Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2004 63  INDRIÐI Sigurðsson lagði upp mark Genk sem gerði jafntefli, 1:1, við Standard Liege í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Indriði átti góða sendingu frá vinstri kanti og Cédric Roussel skoraði með hörkuskalla.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Barnsley, hefur fengið miðjumanninn Craig Rocastle lán- aðan frá Chelsea. Hann verður því með þrjá nýja menn í liði sínu sem fer til Wales og mætir Wrexham í ensku 2. deildinni í dag. Fyrr í vik- unni fékk hann Arron Davies lán- aðan frá Southampton og keypti Michael Boulding frá Grimsby.  STAÐFEST hefur verið að fær- eyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði Hansen var ólöglegur með Fram þegar liðið sigraði Þrótt, 5:3, í leik um 5. sæti Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu um síðustu helgi. Þrótt- ur telst því hafa sigrað, 3:0, og hreppir 5. sætið.  KRISTJÁN Uni Óskarsson varð í 46. sæti og Kristinn Ingi Valsson í 51. sæti í stórsvigi á heimsmeistara- móti unglinga skíðum í Maribor í Slóveníu í gær.  SPÆNSKA knattspyrnusam- bandið hefur sektað Jorge Valdano, framkvæmdastjóra Real Madrid, um 2.000 evrur, jafngildi um 170 þúsund króna, fyrir ummæli sín í garð dómarans í leik Real gegn Se- villa í bikarkeppninni í vikunni. Dómarinn, Eduardo Iturralde, rak Zinedine Zidane af velli rétt fyrir leikhlé og Valdano sendi honum tón- inn þegar liðin gengu til búnings- herbergja.  ZIDANE var talinn hafa slegið Pablo Alfaro, leikmenn Sevilla, í andlitið, þegar þeir börðust um bolt- ann. Fyrir vikið verður Zidane í banni þegar Real Madrid mætir Val- encia í sannkölluðum toppslag í 1. deildinni annað kvöld. Real er með tveggja stiga forystu í deildinni og hefur unnið alla 11 heimaleiki sína á tímabilinu.  SPÆNSKA 1. deildin fagnar 75 ára afmæli sínu í þessari viku en fyrsta umferð hennar var leikin 10. febrúar árið 1929. Þann dag mætt- ust Baskaliðin Real Sociedad og Athletic Bilbao, skildu þá jöfn, 1:1, og þau eigast einmitt við í deildinni í dag.  SVEN-GÖRAN Eriksson, lands- liðsþjálfari Englendinga í knatt- spyrnu, sagði í gær að hann myndi örugglega stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2006 í Þýskalandi. Hann hefur ítrekað verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra Chelsea – að hann tæki við henni eftir úr- slitakeppni EM í Portúgal í sumar.  ERIKSSON sagðist jafnframt hafa fulla trú á því að England kæm- ist í úrslitaleikinn á EM í Portúgal og myndi þar mæta Frakklandi. FÓLK AP Eiður Smári Guðjohnsen og samherjar hans hjá Chelsea urðu að játa sig sigraða fyrir Arsenal í bikarúrslitaleik í Cardiff 2002. Hér sést hinn litríki fyrirliði Arsenal, Tony Adams, gefa sér tíma til að hughreysta Eið Smára, eftir að búið var að flauta leik Arsenal og Chelsea af , 2:0. LEIKIRNIR í 16 liða úrslitum: LAUGARDAGUR: Man. United – Man. City Fulham – West Ham Millwall – Burnley Tranmere – Swansea Sunderland – Birmingham SUNNUDAGUR: Arsenal – Chelsea Sheffield United – Colchester Liverpool – Portsmouth  Liverpool and Portsmouth hafa aðeins einu sinni áður glímt í bikarkeppninni. Það var í undanúrslitum 1992. Jafntefli á Highbury í framlengdum leik 1:1 og aftur í aukaleik á Villa Park – einnig eftir framlengingu, 0:0. Liverpool vann þá í vítaspyrnu- keppni, 3:1. Bikarleikir Eins og Árni vísaði til þá á Keeganafmæli í dag, verður 53 ára. Hann þykir valtur í sessi knatt- spyrnustjóra félags- ins eftir fremur slakt gengi í úrvalsdeild- inni en sigur á erki- óvininum, Manchest- er United, á Old Trafford í dag gæti tryggt Keegan fleiri starfsdaga hjá Manchester City. „Það er vart um annað rætt í borginni en leikinn enda er mikill rígur á milli þessara tveggja félaga. Nágrannaleikir af þessu tagi eru auðvitað á meðal hápunkta ársins, jafnt hjá leikmönnum sem stuðnings- mönnum. Stemningin og eftirvænt- ingin í borginni er gríðarleg og alls ekki amalegt að fá tækifæri til að taka þátt í leik sem þessum,“ segir Árni og telur að flestir veðji á United vinni leikinn. „Flestir hallast að sigri Manchest- er United, einfaldlega vegna þess að þeim hefur gengið mun betur en okk- ur í deildinni, en við erum staðráðnir að gefa ekkert eftir. Það er meiri pressa á United-liðinu vegna þess að það er á heimavelli, er auk þess ofar í deildinni og í raun að flestra mati mun sterkara lið. Það er mikið í húfi hjá báðum liðum sem vilja eðlilega ná sem lengst í bik- arkeppninni þar sem allt er hægt eins ef til vill sannaðist á leik okkar við Tottenham í fjórðu umferðinni. Ég vona bara að okkur takist að leika vel þannig það takist að velgja United- liðinu undir uggum.“ Árni Gautur sagðist vonast til að Manchester City-liðið gæti stillt upp sinni vöskustu sveit í leiknum í dag. Óvissa ríki um hvort franski fram- herjinn Nicolas Anelka geti leikið. „Hann var með á æfingu í dag [í gær] en ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá honum fyrir þennan leik. Vonandi verða bara sem flestir klárir í slaginn, okkur veitir ekki af ef við eigum að geta velgt United-liðinu undir uggum,“ sagði Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður. City hefur ekki unnið United í bikarnum í 39 ár Sagan er ekki á bandi með Árna Gauti og félögum í leiknum í dag. Mancehester-liðin hafa mæst fimm sinnum í bikarkeppninni, þar af í síð- ustu þrjú skipti á heimavelli United, Old Trafford, og í öll skiptin hafa heimamenn borið sigur úr býtum. Síðast mættust liðinu í bikarkeppn- inni á Old Trafford árið 1996 og þá vann Manchester United, 2:1. Sá leik- ur var einnig í fimmtu umferð bik- arkeppninnar. Mörkin skoruðu Eric Cantona og fyrrum leikmaður Grindavíkur, Lee Sharpe. Þjóðverj- inn Uwe Rosler klóraði í bakkann fyr- ir City. Manchester City hefur ekki unnið nágrannaslag á Old Trafford síðan 1974 og þá áttust liðin við í gömlu 1. deildinni, forvera úrvalsdeildarinnar. Þá eru liðin 35 ár síðan liðið varð síð- ast bikarmeistari og á síðustu ellefu árum hefur það ekki komist lengra í keppninni en í fimmtu umferð. Síðan vann Manchester City nágranna sína í 4. umferð bikarkeppninnar á Main Road 29. janúar 1955, 2:0, og þar áður 21. mars 1926, 3:0, einnig á heimavelli. Auk þess sem vafi leikur á því hvort Anelka geti tekið þátt í leiknum í dag er ljóst að Kínverjinn Sun Jihai verð- ur ekki með þar hann tekur þátt í undankeppni HM með landsliði sínu gegn Kúveit. Þá er ljóst að Gary Neville kemur inn í vörn Manchester United eftir að hafa verið fjarri góðu gamni gegn Middlesboro í vikunni. Sömu sögu er að segja af fyrirliðanum Roy Keane. Ole Gunnar Solskjær verður örugg- lega á varamannabekk ensku meist- aranna – er að ná sér á strik eftir meiðsli. Markahrókurinn Louis Saha verður hins vegar á meðal áhorfenda því hann er ekki gjaldgengur með Man. Utd. í keppninni eftir að hafa leikið með Fulham í keppninni. Árni Gautur Arason stendur í marki Manchester City á Old Trafford Vonandi fær Keegan sigur í afmælisgjöf „LEIKURINN fer fram á afmælisdegi Kevins Keegans knatt- spyrnustjóra og það væri fínt að færa honum sigur í afmælisgjöf,“ sagði Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en hann stendur á milli stanga marks Manchester City á Old Trafford í dag þegar erkifjend- ur borgarinnar mætast í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Þetta verður annar leikur Árna með Manchester City síðan hann gerði skammtímasamning við félagið í byrjun árs. „Ég hef lengi alið með mér þann draum að leika á Old Trafford og því vonast ég til að mér og liðinu gangi sem best þegar á hólminn verður komið,“ sagði Árni. Reuters Árni Gautur Arason hitar upp fyrir hinn sögulega bikarleik gegn Tottenham á dögunum, sem City vann, 4:3. Eftir Ívar Benediktsson GORDON Strachan hætti í gær störfum sem knatt- spyrnustjóri Southampton, þremur mánuðum fyrr en áætlað var. Hann ætlaði að láta af störfum í vor, hvíla sig og verja meiri tíma með fjöl- skyldu sinni, en komst að samkomulagi við Rupert Lowe stjórnarformann um að hætta strax. Steve Wigley, þjálfari hjá félaginu, stjórnar liðinu til vorsins eða þar til nýr stjóri hefur verið ráðinn. Strachan tók við stjórn Southampton í október árið 2001 en hafði áður verið í fimm ár við stjórnvölinn hjá Coventry. Strachan er hættur WATFORD hefur sektað Heiðar Helgu- son fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn WBA í ensku 1. deildinni á dögunum. Hann er kominn í leikbann frá og með deginum í dag og missir af þrem- ur næstu leikjum liðsins. Heiðar verður látinn nota tímann til að vinna að fullu bug á meiðslum í læri sem hafa verið að plaga hann að undanförnu, þótt hann hafi getað spilað með liðinu í flestum leikjum þess. Ray Lewington, knattspyrnustjóri Watford, segir að Heiðar hafi komið og beðið sig afsökunar á rauða spjaldinu. „Þetta var óþarfa spjald, hann veit það sjálfur og tekur út sína refsingu. Þar með er málinu lokið, hann veit að þetta var heimskulegt og er án efa mest svekktur yfir þessu sjálfur,“ sagði Lewington. Watford sekt- aði Heiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.