Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 57

Morgunblaðið - 14.02.2004, Side 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 57 Fjölskylduganga í Elliðaárdal. Orkuveita Reykjavíkur og Ferða- félag Íslands efna til fjölskyldu- göngu í Elliðaárdalnum á morgun, sunnudaginn 15. febrúar, kl. 11. Leiðsögumenn verða Einar Gunn- laugsson og Kristinn Þorsteinsson. Að lokinni leiðsögn mun Orkuveitan bjóða ferðalöngum upp á veitingar í Minjasafni OR. Gangan hefst í Mörkinni 6 og endar við Minjasafnið. Áætlaður tími í ferðina eru um þrjár klukkustundir og er þátttaka ókeypis. Á MORGUN Námskeið um hlutverk og eðli drauma verður haldið í Síðumúla 6, 2. hæð (húsi SÍBS), föstudaginn 27. kl. 19–22, laugardaginn 28., kl. 10–16 og sunnudaginn 29. febrúar kl. 10–15. Leiðbeinandi er Val- gerður H. Bjarnadóttir félags- ráðgjafi, en hún hefur framhalds- menntun í heildrænum fræðum, draumafræðum og trúarheimspeki og hefur unnið með drauma sem leið til sjálfsþekkingar. Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma og annarra og nýta þannig þennan auð svefnsins til sjálfsþekkingar. Unnið verður í hópum og pörum og kynntar aðferðir til að rifja upp og skoða drauma. Skoðað verður sam- hengi goðsagna og drauma, tákn- mál draumanna og kenningar um þá. Lögfræðingafélag Íslands heldur fund þriðjudaginn 17. febrúar kl. kl. 8.10, á Gullteigi, Grand Hóteli. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um vátryggingarsamninga. Fram hafa komið ólík sjónarmið um frumvarpið. Viðar Már Matt- híasson prófessor gerir grein fyrir helstu atriðum frumvarpsins. Val- geir Pálsson hrl. gerir grein fyrir helstu athugasemdum sem fram hafa komið frá tryggingafélögum um efni frumvarpsins. Verð kr. 1.500, en fyrir félagsmenn LÍ kr. 1.200. Skráning á logfr- @logfr.is fyrir kl. 15 mánudaginn 16. febrúar. Námskeið í NLP. Lífið, trú og heilsa í nútíð og framtíð er yfir- skrift námskeiða sem munu hefjast í lok febrúar og fara fram í Strand- bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju við Strandgötu í Hafnar- firði. Katrín Erla Kjartansdóttir leiðbeinandi/ráðgjafi „NLP Mast- er“ mun sjá um námskeiðin. NLP er hugmyndafræði sem er byggð á því að öll hegðun sé lærð og hafi ákveðið mynstur (venjur). Kynningarfyrirlestur fer fram á undan hverju námskeiði og verður sá fyrsti í Strandbergi, Safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 22. febrúar kl. 20, undir yfirskriftinni: „Persónuleg hæfni, ímyndunarafl og sjálfs- mynd.“ Fylgjandi NLP námskeið undir yfirskriftinni: „Hvernig þú vekur upp hæfileika þína, styrkir sjálfstraust og sjálfsmat“, fer fram á sama stað, og hefst fimmmtudag 26. febrúar kl. 19– 22 og heldur áfram laugardaginn 28. febrúar kl. 10–16. Þátttaka tilkynnist á veffang: katr- in@gi.is eða í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Önnur nám- skeið verða kynnt síðar á heima- síðu Hafnarfjarðarkirkju www.hafnarfjardarkirkja.is Námskeið í vörustjórnun er 32 klukkustunda námskeið hjá IMG Deloitte sem hefst 24. febrúar nk. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að vörustjórnun í fyrir- tækjum og stofnunum, m.a. birgða- stjórnun, innkaupastjórnun, fram- leiðslustjórnun og stjórnun flutninga og vörudreifingu. Mark- mið námskeiðsins er að veita þátt- takendum innsýn í helstu þætti vörustjórnunar og hvernig skilvirk vörustjórnun getur veitt fyrir- tækjum forskot í samkeppni. Nám- ið kostar 88.000 kr. Nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðu IMG Deloitte www.img.is. Skráning er á namskeid@img.is. Á NÆSTUNNI Á MORGUN, sunnudag 15. febrúar, heldur Reykjavíkurrúnturinn fund á Hótel Borg í Reykjavík klukkan 3 síðegis. Heiðursgestir verða tveir knatt- spyrnumenn, Gísli Halldórsson arkitekt, og Högni Ágústsson, hús- vörður í Þvottalaugum Reykjavík- ur. Þeir eru einir eftirlifandi af landsliði Íslendinga sem keppti við Þjóðverja árið 1935 í Þýskalandi. Björgvin Schram stórkaupmaður skoraði eina mark Íslendinga. Reykjavíkurrúnturinn hefur tví- vegis áður haft samkomur á Hótel Borg, síðast komu nær 200 manns á fundinn. Fjallað verður um ýmis áhugamál Reykvíkinga og samtök þeirra um að minnast Reykjavíkur- borgar áður en bifreiðir flæmdu fótgönguliða burt úr Austurstræti, segir m.a. í frétt frá samtökunum. Þar segir einnig að veitingamað- urinn á Hótel Borg, Kristinn, hafi lofað góðu meðlæti með kaffi sem fram verður borið. Högni Ágústsson er í fremstu röð. Hann er í ljósum buxum við hlið nasista- foringja í móttökunefnd knattspyrnumannanna. Gísli Halldórsson er aftur á móti í þriðju röð, þriðji maður frá súlunni. Fundur á Hótel Borg á morgun Reykjavíkurrúntur- inn heiðrar frumherja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.