónust- unnar í Hafnarfirði sem veitt voru í níunda sinn í vikunni. Jólaþorpið var á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir síðustu jól. Að mati bæjaryfir- valda var þorpið „vel heppnuð tilraun til að lífga upp á miðbæinn í Hafn- arfirði og styðja við verslun í heima- byggð“. Samkvæmt könnun sem bær- inn stóð fyrir á heimasíðu sinni síðustu viku fyrir jól fannst tæplega 77% aðspurðra Jólaþorpið vera frá- bært framtak og skemmtileg tilbreyt- ing. Að undirbúningi og framkvæmd þorpsins stóðu m.a. Anna Sigurborg Ólafsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, Halldóra Björk Jóns- dóttir verkefnisstjóri, Steinunn Þor- steinsdóttir, upplýsinga- og kynning- arfulltrúi, Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi, Anna Jörgensdóttir, jafnréttis- og lýðræðisfulltrúi, Laufey Ólafsdóttir, verkefnisstjóri um fjölskyldustefnu, Berglind Guðmundsdóttir landslags- arkitekt auk fjölmargra starfsmanna á Þjónustumiðstöð Jólaþorpið hlaut hvatningarverðlaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.