Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bára Sveinsdóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 1. maí 1962. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 4. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Þóra Birgit Bernódusdótt- ir, húsmóðir, frá Borgarhól, f. 8. des. 1942, og Sveinn Hall- dórsson hafnarvörð- ur, f. 3. maí 1938. Systkini Báru eru Gísli, sjómaður, f. 26. sept. 1958, Ágústa Berg, leikskólastjóri á Seyðsfirði, f. 9. ágúst 1960, maki Gunnar Árni Vigfússon sjómaður, f. 4. jan. 1959; börn þeirra eru Agnes Berg og Sveinn Gunnþór; Bernódus, slökkviliðsmaður, f. 19. júní 1971, maki Kristín Björg Kristjánsdóttir þroskaþjálfi, f. 17. maí 1972; dætur þeirra eru Þóra Birgit og Rut. Bára giftist 16. jan. 1988 eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Jóhannesi K. Steinólfssyni sjó- manni, f. 21. mars 1961. Dætur þeirra eru Aðalbjörg Jó- hanna, f. 17. júní 1982, sambýlismaður hennar er Ingi Freyr Atlason, f. 25. nóv. 1980, Þóra Birgit, f. 15. des. 1988, Stein- unn Lilja, f. 8. ágúst 1991, og Helga Rut, f. 23. mars 1993. Fyrir á Jóhannes dótturina Hjördísi Ingu, f. 15. apríl 1983, sambýlismaður hennar er Einar Björgvin Knútsson, f. 10. ágúst 1970. Bára ólst upp í Vest- mannaeyjum. Hún vann ýmis störf, lengst af við fiskvinnslu. Síðustu sjö árin starfaði hún við leikskól- ann Kirkjugerði í Vestmannaeyj- um. Útför Báru verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný, eitt andartak á ný í örmum þér. Á andartaki horfin varstu mér. (Hannes Örn Blandon) Elsku mamma. Orð fá því ekki lýst hversu sárt mér þykir að kveðja þig. Þú sem varst ekki aðeins móðir mín heldur einnig besta vinkona. Ég man varla eftir því að það hafi liðið dagur án þess að ég heyrði í þér og ef eitthvað var að eða þurfti að gera fyrir mig þá fannst þér nú ekki mik- ið mál að kippa hlutunum í lag þó að ég væri í Reykjavík og þú í Eyjum. Eins og núna fyrir jólin þegar þú, amma og Ágústa gerðuð ykkur ferð í bæinn til að vera við útskriftina mína og halda mér heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Þeim degi gleymi ég seint því þú varst svo stolt af mér, frumburðinum sem var að klára menntaskólann. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig og sagt þér frá öllu mögulegu, merkilegu og ómerki- legu, því stundum furðaði ég mig á því hvernig þú nenntir að hlusta á mig tala um ekki neitt í klukkutíma eða meira. En þannig varst þú, alltaf tilbúin að gera hvað sem var fyrir okkur systurnar og alla sem þér þótti vænt um. Við höfum misst mikið en minn- umst mömmu eins og hún var, ein- staklega hjartagóð og skemmtileg ung kona. Guð geymi þig, elsku mamma mín, ég mun alltaf elska þig. Þín dóttir Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Bára, systir mín, lést miðvikudag- inn 4. febrúar, óvænt og langt um aldur fram. Ekki hvarflaði að mér, eða nokkrum öðrum, þegar við átt- um saman frábæran tíma um jólin og áramótin nýliðin að það yrði í síð- asta skipti sem við sæjumst á lífi hér. Á þessari stundu leita á hugann margar góðar minningar um frá- bæra systur sem lét ekkert stoppa sig. Hún var þekkt fyrir dugnað og að gera alla hluti sjálf, meira að segja að laga bílinn ef því var að skipta. Oft var gantast með það í fjölskyldunni að Bára væri í bíl- skúrnum að setja ný kerti í bílinn á meðan Jói, maður hennar, var í eld- húsinu að baka pönnukökur. Eitt sumarið ákvað Bára að koma til mín austur á Seyðisfjörð keyrandi með stelpurnar sínar. Þetta reyndist hin mesta ævintýraferð. Bílinn bilaði og það gekk á ýmsu á leiðinni austur, en hún komst samt á leiðarenda. Eftir nokkurt stopp fyrir austan hjá mér var haldið til Reykjavíkur. Ég vildi ekki senda hana eina á stað, svo ég keyrði með henni til Hornafjarð- ar. Bílinn var fylltur af tveggja lítra kókflöskum fullum af vatni. Það var mikið fjör hjá okkur á leiðinni, það var alltaf að sjóða á bílnum. Ferðin, sem átti að taka u.þ.b. þrjá klukku- tíma, tók okkur sex tíma. Hún hélt áfram ein með stelpurnar til Reykjavíkur daginn eftir og tók sú ferð heilan dag. Við sem eftir lifum og fengum að kynnast Báru systur vitum hvað hún var frábær kona í alla staði. Ef eitt- hvað þurfti að gera var Bára beðin, og það var aldrei neitt mál hjá henni. Elsku Jói, Alla, Þóra, Steinunn, Helga, mamma og pabbi. Missir ykkar og okkar allra er mikill. Báru systur hefur verið ætlað meira og stærra hlutverk annars staðar. Við Gunnar Árni, Agnes Berg og Sveinn Gunnþór biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og okkur öll í þessari miklu sorg. Þín systir að eilífu. Ágústa Berg. Ég kynntist Báru fyrir um 12 ár- um þegar ég og Beddi bróðir hennar rugluðum saman reytum okkar. Mér var fljótt ljóst af okkar kynnum og af því hvernig litli bróðir hennar tal- aði um hana að hér var á ferðinni kona sem var heilsteypt og vildi allt fyrir alla gera og að ekki hefði ég getað eignast betri mágkonu. Ég minnist þess að á fyrstu bú- skaparárum mínum í Vestmanna- eyjum þurfti ég að strauja buxur en ekki var til neitt straubretti á heim- ilinu. Ég hringdi þá í Báru sem kom og sótti mig til þess að ég gæti straujað heima hjá henni. Þegar við komum að heimili Báru á Búhamrinum hafði kviknað í potti og stelpurnar komnar út, slökkvilið- ið komið á staðinn og allt í pati. Þá lítur Bára á mig og segir: „Kidda mín, ég held að þú verðir að strauja hjá henni mömmu.“ Ég held að þessi litla saga lýsi því betur en mörg orð hvaða manneskju Bára hafði að bera. Bára hafði gaman af börnum og bar gæfu til þess að eignast fjórar yndislegar dætur. Ég minnist stundanna í eldhúsinu á Búhamr- inum þar sem við sátum með kaffi- bolla og oftar en ekki var umræðu- efnið börn og barnauppeldi, fyrst þegar hennar stelpur voru litlar og síðar þegar ég hafði sjálf eignast börn. Stelpurnar mínar sóttu alltaf mikið í að vera hjá Báru þegar leiðir okkar lágu til Eyja enda alltaf líf og fjör þar á bæ, margir krakkar og mikið um að vera. Bára valdi svo að starfa á Leikskólanum Kirkjugerði þegar hennar stelpur fóru að eldast og veit ég að hennar á eftir að verða sárt saknað þar. Ég og fjölskylda mín eyddum mörgum gamlárskvöldum á heimili Báru og Jóa og ég man hvað það var alltaf spennandi að koma heim til þeirra og sjá allar jólaskreytingarn- ar, því að Bára var mjög mikið jóla- barn og var alltaf að bæta við skrauti. Síðustu áramót voru engin undantekning en þá vildi svo vel til að við vorum saman komin öll stór- fjölskyldan, Þóra og Svenni og þau systkinin Bára, Ágústa og Beddi og fjölskyldur þeirra. Ég veit að sú stund muna búa í hjörtum okkar allra um ókomna framtíð. Í minningum mínum um Báru finnst mér að hún hafi getað allt, það var alveg sama hvort um var að ræða að hugga barn sem hafði meitt sig, baka fyrir fermingarveislu eða gera við bílinn. Bára gat það. Elsku Þóra og Svenni, Jói, Alla Hanna, Þóra Birgit, Steinunn Lilja og Helga Rut, missir ykkar er mik- ill, guð gefi ykkur styrk til að takast á við hann. Við Beddi og stelpurnar munum biðja fyrir ykkur á þessum erfiðu stundum. Samúðarkveðjur. Kristín Björg Kristjánsdóttir (Kidda). Kæra mágkona. Nú sest ég niður og skrifa hér nokkur kveðjuorð til þín, sem er mjög erfitt því þú fórst svo fljótt frá okkur og skyndilega. Þú komst inn í mína ætt þegar þú kynntist bróður mínum áramótin 1985–1986, þú áttir þá eina dóttur Öllu Hönnu þriggja ára og Jói átti líka eina dóttur Hjördísi Ingu tveggja ára. Þið fóruð fljótt að búa saman og keyptuð ykkur hús saman á Búhamri í Vestmannaeyjum sum- BÁRA SVEINSDÓTTIR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, mosaik@mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, SIGURJÓN JÓNSSON fyrrv. lögregluvarðstjóri, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudaginn 9. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánu- daginn 16. febrúar kl. 14.00. Guðbjörg Hjartardóttir, Jón Gunnar Sigurjónsson, Hulda Gísladóttir, Gíslína Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Karl Jóhann Karlsson, Páll Lárus Sigurjónsson, Berglind Einarsdóttir, Hjörvar Sigurjónsson, Sigún Júlía Geirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SVERRISSON smiður, bóndi og rafvirkjameistari, frá Kaldrananesi í Mýrdal, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 30. janúar sl. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kári Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Jón Hjaltason, Sigurður Sigurðarson, Margrét G. Einarsdóttir, Einar Steinsson, Susanne Götzinger, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI BJARNASON, Sogavegi 164, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 5. febrúar sl. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur hluttekningu og vináttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir umönnun og hlýhug. Jónína Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Finnbogadóttir, Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Rúnar Vigfússon, Ingibjörg Sunna Finnbogadóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir Kjartan Orri Ingvason og barnabörn. Systir mín kær, SELMA KRISTIANSEN íþróttakennari, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti að kvöldi miðvikudagsins 11. febrúar sl. Trúmann Kristiansen. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Bjargi, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað þriðjudaginn 10. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 14.00. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Eðvarð Guðmundsson, Sæmundur Sigurjónsson, Klara Sigríður Sveinsdóttir, Einar Guðjón Sigurjónsson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Árni Sigurjónsson, Fiona Sigurjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.