Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Til heiðurs Guðmundi Eggertssyni Opin, fræðileg og almenn Ráðstefna verðurhaldin til heiðursGuðmundi Egg- ertssyni, fyrrverandi pró- fessor við líffræðiskor Há- skóla Íslands, 3. apríl næstkomandi, í Öskju, nýja náttúrufræðahúsinu. Að ráðstefnunni standa Háskóli Íslands, samtök evrópskra sameindalíf- fræðinga (EMBO) og Nordplus auk þess sem Groco ehf. styrkir hana. Ráðstefnan hefst klukkan níu að morgni með ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Er um heilsdags dagskrá að ræða með ríflegum tíma fyrir- lesara sem eru þekktir er- lendir og innlendir vís- indamenn. Morgunblaðið ræddi við Sigurð Snorrason, for- stöðumann Líffræðistofnunar, og svaraði hann nokkrum spurning- um sem fyrir hann voru lagðar. Segðu okkur aðeins frá Guð- mundi, Sigurður, hver er maður- inn? „Guðmundur Eggertsson varð sjötugur í fyrra og lét þá af störf- um sem prófessor við líffræðiskor Háskóla Íslands fyrir aldurs sak- ir. Hann er þrátt fyrir aldurinn eldhress og starfar áfram við skólann sem prófessor emeritus, sem er nokkurs konar heiðurs- starf fyrir þá sem fara á eftirlaun en halda áfram rannsóknarstörf- um. Menn fá þá aðstöðu til að halda einhverri rannsóknarvinnu áfram. Ráðstefnan er haldin Guð- mundi til heiðurs á þessum tíma- mótum og til að þakka honum hlut sinn í að koma á og þróa líffræði- menntun í landinu, en hann hefur unnið mikilsvert brautryðjenda- starf fyrir íslenskt þjóðfélag í gegnum áratugina.“ Í hverju er þetta brautryðj- endastarf Guðmundar fólgið? „Guðmundur fór fyrir nokkrum góðum mönnum fyrir 36 árum og kom því á að stofnað var til kennslu í BA gráðu í líffræði. Hann var fyrsti prófessorinn við Háskóla Íslands í líffræði og var á bak við stofnun líffræðiskorar 1972 og Líffræðistofnunar 1974. Hann setti strax mark sitt á nám- ið enda varð hann í fyrstu að kenna nokkrar helstu greinar sameindalíffræðinnar einn og óstuddur. Þarna á ég við grunn- námskeið í frumulíffræði og erfðafræði, en auk þess sameinda- líffræði sem þá var að slíta barns- skónum. Guðmundur kom beint frá námi og miðlaði öllu því nýj- asta sem var að gerast í fræð- unum af einstökum eldmóði. Segja má að þarna hafi hann gerst faðir sameindalíffræðinnar á Íslandi.“ Þú segir að sameindalíffræðin sé nokkurs konar samnefnari annarra fræðigreina. Hvaða greinar ertu að tala um? „Þarna á ég reyndar við að sameindalíffræðin sé undirstaða margra fræðigreina. Hér má nefna frumulíffræði, lífeðlisfræði, erfða- fræði, þroskunarfræði að ógleymdri læknis- fræðinni. Auk þess sjáum við að sérfræðingar í öðr- um greinum, t.d. grasa- og dýra- fræðingar, tileinka sér í vaxandi mæli aðferðafræði sameindalíf- fræðinnar. Þá er sameindalíf- fræðin undirstaða líftækninnar. Ótrúlega margir þeirra sérfræð- inga sem starfa hjá líftæknifyr- irtækjunum hér á landi hafa farið gegnum hendurnar á Guðmundi Eggertssyni þó að sumir hafi auð- vitað numið erlendis.“ Hvernig er þessi ráðstefna, eitthvað fyrir alla, eða á fræðileg- um nótum? „Þetta er opin ráðstefna og hún er jú öðrum þræði fræðilegs eðlis. En það eru jafnframt í bland er- indi sem hafa almennari skírskot- un þegar upp er staðið, þá á ég við að þau fjalla um efni sem eru tví- mælalaust þekkt í umræðunni.“ Geturðu nefnt dæmi um slík er- indi sem verða flutt? „Já, t.d. tvö erindi sem tengja krabbamein og öldrun við skemmdir í erfðaefninu. Það eru þeir prófessor Jón Eyfjörð hjá Háskóla Íslands og Krabbameins- félaginu og prófessor Jan H.J. Hoeijmakers frá Erasmus-há- skólanum í Rotterdam sem flytja þessi erindi. Einnig má nefna er- indi prófessor Davors Solter frá Max Plank-stofnuninni í ónæmis- fræði í Freiburg, sem fjallar um einræktun og nýtingu fóstur- stofnfruma í fortíð, nútíð og fram- tíð. Fleiri áhugaverð erindi mætti nefna, til að mynda erindi þar sem prófessor Andrew G. Clarke frá Cornellháskóla ber saman erfða- efni manna og simpansa og spurt hvað slíkur samanburður geti sagt okkur um þróun mannsins. Þessi erindi, og fleiri til, hafa öll almenna skírskotun og því er þetta tvímæla- laust ekki ráðstefna sem er aðeins fyrir vís- indamenn.“ En Guðmundur sjálfur, mun hann bara sitja og hlýða á? „Ekki ef ég þekki Guðmund Eggertsson rétt. Hann mun hafa nokkuð frelsi með hvernig hann heldur um sitt innlegg. Hann mun taka til máls undir lokin og vænt- anlega tekur hann saman það sem honum hefur þótt bitastæðast og fléttar því saman í heildstætt er- indi.“ Sigurður Snorrason  Sigurður S. Snorrason, er fæddur á Akureyri 12. janúar ár- ið 1951. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971, BS-próf í líffræði frá Há- skóla Íslands 1974 og dokt- orspróf í dýrafræði frá Háskól- anum í Liverpool árið 1982. Var ráðinn lektor við líffræðiskor árið 1989. Er nú í dósentsstarfi með þrosk- unarfræði sem aðalgrein. Gegnir jafnframt stöðu forstöðumanns Líffræðistofnunar Háskóla Ís- lands. Maki er Hrefna Sigurjóns- dóttir, prófessor við Kennarahá- skóla Íslands. Börn eru Björg hjúkrunarfræðingur og Snorri líffræðinemi. Fjallar um einræktun og nýtingu fósturstofn- frumna HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 22 ára gamlann karl- mann í 30 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir líkamsárás. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu, sem er tæplega þrítugur karlmaður, 106 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Til ryskinga kom milli mannanna tveggja á dansgólfi veitingastaðar við Hverfisgötu. Bar sá sem líkamsárás- ina kærði því við að ákærði hafi slegið sig með flösku í andlitið svo að fram- tönn brotnaði. Ákærði neitaði allri sök. Þótti samt sem áður sýnt að ákærði væri sekur og var einkum byggt á framburði vitnis, stúlku sem þekkti báða mennina. Farið var fram á tæplega 316 þúsund krónur í miska- bætur en dómari féllst ekki á svo háa upphæð og segir m.a. í dómnum að bráðabirgðaviðgerð á tönninni hafi leitt til þess að ytra yfirbragð beri ekki augsýnilega með sér líkamslýti. Dæmdur fyrir að slá ungan mann með flösku í andlitið RANNSÓKN á aksturshegðun sem gerð var meðal nær tvö þúsund nem- enda í framhaldsskólum og Háskóla Íslands haustið 2003 leiðir í ljós að rúmlega 17% aðspurðra höfðu valdið umferðarslysi. Hún gefur einnig vís- bendingu um að karlar og konur séu jafnlíkleg til að valda slysum í um- ferðinni. Rannsóknin, sem var framkvæmd haustið 2003, er unnin af Hauki Frey Gylfasyni, Rannveigu Þórisdóttur og Marius Peersen í samstarfi við Rann- um og embætti ríkislögreglustjóra. „Hlutfall karla og kvenna var svip- að, rúmlega 19% karla höfðu verið valdir að umferðarslysi á móti 16% kvenna. Þegar fjöldi umferðarslysa er skoðaður hafa karlar hvorki lent í fleiri bílslysum sem ökumenn en kon- ur né heldur sem ökumenn ekið utan í eitthvað (eins og bíl á bílastæði). Ekki var heldur munur á því hversu oft karlar og konur hafa lent sem far- þegar í bíl í bílslysi,“ segir í tilkynn- ingu um niðurstöður rannsóknarinn- ar. Að sögn Hauks Freys Gylfasonar gefa niðurstöður vísbendingu um að kynjamunur sé minni en af er látið þegar kemur að aksturshæfni. Hann segir að því hafi löngum verið haldið fram að ungir karlar séu líklegri til að valda slysum en aðrir hópar. Sú ályktun hafi hins vegar frekar verið dregin út frá brjóstviti en rannsókn- um. „Við skoðuðum ansi margt í þessari rannsókn. Til dæmis hafa margir þær hugmyndir að karlmenn keyrðu almennt hraðar en konur. Í ljós kemur að svo virðist ekki vera. Helsta niðurstaðan er sú að ekki ber að horfa á kynferði þegar aksturs- hegðun er skoðuð. Það virðist vera að kynjamunurinn sé minni en af er lát- ið,“ segir Haukur Freyr. Karlar verja meiri tíma í umferðinni Í rannsókninni kemur m.a. fram að karlar verja meiri tíma í umferðinni en konur. Munurinn er rúm klukku- stund á viku eða rúmlega 30 kíló- metrar, að því er fram kemur í skýrslunni. „Niðurstöðurnar eru ekki jafnskýrar þegar þær eru skoð- aðar eftir aldri. Yngstu ökumennirn- ir, 17 ára, telja sig verja meiri tíma í umferðinni en hinir eldri, á meðan elstu þátttakendurnir, 20 til 30 ára, telja sig aka meira í kílómetrum talið en hinir yngri. Hugsanleg skýring gæti falist í meiri reynslu eldri þátt- takenda í að meta saman ekna kíló- metra og tímann sem það tekur,“ segir í tilkynningunni. Ekki er hægt að fullyrða út frá nið- urstöðum rannsóknarinnar að karlar séu líklegri til að valda sínu fyrsta umferðarslysi en konur. Hættan fyr- ir bæði kynin rýkur upp við 17 ára aldur. Hún fellur hraðar hjá konum en körlum en endist hins vegar leng- ur hjá þeim þar sem líkur karla á að valda sínu fyrsta umferðarslysi hverfa við 22 ára aldur. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er tekið fram að hafa beri í huga við túlkun niðurstaðna að úrtakið er ekki valið af tilviljun og niðurstöður því vísbendingar sem gefa ekki færi á al- hæfingu um unga ökumenn. Karlar og konur jafnlíkleg til að valda umferðarslysum Morgunblaðið/Júlíus Hugmyndir um að ungir karlmenn aki hraðar eða séu líklegri en aðrir til að valda slysum eiga líklega ekki við rök að styðjast, segir í rannsókninni. Skýrsla um aksturshegðun karla og kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.