Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ástin er dýrgripur Maðurinn í lífi mínuÁstríðufullt augnablik Þú lætur það gerast Gjöf handa ástinni þinni sem hittir í mark. Líttu við á næsta útsölustað. He im sæ kt u w w w .la nc om e. co m ÞAÐ ER ekki amalegt að rata inn í fiskbúðina Fylgifiska þegar bragð- laukarnir kalla á eitthvað gott en enginn tími gefst fyrir eldamennsku heima fyrir, því í versluninni er starf- andi matreiðslumaður sem töfrar alla daga fram fjölda gómsætra hálf- tilbúinna fiskrétta sem reynast kann hverjum manni erfitt að velja úr. Forsvarsmenn verslunarinnar, sem var opnuð um mitt ár 2002, leggja kapp sitt á að þjóna við- skiptavinum sínum á þann hátt að matargerðin verði sem auðveldust og fljótlegust með ferskleikann að vopni. Fiskbúðin er til húsa í rúmgóðu rými á jarðhæð við Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík. Guðbjörg Glóð Loga- dóttir er framkvæmdastjóri og eig- andi verslunarinnar ásamt fjölskyldu sinni og matreiðslumanninum Sveini Kjartanssyni, sem á síðustu árum hefur starfað mik- ið erlendis enda ber fiskborðið hans þess glöggt vitni að alþjóð- legur blær sigli þar yfir vötnum. Í borðinu eru á degi hverjum um eða yfir þrjátíu hálf- tilbúnir réttir auk þess sem hægt er að fá í búðinni með- læti svo sem ferskt grænmeti, pasta, hrísgrjón, kartöflur, salöt, sósur og úrval krydda. „Okkar viðskiptavinir þurfa því ekki að fara í fleiri búðir þegar verið er að kaupa í matinn. Við notum alltaf ferskt grænmeti og mik- ið af ferskum kryddjurtum, en notum engin íblöndunarefni og engar til- búnar sósur heldur blöndum allt á staðnum,“ segir Guðbjörg Glóð. Fiskar og fuglar Auk hálftilbúnu réttanna í fisk- borðinu, er vissulega líka hægt að fá ferskan fisk eða flök, auk þess sem í hverju hádegi er boðið upp á heitan mat, einn til þrjá fiskrétti og fiski- súpu. Þessa rétti er hægt að borða á staðnum eða taka með sér. Þá geta fyrirtæki og hóp- ar sérpantað heit- an mat. Fyr- irtækið gefur sig einnig út fyrir að sjá um veislur, þar sem á borðum eru bæði fiskar og fuglar. Guðbjörg Glóð segir að allt hrá- efnið komi að minna og meira leyti frá ferskfiskframleiðendum á Suð- urnesjunum. „Við sækjum fiskinn til sérfræðinga á hverju sviði og kaup- um svo viðbót á fiskmörkuðum ef með þarf. Við vilj- um vera til fyrir fólk, sem vill borða hollan og góðan mat en hef- ur ekki alltaf tíma, og þegar nær dregur helg- unum, leggjum við áherslu á fínni rétti og mat- arboðin.“ Gamall draumur Þegar Guðbjörg Glóð er spurð um ástæðu þess að hún sé nú fisk- kaupmaður, svarar hún því til að rekstur fiskbúðar hafi í raun verið gamall draumur hjá sér. „Ég ákvað árið 1992, þá tvítug að aldri, að ég ætlaði mér að reka fiskbúð, sem varð svo ekki að veruleika fyrr en tíu ár- undið upp á sig eftir að ég fékk allt mitt góða samstarfsfólk og meðeig- endur til að vinna með mér. Þegar við opnuðum, byrjuðum við bara með viljann að vopni. Nú höfum við fengið góðan aðlögunartíma og getum státað af ánægðum kúnna- hópi, sem látið hefur orðróminn ber- ast, svo að nú erum við líklega orðin fær í flestan sjó. Guðbjörg og Sveinn létu Matar- kistunni að lokum í té tvær framandi uppskriftir, annars vegar að steinbíti og hinsvegar að rækjusalati, sem vert er að prófa heima í eldhúsi. Hvor uppskrift er ætluð fyrir einn.  MATARKISTAN|Sérvöruverslun og veisluþjónusta fyrir þá sem kunna að meta fisk Fiskurinn áhugamál Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í Fylgifiskum er að finna fjölda hálftilbúinna rétta, sem aðeins þarf að steikja á pönnu eða hita í ofni. Jóhanna Ingvarsdóttir rann á bragðið og ræddi við framkvæmdastjórann Guðbjörgu Glóð Logadóttur. um síðar. Það má segja að fiskurinn sé mér mikið áhugamál. Ég er alin upp í slorinu. Foreldrar mínir áttu og ráku Tros í Sandgerði, sem nú er í eigu SÍF, og voru frumkvöðlar í ferskfiskútflutn- ingi. Sjálf er ég sjávarútvegsfræð- ingur að mennt, útskrifaðist frá Há- skólanum á Akureyri 1997, fór síðan að vinna hjá Bakkavör í tvö ár, síðan fyrir Fiskmarkað Suðurnesja í Bras- ilíu og að verkefni fyrir franskt fyr- irtæki hér á landi. Það má segja að gamli draumurinn um fiskbúðina sé nú aðeins kominn fram úr mínum björtustu vonum því allt hefur þetta Fylgifiskar: Guðbjörg Glóð Logadóttir og Sveinn Kjartansson. Steinbítur með engifer og piparrót Piri-piri rækjusalat OF MIKIÐ sjónvarpsáhorf barna getur komið niður á tjáningargetu þeirra. Foreldrar eru þess vegna hvattir til að slökkva á sjónvarpinu við og við og tala þeim mun meira við börnin sín til að bæta mál- þroskann. Frá þessu var nýlega greint í breska dagblaðinu Even- ing Standard og vitnað í þarlenda skoðanakönnun um þetta efni. Leikskólakennarar sitja nú orðið oftar andspænis ungum börnum, sem berjast við að þróa með sér orðaforða, geta ekki talað skýrt og eiga í erfiðleikum með að skilja til- sögn. Skoðanakönnun bresku með- ferðarstofnunarinnar „I can“ leiddi í ljós að 96% leikskólakennara höfðu í sinni umsjá að minnsta kosti eitt barn, sem átti í erf- iðleikum með tjáskipti. Þar af kenndu 92% kennaranna samræðu- skorti milli foreldra og barna um hvernig komið væri. Um 75% leik- skólakennaranna skelltu skuldinni á sjónvarpið og 64% bentu á þann leiða vana foreldra að tala og svara fyrir hönd barna sinna í stað þess að leyfa þeim að tjá sig sjálf væru þau spurð. 10% aðspurðra sögðust hafa tíu eða fleiri börn með tjáskiptavandamál í sinni umsjá. Tjáningin mikilvæg „Afar lítill skilningur virðist ríkja á þessu vandamáli þrátt fyrir að svo virðist sem það komi niður á fjölmörgum börnum. Aðkallandi er að bæði foreldrar og leikskóla- kennarar geri sér grein fyrir mik- ilvægi tjáningarmátans í þroska  BÖRN | Sjónvarpsáhorf og málþroski Masa meira og horfa minna Steinbítur með engifer, piparrót og myntu 250 g roðlaus og beinlaus stein- bítur 1 marið hvítlauksrif 2 msk ólífuolía 1 msk saxað engifer 1 tsk rifin piparrót 2 msk skorin mynta salt og pipar eftir smekk 60-70 g Teriyakisósa Olían er sett á pönnu og stein- bíturinn steiktur í tvær mín. á hvorri hlið í mörðum hvítlauk. Engifer, piparrót og mynta sett út á pönnuna og steikt saman. Þegar fiskurinn er steiktur er hann tek- inn af. Teriyakisósu hellt út á pönnuna og látið malla í 1-2 mín. Gott að hafa hrísgjón sem með. Piri-piri rækjusalat 200 g pillaðar risarækjur 1 marið hvítlauksrif 2 msk ólífuolía 1 msk saxað engifer 1 msk sæt chili sósa ½ sítróna 1-2 tsk piri-piri krydd hálfur haus stökkt kál 1 agúrka Rækjurnar eru steiktar í hvít- lauk, olíu, engifer og sætu chilli. Þær eru síðan látnar kólna. Kál skorið niður og agúrkur skornar og hvorutveggja sett í skál. Rækjur eru svo settar saman við, safi úr sítrónu er kreistur yfir og piri-piri kryddi að lokum stráð yf- ir. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.