Morgunblaðið - 14.02.2004, Síða 60
ÍÞRÓTTIR
60 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Firma- og hópakeppni
FRAM
verður haldin dagana 28. og 29. febrúar
í Framhöllinni við Safamýri
Stórglæsilegir vinningar
1. Verðlaun Ferð fyrir 6 með Icelandair til áfangastaðar í Evrópu
2. Verðlaun Errea íþróttafatnaður og
6 ársmiðar á heimaleiki Fram sumarið 2004
3. Verðlaun 6 ársmiðar á heimaleiki Fram sumarið 2004
Fyrirkomulag
Lengd leikja er 10 mín., 4 leikmenn inná og leikið á handboltamörk.
Fimm lið eru í hverjum hverjum riðli og fer efsta liðið í 4 liða
úrslit. Leikmenn í úrvalsdeild og 1. deild ekki gjaldgengir.
Skráning
Með tölvupósti til brynjar@fram.is eða í síma 5335600
Mótsgjald er kr. 20.000
Lýsingar
í borðtennis TBR Íþróttahúsinu
í dag 14. febrúar 2004
Dagskrá:
Íslandsmeistari og Grand Prix meistari
Guðmundur E. Stephensen
Laugardagur 14. feb.
Eldri flokkur karla kl. 11:00
Opinn flokkur karla kl. 13:00.
Úrslit kl. 15:30
Opinn flokkur kvenna kl. 14:00.
Úrslit kl. 15:30.
Áhugamenn um
borðtennis
fjölmennið
Áfram Víkingur
FÓLK
WAYNE Rooney, framherjinn
ungi hjá Everton, hefur verið kærð-
ur af konu í Manchester sem heldur
því fram að hann hafi hrækt í auga
hennar á næturklúbbi í Manchester
á aðfaranótt síðasta sunnudags þar
sem hann var að skemmta sér með
félögum sínum í Everton-liðinu eft-
ir að þeir töpuðu fyrir heimamönn-
um fyrr um daginn. Rooney segir
ekkert hæft í ásökunum konunnar
sem aftur á móti situr fast við sinn
keip.
FULHAM gæti átt von á hárri
sekt eftir að bjórflösku var kastað
úr áhorfendastúku heimavallar liðs-
ins í átt að Paul Melin aðstoð-
ardómara, í viðureign Fulham og
Aston Villa á miðvikudagskvöldið.
Atvikið er litið mjög alvarlegum
augum, ekki síst þar sem um gler-
flösku var að ræða.
GLENN Hoddle er ekki baki
dottinn við að sækjast eftir knatt-
spyrnustjórastarfinu hjá South-
ampton. Í gær sagðist hann í viðtali
við enska fjölmiðla aðeins vilja fé-
laginu hið besta og því væri hann
rétti maðurinn til að taka við starfi
Gordons Strachans sem sagði starfi
sínu lausu í gær og hætti þremur
mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir.
LEEDS fékk í gær tveggja vikna
frest til viðbótar til þess að leita
leiða til að komast hjá gjaldþroti.
CHRIS Kirkland, markvörður
Liverpool, meiddist í baki í vara-
liðsleik með félaginu gegn Aston
Villa í fyrrakvöld og gæti það gert
að verkum að hann leiki ekki á
næstunni. Óheppnin heldur því
áfram að elta þennan efnilega og
snjalla markvörð. Krikland hefur
nýlega jafnað sig eftir að hafa fing-
urbrotnað í kappleik á öðrum degi
jóla. Hann var einnig talsvert frá
keppni á síðustu leiktíð vegna
meiðsla.
DAVID James, markvörður
enska landsliðsins í knattspyrnu og
leikmaður Manchester City, vann
jafnvirði nærri 12 milljóna króna á
dögunum þegar hann veðjaði rétt á
úrslitin í úrslitaleik ameríska fót-
boltans. James hefur gefið alla upp-
hæðina til félags langveikra barna í
Englandi.
SÝSLUMAÐURINN í Modum í Noregi, Halvor Hartz,
segir að jafnréttislög landsins séu brotinn þar sem
konum er meinað að taka þátt í Vikersund-skíða-
stökkskeppninni sem fram fer í mars.
Mótið fer fram á stökkpalli sem er 90 metrar og sam-
kvæmt reglum Alþjóða skíðasambandsins, FIS, mega
konur ekki taka þátt í keppni á slíkum pöllum, þær
mega aðeins keppa á mótum sem fram fara á 70 metra
palli. Skipuleggjendur mótsins í Vikersund hafa sagt
að konurnar megi taka þátt í forkeppni fyrr um dag-
inn, en fái ekki tækifæri í aðalkeppninni.
Margar konur stunda skíðastökk af miklum krafti í
Noregi og víðar, en þær fá hins vegar ekki að taka þátt
í öllum þeim mótum sem fram fara í Noregi af ýmsum
ástæðum. Norskir sérfræðingar telja hins vegar að það
sem standi í mönnum sé sú staðreynd að líklega myndu
konurnar stökkva lengra en karlarnir eftir nokkur
misseri þar sem þær eru mun léttari og hafa því meiri
möguleika á að svífa lengur eftir stökkið.
Konum meinað að
stökkva á skíðum
Skíðastökkkeppni
við Innsbruck.
TVEIR drengjalandsliðsmenn í knattspyrnu, Gunnar Krist-
jánsson, 16 ára KR-ingur, og Bjarni Þór Viðarsson, 15 ára FH-
ingur, fara á morgun til Englands. Þeir verða þar til reynslu hjá
1. deildarliðinu Reading í eina viku, en með því leikur íslenski
landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson.
Þar með verða sex leikmenn drengjalandsliðsins á ferðinni er-
lendis á næstu dögum. Eins og áður hefur komið fram fara Bjarki
Már Sigvaldason úr HK og Heiðar Geir Júlíusson úr Fram í annað
skipti til Brann í Noregi næsta miðvikudag og Grímur Björn
Grímsson úr KR fer til Bröndby í Danmörku á morgun og verður
þar í viku. Þá fer Rúrik Gíslason úr HK alfarinn til Belgíu í dag en
hann hefur samið við Anderlecht til fjögurra ára.
„Það er geysilega sterkur hópur sem nú skipar drengjalands-
liðið og það þarf ekki að koma á óvart að erlend félög vilji fá
þessa stráka í sínar raðir,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðs-
maður, sem hefur haft hönd í bagga með utanferðum flestra
drengjanna. Drengjalandsliðið er komið í milliriðil Evrópukeppn-
innar sem verður leikinn í Englandi í lok mars en þar mætir það
Englandi, Noregi og Armeníu.
Gunnar og Bjarni til
reynslu hjá Reading
ALLA atvinnukylfinga dreymir um
að leika 18 holur á undir 60 höggum
og í síðustu viku lék Ernie Els á 60
höggum og var hársbreidd frá því
að ná því að leika á 59 höggum. Els
lék fyrsta hringinn á Heineken-
mótinu í Ástralíu á 12 höggum undir
pari. Sá árangur er í raun einstakur
því á síðasta ári náði aðeins einn
kylfingur að leika á 12 höggum und-
ir pari, en það var Svíinn Fredrik Ja-
cobson sem náði því á Þýska meist-
aramótinu.
Aðrir sem hafa náð því að leika á
12 undir pari og jafnframt á 60
höggum á Evrópsku mótaröðinni
eru: N-Írinn Darren Clarke (1999),
Þjóðverjinn Bernhard Langer (1997)
og Bretinn Jamie Spence (1992).
Það segir aðeins hálfa söguna ef
miðað er við höggin sem notuð eru,
þar sem par vallar er mismunandi.
Ítalinn Baldovino Dassu lék á 60
höggum á Sviss Open árið 1971, eða
á 11 höggum undir pari.
Bandaríkjamennirnir Al Geiber-
ger, Chip Beck og David Duval eru
þeir einu sem hafa náð að leika
hring á 59 höggum en í þeim hópi er
einnig hin sænska Annika Sörens-
tam sem lék á 59 höggum árið 2001
á mótaröð atvinnukvenna í Banda-
ríkjunum. LPGA.
En metið á einum hring er í eigu
Japanans Shigeki Maruyama sem
lék á 13 höggum undir pari á fyrsta
keppnisdegi Woodmont CC í Rock-
ville, og notaði hann þá aðeins 58
högg til þess að leika völlinn sem er
par 73.
Maruyama
á enn metið
Nú hafa samtök kvenna bent áþann möguleika að hin 14 ára
gamla Michelle Wie verði á meðal
keppenda á Mastersmótinu á Aug-
usta árið 2005. Wie er talin vera ein
sú efnilegasta sem leikið hefur golf
á undanförnum misserum og hefur
hún sett markið á að leika á meist-
aramóti bandarískra áhugamanna,
APL, í sumar og nái hún að sigra á
því móti öðlast hún keppnisrétt á
Mastersmótinu árið 2005
Ed Money, sem sér um að skipu-
leggja bandaríska áhugamanna-
meistaramótið, segir við bandaríska
íþróttatímaritið Sports Illustrated,
að hann vonist til þess að Wie verði
í fremstu röð á mótinu og tryggi
sér jafnvel sigur. „Wie var nálægt
því að komast í gegnum niður-
skurðinn á Sony PGA-mótinu á
Hawaii á dögunum. Og það segir
mér aðeins eitt, hún getur keppt við
karlana.“
Í kjölfarið á þeirri athygli sem
Wie fékk á Hawaii hafa skipuleggj-
endur sjö PGA-móta óskað eftir því
að hún taki þátt í þeirra mótum.
Aðeins eitt hvetur þá áfram í þeirri
viðleitni en það er að markaðssetja
mótið, fá aukna umfjöllun og sjón-
varpsáhorf í kjölfarið. Bandaríska
meistaramótið hjá áhugamönnnum
fer fram í Minneapolis 12.–17. júlí.
Reuters
Hin fjórtán ára Michelle Wie
sveiflar hér kylfunni. á móti
í Honolulu. Það getur farið
svo að hún verði fyrsta kon-
an síðan 1945 sem verður
keppandi á PGA-mótaröð-
inni, sem er að hefjast.
Michelle Wie
á Masters
árið 2005?
UNDANFARIN misseri hafa forráðamenn golfklúbbsins á Augusta-
vellinum í Bandaríkjunum staðið í ströngu við að svara fyrir sig vegna
mótmæla samtaka kvenna víðsvegar um heiminn. Engar konur eru
meðlimir Augusta-klúbbsins og engar konur fá að leika á vellinum
sem hýsir eitt af stórmótunum fjórum sem fram fara á hverju ári.