Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ þó jafnframt með bros á vörum þegar við hugsum til allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman í gegnum árin. Það voru mikil forrétt- indi að eiga þessar stundir og fyrir þær fáum við seint fullþakkað. Elsku afi, þú víkur vart úr hugum okkar þessa dagana, við getum aðeins reynt að ímynda okkur þá miklu raun að missa ekki aðeins lífsförunaut þinn til meira en hálfrar aldar, heldur einnig þinn besta vin og sálufélaga. Þú átt samúð okkar alla og við biðjum góðan guð um styrk þér til handa. Elsku amma, við söknum þín sárar en orð fá lýst. Guð geymi þig. Þínir Sigurgeir, Einir og Birkir. Elsku Jagga. Hjartans þakkir fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú fórst of fljótt og skyndilega frá okkur. Söknuðurinn er mikill fyrir okkur og alla fjölskylduna. Þú skilur eftir stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Þú varst okkur góð og greiðvikin og það verður erfitt að geta ekki áfram feng- ið góð ráð frá mágkonu minni. Sárt mun ég sakna þín, elsku Jagga mín. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Elsku Sigurgeir, Sigrún Inga, Guð- laugur, Guðrún Kristín og fjölskyld- ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Þín mágkona, Guðlaug Arnþrúður (Adda). Elsku amma Jagga, við söknum þín svo mikið og trúum því varla að við eigum aldrei eftir að geta heim- sótt þig í Skuldina, setið með þér að horfa á golf í sjónvarpinu eða lagt kapal í tölvunni þinni. Okkur þykir svo gaman að bókinni, sem Aron fékk í jólagjöf frá ykkur afa, um bræðurna sem heita alveg eins og við. Við mun- um alltaf minnast þín þegar pabbi og mamma lesa hana fyrir okkur. Við vonum að þér líði vel hjá Guði og englunum og að þú sért ekki leng- ur veik. Við elskum þig rosalega mik- ið. Þínir langömmustrákar, Aron Fannar og Ísak Andri. Elsku Jagga mín, ég gleymi því seint, þegar ég hitti ykkur Sigurgeir fyrst í Skuldinni. Ég kom með Birki á þrettándann og þið tókuð á móti mér með kossum og faðmlögum, þó ég væri aðeins að hitta ykkur í fyrsta skipti. Þú varst ávallt yndisleg kona, sem öllum þótti vænt um og er ég þar eng- in undantekning. Þú vildir allt fyrir alla gera og voru barnabörnin og barnabarnabörnin þitt uppáhald. Þú elskaðir þau af lífi og sál og þótti mér hjartnæmt að fylgjast með, hvernig þú nostraðir við þau. Með eindæmum má teljast, hvað þú varst dugleg og sterk kona, barðist líkt og sannri hetju sæmir við þann hræðilega sjúk- dóm, sem að lokum hafði yfirhöndina. Samt sem áður gafst þú aldrei upp og veit ég að allir eru mjög stoltir af þér. Elsku Jagga mín, ég vil þakka þér fyrir þann yndislega tíma, sem ég þekkti þig, og far þú í friði. Ég veit að þú vakir yfir fjölskyldu þinni og breiðir yfir þau þinn verndarvæng. Elsku Sigurgeir, elskulega fjöl- skylda og aðrir ættingjar. Guð veri með ykkur öllum. Það voru svo sannarlega forrétt- indi að fá að kynnast þessari frábæru og kjarkmiklu konu. Mína innilegustu samúð. Tinna Huld. Í dag kveðjum við elskulegu frænku okkar Jöggu, sem við munum sárt sakna. Jagga var lífsglöð og já- kvæð manneskja. Henni fylgdi ávallt mikill kraftur og gleði hvar sem hún kom. Minningarnar um Jöggu eru marg- ar og allar eiga þær það sameiginlegt að vekja gleði í hjarta okkar þegar hugurinn reikar til baka. Hún reynd- ist okkur systrunum ávallt vel og var alltaf reiðubúin til þess að aðstoða ef með þurfti. Jagga var snögg í snúningum og eigum við eftir að sakna hennar sárt, t.d. þegar hún kom í kaffi og sígó upp á Birkihlíð og inn í tjald á þjóðhátíð. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu hennar á þessari erfiðu stundu. Elsku Jagga, nú ertu farin fyrir fullt og allt. Vitum við að aðrar og meiri dyr standa þér opnar og þar mun verða tekið vel á móti þér. Og með þessum fátæklegu orðum kveðj- um við þig. Margt er það, margt er það sem minningarnar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Þínar frænkur Þórunn, Harpa, Dröfn og Guðlaug. Það var sjaldan lognmolla í kring- um Jakobínu Guðlaugsdóttur, til þess var persónuleikinn of sterkur, viljinn og ákveðnin of rík. Það gustaði af henni þar sem hún fór og það var aldrei erfitt að vita hvorum megin borðs hún var. Það var talað hreint út um öll mál og ekki legið á neinu. Mál- in afgreidd á staðnum án allra orð- lenginga og tepruskapar, hver sem í hlut átti. Það var aldrei farið í mann- greinarálit hvað það varðaði. Hún gat átt það til að vera eins og austanvindurinn á Sórhöfða þegar hann blæs af hvað mestum krafti, ef sá gállinn var á henni, en í einni andrá gat hún líka orðið eins og lygn Poll- urinn í Álsey á fallegu sumarkvöldi. Persónuleikinn var kraftmikill en um leið ljúfur og elskulegur og endur- speglaði nánast allt litróf náttúrunnar í Eyjum í sinni víðustu mynd. Jagga hefur verið í nálægð við mig nánast frá því ég man eftir mér. Fyrst sem nágranni í Grænuhlíðinni og síð- ar sem vinur gegnum samskipti og samstarf okkar Sigurgeirs gegnum árin. Sigurgeir og Jagga eru ofarlega í minningunni frá fyrstu árunum í Grænuhlíðinni, ung og myndarleg hjón, hann frægur í augum okkar krakkanna sem ljósmyndari fyrir Morgunblaðið og hún ekki síður fræg sem landsþekktur golfari. Þó minn- ingarnar úr Grænuhlíðinni séu þær fyrstu þá áttu leiðirnar eftir að liggja meira saman og segja má að ég hafi verið í góðu og sterku sambandi við þau hjón nær alla mína tíð. Leiðir okkar Sigurgeirs lágu sam- an í veiðifélagi Álseyjar þar sem ég byrjaði sem barn og sá vinskapur sem þar myndaðist hefur haldist æ síðan. Við áttum síðan langt samstarf í fréttastörfum fyrir Morgunblaðið og hef ég verið tíður gestur á heimili þeirra hjóna gegum árin að ógleymd- um ófáum símtölum sem ég hef átt við heimilið. Jöggu þótti ég trúlega hringja full- oft á stundum, þá sérstaklega ef eitt- hvað gott var í sjónvarpinu, fótbolti eða golf, sem ég truflaði hana frá með hringingum mínum og átti hún það þá til að svara hvasst og kjarnyrt: „Hvað vantar þig núna, geturðu ekki hringt seinna? Ég er að horfa á sjónvarpið,“ en örstuttu síðar breyttist tónninn: „Bíddu aðeins, vinur, karlinn kemur rétt alveg. „Sigurgeir, hann Grímsi er í símanum,“ heyrði ég hana síðan kalla um leið og hún lagði símann frá sér. Þetta var stíll Jöggu, hann gat kannski virkað kaldur en fyrir mér var hann hlýr og skemmtilegur og mér líkaði vel þessi stíll hennar. Það hefur alltaf verið gaman að koma í Skuld. Heimilið opið og vel tekið á móti manni. Þar hefur sjaldan verið lognmolla enda ekki við því að búast þar sem Jagga réð ríkjum. Skoðana- föst og ákveðin, eins og hún átti kyn til, og ekkert skafið utan af hlutunum. Spilin lögð á borðið og ekkert dregið undan. Allt látið flakka á hreinskipt- inn og heiðarlegan hátt. Jagga var hörkutól og jarðýta í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Með einbeittan vilja og ákveðni að vopni varðaði hún sína leið gegnum lífið. Hún var skapmikil keppnismanneskja sem gat á stund- um virkað hrjúf en hjartað var stórt og gott, það leyndi sér aldrei. Jagga var lítið gefin fyrir það að komast ekki sína leið og viljinn bar hana oft lengra en eðlilegt gat talist. Þrátt fyrir að eiga erfitt með að spila golf síðustu árin vegna meiðsla og veikinda gaf hún það ekki eftir að komast í golf og lét hvorki verki né vanheilsu aftra sér í því. Hugurinn og skapið bar hana áfram hring eftir hring á golfvellinum þó að líkamlegt atgervi væri vart til staðar. Á sama hátt bar hugurinn og vilj- inn hana áfram á lokakafla lífsins. Hún barðist áfram ótrauð og hélt reisn sinni til síðustu stundar með ákveðnina og viljann að vopni í ójafnri baráttu við hinn illvíga sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Jagga hefur nú verið leyst frá þeim þrautum sem kvöldu hana svo mjög á síðustu dögum hennar í þessu jarðlífi og ferðast nú frjáls um óravíddir æðri tilverustiga þar sem hún er án efa þegar farin að slá og para á himnesk- um golfvöllum eilífðarinnar. Við færum Sigurgeir vini okkar, börnum hans og fjölskyldum þeirra sem og ástvinum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð leiða þau um dali sorgar og sakn- aðar mót hækkandi sól með góðar minningar um Jöggu sem það leið- arljós sem mun lýsa þeim og ylja um ókomna tíð. Guð blessi minningu Jakobínu Guðlaugsdóttur. Grímur Gíslason og fjölskylda. Það var ósjaldan að við hjónin fór- um í kvöldkaffi í Skuldina hjá Sigur- geir og Jöggu, nágrönnum okkar í Smáragötunni. Alltaf var gengið beint inn, boðið gott kvöld og sest við eldhúsborðið. Ég var fljótur að gleyma mér við útsýnið yfir Eyjarn- ar. Ekki svo að ég hafi ekki séð þetta áður, heldur var það að í yndisleik Eyjanna sá maður alltaf eitthvað nýtt. Eins var það með Jöggu, hún kom manni sífellt skemmtilega á óvart. Þau hjónin komu inn úr stofu, Jagga kyssti Siggu á kinnina, leit svo á mig þar sem ég góndi út um gluggann og sagði: „Farðu úr sætinu mínu.“ Hún var alltaf svo skemmti- lega hreinskilin hún Jakobína. Okkur sem stóðum henni næst í vinahópnum sendi hún stundum ósvikin skilaboð um meiningu sína, kröftug „drive“ eins og sagt er á golfmáli. Jagga var mikill golfari um langt árabil, sigur- sæl með afbrigðum og það fór henni vel að fylgja stífum hefðum og ströng- um reglum golfsins. Golf var henni fyrst og fremst lífsstíll, ekki leikur. Keppnisharkan og sigurviljinn var jafn mikill þegar hún varð Vest- mannaeyjameistari í fyrsta sinn, eins og þegar hún landaði 21. titlinum, en auk Íslandsmeistaratitla vann hún hundruð annarra golfmóta. Hún sleppti því aldrei að fara í golf væri til þess veður. Sigurgeir heldur veður- dagbók og þar er hægt að sjá mörg ár aftur í tímann hvað oft var farið í golf alla mánuði ársins. Þar var ekki slumpað á upplýsingarnar, ná- kvæmnin var eiginmanninum í brjóst borin í meira lagi. Þó þau hjón væru að mörgu leyti ólík þá var nákvæmnin þeim í brjóst borin, þau voru vinir sem spiluðu mikið golf saman, sáu um dreifingu á Morgunblaðinu frá árinu1973, hún sem umboðsmaður en hann sem ljósmyndari í heimsklassa síðan fyrir 1960. Við hjónin viljum þakka Jöggu og Sigurgeir einstaka vináttu í mörg ár, Jagga hefur verið meiri „mamma“ hennar Siggu en vinkona allt frá því að hún flutti til Eyja 1977. Við kveðj- um Jöggu með sorg í hjarta, en þó gleði yfir því að hafa átt hana að vini svo lengi. Daginn sem Jagga var flutt af Landspítalanum í síðasta flugið til Eyja var hringt í okkur til að koma til Reykjavíkur og kveðja vinkonuna hinsta sinni. Þá var mjög af henni dregið og Sigga átti með henni fallega stund. Þar kom í ljós hvað Jagga bjó yfir mikilli reisn og stolti þegar hún huggaði vinkonu sína á kveðjustund og lofaði henni því að þegar þær hitt- ust næst skyldi hún kenna henni golf á völlum paradísar. Jagga bar alla tíð fyrir brjósti sér mikinn metnað fyrir börn sín og barnabörn og lagði hart að þeim að ganga menntaveginn. Þar hafa þau verið sameiginlegir sigurvegarar, Jagga og börnin eins og í öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Hugur okkar er með fjölskyldunni, hjá Sigurgeir og háaldraðri móður hans sem sjá nú á bak lífsförunaut og góðum vini. Ásmundur Friðriksson, Sigríður Magnúsdóttir. Það er vor og árið er 1971 – hópur Íslendinga er kominn í golfferð sem Flugfélag Íslands efndi til á Marine Hotel í North Berwick í Skotlandi. Við erum flest stödd á stórum bar hótelsins og þar vekur athygli okkar gullfalleg ung kona úr hópi Vest- mannaeyinga. Hún gengur að barn- um og biður barþjóninn hátt og ákveðið um „double double“ – vildi greinilega ekkert bölvað sull eins og Skotar blönduðu drykkina. Í sams- konar ferðalagi ári seinna tókust síð- an með okkur Jöggu og Sigurgeiri kynni, sem ekki hefur fallið skuggi á síðan. Rúmlega hálfu ári seinna verð- ur gosið í Vestmannaeyjum og þá vorum við svo heppin að hafa gamla íbúð á Skólavörðustígnum þar sem Jöggu var holað niður með börnin sín í nokkra mánuði meðan á gosinu stóð og þar til þau komust afur til Eyja. Upp frá þessum tíma tókum við fjög- ur upp á því að ferðast saman og fór- um aftur í golfferðir til Skotlands, og hvert sem við svo sem fórum voru golfsettin okkar Jöggu með í ferðinni. Það var eiginlega ótrtúlegt hvað hún – margfaldur Íslandsmeistari og af- burðamanneskja í golfi – nennti að spila við þennan byrjanda og golf- gutlara. En þegar Jagga mín var komin í golfskó og hafði golfvöll undir fótunum, þá var henni eiginlega sama hver var með henni – hún þurfti nefnilega oftast að keppa við völlinn en ekki aðra – hún var oftast svo miklu betri en þeir sem spiluðu með henni. Við fórum til Kanaríeyja, um England, til Bandaríkjanna, Portú- gals, Þýskalands, Sviss, og betri og skemmtilegri ferðafélaga en þau hjónin var ekki hægt að hugsa sér. Við greiddum í útgjaldasjóð sem úr var tekið fyrir mat, bensíni o.þ.h. og aldrei var talað um að einn hefði borð- að dýrari mat en annar, nú ef svo bar til var því bara snúið við næsta dag, þarnæsta dag eða bara í næstu ferð. Aldrei var rifist um eitt eða neitt – ja og þó. Við höfum nefnilega aldrei fengið botn í það hvort okkar skuldar hinu 6 pens í brúartoll yfir Firth of Forth-brúna, og bæði sótt stíft á hitt í áratugi að innheimta þessa skemmti- legu skuld! Það var alltaf mikið hlegið í þessum ferðalögum, enda voru öll á svipuðu „húmorstigi“ og höfðu gaman af að snúa út úr hlutunum. Börnin okkar fengu svo sannarlega að kynn- ast Jöggu og Sigurgeiri. Dóttur okk- ar var útveguð vinna við fystihús í Eyjum og bjó í góðri umsjón og umönnun þeirra hjóna og yngsti son- ur okkar – þá aðeins fjögurra ára – var í pössun hjá þeim að gosi loknu þegar við hjónin þurftum að fara til útlanda í viðskiptaerindum – og margoft höfum við verið gestir þeirra á ferðum okkar til Eyja. Já, við höfum brallað ýmislegt saman og hlegið heil ósköp og það var ávallt bjart yfir okk- ur. En skyndilega dró fyrir sólu. Á golfmóti á Hellu 1999 urðum við vör við fyrstu merki þess að Jagga gengi ekki heil til skógar, en þá þurfti hún að hætta keppni á miðju golfmóti þar sem hún var að keppa í sveitakeppni fyrir sinn golfklúbb. Þetta var svo ólíkt Jöggu, að mikið hlaut að vera að, enda kom það á daginn. Mikill vinur okkar allra, Sigurður Þ. Guðmunds- son læknir, sem var þátttakandi í sama móti, skipaði henni að koma í rannsókn til sín strax eftir helgina og meira að segja Jöggu var ekki sama um ákveðnina í honum. Upp úr þeirri rannsókn fylgdi síðan uppskurður þar sem stærðarinnar æxli var fjar- lægt. Öll bundum við vonir við að tek- ist hefði að fjarlægja meinið og leit svo út um stund, en þær vonir okkar brugðust. Varð hún að ganga undir fleiri og fleiri aðgerðir en aldrei var kvartað. E.t.v. heyrði maður eitt og eitt blótsyrði, sem þó fylgdi alltaf hlátur, og þegar hún tók hressilega til máls þá var það nú yfirleitt talið hraustleikamerki ef það kom frá henni. Fyrir þremur árum kom hún samt í heimsókn til okkar þar sem við dvöldumst í Bandaríkjunum og áttum við þar saman góðar stundir. Greini- lega var þó þrótturinn og krafturinn á undanhaldi. En þegar að lokastríðinu kom sýndi Jagga enn einu sinni hversu sterkan karakter hún hafði. Hún hafði ekki áhyggjur af sjálfri sér, – áhyggjurnar voru hvernig þeir sem lifðu hana myndu taka þessu og hvernig færi um þá. Ég heimsótti hana á spítalann í Reykjavík daginn áður en hún var flutt aftur á spítalann í Eyjum. Þar sá ég þvílíkan ofurkraft, þvílíka ofurreisn og dugnað, að ég vildi óska að ég fengi bara svona einn tíunda af honum þegar að mínu loka- stríði kemur. Þegar ég kyssti hana kveðjukossinn fékk ég gömlu góðu kveðjuna frá henni – kveðjuna sem við höfum grínast svo mikið með í gegnum áratugina – og svo hló hún bara sínum indæla hlátri. Elsku vinkona – þú fórst allt allt of fljótt frá okkur öllum, en við munum vonandi hittast aftur og þá er ég viss um að þú verður búin að kanna allar golflendur hinum megin og getur orð- ið fararstjóri fyrir okkur þar. Við Hjödda þökkum þér indælar sam- verustundir, hláturinn og alla vinátt- una. Við vottum Sigurgeiri, börnum, barnabörnum, systkinum, tengda- börnum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð – minningin um fallega, atorkusama, skemmtilega og indæla Jöggu mun lifa með okkur. Kristmann Magnússon, Hjördís Magnúsdóttir. Keppnisskap og kristaltært hisp- ursleysi var aðalsmerki þessarar fluggreindu konu sem var aldrei allra en traustur vinur vina sinna. Þegar hún lagði orð í belg í hversdagsspjall- inu, og það var henni tamt, þá þurfti ekkert að endurskoða það sem sagt var. Hún Jagga talaði tæpitungulaust og hispurslaust þegar þannig lá á henni, meitlað eins og tilbúinn texti í bók. Hún hafði í rauninni ákveðinn lúkarsstíl þar sem það hefur aldrei verið til siðs að mylja moðið í ein- hvern tepruskap, enda um að ræða stíl manna sem höfðu þolað bæði sætt og súrt, baráttu við brimskaflana og blíðu hafsins í bland, og það tíðkaðist ekki að nota einhverja milliliði orð- lenginga í hversdagsspjallinu. Jakob- ína Guðlaugsdóttir hafði stórt hjarta og stóran stíl. Á þjóðhátíðarbrenn- unni í Herjólfsdal er eftirminnilegast þegar brennuliðið skvettir olíunni á bálköstinn þannig að allt verður á tampi á Fjósakletti. Þannig kom Jagga svo oft inn í lífsins leik í orð- ræðum og sérstaklega ef henni fannst einhver væmni í gangi. Þá skvetti hún hressilega á eins og jafnoki heils brennuliðs. En að hluta var þessi bratti stíll hennar skel, skel konu sem bjó yfir töfrum fjölbreytni og fágunar í hjartarótum, sem hún hélt frekar fyr- ir sig og sína en flíka á torgum. Það orkaði þó aldrei tvímælis að hún hafði gaman af því að hrista upp í lognmoll- unni og var snarari að svara fyrir sig en flestir aðrir. Það var ekki síður hennar stíll að sækja en verjast í þeim efnum. Það var skemmtilegt að ræða við Jöggu og hún var höfðingi heim að sækja og fór ekkert á milli mála að þau Sigurgeir voru þar fullkomlega samstiga. Jagga var mjög vel lesin og vel að sér í mörgu umfram það sem gengur og gerist og það leyndi sér aldrei að hún var eldsnögg að setja sig inn í mál og komast að kjarna málsins, enda gat hún rætt um hvað sem var af þekkingu og innsæi ef hún vildi á annað borð brjóta hluti til mergjar. Hún var ekki sú þolinmó- ðasta í þeim efnum, enda féll það bet- ur að hennar stíl að nota orðin eins og golfkúlur, slá eftir aðstæðum en markvisst. Um langt árabil var Jagga ósigr- JAKOBÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.