Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 33 barnsins. Áríðandi er að grípa inn í vandamálið á fyrstu stigum þess svo að börn í erfiðleikum með tjá- skipti fái að sitja við sama borð og önnur börn,“ segir Gill Edelman, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Í könnun, sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári fyrir leikfangaversl- unina Early Learning Centre, kom í ljós að þriðjungur barna undir þriggja ára aldri státaði af sjón- varpi í herbergjunum sínum. Fjög- ur börn af hverjum fimm undir sex ára aldri horfðu á sjónvarp í allt að sex klukkutíma á dag. Barna- sálfræðingar fullyrða að það sé ekkert að því að börn fái stöku sinnum að njóta sjónvarpsmiðils- ins, en þeir vara hins vegar sterk- lega við því að sjónvarpið nái yf- irhöndinni þegar kemur að foreldrahlutverkinu. ÓHÆTT er að segja að rekja megi þann áhuga, sem blundar í Íslend- ingum vegna valentínus- ardagsins, til fyrrum út- varpskonunnar Valdísar Gunnarsdóttur, en átján ár eru frá því hún hóf fyrst að kynna daginn fyr- ir hlustendum sínum á öldum ljósvakans. Síðan hefur hróður Valent- ínusar farið vaxandi hér á landi og er dagurinn nú orðinn einn sá annasam- asti hjá blómasölum. „Ég get svo sem alveg skraut- skrifað undir ábyrgð mína á öllu þessu umstangi. Ekki vil ég þó meina að til sé sérstök uppskrift að því hvernig fólk á að haga sér, en maður á auðvitað að vera sérlega góður á þessum degi enda er þetta voða sætur dagur,“ segir Valdís. Valentínusardaginn ber ávallt upp á 14. febrúar og þegar Valdís er spurð hvort ekki sé nóg að hafa bóndadag og konudag, segir hún að nauðsyn- legt sé fyrir Íslendinga, sem búi við mikið skammdegi, að leika sér að- eins í hversdagsleikanum og krydda tilveruna. Ekkert sé að því að vera með pínulitla rómantík með hrútsp- ungunum. Hefur verið dekrað við þig á val- entínusardegi? „Já, það hefur verið gert, en reyndar ekki nýlega. Einu sinni þeg- ar ég kom heim úr vinnu á þessum degi voru rósir dreifðar út um alla íbúð og í annað skipti höfðu lítil sæt kort með fallegum text- um verið límd á hurðir, veggi og spegla. Og þó að fólk sé ekki í sambúð, eins og mín staða er nú, er maður alltaf ástfang- inn þó að ekki sé nema af sjálfu lífinu. Dagur ástarinnar þarf því ekkert endilega að snúast eingöngu um makana. Það er ekki síður hægt að gleðja börnin sín eða góða vini.“ Kroppar og kiðlingar Valdís segist persónulega ekki hafa smekk fyrir það plastdót, sem Bandaríkjamenn markaðssetji í tengslum við þennan dag, en yfirleitt falli falleg nærföt í frjóan jarðveg og svo væri alltaf gaman að gera sér dagamun í mat með rómantísku ívafi. „Svo er alltaf voða sætt að gefa rós ásamt korti, sem í hefur verið skrifaður fallegur texti,“ segir Val- dís, en kortaáhugi hennar hefur nú orðið að sérstöku fyrirtæki, sem hún nú rekur undir fyrirtækjaheitinu Kroppar og kiðlingar ehf. Hún fram- leiðir tækifæriskort, þar með talið valent- ínusarkort, og segir fyrirmyndirnar vera eldgamlar, danskar, þýskar og bandarísk- ar. Texta kortanna semur Valdís sjálf og lætur hún síðan prenta kortin hér á landi. Penninn er stærsti dreifing- araðili kortanna, en valentínusarkortin hennar verða bara seld á Olís-stöðv- unum. Þegar Valdís er að lokum spurð hvað hún ætli að gera á valentínus- ardaginn, svarar hún því til að hún sé búin að ráðstafa sér í veislustjórn á Hótel Heklu á Skeiðum. Þar hafi hótelhaldarar undirbúið sérstakt valentínusarkvöld þar sem róm- antíkin eigi að svífa yfir vötnum auk þess sem dekrað verður duglega við bragðlaukana og hláturtaugarnar kitlaðar.  VALENTÍNUSARDAGURINN Dagur ástarinnar: Valentínusardagur þarf ekk- ert endilega að snúast um maka og alveg eins hægt að gleðja börnin sín eða góða vini. Rómantík með hrútspungunum KOMIÐ hefur í ljós að fjölmörg börn eru með meltingarsjúkdóma af völd- um glútenóþols en hafa ekki verið sjúkdómsgreind og ekki hlotið viðeig- andi meðferð. Ný bresk rannsókn bendir til að allt að eitt af hverjum hundrað börnum þjáist af slíkum sjúkdómum af völdum ónæmisins. Þolendur glútenónæmis ná ekki að melta mat, sem inniheldur glúten, en það finnst aðallega í hveiti, byggi, rúgmjöli og haframjöli og ættu þol- endur þar með að forðast fæðuteg- undir á borð við brauð, pasta, kex og kökur. Hingað til hefur því verið haldið fram að glútenónæmi sé fremur sjaldgæft og hrjái um það bil einn af hverjum 2.500, en niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem birt hefur verið í breska læknatímaritinu og náði til 5.470 sjö ára barna í Bretlandi, benda til að vandamálið sé mun víðtækara og nái til allt að 1% barna. Vís- indamenn við Bristol-háskólann, sem stýrðu rannsókninni, segja að margir þolendur ónæmisins upplifi ekki al- varleg einkenni fyrr en síðar á lífs- leiðinni eða eftir að slímhúð smágarn- anna hefur orðið fyrir umtalsverðum skaða. Af þeim 54 börnum, sem greind voru með glútenofnæmi í rannsókninni, höfðu aðeins fjögur fengið slíka sjúkdómsgreiningu og voru á glútenfríu fæði. Í ljós kom að stúlkur með glútenónæmi reyndust tvisvar sinnum fleiri en strákar auk þess sem börn með glútenónæmi reyndust 2,7 cm styttri og 1 kílói létt- ari en börn, sem ekki höfðu ónæmið. Læknar hafa verið hvattir til að prófa alla sjúklinga með tilliti til ónæmis svo hægt sé að komast hjá ýmsum meltingarkvillum og sjúk- dómum, sem fylgt geta í kjölfarið verði ekkert að gert. Bent er á að ein- föld blóðprufa dugi til að ganga úr skugga um þetta, en hugsanleg ein- kenni geta m.a. verið þreyta, blóð- leysi, þyngdartap og niðurgangur. Morgunblaðið/Ásdís Kynjahlutfall: Stúlkur með nónæmi voru tvisvar sinnum fleiri en strákar Getur dregið úr vexti  HEILSA|Fjölmörg börn eru með melting- arsjúkdóma af völdum glútenónæmis mbl.is STJÖRNUSPÁ Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ný sending af buxum frá og Það er yfirlýst markmið íslenskra heilbrigðis- yfirvalda að draga úr brotum af völdum beinþynningar. Besta vörnin er heilbrigður lífsstíll, hæfileg hreifing og hollur matur. Kalk er nauðsynlegt til myndunar tanna og beina. Einnig er það mikilvægt fyrir heilbrigða starfsemi allra vöðva, ekki síst fyrir heilbrigða starfsemi hjartans. Ef við fáum ekki nóg af kalki úr fæðunni, gengur á kalkforða líkamans. Því er betra að tryggja líkamanum nægilegt magn af þessu mikilvæga steinefni, ekki síst fyrir beinin. Ipriflavone er notað með kalki. Rannsóknir benda til að það gagnist ásamt kalki til að viðhalda heilbrigðum beinum. 23 beinbrot í hverri viku vegna beinþynningar Þegar þu kaupir þriggja mánaða skammt af kalki, færð þú glas af Ipriflavone í kaupbæti! Verndumbeinin! Ipriflavone í kaupbæti! Kalk 180 töflur, kr. 1.069,- priflavone töflur, kr. 1.309,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.