Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 47

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 47 andi Íslandsmeistari kvenna í golfi og á golfvellinum naut sín með ólíkind- um vel keppnisskap hennar og með- fædd vandvirkni. Keppnisskapið og snerpan er þekkt í hennar ætt og sem betur fer er ekkert lát á þeim takti hjá afkom- endum. Þau Jagga og Sigurgeir voru eftirminnilegur og skemmtilegur dú- ett, ákaflega ólík, en samt svo sam- rýnd, hún þessi beinskeytta og blíða kona í senn sem gat verið ótrúlega viðkvæm fyrir hönd þeirra sem á hall- aði og hann þetta náttúrubarn Eyjanna, snillingur sem ljósmyndari og mesti söguritari hálfrar athafna- aldar í Eyjum og íslensku þjóðlífi með myndum sínum, veiðimaður af Guðs náð og frábær félagi og vinur. Það reyndi grimmt á baráttuþrek Jöggu mörg síðustu misserin, en æðruleysi hennar brotnaði aldrei. Langt fyrir aldur fram reis kylfan sem sló síðasta höggið. Það er klárt að það vantar krydd í orðræður sam- ferðamanna á vettvangi Jöggu að henni genginni, en stíllinn liggur vel að brjóstviti flestra og flýgur vonandi létt og lipurt áfram. Ég held að Jagga sé dæmigerð fyr- ir það sem sagt er að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Góður Guð styrki Sigurgeir, börnin þeirra og barnabörn og ættfólk allt og vini. Samferðamenn hennar allir búa áfram með hvatningu hennar í keppn- isskapi og kristaltæru hispursleysi. Árni Johnsen. Það voru ekki margar klukku- stundirnar sem liðu frá því að hún elsku Dóra mágkona mín kvaddi þennan heim þar til hún Jagga eins og hún var oftast kölluð kvaddi líka, báðar höfðu þær mátt berjast við ill- vígan sjúkdóm sem ekki varð við ráð- ið, svo þær hafa örugglega farið sam- an með gullvagninum. Ég ætla að minnast Jöggu með fáeinum orðum. Ég man það svo vel þegar ég var að byrja að spila golf hér í Eyjum upp úr 1980. Jagga var þá hörkugóður golf- ari eins og hún hefur alltaf verið margfaldur Íslandsmeistari og Vest- mannaeyjameistari í golfi og bar maður mikla virðingu fyrir henni. Ég átti því miklu láni að fagna að lenda með Jöggu í holli eins og við golfar- arnir köllum það, ekki einu sinnu heldur oft og mörgum sinnum. Maður var alltaf með hnút í maganum þegar maður var að taka þátt í mótum eins og allir byrjendur og ekki batnaði það þegar maður sá að Jagga var í mínu holli. Oh, ég verð að drífa fram fyrir veg á fyrstu annars er ég glataður. Svo byrjaði ballið, reyndu að halda hausnum á þér niðri og horfa á bolt- ann, drengur, sagði hún og það er hörmung að sjá þetta hjá þér, gerðu þetta svona og gerðu þetta hinsegin, þú mátt ekki gera svona, þú færð bara dæmt á þig tvö högg í víti eða eftir því hvað átti við. Svona gekk þetta allan hringinn og ég ein tauga- hrúga. En þetta hefur ekki alltaf verið svona því smátt og smátt fækkaði mistökunum hjá mér og þá dró úr tuðinu í henni. Ég fór að skilja að þetta var ekki tuð í henni heldur var hún að reyna að kenna mér golf og skildist mér fljótt upp frá því að svona er hún Jagga bara, og var hún eig- inlega minn fyrsti golfkennari, þó hún hafi aldrei getað lagað almennilega hjá mér golfsveifluna en hafi hún miklar þakkir fyrir. Hún sá til þess að ég tæki að mér formennsku í kapp- leikjanefnd GV, og sýndi hún mér hvernig ég ætti að setja upp mót o.fl. Þegar ég var búin að starfa við þetta í um það bil tvö ár kom að því að ég gerði mína fyrstu vitleysu. Jagga var nefnilega með allt svo hreint og beint, engu mátti breyta. Mér varð það á að fresta Jónsmessumóti þetta árið um eina viku svo ég gæti sjálfur verið með. Svona gerir maður ekki, Sævar minn, maður frestar ekki Jónsmess- unni, hún er á Jónsmessunni og verð- ur alltaf. Þó svo að hann Kastró hafi frestað jólunum þá hafði hann ástæðu til þess, en þú ekki og hana nú. Síðustu árin spiluðum við mikið golf í hádeginu ásamt hinum köllun- um eins og þú kallaðir þá. Þú máttir helst aldrei missa af því. Þó að þú haf- ir verið farin að veikjast varstu alltaf með þeim fyrstu á teig, þó að kappið hafi stundum verið mikið og gleymdir að fara í golfskóna slóstu bara fyrsta höggið í klossunum. Já, það eru svo margar góðar minningar um þig, elsku Jagga mín, en allar verða þær vel varðveittar í minningunni um þig í hjarta mínu um aldur og ævi. Þakka þér fyrir allt og allt og far þú í friði. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum vináttu í ár- anna rás sendum við Sigurgeiri, Sig- rúnu, Guðlaugi, Guðrúnu og öðrum aðstandendum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Megi góður guð vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Kveðja. Sævar. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast okkar góða félaga og afrekskylf- ings Jakobínu Guðlaugsdóttur sem lést eftir erfið veikindi hinn 4. febrúar sl. 67 ára að aldri. Jakobína eða Jagga eins og hún var alltaf kölluð hóf að leika golf fyrir al- vöru árið 1968 og varð fljótt fremsti kvenkylfingur landsins enda með golfið í genunum. Jagga varð fyrst Ís- landsmeistari 34 ára gömul árið 1970 og aftur árin 1972, 1973 og 1974. Má með sanni segja að hún sé einn fremsti kvenkylfingur síðustu aldar og ruddi hún brautina fyrir kvenfólk í golfi. Auk framangreindra Íslands- meistaratitla varð hún tuttugu og einu sinni klúbbmeistari hjá GV og tvisvar sinnum Íslandsmeistari öld- unga. Auk þess að vera kylfingur í fremstu röð sinnti Jagga ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja og sat í stjórn um árabil. Það má með sanni segja að hjartað hafi slegið á golfvellinum í Herjólfsdal og ávallt var Jagga tilbú- in að leggja sitt af mörkum í sjálf- boðastarfi fyrir klúbbinn. Hvort sem var að moka vikri af golfvellinum eftir gos, í mótanefnd GV, í vinnu á golfæ- vintýri fyrir unga kylfinga eða annað það sem mátti efla klúbbinn eða golf- íþróttina. Síðast starfaði hún við Ís- landsmótið í golfi sem haldið var í Eyjum sl. sumar. Jagga er öllum þeim er henni kynntust eftirminnileg persóna, hún var góður félagi, ljúf og kát og mátti ekkert aumt sjá, það var verulega gott að vera nálægt henni Jöggu. Jagga var ekki þekkt fyrir að skafa utan af hlutunum, hún var hrein og bein og heiðarleg, hún sagði sína skoðun á hreinni íslensku þannig að enginn velktist í vafa um hvað það var sem hún meinti. Fáir báru meiri virð- ingu fyrir reglum golfsins og alltaf gætti hún þess að farið væri eftir öll- um reglum og siðum og veitti mörg- um byrjandanum og nýliðanum leið- sögn við fyrstu skrefin í golfinu. Jagga var mjög fylgin sér, mikil baráttu og keppnismanneskja, hún var með fyrstu konum landsins til þess að taka þátt í opnum mótum hér á landi ef ekki sú fyrsta. Hjá Jöggu var aldrei neitt gefið eftir hvort held- ur var í leik eða keppni á golfvellinum og þótti mörgum karlinum það súrt að tapa fyrir Jöggu. Þegar þeir höfðu fundið það litla óheppilega golfhögg sem hafði orðið til þess að þeir töpuðu fyrir henni þá svaraði Jagga um hæl: „Ef þú hefðir gert það betur, þá hefði ég bara gert það ennþá betur.“ Fyrir nokkru veiktist Jagga af erf- iðum sjúkdóm en lét það ekki aftra sér frá að mæta á völlinn til að spila með sínum góðu félögum, alltaf á sama tíma dagsins. Til marks um virðingu fyrir henni var henni veitt aukaaðild að einu harðasta karlagolf- gengi landsins, svartagenginu. Gaf hún körlunum ekkert eftir. Um leið og við vottum Jakobínu Guðlaugsdóttur virðingu okkar, send- um við eftirlifandi eiginmanni og fjöl- skyldu hlýjar kveðjur. Minningin um afreksgolfara og góðan félaga mun lifa. Helgi Bragason, formaður GV. Það var engin ládeyða í kringum Jöggu, eins og veðrið á Stórhöfða, sjaldan logn. Þegar ég hugsa um Jak- obínu eða Jöggu eins og hún var köll- uð dettur mér jafnan í hug kvenskör- ungur, en hún hafði alla kosti; gáfurnar, ákveðnina og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún rifjaði gjarnan upp þegar við hittumst þann tíma þegar ég var ungur í pössun hjá þeim og sagði: „Jagga, gem mér daut,“ en mér þótti grauturinn henn- ar góður og vildi hann í öll mál. Hún gekk ákveðin til flestra verka og til dæmis um það var Jagga fljót að venja mig af því að vera með pela og samdi hún við mig um að við færum saman með hann út í tunnu, málið af- greitt. Systkinunum á heimilinu hefur sjálfsagt þótt næg athygli sem ég peyinn fékk. Hámarki náði sjálfsagt dekrið þegar Jagga stalst til að lána mér bíl úr safni Gulla frænda sem mér tókst að skemma. Þá fékk ég við- urnefnið „skemmuleggarinn“ sem ég var iðulega minntur á. Það voru ógleymanlegar stundir sem við áttum í tjaldinu þeirra á þjóðhátíð þar sem okkur var jafnan tekið með kostum og kynjum. Jagga sat í hásæti sínu við enda borðs og var í essinu sínu með stórfjölskylduna í kring um sig. Ómissandi þáttur voru humarsam- lokurnar hennar góðu og smákökur sem nefndar voru skemmtiatriðin, lit- ið í Loyds bankann og danska lagið tekið. Minningarnar eru margar og skemmtilegar frá heimsóknum til Jöggu og Sigurgeirs enda var það eitt fyrsta verk okkar hjóna að koma við í Skuldinni. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að kynnast Jöggu. Elsku Sigurgeir og fjölskylda, sendum ykkur styrk í sorginni og veit að söknuðurinn er mikill. Kveðja. Júlíus, Sigrún og synir. Nú breiðir sig dagur um hlíðar og hól. – Ó, herra, sem gefur og tekur, haf vegsemd og lof fyrir sérhverja sól, er sumar á jörðunni vekur. (M. Joch.) Elsku Jagga. Ég þakka þér hjartanlega fyrir samfylgdina í gegnum tíðina. Elsku Sigurgeir og fjölskylda. Þið eigið alla mína samúð og bið ég Drottin að styrkja ykkur og styðja um alla framtíð. Rósa Snorra. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför eiginmanns míns, HÖSKULDAR ÞORSTEINSSONAR frá Patreksfirði. Fyrir hönd ættingja og vina, Ásrún Kristmundsdóttir. Elskuð eiginkona mín og móðir okkar, GERÐUR EBBADÓTTIR leikskólakennari og safnvörður, Blönduhlíð 20, Reykjavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 17. febrúar nk. kl. 15.00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Víkingavatni. Benedikt Óskar Sveinsson, Sveinn Rúnar Benediktsson, Bergur Ebbi Benediktsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR BJARNADÓTTUR, Einibergi 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir umönnun síðustu ára. Bjarndís Júlíusdóttir, Hulda Júlíusdóttir, Friðþjófur Einarsson, barnabörn og langömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU J. GUÐMUNDSDÓTTUR, Akurgerði 17, Akranesi. Magnús D. Ingólfsson, Kristín G. Halldórsdóttir, Erla S. Ingólfsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Kristján Árni Ingólfsson, Kristjana Þorkelsdóttir, Steinunn S. Ingólfsdóttir, Magnús B. Jónsson, Guðbjört G. Ingólfsdóttir, Kristján Magnússon, Sigurður B. Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við sendum innilegar þakkir öllum, sem auð- sýndu okkur hlýhug við andlát okkar ástkæru INGUNNAR LÁRUSDÓTTUR. Guð blessi ykkur. Lárus Óskar Þorvaldsson, Sveinbjörg Eíríksdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis í Nökkvavogi 12, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 11. febrúar sl. Helga Torfadóttir, Guðmundur Guðnason, Ólafur Torfason, Margrét Sæmundsdóttir, Sesselja Benediktsdóttir, Gunnar Haraldsson og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU KRISTÍNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu í D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Stefán Egilsson, Alma Valdís Sverrisdóttir, Egill Jónsson, Ástdís Björg Stefánsdóttir, Sveinbjörn Sigurður Reynisson, Sigurður Júlíus Kristinsson, Sólborg Bjarnadóttir, Kristinn Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Jak- obínu Guðlaugsdóttir bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.