Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 44

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórhildur Sal-ómonsdóttir fæddist í Steig í Mýrdal 28. júlí 1925. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut laugar- daginn 31. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Gunnarsdóttir frá Steig, f. 30.9. 1892, d. 19.5. 1990, og Salómon Sæmunds- son frá Stóra-Dal, f. 13.8. 1890, d. 21.1. 1977. Þórhildur var næstelst í hópi átta systkina. Tvö eru áður látin, Sigurlaug, f. 1.9. 1926, d. 14.1. 1967, og Jón, f. 20.8. 1929, d. 28.11. 1946. Eft- irlifandi eru Guðríður Unnur, f. 25.5. 1924; Sæmundur, f. 20.3. 1928; Gunnar, f. 26.8. 1931; Svandís, f. 26.8. 1931; og Björg- vin, f. 17.1. 1934. Þórhildur ólst upp í foreldrahús- um á Ketilsstöðum í Mýrdal. Undir tví- tugt réðst hún í vist að Suður-Vík í Mýr- dal þar sem hún var tvo vetur, en síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Árið 1947 réðst hún bú- stýra að Langholts- búinu í Reykjavík og vann þar til 1956 en þá var búið lagt niður. Árið 1957 hóf hún störf í þvottahúsi Landspítalans í Reykjavík, síðar Þvottahúsi rík- isspítalanna, þar sem hún vann til 1969 en þá varð hún for- stöðumaður Þvottahússins og gegndi því starfi í liðlega ald- arfjórðung, eða til ársins 1996. Þórhildur var ógift og barnlaus. Útför Þórhildar fer fram frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þórhildur nafna mín ólst upp hjá foreldrum sínum á Ketilsstöðum í stórum systkinahópi. Þau voru átta systkinin, en tvö létust um aldur fram. Systkinahópurinn var sam- hentur og síðar þegar þau fóru að tínast að heiman fylgdist nafna vel með öllum og hélt utan um ört stækkandi hóp afkomenda systkina sinna. Um tvítugt fluttist hún til Reykjavíkur. Það var okkur á Ket- ilsstöðum alltaf mikið tilhlökkunar- efni þegar von var á nöfnu í heim- sókn en hún kom á hverju sumri til lengri eða skemmri dvalar. Mér fannst hún aldrei gestur, heldur ein af heimilisfólkinu. Henni féll sjaldan verk úr hendi, hafði gaman af útiverkum og á seinni árum ekki síður inni og það voru ekki mörg handtökin sem ég vann innanhúss þegar nafna var komin. En hún vildi ætíð sjá um sig sjálf og líka helst annast þá sem nálægt henni voru. Litla íbúðin hennar á Miklu- brautinni var oft samkomustaður okkar skyldfólksins sem bjó í Mýr- dalnum ef gist var í höfuðborginni. Þó að íbúðin væri lítil var plássið alltaf nóg. Nafna var náttúruunnandi og hafði gaman af útivist og ferðalög- um. Hún var forstöðumaður Þvottahúss ríkisspítalanna í mörg ár. Ekki þekki ég verk hennar þar til hlítar en það segir nokkuð að þar eignaðist hún marga vini meðal starfsfólks sem héldu tryggð við hana eftir að hún lét þar af störf- um vegna aldurs. Einn af þeim var Inga, sem ég kynntist lítils háttar því hún kom nokkrum sinnum austur með nöfnu til að njóta úti- vistar og ganga á fjöll. Mér er minnisstætt þegar þær voru mætt- ar austur til fjallgöngu fyrir nokkr- um árum en þá vildi svo til að það rigndi í Mýrdalnum. Ekki létu þær það á sig fá; þær voru jú mættar til að ganga á fjöll og það var að sjálfsögðu gert. Fyrir um tveimur árum greind- ist nafna með krabbamein; glíman við það var erfið en ekki var kvart- að. Réttri viku áður en hún lést var ég stödd hjá henni. Rétt á eftir mér kom annar gestur og spyr eins og svo oft er gert: Hvernig hefur þú það? Og svarið var: Ég hef það bara ágætt. Það var ómetanlegt að eiga þig að, elsku nafna og frænka. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þórhildur Jónsdóttir. Þegar ég hugsa um Þórhildi frænku mína koma mér fyrst í hug okkar bernsku- og unglingsár. Við vorum fæddar sín á hvorum bónda- bænum austur í Mýrdal, aðeins eitt lítið tún skildi að jarðirnar. Henn- ar systkinahópur taldi átta en minn fimm og var dálítið sérstakt, að þrjú úr hvorum hópi voru jafn- gömul. Við fylgdumst alltaf að til og frá skóla, sem þá var í Litla- Hvammi og vorum við þar undir handleiðslu hins víðsýna og gáfaða kennara, Stefáns Hannessonar. Mér finnst þessir systkinahópar hafa verið einstaklega samstilltir í leik og starfi. Ég minnist sérstak- lega fallegu haustkvöldanna, veðrið eins og það gerist best í Mýrdaln- um, þegar við krakkarnir fengum frí að lokinni kartöfluupptöku, sem unnið var að megnið af deginum, þá mættust systkinahóparnir til skrafs og leikja. Þetta voru ógleymanlegar gleðistundir því all- ir voru svo fullir af lífskrafti, sem eðli er hraustra barna og unglinga. Það sem mér finnst einkenna Þór- hildi mest, var traust og hispurs- laus framkoma og hreinskilni. Það fór ekki á milli mála hvar maður hafði hana. Eiginleikar sem eru hverri manneskju mikil prýði. Ég kveð frænku mína með sökn- uði. Blessuð sé minning hennar. Systkinum hennar og öðrum vandamönnum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Færeyjum. Við systurnar viljum hér segja nokkur orð til minningar um elsku- lega frænku okkar, hana Þórhildi. Þórhildur frænka var hún alltaf kölluð og er okkur minnisstætt þegar við fengum að vera í pössun hjá henni á Miklubrautinni á með- an foreldrar okkar útréttuðu eitt- hvað í Reykjavík. Það brást ekki að við fengum að hlusta á plötuna hennar um „Dýrin í Hálsaskógi“. Hvergi annars staðar heyrðum við þessa ákveðnu plötu og varð hún því í svolitlu uppáhaldi hjá okkur. Og auðvitað voru pönnukökurnar hennar góðu á boðstólum þá sem endranær. Það var alltaf jafn notalegt að koma til hennar í ilmandi nýjar pönnukökur sem hún alla tíð var ólöt að baka handa okkur, þó svo við kæmum óvænt í heimsókn. Svo sátum við og ræddum hin ýmsu mál á meðan börnin okkar fengu að rannsaka óáreitt allt sem fyrir augu bar á heimili hennar. Við dáðumst alltaf að því hversu sjálfstæð hún var og hvernig hún tók á hlutunum. Jákvæðni, góðsemi, greiðvikni og ekki síst gjafmildi voru hennar ein- kenni og þolinmæði hennar og um- burðarlyndi gagnvart börnum fannst okkur alltaf með hreinum ólíkindum. Alltaf hafði hún skilning á því að börnin þyrftu að skoða heiminn og leyfði hún þeim iðulega að skoða það sem vakti áhuga þeirra. Áhugi hennar á börnum var slíkur að hún kepptist við að fá að sjá þau sem fyrst eftir að þau voru komin í heiminn, smella eins og einni mynd af þeim, færa þeim gjafir og passa sig svo á að stoppa ekki of lengi því hún vildi svo sann- arlega ekki troða neinum um tær. Það er mikið lán að hafa átt Þór- hildi sem frænku og minning henn- ar mun ávallt lifa með okkur. Með þessum orðum kveðjum við Þór- hildi frænku. Blessuð sé minning hennar. Guðríður Linda og Margrét Ása Karlsdætur. Á þessari árstíð þegar sólin fær- ir okkur sífellt meiri birtu við hverja dögun sem boðar líf á mold- um okkar jarðar er sárt að sjá þá sem manni þykir vænt um falla af línu þessa lífs er við þekkjum. Hvað við tekur er mér hulið og engan veit ég sem kann á því skil; samt reyni ég að trúa því að sálin finni sér far er á megi fljúga til æðri heima. Af línu okkar lífs hefur nú fallið Þórhildur Salómonsdóttir frá Ket- ilsstöðum í Mýrdal, kona sem ég kynntist fyrir margt löngu er ég fór á fjörur við hennar frænku, sem henni var og hefur ætíð verið mjög kær. Tók hún mér með varúð í fyrstu, sem von var, frænka hennar ung og ég henni óþekktur spjátrungur nema af orðspori. Fljótlega tók hún mér samt sem vini og þá vináttu hefur eigi á fallið skuggi síðan. Í Þórhildi var margt spunnið, leitaði ung úr sveitinni til Reykja- víkur, sem þá var lítil og lág, lifði síðan með henni og sá hana vaxa og verða að því sem hún er orðin í dag, rataði um alla hennar króka og kima sem kom sér vel þegar hún miðaldra kona tók próf til aksturs bifreiða og hefur þeim síð- an ekið án óhappa um áratugi. Með próf frá barnaskóla í Litla- Hvammi bauð hún sig fram til verka er ég held að fáar lítt menntaðar konur hafi í lagt á þeirri tíð. En hún var sterk til líkama og sálar, lagði uppkomin til náms í tungumálum og fleiru, sótti nám- skeið til Danmerkur, fleiri en eitt, var ráðin til forstöðu fyrir Þvotta- húsi ríkisspítalanna, sem hún gegndi með sóma til loka síns starfsaldurs. Minni smá fjölskyldu hefur Þór- hildur verið sem móðir, þar höfum við ætíð átt skjól og með okkur hefur hún ferðast bæði innan lands og utan sem slík. Til marks um hennar hlýju vil ég geta þess að sum mín barnabörn hafa litið hana sem sína langömmu. Fyrir allt sem hún hefur mér og mínum gert og gefið er mér ljúft og skylt að þakka. Blessuð sé hennar minning. Björn Hallmundur. Sælir þeir, sem hógvært hjarta hafa í líking frelsarans. Þeir sem helst með hógværð skarta hlutdeild fá í arfleifð hans. Það er komið að kveðjustund við heiðurskonuna Þórhildi Salómons- dóttur, en allt hefur sinn tíma. Það voru forréttindi að fá að kynnast þessari yndislegu og ljúfu konu. Fundum okkar bar fyrst saman er undirrituð hóf störf í Þvottahúsi ríkisspítalanna fyrir ellefu árum. Fljótlega fann ég að þar fór sterk- ur persónuleiki; réttlátur, hógvær og góður stjórnandi, svo að ekki varð um villst. Samskiptin þróuð- ust í þá átt að með okkur mynd- aðist mikill og einlægur vinskapur sem aldrei bar skugga á. Eftir að hún hætti störfum vegna aldurs, efldust og döfnuðu okkar samveru- stundir. Það má segja að þessi dugnaðarkona hafi notið síðastlið- inna ára við að ferðast eins og hún reyndar ætíð hafði gert, innan lands og utan. Þær eru minnis- stæðar og líflegar ferðirnar með Sókn og síðar Eflingu og naut ég þess að vera hennar ferðafélagi. Ógleymanlegar eru dvalir okkar í sumarbústaðnum í sveitinni, sem var henni svo afar kær, hjá hennar elskulegu systkinum og ættingjum, í lengri og skemmri tíma. Margar voru gönguferðirnar og hún kunni skil á kennileitum og örnefnum sem fróðlegt var á að hlýða. Einnig gengum við vítt og breitt um höf- uðborgarsvæðið. Oft lá leiðin í Öskjuhlíðina, þar sem margum- ræddar kanínur fögnuðu okkur ætíð, því oftar en ekki höfðum við búið okkur undir fundina með þeim, birgt okkur upp af kínakáli, gulrótum o.fl. sem þær þola að borða. Oft var glatt á hjalla þegar við hittumst, sökktum okkur niður í heimspekilegar vangaveltur með hressilegum hlátrasköllum inn á milli og gæddum okkur á ljúffeng- um pönnukökum húsmóðurinnar. Einnig var gaman þegar við tókum slátur saman, mikið skrafað og hlegið eins og okkur einum var lagið. Vinkona mín brosti í kamp- inn þegar við sátum og nutum slát- ursins og ég sagði við hana að hún lagaði besta slátur í heimi. Ég á eftir að sakna samverustundanna með henni Þórhildi minni og ekki má gleyma hádegisverðarboðunum, þar sem við brögðuðum á gómsæt- um, þjóðlegum réttum og spjöll- uðum um lífið og tilveruna. Ég vil þakka fyrir allt sem við fengum að upplifa saman. Það stóð til að gera svo ótal margt fleira, en það verður að bíða betri tíma. Ég ætla að enda þetta með vísu, sem samstarfskona Þórhildar til margra ára orti til hennar þegar hún lét af störfum árið 1996: Hún vann af alúð öll sín verk, aldrei vildi nokkurn særa. Alltaf hugljúf, hlý en sterk, hjartans þakkir viljum færa. (U.G.) Innilegar samúðarkveðjur til systkina hennar og fjölskyldna þeirra. Guð blessi minningu Þórhildar Salómonsdóttur. Inga. ÞÓRHILDUR SALÓMONSDÓTTIR Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ERLA HJALTADÓTTIR, Borgargerði 9, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 6. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 16. febrúar kl. 13.30. Magnús Einarsson, Svanborg A. Magnúsdóttir, Guðmundur H. Davíðsson, Hjalti Magnússon, Susana Papazian, Anna S. Magnúsdóttir, Atli Þór Kárason og barnabörn. Ástkær móðir okkar og eiginkona mín, HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Akurgerði 42, Reykjavík, andaðist laugardaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Guðmundur Hrafnhildarson, Ásta Hrafnhildardóttir, Kemali Cingöz. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI BRYNJÓLFSSON vélstjóri frá Þingeyri, Hrafnistu Reykjavík, sem lést laugardaginn 7. febrúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Huld Þorvaldsdóttir, Elís R. Helgason, Inga G. Guðmannsdóttir, Unnur R. Helgadóttir, Bjarni Gunnar Sveinsson, Sigurborg Þóra Helgadóttir, Sigtryggur Ingi Jóhannsson, Marta B. Helgadóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SVEINN PÉTURSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist miðvikudaginn 11. febrúar. Rebekka Guðmundsdóttir, Pétur Sveinsson, Bjarney Friðriksdóttir, Ástríður Sveinsdóttir, Hlöðver Magnússon, Brandur Sveinsson, Khanngoen Hoisang, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.