Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 35

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 35 ÞAÐ ER með ólíkindum ef nýsett lög Alþingis Íslendinga, sem beindust gagngert að því að koma í veg fyrir kaup KB banka á SPRON, verða ekki, áður en lýkur, talin atlaga að frjálsum og lögmætum viðskiptum. Frjáls fjármagnsmarkaður hefur ver- ið keppikefli margra þeirra manna, sem að lagasetningunni stóðu. Þeir hafa jafnframt stuðlað að umtalsverðri einka- væðingu. Með fyrr- nefndri lagasetningu ganga þeir í þveröfuga átt og vilja ríkisvæða SPRON með því að setja fulltrúa ríkisvaldsins í stjórnarstóla. Það hlýtur að vera ein af meginskyldum Al- þingis, að setja vönduð lög, sem unnt er að treysta að verði ekki breytt fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. Engin at- vinnustarfsemi, á hvaða sviði sem er, fær staðist nema hún styðjist við traust og góð lög, sem höfð eru til hliðsjónar þegar framtíð- armarkmið eru sett. – Að beina spjót- um að SPRON með þeim hætti, sem gert hefur verið, leysir ekki þann vanda er við blasir vegna samþjöpp- unar valds og ofsagróða á fjár- málamarkaði. Á þeim vettvangi verða stjórnvöld að kljást við ofvöxt sem þau sjálf sáðu til. Lögin frá 2002 Alþingi Íslendinga setti lög í desem- ber 2002 til að koma í veg fyrir að við- skiptabankar gætu keypt alla stofn- fjárhluta sparisjóða og fengið allar aðrar eignir þeirra í kaupbæti. Pétur Blöndal alþingismaður fór þá fyrir hópi manna, sem gekk í þetta verk fyrir Búnaðarbankann. Stjórn SPRON og stofnfjáreigendur höfn- uðu þessari yfirtökutilraun. Rétt er að taka fram að tilboð Búnaðarbank- ans í stofnbréfin nam 2,7 miljörðum króna og ætlaði bankinn að eignast SPRON fyrir þá fjárhæð. Tilboð KB banka nam hins vegar 9 milljörðum króna. Segja má að Alþingi hafi í des- ember 2002 stutt stjórn SPRON í andstöðu hennar við yfirtökutilraun- ina. Á grundvelli þeirra laga, sem sett voru í desember 2002, ákvað stjórn SPRON að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Á grundvelli þeirrar ákvörðunar var gerður samningur við KB banka um kaup hans á SPRON. Þar var í einu og öllu farið að þeim lögum sem í gildi voru. SPRON fékk hlutlaust fyrirtæki til að meta stofn- fjárhluta sparisjóðsins og uppfæra hann með tilliti til verðmætis SPRON. Enginn hefur andmælt því að þessir útreikningar séu réttir. Þáttur Sambands ísl. sparisjóða Þegar fyrirnefndur samningur lá fyr- ir hóf Samband íslenskra sparisjóða mikla herferð gegn SPRON, sem greiðir um 25 af hundraði af rekstr- arkostnaði sambandsins. Helstu rök- in voru þau að ef þessi samningur yrði að veruleika myndi sparisjóða- kerfið í landinu riða til falls. Margir smáir sparisjóðir væru undirstaða at- vinnulífs í mörgum byggðarlögum. Þessi staðhæfing verður ekki vé- fengd. Það er hins vegar skoðun margra sérfræðinga innan banka- kerfisins, að sparisjóðirnir séu börn síns tíma, rétt eins og kaupfélögin voru, og þeirra líftími sé takmark- aður. Stóru bankarnir muni í æ ríkari mæli taka til sín viðskipti þar sem sparisjóðirnir eru nú. Meðal annars er bent á þær breytingar, sem eru að verða á bankaviðskiptum með net- þjónustu. Þá hlýtur það að vera skil- yrðislaus krafa til stóru bankanna þriggja, að þeir þjóni íbúum landsbyggð- arinnar ekki síður en öðrum landsmönnum. Aðförin að stofn- fjáreigendum Í umræðunni voru stofnfjáreigendum bornar á brýn marg- víslegar vammir og skammir. Þeim var lýst sem gírugum og gráðugum ein- staklingum, sem hefðu verið „handvaldir í fyr- irmannasjóð“. Þeir væru með ólögmætum hætti að hirða til sín fjármuni, sem þeir ekki ættu og hefðu orðið til í sparisjóðnum fyrir til- verknað annarra viðskiptavina. – Hið rétta er að stofnfjáreigendur hefðu ekki fengið eina króna úr sjóðum SPRON sem þeir höfðu ekki sjálfir lagt fram. Það sem umfram var hefði komið frá KB banka, sem bauðst til að kaupa þessa hluti fyrir tiltekið verð. Þessar árásir á 1.100 stofnfjáreig- endur í SPRON eru með ólíkindum. Í hópi stofnfjáreigenda eru flestir al- mennir viðskiptamenn sparisjóðsins, sem þar hafa átt viðskipti í áratugi og vildu leggja inn stofnfé til að koma sparisjóði sínum til aðstoðar í stöðugt harðnandi samkeppni bankastofnana. Ég þori að fullyrða, að fæstir þeirra hafi ætlað sér stærri hlut en þann arð sem greiddur hefur verið af stofn- fénu. Það gildir m.a. um undirritaðan. Enn ný lög Í framhaldi af þessari atlögu ákvað Alþingi Íslendinga að setja enn ný lög til að koma í veg fyrir að lögmætar gerðir stjórnar SPRON næðu fram að ganga. Þessi lög voru fyrst og fremst sett til að stöðva viðskipti tveggja frjálsra fjármálafyrirtækja. Þetta voru lög um að koma í veg fyrir viðskipti SPRON og KB-banka. Það sem mér finnst alvarlegast við þessa lagasetningu er eftirfarandi: 1. Lögin voru sett til að stöðva frjáls og lögmæt viðskipti. Fordæm- isgildi laganna hlýtur að setja hroll að öllum þeim sem gætu orðið fyrir gagnrýni vegna viðskiptasamninga. 2. Lögin eru afturvirk og ná til lög- mæts samnings sem gerður hafði verið með fyrirvara um samþykki stofnfjáreigenda SPRON og eigenda KB banka. Afturvirk lög hafa aldrei þótt góð latína hjá löggjafarvaldinu. 3. Í lögunum er gert ráð fyrir að fulltrúar ríkisvaldsins og sveitarfé- laga taki við stjórn sparisjóðsins. Þannig er gert ráð fyrir því að ut- anaðkomandi einstaklingar, sem aldrei hafa komið að rekstri eða upp- byggingu SPRON, fái vald yfir stofn- uninni. Ríkið fái að höndla með fjár- muni á almennum markaði. Ég veit ekki hve mörg ár aftur í tímann hér er gengið. Hví svo einróma? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þingmenn voru svo einróma þegar lagafrumvarpið var borið undir at- kvæði. Stór hópur þeirra hefur ný- verið verið harkalega gagnrýndur fyrir afgreiðslu eftirlaunafrumvarps. Ég vil hins vegar ekki gera því skóna, að viðbrögð þjóðarinnar í því máli hafi haft áhrif á afstöðu þeirra til SPRON-frumvarpsins. Það má einn- ig vera að aðkoma formanns efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis að málinu og allur forleikur þess hafi haft veruleg áhrif. En ég ætla alþing- ismönnum það ekki að láta slíka per- sónubundna þætti hafa áhrif á sig. SPRON og kvótinn Á meðan umræðan um SPRON stóð yfir voru kvótaeigendur þessa lands að gera milljarða viðskiptasamninga um óveiddan fisk í sjónum sem þessi þjóð á öll en þeir ekki einir. Um eign- arhaldið gilda lög sem Alþingi Íslend- inga setti. Enginn einasti þingmaður né aðrir gerðu athugasemdir við þessa samninga. Þarna var þó verið að höndla með fjármuni í eigu ís- lensku þjóðarinnar. Þetta voru ekki gírugir stofnfjáreigendur að taka til sín peninga sem þeir ekki áttu. Þetta voru aðrir. Einhverjir þessara við- skiptasamninga eiga eftir að veikja atvinnulíf í dreifðum byggðum lands- ins eins og þeir hafa gert fram að þessu. Án efa munu þeir einnig veikja stöðu margra sparisjóða. En enginn hreyfði andmælum hvað þá að laga- frumvarp um ógildingu þessara samninga væri lagt fram. Vera má að ég sé einn um að greina tvískinnung- inn. Reiðir og sárir En nú hefur lögmæt ákvörðun og þróun tveggja fjármálastofnana verið stöðvuð með lagasetningu. SPRON verður væntanlega ekki breytt í hlutafélag. Samningur SPRON OG KB banka verður ekki efndur. Hann verður bara rifinn eða fer í papp- írstætarann. Stjórn SPRON og stofn- fjáreigendur telja væntanlega að sjónarmið þeirra hafi lítt komist til skila og dómar verið felldir án um- talsverðra raka. Einhverjir verða reiðir og aðrir sárir. Hinir sáru telja SPRON hafa verið órétti beittan og að inngrip löggjafarvaldsins hafi um of einkennst af einhvers konar „ein- elti“. Hve margir skyldu hafa kynnt sér vandlega um hvað málið snerist? Bjarni heitinn Benediktsson, fyrr- um forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var manna fróð- astur um lög og lagasetningu. Hann ræddi um lög sem leikreglur sam- félagsins. Alþingi setti almennar leik- reglur og allir ættu að vera jafnir fyr- ir lögunum. Þegnarnir ættu að fylgja lögunum hvort sem þeim líkaði betur eða verr, en reyna að fá þeim breytt ef þeir teldu þau ranglát eða óskyn- samleg. Lögin um SPRON verða seint talin almenn lagasetning. Lögin í desem- ber 2002 voru sett vegna málefna SPRON og lögunum nú er gagngert stefnt gegn SPRON og þá vænt- anlega KB banka einnig. Tilgangur laganna er þröngur og þeim beint gegn ákveðnum hópi fólks. Vafalaust munu einhverjir láta á það reyna hvort þessi lög gangi ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarétt og hvort ekki hafi skapast með þeim bótaskylda. Eftirmáli: Eins og ég hef áður skýrt frá er ég einn af stofnfjáreigendum SPRON. Ég lagði SPRON til stofnfé og byrj- aði á því fyrir góðum áratug. Aldrei hvarflaði að mér að af stofnfjáreign- inni fengi ég meira en arð helst ekki minni en af góðri bankabók. Fyrir stofnféð hefði ég getað keypt nokkur kvótakíló eða verðbréf. Allar líkur eru á því að verðmæti hvorutveggja hefðu getað orðið meiri en það sem KB banki bauð fyrir stofnfjárhlutann. Hagnaðurinn skiptir mig ekki meginmáli. En atlagan að SPRON og hvernig framkvæmda- og löggjaf- arvaldið hefur haldið á þeim málum, hefur vakið mér mikla gremju. Ég hef verið talsmaður þess að löggjaf- arvaldið yrði eflt að það fengi aftur það vald sem framkvæmdavaldið hef- ur hirt til sín. En þegar löggjaf- arvaldið er notað með þeim hætti, sem hér hefur verið rætt um, er það ekki á réttri leið. Í leiðara Morgunblaðsins laug- ardaginn 7. febrúar þar sem skrifað er um málefni SPRON (Takið eftir: Málefni SPRON. Innskot höf.) er sagt í lok leiðarans: „En hvað sem líð- ur skiptum skoðunum um það mál er ljóst, að hér er skýrt dæmi um, að Al- þingi hefur síðasta orðið eins og Morgunblaðið hefur nokkrum sinn- um vakið athygli manna í viðskiptalíf- inu á“. Ég er ekki sammála því sem felst í þessari niðurstöðu. Þetta mál snerist í raun ekki um viðskiptalífið. Þetta var dreifbýlismál að grunni til. Að auki var Alþingi búið að hafa síðasta orðið í desember 2002. Störf Alþingis snúast ekki um að hafa síðasta orðið. Þau snúast um að setja löggjöf sem fólkið í landinu getur treyst. Engu að síður vona ég að Alþingi hafi ekki sagt sitt síðasta orð í kvótamálinu. Í framvindu þess máls felst ógæfa landsbyggðarinnar og þar eru ein- stakir menn að hirða fjármuni sem þeir eiga nákvæmlega ekkert tilkall til. Fátt hefur haft eins mikil áhrif á þróun fjármálaheimsins hin síðari ár og einmitt viðskipti með kvóta. Ég er hins vegar sammála Morg- unblaðinu þegar það varar við sam- þjöppun valds og fjármagns innan bankakerfisins, ofsagróða þess og hættunni á því að stór hluti fjármun- anna verði fluttur úr landi. En ég spyr þá um leið: Hverjir stofnuðu til þessarar þróunar? Ef ætlast er til að Alþingi Íslendinga komi böndum á þessa framvindu mála, þá verður að gera það með almennri og víðtækri löggjöf, sem nær til sem flestra sviða banka- og fjármálastarfsemi í land- inu. Það dugar ekki að skamma Kína með því að atyrða Albaníu. Sú af- markaða og þrönga lagasetning, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni, tekur ekki á þeim vanda, sem Morg- unblaðið hefur með réttu vakið at- hygli á. SPRON-lögin: Umdeilanleg lagasetning Árni Gunnarsson skrifar um SPRON-lögin ’Þessar árásir á 1.100stofnfjáreigendur í SPRON eru með ólík- indum. ‘ Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Fréttablaðinu laugardaginn 14. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. 1. flokki 1991 – 49. útdráttur 3. flokki 1991 – 46. útdráttur 1. flokki 1992 – 45. útdráttur 2. flokki 1992 – 44. útdráttur 1. flokki 1993 – 40. útdráttur 3. flokki 1993 – 38. útdráttur 1. flokki 1994 – 37. útdráttur 1. flokki 1995 – 34. útdráttur 1. flokki 1996 – 31. útdráttur 3. flokki 1996 – 31. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2004.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.