Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 29 SÍÐUSTU daga hafa verið haldn- ir 12 tónleikar innan ramma Myrkra músíkdaga þar sem boðið er ein- göngu upp á tónlist lifandi tónskálda eða tónskálda sem voru uppi á 20. öldinni. Margt af því sem þar heyrð- ist var tónlist sem tíminn á eftir að dæma svo og tónlist sem hefur náð að lifa enn sem komið er eftir tón- skáld sem tíminn á eftir að dæma. Tónlistarsagan geymir nöfn þús- unda tónskálda sem hafa fallið í gleymskunnar dá en voru jafnvel þekkt á sínum tíma ýmist staðbund- ið eða á stærri svæðum svo og þeirra sem aldrei náðu svo langt. Einnig eru ótalin þau fjölmörgu tón- verk sem hafa ekki staðist tímans tönn og fallið í gleymsku. Um síð- ustu helgi voru þrennir tónleikar sem ekki voru innan ramma MM og þar var flutt tónlist eftir tónskáld sem hafa náð að lifa í verkum sínum í lengri eða skemmri tíma. Þrír kammerkórar héldu sameig- inlega tónleika í Hásölum í Hafn- arfirði á laugardag. Heimakórinn, Kammerkór Hafnarfjarðar ásamt Kammerkór Reykjavíkur og Kammerkór Mosfellsbæjar fluttu kórtónlist úr ýmsum áttum. Heima- kórinn hóf tónleikana með fimm madrigölum undir stjórn Helga Bragasonar. Hljómur kórsins var þéttur og oft á tíðum góður, stund- um dálítið óstöðugur og ekki alltaf hreinn. Byrjun allra laganna var óákveðin og ósamtaka. Þetta er ný- lunda hjá þessum kór sem yfirleitt vandar vel til verka og syngur nokk- urn veginn tandurhreint. Lögin Fine knacks for ladies eftir Dowl- and og Lasciate mi morire eftir Montewerdi báru af og það síðara var mjög gott en hinir þrír eiga nokkuð í land. Í viðtali við söng- stjórann kom í ljós að kórinn er að æfa madrigalana en langaði að flytja þá á tónleikunum þótt þeir væru ekki tilbúnir. Dagskrá Kammerkórs Reykjavík- ur hófst með því að þær Sigurlaug Arnardóttir sópran og Ardís Ólöf Víkingsdóttir alt sungu saman upp- hafsþáttinn úr Stabat mater dolo- rosa eftir Pergolesi. Þær hljómuðu mjög vel saman og skiluðu sínu vel. Arnhildur Valgarðsdóttir sat við flygilinn og skilaði sínu hlutverki með sóma. Það er svo með Hásali að það er alls ekki sama hvar maður situr þegar tónlistin er flutt langs- um eftir salnum og flygillinn er not- aður. Á vissum stöðum glymur hann ótæpilega en annars staðar hljómar hann mjúkt og í góðu jafnvægi, þar sem undirritaður sat var jafnvægið mjög gott. Ardís Ólöf hélt áfram og söng mjög fallega einsöng með kórnum í hymnanum Ave verum corpus eftir Elgar. Kórinn hefur tekið miklum framförum og var heildarhljómur mjög góður, með fínu innbyrðis jafnvægi og alveg gullfallegum bassa. Lögin voru öll vel flutt og mig langar að nefna sér- staklega vel mótaða dýnamik í Heil- ræðavísum Jóns Nordal og flutning- inn á lagi söngstjórans Sigurðar Bragasonar Meistari himna og áð- urnefndu Ave verum corpus. Kammerkór Mosfellsbæjar undir stjórn Símonar H. Ívarssonar er yngstur og reynsluminnstur af þess- um kórum og því kannski ekki rétt að dæma hann á sama hátt. Hljóm- urinn var frekar hrár og flatur, inn- byrðis styrkur hverrar raddar ekki í jafnvægi og því myndaðist ekki eðli- legur heildarhljómur og ekki bætti úr skák að kórinn söng næst á eftir kór sem skipaður er söngmenntuðu fólki og hefur mikinn kraft og góða fyllingu. Kórinn á nokkuð í land með að ná valdi á stuðningi og öndun svo söngurinn verði innbyrðis hreinn. Þetta er allt auðvelt að laga með sjálfsgagnrýni og þjálfun. En í kórnum ríkti mikil sönggleði sem smitaði út frá sér og í lokin var hann kominn með allan salinn á sitt band. Sum laganna voru í erfiðari kant- inum fyrir getu kórsins en önnur voru vel flutt svo sem lag Johns Williams Dry your tears, Africa, og Praise his Holy Name eftir Keith Hampton. Bæði eru þessi lög rytm- isk og hljómuðu virkilega vel og lif- andi og það seinna var mjög gott og ekki skemmdi gott samspil flygilsins og slagverksins. Í lokin sungu kórarnir saman lag- ið 1492, The Conquest of Paradise eftir O. Vangelis með aðstoð allra hljóðfæraleikaranna undir stjórn Símonar. Mozart og Haydn Mikið af tónlist þeirra félaga Ha- ydn og Mozarts hefur lifað af dóm tímans þó að mörg verka þeirra hafi einnig fallið í gleymsku. Ánægjulegt var að sjá hve vel setinn bekkurinn var í Seltjarnarneskirkju á fjórðu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem lék undir stjórn Ingvars Jónassonar tvö verk eftir Mozart (1756–1791), Adagio og fúgu í c moll Kv 549 og Sinfóníu Concert- ante í Es dúr fyrir fiðlu, víólu og hljómsveit Kv. 364 og „Surprise“ sinfóníuna nr. 94 í D dúr eftir Jo- seph Haydn (1732–1809). Fúguna Kv 426 samdi Mozart 1783 fyrir tvö píanó og umritaði hana síðan fyrir strengjasveit 1788 og bætti Adagio þætti (Kv. 546) framanvið svo úr varð Kv 549. Hljómsveitin hljómaði ekki hreint og virtist undirrit- uðum það vera víóludeildin sem átti eitthvað erfitt með intoneringuna, sérstaklega í veiku spili, en náði sér betur á flug í sterkari köflunum. Adagioið virkaði vera frekar óör- uggt og fúgan frek- ar í hægari kantinum fyrir smekk undirritaðs og verkaði því dálítið þung. Öryggið jókst undir lokin og hljómsveitin varð mun hreinni. Sennilega hefur þetta verið einhver taugaskjálfti í upphafi tónleikanna. Mozart lauk við Sinfonia Concert- ante á haustdögum 1779. Þetta tón- listarform að láta einleikshljóðfæri mynda kontrast á móti hljómsveit- inni hét upphaflega Konsert og var mikið notað á barokktímanum og má þar nefna Brandenborgarkons- erta Bachs o.fl. Mozart var snill- ingur í gerð fallegra laglína og í samtalsformi hljóðfæra. Þær Sif Tulinius og Jónína Auður Hilmars- dóttir sáu um einleikshljóðfærin. Samspil þeirra var mjög gott, sam- taka, vel mótað og leikið af miklu ör- yggi. Öll samtölin þeirra á milli voru sannfærandi svo og milli þeirra og hljómsveitarinnar sem lék nú af mun meira öryggi og yfirleitt hreint með góðum og þéttum hljóm. Verk- ið var í heild vel flutt og nokkuð vel samtaka í góðu tempói. Góður Moz- art. Síðast á efnisskránni var Sinfóní- an númer 94 eftir Joseph Haydn sem fengið hefur nafnið „Surprise“ og „Pákuslags-sinfónían“. Haydn var þekktur fyrir mikinn húmor og um leið hlýju og komst upp með margt sem öðrum hefði ekki liðist. Nr. 94 er ein af mörgum Lundúnas- infóníum hans. Sagan segir að það hafi farið fyrir brjóstið á honum að sjá og heyra sofandi fólk í salnum á tónleikum og þess vegna hafi hann sett þá kröftugu samhljóma allrar hljómsveitarinnar, þar með talið pákanna inn í syngjandi mjúkan klið annars þáttar, Andante, sem verkið ber nafnið af. Haydn mun hafa neit- að þessu og nefnt aðrar orsakir. Sin- fónían var flutt í góðum hraða, góð- ur stígandi var í inngangi fyrsta kafla, fín dýnamík. Málmblásararnir voru ekki alltaf hreinir innbyrðis og sömuleiðis áttu víólurnar stundum erfitt. Fyrsta „surprise“ í öðrum kafla hreif ósvikið, börnin og fleiri tóku kipp í sætum sínum en seinni slögin voru mýkri og hrifu ekki á sama hátt. Í heild var sinfónían vel flutt með fínum áherslum, léttum og húmorískum Haydn og nokkuð vel samtaka, lokakaflinn var hreint grípandi. Hummel gleymdur og endurfundinn? Johann Nepomuk Hummel (1778- 1837) er nokkuð mikilvægur hlekk- ur í tónlistarsögunni. Hann tengdi saman Haydn, Mozart, Beethoven og Mendelssohn svo eithhvað sé nefnt. Hann var t.d. nemandi Moz- arts, Clementis, Albrechtsbergers og Salieris, var góður vinur Beetho- vens, hafði mikil áhrif á Schubert (sem tileinkaði honum þrjár síðustu píanósónötur sínar, en því var breytt af útgefendum að honum látnum) og Chopin og leiðbeindi Mendelssohn. Hann var „heims- frægur“ í Evrópu á sínum tíma og ferðaðist mikið. Hann var afkasta- mikið tónskáld á flestum sviðum og virtur hljómsveitarstjóri og kennari. Tímans tönn hefur ekki farið vel með hann. Skyndilega þótti hann gamaldags og vinsældir dvínuðu og hann féll að miklu leyti í gleymsku víða. Á seinni tímum hafa menn ver- ið að uppgötva verk hans á ný. Oft finnst manni að í þeim megi finna Haydn, Mozart og Beethoven og jafnvel Schubert, en þetta sýnir hve góður tengill hann er á milli Vín- arklassíska tímans og upphafs þess rómantíska. Nokkrir félagar KaSa hópsins fluttu þrjú verk Hummels í Salnum á sunnudagskvöld. Grátlegt var hve fáir vildu njóta þess konfekts sem þar var boðið upp á. Fyrst fluttu þær Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir Sónötu fyrr flautu og píanó óp. 50 (um 1810– 1814) eftir að Áshildur hafði kynnt verkið. Hummel samdi langar og fallegar laglínur sem hann vann vel úr. Hér er um að ræða fallega tón- list og flutningur þeirra Áshildar og Nínu var góður og samstilltur. Næst fluttu þau Sigrún Eðvalds- dóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Nína Margrét Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó óp. 35 (1811) og hér var það Sigurður sem kynnti verkið. Grípandi tónsmíð þar sem ýmis stef gengu í samtalsformi milli hljóðfær- anna, lokakaflinn hrífandi fallegur með miklum húmor. Fallega mót- aður og samtaka flutningur. Síðasta verkið var Tríó „Schöne Minka“ fyr- ir flautu, selló og píanó óp. 78 (um 1818) sem þau Áshildur, Sigurgeir Agnarsson og Nína Margrét fluttu eftir að Sigurgeir hafði kynnt verkið og flutt stutt og gott erindi um tón- skáldið. Verkið byggist á laginu Schöne Minka sem er kynnt fljót- lega og síðan kemur stórkostlega góð úrvinnsla á ýmsan hátt sem verkar oft eins og frjáls og flæðandi spuni þar sem samtöl hljóðfæranna eru úthugsuð með áherslum og svörum, en Hummel var einmitt þekktur fyrir færni sína í spuna. Flutningurinn á þessu verki svo og tónleikunum öllum einkenndist af frábærri samvinnu, vel mótuðu og úthugsuðu samspili þar sem spila- gleði, friðsæld og vandvirkni var einkenni. Kórsöngur og þrír Vínarsnillingar Morgunblaðið/Þorkell Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir forsprakkar KaSa. TÓNLIST Hásalir KÓRTÓNLEIKAR Kammerkór Hafnarfjarðar stjórnandi Helgi Bragason. Kammerkór Reykjavík- ur, stjórnandi Sigurður Bragason, ein- söngvarar Sigurlaug Arnardóttir og Ardís Ólöf Víkingsdóttir. Kammerkór Mosfells- bæjar stjórnandi Símon H. Ívarsson. Arn- hildur Valgarðsdóttir, píanóleikari, Hug- rún Sif Hallgrímsdóttir, flautuleikari, Egill Þorkelsson og Páll Guðjónsson slag- verksleikarar. Laugardagurinn 7. febrúar 2004 kl. 17.00. Seltjarnarneskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Einleik- arar Sif Tulinius á fiðlu og Auður Hilm- arsdóttir á víólu. Stjórnandi: Ingvar Jón- asson. Sunnudagurinn 8. febrúar 2004 kl. 17.00. Salurinn í Kópavogi KAMMERTÓNLEIKAR Kammerhópur Salarins (Áshildur Har- aldsdóttir á flautu, Nína Margrét Gríms- dóttir á píanó, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sig- urgeir Agnarsson á selló). Sunnudag- urinn 8. febrúar 2004 kl. 20.00. Jón Ólafur Sigurðsson Jónína Auður Hilmarsdóttir Sif Tulinius Ardís Ólöf Víkingsdóttir Lækkar ástin laun kvenna? Málþing á vegum Kvenréttindafélags Íslands í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 14. febrúar, kl. 13-16 Kl. 13.00 Ávarp Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. Kl. 13.10 Áhrif fjölskylduábyrgðar á launaákvarðanir. Bjarni Ármannsson bankastjóri Íslandsbanka hf. Kl. 13.30 Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins gagnvart launamun kynjanna og aðgerðir til að breyta honum. Sigrún Viktorsdóttir starfsmannastjóri VR. Kl. 13.50 Hlé. Kl. 14.10 Samhengi milli hjúskaparstöðu og launabreytingar hjá kynjunum. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Kl. 14.30 Aðferðir til að hækka laun kvenna. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Kl. 14.50 Umræður Fundarstjóri: Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður. Aðstaða fyrir börn verður á svæðinu og umsjónarfólk. ÍSLENSKUM kórsöngvurum á aldrinum 17–26 ára gefst nú kostur á að þreyta inntökupróf í Heimskór æskunnar í síðari hluta þessa mán- aðar. Í sumar mun kórinn (The World Youth Choir) hittast í Busan í Suður-Kóreu um miðjan júní og dvelja þar í æfingabúðum í tvær vik- ur. Síðan mun kórinn verða á tón- leikaferðlagi um landið þar til um miðjan ágúst. Stjórnendur kórsins í sumar verða Georg Grün frá Þýska- landi og Steve Zegree frá Bandaríkj- unum. Kórfélagar verða sjálfir að bera kostnað af ferðinni milli heima- lands og Busan. Upplýsingar er hægt að nálgast hjá Þorgerði Ingólfsdóttur kór- stjóra. Góð kunnátta og reynsla Heimskór æskunnar var stofnað- ur árið 1989. Kórinn hefur starfað einn mánuð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kór- félagar eru 96 talsins á aldrinum 17– 26 ára og eru valdir úr hópi þúsunda umsækjenda hvaðanæva úr heimin- um. Þeir þurfa að hafa mjög góða kunnáttu í nótnalestri og raddbeit- ingu ásamt reynslu í kórsöng og kór- starfi. Nokkrir íslenskir kórsöngvar- ar hafa sungið með kórnum. Inntöku- próf í Heimskór æskunnar Á VEGUM Lítilla ljósa á jörð eru komin út mynd- skreytt ljóðakort með samblandi prentunar og handverks. Kortin voru gefin út í tengslum við sýninguna Skáldið sem dó & skáldið sem lifir í desember sl. og skarta ljóðum Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar (1955–1998) og Rúnu K. Tetzschner. Þorgeir var sagnfræð- ingur, kennari, fréttaritari og fjölhæfur listamaður, m.a. saxófónleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Júpíters. Rúna er sérfræðingur á Þjóðminja- safni Íslands og starfar sjálfstætt við ljóðagerð, skrautritun og skreytilist. Ljóð þeirra Þorgeirs hefur hún skraut- skrifað og myndskreytt og látið prenta í 100 eintökum hvert en bætir eftir prentun við gyllingu, silfri og perlulit- um þannig að ekkert verður nákvæm- lega eins. Ljóðakort ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.