Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 25 SÝNING á verkum 114 barna á leik- skólanum Iðavöllum hefur verið opn- uð í útibúi Landsbankans á Ak- ureyri. Alls sýna þau 140 myndverk í afgreiðslusal bankans að Strandgötu 1, en þar er einnig hægt að horfa á myndband frá vinnu barnanna að verkefninu. Á síðustu tveimur árum hefur Landsbankinn á Akureyri staðið fyr- ir myndlistarsýningum í af- greiðslusal sínum, m.a. útskrift- arsýningum nema við Myndlistarskóla Arnar Inga og sýn- ingar nemenda Myndlistarskólans á Akureyri. Þá hafa verið haldnar þar nokkrar einkasýningar auk þess sem sýning var á Kjarvalsverkum í eigu bankans í fyrrasumar. Nú er það hins vegar yngsta kynslóðin sem fær að láta ljós sitt skína. Landsbankinn og nokkrir leikskólar á stöðum þar sem bankinn er með útibú á Norður- landi tóku höndum saman og verða myndverkin sem út úr þeirri sam- vinnu komu til sýnis í útibúum bank- ans fram í marsmánuð. Morgunblaðið/Kristján Börnin á Iðavöllum eru stolt af verkum sínum á sýningunni í Landsbankanum og foreldrar þeirra ekki síður. Börn af Iðavöllum sýna myndverk í Landsbankanum OPIÐ hús verður hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun, sunnudaginn 15. febrúar, frá kl. 14 til 16 og á Kristnesi frá kl. 15 til 17. Tilefnið er að 130 ár eru liðin frá upphafi sjúkrahússrekstrar á Ak- ureyri og 50 ár frá því elsti hluti nú- verandi sjúkrahúss á Eyrarlands- holti var tekinn í notkun. Á flestum deildum verða kynn- ingar og fræðsla um starfsemina og einnig verða kynnt ýmis lækn- ingatæki. Neyðarmóttaka slysa- deildar verður kynnt, sem og að- standendafélag vistmanna á Seli. Í tilefni af 30 ára afmæli barnadeild- ar verða sett upp veggspjöld og ljósmyndir sýndar og þá verður al- menn kynning á starfsemi á Krist- nesi. Gestum verður boðið upp á mælingu á blóðþrýstingi, súrefn- ismettun í blóði og kólester- ólmælingu á 2. hæð á FSA. Veit- ingar verða í boði í kennslustofu FSA. Opið hús á FSA Tryggði sér titilinn | Halldór B. Halldórsson tryggði sér Akureyr- artitilinn í skák á fimmtudagskvöld með dramatískum sigri yfir Skúla Torfasyni eftir að hafa staðið höllum fæti lengst af. Halldór hefur því unn- ið allar 6 skákir sínar í mótinu og mun þetta vera 20. kappskákin í röð sem hann vinnur á Akureyri! Hall- dór hefur 1½ vinnings forskot á Smára Ólafsson sem hefur 4½ vinn- ing eftir jafntefli við Þór Valtýsson. Þór er svo þriðji með 4 vinninga. Aglow-fundur | Aglow-samtökin verða með fund í félagsmiðstöðinn Víðilundi 22 á mánudagskvöld, 16. febrúar, kl. 20. Sr. Hildur Helga Sigurðardóttir flytur hugleiðingu. Söngur og bæn eru einnig á dag- skránni og þá er kaffihlaðborð. Þrjú innbrot | Þrjú innbrot eða til- raun til innbrots eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, en þau voru öll framin í vikunni. Tilkynnt var um að brotist hefði verið inn í Oddeyrarskóla í byrjun vikunnar. Þar hafði verið brotist inn um glugga og brotnir upp læstir skápar, m.a. hjá skólahjúkr- unarfræðingi en ekki vitað til að neitt hafi hafst upp úr krafsinu. Aðfaranótt miðvikudags var gerð tilraun til að brjótast inn í verslunina Blómaval. Þar stökkti þjófavarn- arkerfi innbrotsþjófnum á flótta og hefur hann ekki fundist. Á fimmtudagsmorgun var svo til- kynnt um innbrot í Glerárskóla. Þar höfðu verið unnin skemmdarverk og stolið peningum og myndavél og hugsanlega eitthvað af lyfjum. Eru þessi innbrot óupplýst og all- ar upplýsingar sem stuðlað gætu að uppljóstrun þeirra vel þegnar segir í yfirliti yfir helstu verkefni lögregl- unnar á Akureyri. Ekið á hross | Átta umferð- aróhöpp urðu í vikunni og minni- háttar meiðsli í tveimur þeirra. Á mánudag var ekið á hross á Ólafs- fjarðarvegi. Var verið að fara með hrossarekstur norður þjóðveginn. Ökumaður sem kom á móti varð þess ekki áskynja fyrr en of seint og lenti á einu hrossinu. Bifreiðin skemmdist mikið og aflífa varð hrossið að því er fram kemur í yf- irliti yfir helstu verkefni lögregl- unnar á Akureyri. Þar er þess einnig getið að tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti, einn fyrir ölvun við akstur og nokkrir fyrir að tala í farsíma auk annarra umferð- arlagabrota.       Frjálsíþróttaaðstaða | Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrar var lögð fram umsögn Íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, um erindi Íþróttafélagsins Þórs varðandi uppbyggingu frjáls- íþróttaaðstöðu. ÍTA bendir á í bókun sinni að óskin um umsögn sem send var ÍBA á haustdögum 2003 fól ekki í sér forgangsröðun á uppbyggingu íþróttamannvirkja heldur eingöngu álit bandalagsins á framtíð- arstaðsetningu frjálsíþróttaaðstöðu og stúkubyggingar. Því óskar ÍTA eftir því við banda- lagið að það taki málið til nánari skoðunar og sendi svar sitt til ÍTA sem fyrst. Nemendur í Naustahverfi | Fyr- ir síðasta fundi skólanefndar lá til- laga um skólasókn nemenda í Naustahverfi, ásamt upplýsingum um dreifingu nemenda eftir skóla- hverfum, sem byrja í 1. bekk næsta skólaár. Skólanefnd samþykkti að börn í Naustahverfi sem eru á skóla- aldri sæki Brekkuskóla þar til nýr grunnskóli rís í hverfinu. Þó verður þeim nemendum sem nú þegar eru í öðrum grunnskólum í bænum heim- ilt að vera þar áfram óski foreldrar eftir því. Til þess að Brekkuskóli geti sinnt þessum nemendum er ósk- að eftir því að skólinn hafi aðgang að hluta Barnaskólahússins áfram ef nauðsyn krefur eða þar til nýr skóli rís í Naustahverfi.          Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 35 68 0 2/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 35 68 0 2/ 20 04 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. www.landsbanki.is sími 560 6000 Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa allt að 7% af eigin hlutabréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fjalla meðal annars um aðlögun sam- þykkta að lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og varða verkaskiptingu bankaráðs og bankastjórnar. Þá er lagt til að heimild bankaráðs til aukningar hlutafjár verði aukin. Einnig er gert ráð fyrir að tilkynna þurfi um framboð til bankaráðs með fimm daga fyrirvara. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.  Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, í dag kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.