Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 14.02.2004, Qupperneq 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Leikurinn var sögulegur á marganhátt og Kristinn Óskarsson dómari sagði við Morgunblaðið að hann hefði aldrei lent í öðru eins. Alls voru dæmdar sjö óíþróttamanns- legar villur og tækni- villur á Tindastólsliðið sem lét mót- lætið meira bitna á dómurum leiksins en andstæðingunum, eins og Kristinn dómari komst að orði. Tindastólsmenn skoruðu fyrstu körfuna og var það eina karfa þeirra í tæpar sex mínútur. Þórsarar fóru líka frekar rólega af stað en náðu þó fljótt tökum á leiknum og sýndu all- an leikinn að þeir réðu gangi hans. Erfitt er að gera upp á milli manna í Þórsliðinu því þeir sex til sjö menn sem spiluðu nær allan leikinn stóðu sig mjög vel. Í Tindastólsliðinu voru það Svavar Atli, Nick Boyd og Clif- ton Cook sem drógu vagninn en Helgi Rafn og Friðrik Hreinsson komu sterkir inn með þriggja stiga skot í lokin. Hittni gestanna var að öðru leyti ekki góð. Þjálfari Þórs, Robert Dean Hodg- son, sagði að hann væri svo stoltur af strákunum að hann snerti varla jörð- ina. „Þeir spiluðu frábæra vörn og sóknin var líka mjög góð eins og stigaskorið sýnir. Það mikið búið að ganga á hjá Þórsliðinu því fyrir utan mannaskiptin þá höfum við misst menn í ökklabrot og veikindi. Héðan af verður allt upp á við og við erum ekki búnir að gefast upp.“ Langþráður sigur hjá Þórsurum ÞÓR úr Þorlákshöfn vann fræki- legan sigur á Tindastóli í úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi. Lokatölur 110 gegn 85 segja þó varla alla söguna því munurinn á liðunum var lengst af meiri. Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins höfðu Þórsarar tapað 14 leikj- um í röð og stigin voru þeim því afar kærkomin í harðri fallbar- áttu deildarinnar. Jón H. Sigurmundsson skrifar HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deild: Austurberg: ÍR - KA.............................16.30 Ásgarður: Stjarnan - Valur .......................17 Framhús: Fram - HK ...........................15.30 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Framhús: Fram - Haukar ....................13.30 KA-heimili: KA/Þór - Stjarnan.................16 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Víkingur.......13 1. deild karla, RE/MAX-deild: Víkin: Víkingur - ÍBV ................................14 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deild: Ásvellir: Haukar - Grótta/KR...................17 1. deild karla, RE/MAX-deild: Smárinn: Breiðablik - FH ....................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Ármann/Þróttur.....15 Selfoss: Selfoss - ÍG ...................................16 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Ásvellir: Haukar - KR...........................19.15 Ísafjörður: Ísafjörður - Hamar............19.15 Njarðvík: UMFN - Breiðablik.............19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - Keflavík ...19.15 Stykkishólmur: Snæfell - ÍR................19.15 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur - Fjölnir........................16 Mánudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Grindavík: UMFG - Þór Þ....................19.15 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - KR......................19.30 Seljaskóli: ÍR - Keflavík .......................19.15 KNATTSPYRNA Laugardagur: Norðurlandsmót, Powerademótið: Boginn: KA - Höttur .............................12.15 Boginn: KS - Leiftur/Dalvík ................15.15 Sunnudagur: Reykjavíkurmót karla, úrslitaleikur: Egilshöll: KR - Fylkir................................19 Norðurlandsmót, Powerademótið: Boginn: Tindastóll - Þór .......................13.15 Boginn: Höttur - Leiftur/Dalvík..........15.15 GLÍMA Þriðja og síðasta umferð í Íslandsmótinu í glímu, Leppinmótaröðinni, verður í Íþróttahúsi Hagaskóla í dag, laugardag, kl. 13 til kl.15 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram um helgina í Baldurshaga og Kapla- krika. Keppni hefst í dag kl. 9.30 í Bald- urshaga með 60 m hlaupi og langstökki karla og kvenna. Keppni hefst í Kaplakrika kl. 15, en þar verður keppt í 800 m hlaupi, hástökki, stangarstökki, kúluvarpi og at- rennulausum stökkum. Á morgun, sunnudag, hefst keppni kl. 10.15 með 1500 m hlaupi karla og kvenna í Kaplakrika og kl. 13 í Baldurshaga með 60 m grindahlaupi og þrístökki karla og kvenna. BORÐTENNIS Stigamót Lýsingar fer fram Íþróttahúsi TBR í dag. Úrslitaleikir verða kl. 15.30. UM HELGINA ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna leika á morgun fyrri leik sinn við franska liðið Havre Athletic Club Handball í 16 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Leik- urinn fer fram í Le Havre. Havre Athletic Club Handball vann belgíska liðið STHV J. Melveren samtals 71:30 í tveimur leikjum í fyrstu umferð keppninnar á sama tíma og ÍBV lagði Etar Veliko 64 Tarnovo frá Búlgaríu með yfir 20 marka mun í tveim- ur viðureignum. Havre-liðið er um þessar mundir í 3. sæti frönsku 1. deildarinnar, hefur unnið 8 leiki, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum, og er 7 stigum á eftir toppliði Metz. Franskur kvennahandknatt- leikur hefur tekið miklum fram- förum á síðustu árum og m.a. stóð franska landsliðið uppi sem sigurvegari á heimsmeistara- mótinu í Króatíu í lok síðasta árs. Síðari leikur ÍBV og Havre Athletic Club Handball fer fram í Eyjum eftir viku. Vestmannaeyingar í Frakklandi  ARSENAL og Chelsea mætast fjórða árið í röð í bikarkeppninni. 2001 lagði Arsenal Chelsea í 16 liða úrslitum 1:0 og árið eftir, 2002 mættust liðin í úrslitaleiknum í Car- diff. Arsenal fagnaði þá sigri, 2:0. Í fyrra áttust liðin við í 8 liða úrslitum. Jafntefli varð á Highbury 2:2, en síð- an fögnuðu leikmenn Arsenal sigri á Stamford Bridge, 3:1.  Chelsea hefur aldrei náð að knýja fram sigur í bikarkeppninni á Hig- hbury. Chelsea lagði Arsenal síðast að velli í bikarkeppninni 20. janúar 1947 í þriðja leik liðanna, sem fór fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane – 2:0.  Enska blaðið Evening Standard sagði frá því fyrir ári – fyrir við- ureign Arsenal og Chelsea, að ef Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, vildi fá að vita hvernig til- finning það er fyrir Chelsea-mann að leggja Arsenal að velli í bik- arkeppninni, verði hann að taka upp símtólið og slá á þráðinn til Sviss – ræða við Willi Steffen, 79 ára, sem er búsettur í bænum Utzenstorf, sem er 25 km frá Bern. Þessi fyrrverandi svissneski landsliðsmaður lék sem vinstri bakvörður í liði Chelsea sem lagði Arsenal að velli í bikarkeppn- inni í janúar 1947, gæti sagt honum það.  Síðan þá hafa liðin leikið 10 bik- arleiki. Fjórir leikir hafa endað með jafntefli, Arsenal hefur unnið sex.  Arsenal hefur leikið fjórtán leiki í röð við Chelsea án þess að tapa. Chelsea hefur ekki unnið leik í deild- ar- eða bikarkeppninni á Highbury síðan 17. mars 1990, er John Bum- stead skoraði sigurmarkið.  Chelsea vann aftur á móti deild- arbikarleik á Highbury í nóvember 1998, en þá tefldi Arsenal eins og svo oft í deildarbikarkeppninni vara- og unglingaliði sínu. BIKAR- PUNKTAR Markahrókurinn ThierryHenry verður að sjálfsögðu í sviðsljósinu, eins og áður. Það er líklegt að Hollendingurinn Dennis Bergkamp leiki við hlið hans, en hinn ungi Spánverji Jose Reyes vari á bekkinn, en hann tók stöðu Bergkamps í leik Arsenal gegn Southampton á Highbury sl þriðju- dag. Þá fór Henry á kostum og Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, sem var á meðal áhorf- enda, sá hann skora tvö glæsileg mörk. „Arsenal-liðið er mjög vel upplagt um þessar mundir og það verður erfitt að eiga við það,“ sagði Ranieri, sem sagði um árið að Henry væri „Muhammed Ali knatt- spyrnunnar“. Ranieri eins og aðrir knatt- spyrnustjórar og markverðir óttast Henry mikið, enda ekki nema von – leikmaðurinn virðist skemmta sér geysilega við að skora mörk. „Ég hef lengi fylgst með Henry. Ég byrjaði að fylgjast með honum er ég var þjálfari Fiorentina á Ítalíu og Henry lék með franska ung- mennalandsliðinu. Ég sagði þá við forráðamenn Fiorentina að kaupa leikmanninn, þar sem hann væri einn af þeim bestu. Hann er Mu- hammed Ali knattspyrnunnar – vegna hraða hans og kraft. Hann væri höggþungur þegar hann sæi netamöskvana fyrir framan sig.“ Það verður hlutverk Ranieris til að finna út leið til að stöðva Henry og er líklegt að það komi í hlut miðjumannsins Franks Lampards að hafa gætur á honum. „Ég hef yf- ir mörgum góðum leikmönnum að ráða – við munum gera okkar besta til að stöðva Henry,“ sagði Ranieri, sem bindur miklar vonir við nokkra af nýju leikmönnunum sín- um til að að kveða niður Arsenal- drauginn, sem hefur verið í her- búðum Chelsea lengi – og þá horfir hann til Scott Parker og Hernan Crespo. Ranieri segir að það séu erfiðar vikur framundan og lið hans sé í baráttu á þremur vígstöðum – fyrst í bikarbaráttu við Arsenal á Highbury, síðan kemur meistara- orrusta við Arsenal á Stamford Bridge viku síðar og í kjölfarið kemur leikur gegn Stuttgart í Meistaradeild Evrópu. „Það er mikið álag á okkur á næstunni.“ Síðast þegar liðin mættust – í deildarleik á Highbury í október, fagnaði Arsenal sigri. Chelsea hef- ur aldrei náð að knýja fram sigur í bikarkeppninni á Highbury og liðið fagnaði síðast deildarleik á vellin- um 1990. Ranieri líkir Henry við Ali ÞAÐ má með sanni segja að stórviðureign 16 liða úrslita í ensku bikarkeppninni um helgina fari fram á morgun á Highbury í Isl- ington-hverfinu í Norður-London. Bikarmeistarar Arsenal síðustu tvö ár taka þá á móti milljónaliði Chelsea. Arsenal hefur gengið vel undir stjórn franska knattspyrnustjórans Arsene Wenger og þær fréttir bárust í gær úr herbúðum Arsenal, sem hefur unnið tvo Eng- landsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla undir hans stjórn, að forráðamenn liðsins vilja gera ævisamning við Wenger, sem á eftir 18 mánuði af samningi sínum við Arsenal. KÖRFUKNATTLEIKUR Þór Þ. - Tindastóll 110:85 Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, föstudaginn 13. febrúar 2004. Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 12:6, 21:9, 28:14, 36:25, 43:29, 53:32, 55:34, 59:38, 68:43, 83:47, 90:58, 94:73, 100:82, 110:85. Stig Þórs: Nate Brown 29, Robert Dean Hodgson 29, Leon Brisport 22, Grétar Ingi Erlendsson 14, Finnur Andrésson 9, Ágúst Örn Grétarsson 5, Sigurbjörn Þórðarson 2. Fráköst: 30 í vörn - 9 í sókn. Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 17, Nick Boyd 16, Clifton Cook 14, Helgi Rafn Viggósson 10, Friðrik Hreinsson 9, David Sanders 7, Kristinn Friðriksson 5, Matt- hías Rúnarsson 3. Fráköst: 19 í vörn - 14 í sókn. Villur: Þór 17 - Tindastóll 24. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 100. Staðan: Snæfell 17 14 3 1451:1364 28 Grindavík 17 14 3 1528:1440 28 Keflavík 16 11 5 1566:1375 22 Njarðvík 17 11 6 1567:1462 22 KR 17 10 7 1576:1509 20 Haukar 17 10 7 1378:1350 20 Hamar 17 9 8 1423:1440 18 Tindastóll 17 8 9 1571:1525 16 ÍR 17 5 12 1469:1560 10 KFÍ 16 3 13 1467:1658 6 Breiðablik 17 3 14 1377:1500 6 Þór Þorl. 17 3 14 1416:1606 6 1. deild karla Þór A. - Stjarnan .................................. 90:78 Skallagrímur - ÍS.................................. 81:47 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Chicago - Boston .................................107:87 Seattle - Toronto ...................................94:74 Denver - Portland ...............................107:98 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla Selfoss - Afturelding ........................... 26:23 Mörk Selfoss: Haraldur Þorvarðarson 6, Arnar Gunnarsson 4, Ramunas Kalenda- uska 4, Hörður Bjarnason 3, Ívar Grétars- son 3, Ramunas Mikalonis 3, Guðmundur Eggertsson 1, Hjörtur Leví Pétursson 1, Guðmundur Ingi Guðmundsson 1. Mörk Aftureldingar: Daníel Berg Grétars- son 6, Ernir Hrafn Arnarson 5, Hrafn Ingvarsson 3, Hilmar Stefánsson 3, Níels Reynisson 2, Ásgeir Jónsson 2, Reynir Árnason 2. Staðan: Selfoss 3 3 0 0 96:89 6 Víkingur 2 1 0 1 60:52 2 Þór 1 1 0 0 33:25 2 FH 2 1 0 1 65:64 2 ÍBV 0 0 0 0 0:0 0 Breiðablik 1 0 0 1 32:35 0 Afturelding 3 0 0 3 69:90 0 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna Breiðablik - Valur.................................... 3:6 Hildur Einarsdóttir, Melkorka Helgadótt- ir, Silja Þórðardóttir - Nína Ósk Kristins- dóttir 4, Dóra Stefánsdóttir, Málfríður Sig- urðardóttir. Staðan: KR 2 2 0 0 10:4 6 Valur 2 1 0 1 10:8 3 Breiðablik 2 1 0 1 8:10 3 ÍBV 2 0 0 2 4:10 0 Belgía Genk - Standard Liege ............................ 1:1 Staða efstu liða: Anderlecht 21 18 2 1 55:18 56 Standard 22 12 7 3 41:20 43 Moeskroen 21 10 9 2 44:27 39 Club Brugge 21 11 4 6 45:23 37 Genk 22 10 6 6 42:30 36 Afríkukeppnin Úrslitaleikur um 3. sætið: Nígería - Malí ........................................... 2:1 Jay-Jay Okocha 16., Osaze Odemwingie 46. - Janvier Aboute 69. SELFYSSINGAR unnu í gær- kvöld þriðja sigur sinn í jafn- mörgum leikjum í 1. deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu Aftureldingu að velli, 26:23, á heimavelli sínum. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Sel- fyssingar yfir í hléi, 10:9, en þeir náðu góðri forystu eftir það og létu hana ekki af hendi. Góð byrjun Selfyssinga í deildinni kemur talsvert á óvart en þeir töpuðu 13 af 14 leikjum sínum í riðlakeppni Íslands- mótsins fyrir áramótin. Þeir hafa meðal annars sigrað FH á útivelli en fyrirfram var reiknað með því að FH og Víkingur yrðu í efstu sætum 1. deildarinnar. Enn sigrar Selfoss ÓLAFUR Ingi Skúlason, knatt- spyrnumaður hjá Arsenal, hefur ekki áhuga á að fara til reynslu hjá hol- lenska úrvalsdeildarfélaginu Gron- ingen. „Þessi möguleiki kom upp fyrir nokkrum dögum en ég er lítið spennt- ur fyrir því. Ég hef heldur ekki viljað fara frá Arsenal sem lánsmaður til annars ensks liðs, eins og ég hefði get- að en það hafa verið nokkrar þreif- ingar í þá átt að undanförnu. Samn- ingur minn er að renna út í vor og ég tel skynsamlegast að vera um kyrrt hjá Arsenal næstu vikurnar og sjá til hvað gerist. Ég hef ekki fengið nýtt samn- ingstilboð frá félaginu en bíð þolin- móður og sé hvað gerist á næstu dög- um og vikum,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið í gær. Ólafur ekki til Groningen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.