Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 31

Morgunblaðið - 14.02.2004, Page 31
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 31 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Ég þekkti fólk sem hafði fariðtil Slóveníu fyrir áratugumþegar Júgóslavía var enn við lýði,“ segir Margrét Eiríksdóttir sem ásamt manni sínum Einari Má Árnasyni fór til Slóveníu með Heimsferðum í fyrrasumar. „Þegar ég sá að boðið var upp á 12 daga ferð þangað þá kannaðist ég við ákveðna áfangastaði sem ég féll fyr- ir að skoða. Í Slóveníu má finna flest sem ferðamenn sækjast eftir, þar eru baðstrendur, fallegar borgir og bæir, grösugar sveitir og tignarleg fjöll.“ Sumarhöll Títós „Flogið var til Veróna. Við ókum þaðan eftir næturgistingu sem leið lá upp í fjalllendi Slóveníu, sem er hluti af Júlíönsku Ölpunum, þar til við komum til Bled, en það er óskap- lega fallegur gamall bær,“ segir Margrét. „Bærinn mátti sín meira hér áður fyrr á tímum Júgóslavíu sem sumardvalarstaður þeirra sem efnameiri voru. Þar stendur til dæmis sumarhöll Títós. Þetta er al- ger paradís, lítill fallegur bær við stöðuvatn í skógivöxnu umhverfi og umkringdur tignarlegum fjöllum. Slóvenía öll ber þess merki að hafa verið kommúnískt ríki. Þar má enn sjá byggingar í þessum sér- kennilega slóvenska stíl sem er ekki fallegur en einnig tengsl við aust- urríska eða tírólska byggingarlist sem er einkennandi í sveitunum. Þetta á einnig við um umhverfið og náttúruna.“ „Við nutum staðarins, skoðuðum kastalann, eyjuna í vatninu, fallegar kirkjur og mannlífið,“ segir Mar- grét. „Reyndar fórum við til Bohimj sem er að mestu ósnortið svæði og má einna helst líkja við Mývatn. Landflótta skógarbirnir Staðurinn er eftirsóttur af íbúun- um og er mikil skíðaparadís á vet- urna. Þarna er nokkuð af mann- virkjum tengt skíðaíþróttinni. Þegar við vorum þarna virtust íbúarnir fyrst og fremst njóta þess að vera við vatnið. Okkur var sagt að í skóg- inum í kring væru villtir birnir en við sáum þá ekki. “ Frá Bled var farið í skoðuarferð til Lubljana, höfuðborgar Slóveníu, og segir Margrét að borgin beri merki fallegrar byggingarlistar. „Slóvenía slapp að mestu við átök. Lýsti hún fyrst ríkja yfir sjálfstæði og má segja að varla hafi komið til átaka og fáir fallið,“ segir Margrét. „Matarmenningin er fjölbreytt og úr öllum áttum og það er mjög ódýrt að fara út að borða. Við borð- uðum oft á hótelunum sem við gist- um á og það virtist vera nóg til af öllum mat. Það vakti líka athygli okkar að allar rúturnar voru nýjar en ekki gamlar og þreyttar. Það var verulega vel að ferðinni staðið.“ Frá Bled var haldið til Portoroz en það er gamall þekktur strand- bær. Ströndin þykir afar sérstök, malar- og klettaströnd en aðeins nokkrir kílómetrar á lengd og sjór- inn er tandurhreinn. Í nágrenni Portoroz eru þekktir fallegir staðir, sem Margrét segir að gaman sé að skoða, eins og t.d. Piran en þar er gamalt virki í skemmtilegum smábæ. Gleymt listaverk Á heimleiðinni var gist í Mantua á Ítalíu, sem er skammt frá Verona, í eina nótt. „Þetta er borg sem vert er að kynnast nánar, hún er yndisleg,“ segir Margrét. „Lítil en í raun eitt samfellt listaverk með fallegum byggingum og umhverfið er sér- stakt. Bærinn er nánast umkringd- ur vatni og er það eini staðurinn ut- an Kína þar sem lótusblóm vaxa og blómstra. Ég hafði hvorki heyrt af þessari borg né séð myndir en ég á örugglega eftir að koma þangað aft- ur.“  EFTIRMINNILEG FERÐ | Margrét Eiríksdóttir skoðaði ýmsa áhugaverða staði í Slóveníu Frá baðströnd til tignarlegra fjalla Í Portoroz var gist á Hótel Ri- veria, sem Margrét mælir með. Slóðin er www.hotele-morje.si. Upplýsingar um Bled er að finna á www.bled.si Upplýsingar um Mantova er að finnna á www.aptmantova.it Ferðalangar: Ása Valdimarsdóttir fararstjóri og hjónin Margrét Eiríks- dóttir og Einar Már Árnason í fjöllum Slóveníu. Sólarströnd: Piran er strandbær og þar er gamalt virki. Bergljót Leifsdóttir Mensualisér um útleigu sumarhúsafyrir fasteignasöluna G.E.G. Immobiliare í Flórens. „Við erum með svefnherbergi með morg- unverði, íbúðir og einbýlishús til leigu í nágrenni Greve in Chianti og í Flórens. Á fyrri staðnum eru allar íbúðir og einbýlishús með sundlaug en eitt hús í Flórens er með sund- laug. Mörg húsin eru með loftkæl- ingu og við bjóðum herbergi, íbúðir og hús í öllum verðflokkum.“ Bergljót segir að Greve in Chianti sé í rúmlega 30 km fjarlægð frá járnbrautarstöðinni í Flórens en þaðan eru rútuferðir til Greve sem taka klukkustund. Hún segir að Greve sé miðja vegu á milli Flórens og Siena ef farið er Vínveginn svo- kallaða. Í Greve in Chianti er hægt að leigja reiðhjól og gefur Bergljót upplýsingar um styttri og lengri hjólreiðatúra. Einn af fallegustu golfvöllunum er um það bil 8 km fyr- ir sunnan Flórens og 12 km frá Greve in Chianti. „Mikilvægt er að vera með skírteini síns golfklúbbs á Íslandi til að fá aðgang að golfvell- inum Ugolino,“ segir hún. Einnig leigir fasteignasalan G.E.G. Immobiliare út íbúðir í Sor- rento á Suður-Ítalíu. Bergljót hefur verið leiðsögumaður fyrir þýsku- og enskumælandi ferðamenn í Flórens, Siena og San Gimignano og hún seg- ist hlakka til að veita Íslendingum leiðsögn ef þeir sækjast eftir henni. Gisting: Leigð eru út svefnherbergi með morgunverði, íbúðir og einbýlis- hús í nágrenni Greve in Chianti og í Flórens. Leigir út sumarhús  ÍTALÍA  Nánarir upplýsingar fást á netfanginu begga@inwind.it. Einnig er hægt að hafa sam- band við Bergljótu í síma: 0039 348 8716986. Faxnúmerið er: 0039 055 8544863.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.