Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er alkunna að sum orðeru vandmeðfarnari enönnur. Eitt af mörgum‘erfiðum’ orðum í ís- lensku er sögnin að ljá. Beyging hennar hefur að vísu breyst nokkuð í aldanna rás en flestir munu þó sammála um að í nú- tímamáli sé beyging hennar eft- irfarandi: ljá (ég ljæ, þú ljærð, hann/hún ljær) - léði - léð, þgf.-þf./ef. Þannig getum við sagt: einhver ljær einhverjum vopnin í hendur; einhver ljær ekki máls á ein- hverju; guð léði honum/henni langlífis; honum/henni voru léðir peningar og ljá einhverju eyra. Meistari Jón Vídalín segir: Ekki er lán lengur en léð er, og í fornu máli má lesa: Engum er alls léð né alls varnað (‘enginn getur allt né ekkert’) og Þeir eru sumir er mikillar hyggjandi (‘mikilla vits- muna’) er léð. Öll þessi dæmi samræmast vafalaust vel mál- kennd flestra en í talmáli gætir þó tvenns konar breytinga. Ann- ars vegar bregður nútíðarmynd- inni ?ljáir fyrir (í stað ljær) og í lýsingarhætti þátíðar sést hins vegar myndin ?ljáð (í stað léð) alloft. Slíka notkun má oft sjá í orðasambandinu ljá ekki máls á e-u, t.d.: ?hann ljáir [þ.e. ljær] ekki máls á að draga sig í hlé og ?Verkalýðshreyfingin hefur ekki ljáð [þ.e. léð] máls á því að at- vinnuleysisbætur verði skertar. Hér er á ferðinni svokölluð áhrifsbreyting. Sagnir sem eru svipaðar sögninni ljá að búningi en ólíkar að beygingu (spá-spáði- spáð; þrá-þráði-þráð) hafa áhrif á beyginguna. Þessi breyting er ekki viðurkennd enda sér hennar hvergi stað í vönduðu ritmáli. Notkun og beygingu sagnarinnar ljá er rækilega lýst í orðabókum, t.d. í Íslenskri orðabók, og í rit- málsskrá Orðabókar Háskólans er að finna fjölmörg dæmi sem sýna notkun hennar með ótvíræð- um hætti. Hér ber því allt að sama brunni og þeir sem skrifa í fjölmiðla og vilja vanda mál sitt ættu að nota sögnina að ljá eins og flestir kjósa að nota hana. Sögnin að ljá er að því leyti óregluleg að nútíðarmyndin ljæ er ‘sterk’ í þeim skilningi að hún er mynduð eins og nútíð af sum- um sterkum sögnum (fá-fæ; flá- flæ; slá-slæ). Það er því skilj- anlegt að ‘veika’ nútíðarmyndin ?ljáir skuli stundum skjóta upp kollinum. Stundum er reyndar farin hin leiðin ef svo má að orði komast, af sumum veikum sögn- um er þá mynduð ‘sterk’ nútíð. Dæmi af þessum toga eru t.d. ??ég skræ mig á námskeiðið og ??ég spæ í þig, þú spærð í mig. Ég hef merkt þessi dæmi með tveimur spurningarmerkjum enda finnst mér breytingin ég spái > ??ég spæ enn verri en ég ljæ > ?ég ljái og auk þess held ég að hún sé sjaldgæfari. Í nokkrum til- vikum þykist ég reyndar hafa orðið þess var að menn noti slíkar orð- myndir vísvit- andi, sér og öðrum til ‘skemmt- unar’, líkt og er búningi fastra orðasambanda er breytt í sama tilgangi. Ég hef lengi haft efasemdir um það er menn gera sér það að leik að skrumskæla orðatiltæki eða snúa út úr þeim og tel að slíkt geti ruglað málkennd unga fólksins því að Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Sem dæmi um þetta má nefna að fyrir um 15 árum heyrði ég málhagan kunningja minn taka svo til orða að eitthvað væri út í Hróa hött. Þetta lét alls ekki illa í eyrum í fyrsta skipti en nú heyri ég oft talað um að eitthvað sé út í Hróa og þá finnst mér mesta gyllingin farin af. Ég býst við að sumir muni telja þetta bera vott um að undirritaður sé gjörsneyddur öllu skopskyni en það er með þetta eins og margt annað: Of mikið má að öllu gera. Úr handraðanum Í síðasta þætti var vikið að málshættinum Orð skulu standa. Hann minnir á ýmis orða- sambönd er vísa til orðheldni og getur verið gaman að velta fyrir sér þeirri hugsun sem þar liggur að baki. Í fornu máli er t.d. kunnugt orðasambandið ganga með orðum sínum en það merkir ‘ganga jafn langt og orð manns ná’ > ‘standa við orð sín’. Þetta orðasamband mun dáið drottni sínum en í svipaðri merkingu er nú notað orðasambandið standa við orð sín ‘efna það sem lofað hefur verið, halda loforð sitt’. Elstu dæmi um það eru frá miðri 18. öld: standa við orð sín/ hvert orð og standa við sama ‘halda fast við fyrri framburð’. Það á sér samsvörun í dönsku [stå ved sit (givne) ord]. Í ís- lensku er þó að finna ýmsar eldri hliðstæður (frá 17. öld), t.d.: Út af öllu undanförnu stend eg þar við, að ... og standa við framburð sinn. Ekki ósvipað orðafar er notað til að vísa til þess er menn standa ekki við orð sín en hugsunin að baki er tals- vert önnur. Í þeirri merkingu er kunnugt í fornu máli orða- sambandið ganga á bak orðum/ (málum) en það breyttist á 19. öld í nútímamyndina ganga á bak orða sinna ‘svíkja það sem um var samið; standa ekki við e-ð’. Orðasambandið ganga á bak e-u merkir hér ‘ganga eftir e-u, á eftir e-u’, þ.e. ‘ekki jafn langt og, standa ekki við orð sín’, sbr.: ganga á bak e-m (‘á eftir e-m’) og ganga á bak griðum (‘svíkja, halda ekki’). Eins og áður gat eru elstu dæmi um nútímamynd- ina ganga á bak orða sinna frá 19. öld en sem sjá má felst breytingin í því að á bak e-u > á bak e-s, þ.e. skilningur manna á því sem að baki liggur hefur breyst en merkingin helst. Í hnotskurn má segja að um sé að ræða þrjú ferli. (1) ganga með orðum sínum (‘jafn langt og’ > ‘halda orð sín’); (2) ganga á bak orða sinna (‘á eftir’ > ‘svíkja’) og (3) standa við orð sín (‘staðarlegt’ > ‘efna orð sín, halda í heiðri’). Þeir sem skrifa í fjölmiðla og vilja vanda mál sitt ættu að nota sögnina að ljá eins og flestir kjósa að nota hana jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 21. þáttur MIKIÐ liggur við, en meira stendur til, enda er nú stand á Goddastöðum. Háyfirdómarar og hæstarétt- arlögmenn fylkja liði til varnar að- alritara, sem varð það á að gera aldarafmæli heimastjórnar á Ís- landi að skrípaleik. Þeim er með öllu ofboðið af því að Ólafur Ragnar Grímsson tók því ekki þegjandi að forsetaembættið væri niðurlægt á afmælinu að geð- þótta aðalritara. Og auðvitað læt- ur stórtækasti rit- þjófur, sem sögur fara af, ekki á sér standa þegar skap- ari hans er í nauð- um staddur, og frumsemur grein, sem birtist í Morg- unblaðinu í dag, þriðjudaginn 10. febrúar. Hann tel- ur það vel við hæfi að Ólafur Ragnar sitji á Bessastöðum ,,þar sem fógetar kóngsins sátu forðum og geymdu frjálshuga Íslendinga í dýflissum“. Flestum blandast ekki hugur um að forsetadæminu var sýnd ókurt- eisi og tillitsleysi við undirbúning og framkvæmd afmælishátíð- arinnar – af ráðnum hug. Höfuðið af skömminni var þó bitið þegar fundur í ríkisráði var boðaður án þess að gera forseta um það við- vart. Skiptir í því sambandi engu máli þótt fundurinn hafi ekki stað- ið í nema 7 – sjö – mínútur. (Guðni Ágústsson, sem gætti skeiðklukkunnar, hefir raunar látið hafa eftir sér að fundurinn hafi staðið sjö mínútur og sautján sekúndur.) Almenningur þekkir af margfaldri reynslu að að- alritari leggur þær stofn- anir niður sem honum mislíkar við. Nú er röðin komin að forsetaembætt- inu. Eins og þjóðhagsstofustjóri á sín- um tíma, hefir forsetinn ekki talað einsog hans hágöfgi vill heyra. Fyrr- um bankastjóri getur líka borið vitni um hvað það getur kostað, enda lagði ritþjófurinn þeim mann- orðsstuldi líka lið. Þau ákvæði stjórn- arskrár, sem mestu varðar að breyta, eru ekki þau, sem snúa að forsetaembættinu. Forsætisráð- herra lætur svo að hann sé reiðubúinn að ræða breytingar á stjórnarskránni en nefnir auðvitað ekki það sem mestu skiptir fyrir lýðræðið í landinu: Jöfnun kosn- ingaréttar. Eins og sakir standa hefir meira en helmingur atkvæð- isbærra manna aðeins hálfan kosningarétt á borð við afganginn af þjóðinni. Formaður Samfylkingarinnar segir í Morgunblaðinu í dag að það sé ,,gamalt baráttumál jafn- aðarmanna“ að gera landið að einu kjördæmi. Þegar núgildandi ákvæði um kjördæmaskipan voru sett í stjórnarskrána 1999, stóð reyndar ekki þann veg á fyrir jafnaðarmönnum. Þeir beittu sér fyrir ólögunum af mikilli hörku, undir forystu Guðmundar Árna Stefánssonar. Það skyldi þó ekki vera að Samfylkingin væri hér um bil þríklofin í afstöðu sinni til þessara mála eins og í velflestum öðrum? Undirritaður getur tekið undir með Össuri Skarphéðinssyni í öll- um atriðum, sem hann teflir fram í Morgunblaðsgreininni, og Össuri þykir nauðsyn til bera að fella í stjórnarskrá, utan að ákveðin verði í stjórnarskrá heimild til að framselja íslenzkt vald til al- þjóðastofnana. Á slíka firru verð- ur aldrei fallizt. Á hinn bóginn sýnist nú sérstök ástæða til að ákveðið sé í stjórn- arskrá, að Ísland fari aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Goddastaðir Sverrir Hermannsson skrifar um aldarafmæli heimastjórnar Sverrir Hermannsson ’Nú er röðin kom-in að forsetaemb- ættinu.‘ Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. ÉG BENTI á það í smágrein fyrr í vikunni, að Páll Vilhjálms- son blaðamaður hefði farið með rangt mál, þegar hann hafði sagt, að með lagasetningu um spari- sjóði á dögunum hefði verið „komið í veg fyrir að stofnfjár- eigendur gætu höndlað með eigin fé sparisjóðanna sem sitt eig- ið …“. Þetta var pínlegt fyrir Pál vegna þess, að í grein um þetta hafði hann verið að saka aðra um fréttafölsun af þessu máli, en hallaði svo sjálfur réttu máli svo harkalega að allt fór úr böndum. Páll „svarar“ mér í gær. Svar- ið snertir ekkert umræðuefnið. Í svarinu segir hann: 1. Að ég sé launaður málsvari Spron manna. Þetta er rangt. Ég vinn ekkert fyrir þá. Fyrir einu og hálfu ári vann ég fyrir svo- nefnda fimmmenninga. Fyrir þau störf hef ég fengið greitt fyrir löngu. 2. Að ég sé ekki nógu hugaður til að „hjóla í Davíð Oddsson“. Þetta hefur höfundur talið snilli- bragð hjá sér, því hann veit af vinskap mínum við Davíð. Sann- leikurinn í málinu er sá, að í blaðagrein hafði ég „hjólað“, svo notað sé orðalag Páls, í þá al- þingismenn sem studdu málið, þar á meðal nokkra sem mér er heiður af að geta talið til vina minna. Þar var enginn tekinn út úr. Athugasemdin segir nokkra sögu um lágkúru Páls blaða- manns en enga um mig. 3. Að ég hafi oft selt mig til þjónustu við vafasaman málstað og sé siðblindur. Erfitt er fyrir mig að átta mig á þessari ásök- un, því maðurinn gerir enga nán- ari grein fyrir henni. Það ætti að vera eðlileg krafa til þeirra, sem kjósa að viðhafa svona málflutn- ing um aðra menn á opinberum vettvangi, að þeir finni orðum sínum stað. Mér sýnist að Páll geri ekki kröfur til sjálfs sín. Sannleikurinn er sá, að menn sem geta ekki fjallað um þau málefni sem ber á góma í þjóð- félagsumræðum á annan hátt en þessi maður, ættu að sleppa því að taka þátt. Þeir vinna bara á sjálfum sér. Sparisjóðamálinu má lýsa með einföldum hætti: Stofnfjáreigend- um var boðið hærra verð en nafnverð fyrir hluti sína. Sá sem kaupa vildi var að bjóða í stofn- féð með þeim aðildum að ákvörð- unarvaldi um málefni sparisjóðs- ins, sem því fylgdi lögum samkvæmt, meðal annars í því tilviki að honum yrði breytt í hlutafélag. Aldrei stóð til að skerða annað stofnfé sjóðsins. Þvert á móti átti í leiðinni að auka verulega við það. Alþingi breytti forsendum samningsins eftirá með þeim afleiðingum að ekkert varð úr honum. Með því var brotið gegn grundvallar- reglum sem eiga að gilda í rétt- arríkjum. Þetta vill Páll Vil- hjálmsson greinilega ekki skilja. Svo er að sjá sem hann eigi erfitt með að sætta sig við að aðrir menn en hann fái gott verð fyrir eignir sínar á frjálsum markaði. Yfir þessar hvatir eru til orð á ís- lensku sem ekki er ástæða til að nota hér um hvatir fréttamanns- ins Páls. Hans pína verður varla aukin frá því sem felst í því fyrir hann að sitja uppi með sjálfan sig. Jón Steinar Gunnlaugsson Pínlegt fyrir Pál Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. KUNNGJØRING Forkynning av stevning og innkalling til hovedforhand- ling i medhold av domstolloven § 181 Oslo tingretts sak nr. 03-005396 TVI-OTIR/01. Saksøker: Statens Lånekasse for utdanning (Lånekassen), postboks 195 Økern, 0511 Oslo. Prosessfullmektig: Kristine Bøhler Torsen Saksøkt: Ninir El Mostafa, siste kjente adresse: Vættaborgir 45, 112 Reykjavik. Saksøkte er norsk statsborger. Statens Lånekasse for utdanning har ved stevning av 22. mai 2003 reist nærv- ærende søksmål med krav om dom for at Ninir El Mo- stafa tilpliktes å betale til Lånekassen NOK 401 449, 55 med tillegg av renter og saksomkostninger. Hovedkrav- et gjelder skyldig beløp (inkl. renter pr. 30.04.2003) etter at saksøkte mottok støtte fra Lånekassen i årene 1990- 1994. Lånet har vært oppsagt til innfrielse i sin helhet fra 01.11.1998. Da det ikke har lykkes å forkynne stevningen med på- legg om tilsvar og innkalling til hovedforhandling for saksøkte Ninir El Mostafa på siste kjente adresse, og retten forgjeves har forsøkt å finne El Mostafas nåvær- ende bo- og oppholdsadresse, blir stevningen samt inn- kalling til hovedforhandlingen å forkynne i medhold av domstolloven § 181. Ninir El Mostafa oppfordres herved til å henvende seg til Oslo tingrett, C.J. Hambros pl. 4, 0164 Oslo, for å få stevning, pålegg om tilsvar og innkalling til hovedfor- handling utlevert til seg. Saksøkte innkalles til hovedforhandling ved Oslo tingrett tirsdag 1. juni 2004 kl 0900. Dersom saksøkte uteblir, kan dom (uteblivelsesdom) bli avsagt på grunnlag av saksøkerens fremstilling av sak- ens sammenheng. Forkynnelse etter domstolloven § 181 anses for utført, når fire uker er gått etter oppslag på rettsstedet, dvs. fra 13. februar 2004, med mindre Ninir El Mostafa som for- kynnelsen gjelder, melder seg tidligere for retten og tar imot skriftet. Oslo tingrett, 12. februar 2004.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.